Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1979, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1979, Blaðsíða 4
JONAS HARALZ Fyrr á þessu sumri áttum viö hjónin þess kost að ferðast um nágrannaland okkar, írland, þar sem við höfðum ekki komið áður. Þaö var ánægjuleg og fróðleg ferö. Margt nýtt bar fyrir augu, en þó fór svo, að þaö eftirminnilegasta, sem viö sáum, voru atburöir í ööru landi, sem viö fylgdumst meö á sjónvarpi. Einmitt þessa daga heimsótti Jóhannes Páll páfi II heimaland sitt Pólland. í hinu kaþólska írlandi var fylgzt meö þessari heimsókn af jafnvel enn meiri áhuga en annars staöar, og sjónvarpið sýndi jafnóöum kvik- myndir frá heimsókninni klukku- tímum saman á degi hverjum. Mér er í fersku minni annars vegar þung- búiö þokuloft írlands úti fyrir glugg- anum, hins vegar heiðblár himinn Póllans, sem hvelfdist yfir mannhaf án sýnilegra endamarka í forgrunni litrík klæði kardínála og biskupa við messusöng, og svo þessi eini maöur, sem öll athyglin beindist aö, andlit í senn þrungið alvöru og Ijómandi af gleöi. Mér virtist, aö í þessari mynd, því í rauninni var þetta sama myndin klukkutíma eftir klukkutíma, dag eftir dag, birtist okkur á einfaldan og skýran hátt líf okkar og staöa á þessum tímum, á þessari öld, sem trúaö hefur svo staöfastlega á bless- un framfara og velmegunar og á mátt stjórnmála og ríkisvalds til þess að öðlast þá blessun. í II. Mósebók er sagt frá því, er ísraelsmenn brast þolinmæði til aö bíöa komu Móse frá Sinaí-fjalli: „En er fólkið sá, aö seinkaði komu Móse ofan af fjallinu, þyrptist fólkiö í kringum Aron og sagöi viö hann: Kom og gjör oss guö, er fyrir oss fari, því vér vitum ekki hvaö af þessum Móse er oröiö, manninum, er leiddi oss burt af Egyptalandi. Og Aron sagöi viö þá: Slítið eyrnagullin úr eyrum kvenna yðar, sona og dætra og færiö mér. Þá sleit allt fólkiö eyrnagullin úr eyrum sér og færöi Aroni; en hann tók við því af þeim, lagaði þaö meö meitlinum og gjöröi af því steyptan kálf. Þá sögöu þeir. Þetta er guð þinn, ísrael, sem leiddi þig út af Egyptalandi. Og er Aron sá þaö, reisti hann altari fyrir framan hann; og Aron lét kalla og segja: Á morgun skal vera hátíö Drottins. Og næsta morgun risu þeir árla, fórnuöu brennifórnum,; síðan settist fólkiö niöur aö eta og drekka, og því næst stóöu þeir upp til leika“. Fyrir okkur, sem lifað höfum á þessari öld, hefur fariö líkt og fyrir Israelsmönnum og svö mörgum kynslóöum öörum, en för okkar hefur verið því hrikalegri, sem viö höfum haldið, aö máttur okkar væri meiri og stefnumiöin hærri en fyrri kynslóða. Viö höfum ekki viljað hinkra viö eftir boðskapnum frá fjallinu, en haldiö, aö viö gætum sjálfir búiö okkur til þann guö, sem leiddi okkur úr eyöimörkinni til fyrirheitna landsins. Viö höfum hald- iö, aö sannindin um Guö og mann, um samband Guös og manns, um gott og illt, Ijós og myrkur, um synd og miskunn, iörun og fyrirgefningu, væru bábiljur einar, nokkurs konar nátttröll, sem dagaði uppi í skærri birtu vísinda okkar sjálfra. Viö höfum taliö, aö kirkjan, sem varöveita á þessi sannindi og flytja okkur þau aö nýju frá kyni til kyns, væri annað hvort úrelt og einskis viröi, eöa tæki afturhalds og kúgunar. Viö höfum trúaö því, aö ef viö leituðum fyrst hins pólitíska valds, þá myndi allt annaö veitast okkur aö auki. En á þessari mynd, þarna á víöum slétt- um Póllands, undir bláum himni, blasti sannleikurinn viö. Skógur blekkinganna var loksins brunninn. Hér voru þeir, sem mikiö höföu reynt og lengi haföi þyrst aö leita upp- sprettunnar eilífu. Þaö er álit þeirra fræöimanna, sem mest hafa kynnt sér þau mál, aö meiri breytingar séu nú aö verða á lífsviðhorfi og gildismati manna á Vesturlöndum en um langt skeiö, sennilega meiri en nokkru sinni síðan í lok miöalda. Merki þessara breytinga sjáum viö og finnum allt í kringum okkur, jafnt hér á íslandi sem í nágrannalöndum okkar. Við höfum fulla ástæöu til aö ætla aö í löndum Austur-Evrópu séu þessar breytingar ekki síöur djúptækar, enda þótt þeim sé yfirleitt og aö miklu leyti varnaö aö koma fram í dagsljósið. Þaö er auðveldara aö sjá, aö um miklar breytingar sé aö ræða, heldur en aö skilja í hverju þær séu í raun fólgnar. Nokkur meginatriði eru þó Ijós. Vonbrigða og tómleika gætir hvaö mest. Menn finna til fánýtis þess lífs, sem þeir lifa, finna ekki fullnægingu í þeirri velmegun, sem þeir hafa sótzt eftir og öðlast. Um leiö bera menn ugg í brjósti vegna framtíðarinnar, óttast aö sá grund- völlur tækni og framfara, sem byggt hefur veriö á, sé fallvaltur, og eru ráðvilltir, þegar gáö er til átta. Slíkt hugarfar er upphaf allra sinnaskipta. En þaö er aöeins upp- hafiö og hættan er sú, að menn dragi rangar ályktanir um eöli þeirrar stööu, sem þeir eru í. „Viö værum betur komnir uppi í tré“, er viökvæöi eins hinna mörgu gagnrýniljóöa, sem ungt fólk syngur. En er þetta svo? Værum við betur komnir án þeirrar þekkingar og þess fjármagns, sem við ráöum yfir? Værum við betur settir án góöra samgangna viö önnur lönd, án ríkulegra samskipta viö aðrar þjóðir? Væri þaö heilladrýgra, ef barnadauöinn væri álíka og á I LEIT AÐ UPP- SPRETTUNNI okkur íslendingum þess brýn þörf aö efla og auka framleiðslu okkar. Við þurfum aö gera þetta til þess aö tugir þúsunda ungra manna og kvenna geti fengiö störf viö sitt hæfi, en veröi ekki aö leita til annarra landa. Viö þurfum aö gera þetta til þess aö unnt sé aö sinna mannúðar- og réttlætismálum, sem áöur hefur ekki verið sinnt sem skyldi. Viö þurfum aö gera þetta til þess aö viö getum lagt okkar skerf til aö draga úr eymd og hörmungum í heiminum, og til þess aö viö getum tekiö á móti fólki, sem hér vill leita hælis frá ofsóknum og dauöa heima fyrir. Okkur er þess einnig brýn nauösyn aö búa betur í haginn fyrir þær stofnanir og starfsemi, sem varöveit- ir tengslin viö fortíð okkar og sögu Þegar allt kemur til alls, er þaö ekki tæknin, fjármagnið eða velmegunin, sem er hið illa, held- ur það, sem við gerum úr því. síöustu öld, fátæktin eins mikil og hún var um aldamót og atvinnuleysi eins almennt og á krepþuárunum? Þaö er vissulega satt, að þaö stoöar ekki að eignast allan heiminn en fyrirgjöra sálu sinni. En hvers eru menn bættari án heimsins, ef menn varöveita sálina ekki aö heldur? Þegar allt kemur til alls, er þaö ekki tæknin, fjármagniö eöa velmeg- unin, sem er hiö illa, heldur þaö, sem viö höfum gert úr tækni, fjármagni og velmegun. Gulliö í eyrum ísraels- manna var ekki illt. Ekki einu sinni gullkálfurinn var illur, fyrr en honum haföi veriö reist altari og geröur úr honum guö. Skurögoöin eru þaö, sem þau eru, fyrir okkar eigin tilverknaö, en ekki af sjálfum sér. Á næstu árum og áratugum er og við þau sannindi, sem tilvera okkar sem einstaklinga og þjóðar byggist á. Til þess aö leysa þessi verkefni af hendi þurfum viö á aö halda allri þeirri þekkingu, tækni og fjármagni, sem völ er á. Viö þurfum einnig aö eiga ríkuleg samskipti viö aörar þjóðir, leita til þeirra um þaö, sem okkur vanhagar um, láta þeim í té það, sem viö höfum ofgnótt af. En viö þurfum ekki aö gera tækin aö tilgangi, ekki aö reisa skurögoöum altari, ekki aö fyrirgjöra sálu okkar. Það er undir okkur sjálfum komiö, skilning okkar, einlægni og trúfesti, hvaða leiö viö göngum. Einnig aö ööru leyti gætir mikils tvískinnungs í afstöðu okkar og stefnu. Viö höfum trúaö á mátt stjórnmála og ríkisvalds til þess aö ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.