Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1980, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1980, Side 8
Þannig má oft sjá Héöinn Maríusson, þegar hann er í landi. Hann stendur utan viö skúrinn sinn og greiöir úr kolanetum. Þaö var á köldum rigningardegi á sumri úthallanda, aö ég sá Héöin Maríusson fyrst. Hann stóö þá og greiddi úr netum utan viö skúrinn sinn uppaf bryggjunni á Húsavík, í blárri úlpu, meö sixpensara og girtur einhverskonar svuntu. Mér þótti maöurinn vörpulegur og alveg meö ólíkindum aö hann yröi áttræður eftir fjóra mánuöi, — og aldrei, hvorki fyrr né síöar hef ég séö nær áttræöan mann svo vel á sig kominn. Á afmælisdaginn, sem bar uppá svartasta skammdegiö, birtust af- mælisgreinar um Héðin í dagblööum og þrír þjóökunnir menn báru þar mikið lof á kempuna. Af því sem þeir sögöu, — og af því sem ýmsir Húsvíkingar tjáöu mér, má slá því föstu, að Héöinn Maríusson sjósókn- ari og trillukall allra trillukalla, sé í raun og sannleika hinn sanni veiöi- maöur holdi kfæddur. Til eru þeir menn, sem fæöast með svo ríku- legan skammt af veiöieöli, aö hugur þeirra er alla stund bundinn við þessa einu athöfn: Aö veiða. Þá skiptir ekki höfuömáli, hvort verið er meö byssu í höndum og hvort aflinn veröur selur eöa fugl, ellegar net og önnur veiöarfæri, sem gefa fisk í soöið. Annaöhvort fæöist maður meö þessa hvöt — eöa ekki, og framar ööru hefur hún oröiö mann- kindinni til bjargar gegnum áraþús- undir. Mér hefur skilizt, aö Héöinn Marí- usson sé sá veiöimaöur af guösnáö, sem til er jafnað af þeim sem bezt þekkja til veiða. Sjálfur er ég ekki í þeim hópi; er gersneyddur veiöieöli og hef ekki migið í saltan sjó. En þar fyrir þótti mér geysilega forvitnilegt að hitta Héöin á „heimavelli" eins og sagt er á íþróttamáli. Hann er mikill vexti, sívalur og trúlega þungur, þrekinn um heröar og stendur ævin- lega teinréttur.. Enda þótt viömót hans einkennist ööru fremur af hógværð og hlýju, minnti hann mig eitthvaö á þá forna kappa, sem fóru um sollinn sæ og stóöu í stafni. Héöinn er víst ekki ennþá kominn á karlagrobbsaldurinn; aö minnsta kosti var ekki á honum að heyra, aö margt markvert heföi á daga hans drifið. Hann er ekki einn þeirra, sem umsvifalaust fara aö segja ókunnug- um aökomumanni sögur, — ekki einu sinni veiðisögur. Aftur á móti bauö hann mér aö líta inn í skúrinn sinn, þar sem gefur aö líta þúsund tegundir af snærum og sísal og allskonar línu — og allsstaöar þessi Þótt Héöinn sé áttræóur, vottar ekki fyrir óstyrk eöa skjálfta í höndum hans, þegar hann miöar meö selabyssunni, sem hann fékk í tannfé. og varð veiði- maður af guðsnáð Um Héðin Maríusson trillu- karl á Húsavík, sem hefur róið í 66 ár, þekkir á fiskinum, hvar í Skjálfanda hann hefur veiöst og sækir sjó þótt orðinn sé áttræður

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.