Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1979, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1979, Blaðsíða 6
Sigurjón Guðjónsson: SVARTÁ RAULAR Enginn leit fegri ágústdag, ilmur úr hamraþili. Lóan kvakar sitt kveöjulag, kvikar ioftiö af spili. — En Svartá raular sinn rammaslag, rymur vættur í gili. Falla aö velli fögur strá, flugbeittir Ijáir hvína. Slær hver og slær sem mest hann má. Miðdegisgeislarnir skína miidir, og heiöum himni frá háfjöll og jökul krýna. Áöur þaö léku afreksmenn yfir gljúfriö að stökkva. Lifa þá nokkrir eftir enn að orku sem viö þeim hrökkva, og eiga metnaö og mátt í senn aö mana gljúfrið dökkva? Að slætti er ítur yngissveinn, aö ætt og fóstri valinn, sækinn vilji, svipur hreinn, sómi byggöar talinn. Vormaöur ungur, vegur beinn, vonunum beztu falinn. Fræknleik mestum og feöradáð fýsir hann eftir aö líkja, í strangri glímu skal hætta háö, af hólminum ekki víkja. Við metnaö nokkurn er marki náð, manndómsbraginn ei svíkja. Hann kastar orfi og hleypur hratt aö hyldjúpa gljúfrinu svarta. Ungs manns hjarta er hraust og glatt í hásumarveörinu bjarta. Stökkið er skammt, en á bakkann bratt þar birkiangarnir skarta. Hann hóf sig á loft, tók hinsta stökk, hringiöur undir sjóða, hrapið hans beiö í djúpin dökk, dillir sér hávær móöa, líkið hvílist viö bera blökk, en bjargsins veggir hljóða. Svo bregður við aö blóösins lit allt ber á garöi heima þar sem á engi annir, strit, örlögin víöa sveima. Og móðirin hugsar: Ég misst hef vit eða mig er farið að dreyma? Enginn leit fegri ágústdag, ilmur úr hamraþili. Lóan kvakar sitt kveðjulag, kvikar loftið af spili. — En Svartá raular sinn rammaslag, rymur vættur ígili. Fremst í flugvélinni sat nítján ára námsmaður og barðist við tárin sem þrálát fylltu augu hans og hótuðu að renna niður kinnarnar. í hálsinum sat kökkur sem neitaði aö fara. Hún haföi veriö svo ógn guggin og raunamædd þegar hann kvaddi hana — ekki sagst hafa neitt að lifa fyrir. „Mig langar ekki til aö gera neitt,“ hafði hún sagt. Honum þótti ósköþ vænt um hana — já, hann elskaði hana eins og lífiö í brjósti sér. Þess vegna þótti honum líka afar erfitt aö skilja við hana. Hann vissi að söknuðurinn ætti eftir að reynast næstum óbærilegur. Samt var hann að fara. „Er skólinn svona mikils virði!“ hafði hún sagt. Hann vissi það ekki. En nú var hann farinn að efast. Kannski væri menntunin of dýru verði keypt. Var verjandi að kveljast heilan vetur af söknuði og leiðindum og eiga jafnvel á hættu að missa hjartagullið sitt? „Reyndu að vera hress!“ hafði hann sagt við hana. „Hvernig á ég að vera hress þegar þú ert að fara,“ hafði hún svarað. Hann sá að augu hennar voru rök. Við þessu hafði hann ekki átt neitt svar. Sjálfur var hann jafn dapur og hún, en hann var karlmaður og mátti ekki æörast. Samt langaöi hann mest til að beygja af og gráta í faðmi hennar. Hann vissi ekki hvort hann átti að skammast sín fyrir það. Og þarna fyrir neöan var hún á leiöinni í bæinn. Hann vonaði inni- lega að hún mundi ekki fara sér að voða í geðshræringu sinni. Hann gæti ekki afborið að eitthvað kæmi fyrir hana. Ó, elskan, farðu varlega! „Má bjóöa þér Vísi eöa Dagblað- ið?“ spurði flugfreyjan. Hann hrökk upp úr hugleiðingum sínum. „Vísi takk,“ sagði hann. Hann reyndi að sökkva sér oní lesturinn: ... danskeppni í Óöali . .. íranskeisari í Marokkó ... Mikið elskaði hann hana. ... Carter meö nýtt frumvarp ... Mikiö fannst honum hún falleg. ... Liz Taylor á frumsýningu ... Mundi hún gráta þegar hún kæmi heim? ... FH marði ÍR ... Stenmark efstur ... Var hann að gera reginskyssu með því aö fara í skólann? ... Reyklausi dagurinn á morgun Var menntunin of dýru verði keypt? ... Tveir bátar farast á Axarfirði Gat hann verið þekktur fyrir að fara heim aftur? ... Óli Jó hótar afsögn ... „Góðir farþegar, við nálgumst nú Reykjavík," tilkynnti flugfreyjan. „Vinsamlegast spennið beltin og réttið sætisbökin og athugið að reykingar eru ekki lengur leyfðar.“ Hann lagði frá sér blaðið og virti Akraneskaupstaö fyrir sér. Veöriö var stillt og fagurt — meira að segja sólin spanderaði geislum sínum á landið. Lóðréttan reyk lagði upp frá Sementsverksmiðjunni. Þetta hafði verið þægileg flugferö, en honum var kalt á tánum og sætið við hliðina var autt... Nú birtust olíugeymarnir á Grand- HVER DAGUR ÞJÁNING Smásaga eftir Hávarð Helga

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.