Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1979, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1979, Blaðsíða 4
ÆFÐI SIG EIN í KIRKJUNNI Á HÚSAVÍK — en svo gerðist að einhver tók undir ... Ég er fædd á Húsavík 2. sept- ember 1895. Tvíburi, systir mín var fædd 31. ágúst, en ég ekki fyrr en 2. september. Systir mín dó úr barnaveiki þegar hún var 3ja ára. Það var mikill söknuður hjá mér þegar ég missti hana. Marsilína Pálsdóttir fóstursyst- ir mín, móðir Stefáns Jónssonar alþingismanns hefur sagt mér frá að aldrei í lífinu hafi hún séð eins mikla sorg eins og hjá þessu litla barni eftir að Hulda litla systir mín dó. Hún biður mín. Fæðingin var mjög erfið hjá móður minni. Það var búið að segja föður mínum Bjarna Bjarnasyni sölustjóra Kaupfélags- ins, að hún fæddi ekki seinna barnið, mig. Hún var hætt að hafa á hríðum og það virtist vonlaust. Mér hefir verið sagt að hann hefði farið upp í Húsavíkurfjall til að vera einn. Hann var búinn að kveðja hana. Það eru stúlkurnar, sem voru heima, sem hafa sagt þetta. Þann dag kom skip inn á Húsavík vegna illviðris. Það frétt- ist í land, að með skipinu væri læknir og það var farið um borð og hann beðinn að koma til móður minnar. Þá vill svo til að þetta er fæðingarlæknir „spesialisti“ í að hjálpa konum. Þessi læknir var þýzkur. Mamma mín sagði mér sjálf að hún hefði verið látin liggja á fjölum í tólf tíma og nudduð allan tímann og svo átti hún að hjálpa til eins og hún gat. Eftir þessa tólf tíma gat svo læknirinn tekið mig með töngum. Þýzka lækninum þótti þetta ein- kennilegt atvik í lífi sínu og í bréfi sem hann skrifaði föður mínum lét hann þess getið að einkennilegt þætti sér ef hann ætti aldrei eftir að hitta þessa litlu stúlku aftur í lífinu og að örlögin báru hann upp að þessari litlu höfn. Faðir minn og þessi læknir höfðu eitthvert bréfasamband sín á milli eftir þennan atburð. Þetta voru nú einu samfundir okkar þessa þýzka manns, sem var lífgjafi okkar móður minnar. Móðir mín var frá Brettings- stöðum í Flateyjardal, Emelía María Guðmundsdóttir. Hún var hagmælt og kastaði stundum fram vísum. Þessar kvað hún á gamals aldri: Mér er gleði flúin frá fjör og kraptar dvína en Guði sé lof, ég ennþá á æskudrauma mína. © Helga Bjarnadóttir í stofunni heima hjá sér. Pétur Pétursson þulur ræðir við Helgu Bjarnadóttur söngkonu Fyrrum var ég ern og ung en öllu tíminn breytir á mig sækir ellin þung, æ, hvað hvað hún mig þreytir. Móðursystir mín var Karólína prestsfrú, kona séra Árna Jó- hannssonar í Grenivík. Synir þeirra voru þeir Þórhallur Árna- son skrifstofustjóri og Ingimund- ur Árnason söngstjóri á Akureyri, en dætur Þórgunnur, Steingerður og Gunnhildur. Söngurinn varð fljótt mitt hjartans mál. Þegar ég var fjög- urra ára var ég sett upp á stól og látin syngja á Kvenfélagsfundum. I barnaskólanum var ég svo alltaf sjálfkjörin í sönginn. Það var ágætur söngkennari á Húsavík, Kristján Sigtryggsson ættaður úr Mývatnssveit. Hann var kennari barna í mörg ár. Kristján var afar duglegur að æfa sönginn með okkur. Ég var látin syngja sóló. Einu sinni sungum við Jakob Guðjohnsen síðar verkfræðingur saman í einhverju lagi. Það var ósköp gaman. Ég man að það var veizla hjá Steingrími Jónssyni sýslumanni og mamma mín var þar með. Þorbjörg Skúladóttir, María Vilhjálmsdóttir, Marsilína Páls- dóttir og Birna systir mín sátu allar við handavinnu heima. Það var ákveðið að ég syngi fyrir þær og átti ég að fá verðlaun ef vel tækist nú til og ég springi ekki á laginu Verðlaunin voru kökur og súkkulaði. Ég stóð uppi á borðstofuborðinu og söng og sprakk ekki. Þá henti Þorbjörg tvisti tvisvar í munninn á mér svo ég varð að hætta söngnum. Þá reiddist ég svo að ég tók skæri og henti þeim og þau lentu beint í lærinu á henni. Ekkert varð af verðlaunaveitingu, en ég var látin fara niður í kjallara og geymd þar. Grímur bróðir minn var mér þar til „selskaps". Við sátum þar og átum súrt slátur í staðinn fyrir sælgætið og okkur leið vel þarna niðri. Heima hjá okkur var orgel. Steingrímur Þorsteinsson frá Víðimýri í Fnjóskadal var hjá okkur í sex vikur, hann er faðir Ragnhildar Steingrímsdóttur leikkonu. Hann kenndi mér fyrst á hljóðfæri. Honum fannst ég geta lært, sagði að það væri stórkost- legt hvað ég lærði á 6 vikum og hafði uppáhald á mér. Svo eftir að ég hætti að læra hjá Steingrími lærði ég hjá Þórdísi Ásgeirsdóttur konu Bjarna Bene- diktssonar verzlunarmanns á Húsavík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.