Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1979, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1979, Blaðsíða 11
Ein aí endastöðunum í úthverf- um Kaupmannahafnarborgar, þangað sem lestir þjóta með skömmu millibili lúngann úr sólar- hringnum. nefnist Ballerup. Þaðan getur fólk á sérstakri brautarstöð tekið áætlunarbíla, er fara vítt og breytt um nágrennið, m.a. til stað- ar, er nefnist Veksö, smáþorps með bóndabýlum og blómlegum gras- völlum allt um kring. Einstaklega friðsæll og yndislegur staður. Þar eru bóndabýli í eyði, lfklega gamalt herrasetur, er nefnist Veksölund. og skilst mér, að þar fari fram svipuð starfsemi og Myndhöggvara- félagið okkar rekur að Korpúlfs- stöðum. A.m.k. þóttist ég verða var við vinnustofur myndhöggvara og listiðnaðarmanna í húsunum. Fyrir ári var tekinn upp sá háttur að halda þar úti- og innisýn- ingu á skúlptúr, og tókst framtakið svo vel, að það var endurtckið í ár og mun stefnt að því, að um árvissan viðburð verði að ræða í framtíðinni. Mér hafði verið sagt frá því, að þessi sýning hefði fengið sérstaklega góða dóma í f jölmiðlum og listamanna á mcðal, — cinhverja þá beztu, sem skúiptúr-sýning hefði fengið í Danmörk um árabil. Ég hélt því þangað einn sólbjartan sumardag í júlí s.l., og var það eini heili sólardagurinn, sem ég fékk f Danmörk að þessu sinni. Þctta varð sólskinsdagur hjá mér að öllu leyti, því að sýningin þótti mér frábær, í senn fjölbreytileg og áhrifarfk. Ifér sá maður þau átök. baráttu við efni og form, ásamt efnislegri kcnnd er gripu skoðendur föstum tökum. Þá bættist hér við hið þekkilega um- hverfi með lítilli rauðri þorpskirkj- unni sem bakgrunni sumra mynd- verkanna og eina verzlunin í þorp- inu var svo skemmtilega kramar- búðarleg. — Þctta er svo stutt frá stórborginni og samt hefur maður það á tilfinningunni, að maður sé kominn upp f sveit og unir glaður við sitt, fær sér góðan bjór í þorpskranni, áður en haldið er til borgarinnar aftur. Ekki má gleyma heilnæmu og tæru loftinu og eru það mikil viðbrigði frá púströra- mettuðu borgarloftinu. En þannig cr þctta, það er vfða stutt að fara úr borgarkjarna Kaupmannahafnar á friðsæla staði, þar sem mcnn geta slegið upp matarveizlum ef vill (picnic). Stór- borgin hefur sem sagt á sér margar hliðar, og er ég þess fullviss, að fæstir íslendingar, er þar dvelja eða búa, þekki þær nema að litlu leyti. Svo var því einnig farið með sjálfan mig, og ég hef þó dvalið þar f nokkur ár og komið þar við ótal sinnum, — ég er stöðugt að upp- götva nýjar hliðar á borginni og umhverfi hennar og tengjast henni nánari böndum. — En ég var að herma frá hinni hrifmiklu skúlptúr-sýningu og best fer á því að halda sér við cfnið. Þó að einungis 9 listamenn tækju þátt f sýningunni, 8 danir og 1 ameríku- maður hafði hún firnasterk áhrif á mig, einkum, svo sem fyrr segir vegna þess hve efnismeðferðin var fjölþætt og fagmannlega staðið að verki. Ilér var það bersýnilegt, að hver og cinn var í kafi í listsköpun sinni og að fátt annað kæmist að þvf að slík verk gera mcnn ckki af skyldurækni, í hjáverkum né að gamni sfnu til að vera með ... Myndirnar hér á síðunum tala sfnu máli, vona ég, en sjálft andrúm staðarins gat ég þvf miður ekki flutt með mér. Heimsókn mfn til Veksölund var mér mikil uppbót á þvf, að ég átti þess ekki kost að sjá hinar risavöxnu útihöggmyndasýn- ingar í Antwerpcn og Brilssel, en það er trúa mfn, að fáir hafi verið mikið betri á þcim sýningum en nfumcnningarnir í Veksölund. Bragi Ásgeirsson Waltcr Dusenbery USA: Skúlptúr 1978— 79. Sören Georg Jensen: Skúlptúr, marmari 1978. Herrasetrið ad Veksölund. Gert Nielsen: Skúlptúr 1974—78, svartur marmari. Jörgen Hauge Sörensen „Intcrruption“ Bronz 1979. Aísteypa af þessari litlu mynd var föl fyrir litlar 2200 danskar krónur þ.e. 155.000 ísl. kr. En þar sem eintökin eru 35 talsins má ætla að brúttótekjur listamannsins verði rúmlega 7 milljónir ísl. kr. Almennt verð mynda á þessari sýningu þætti svimandi hátt á íslandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.