Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1980, Síða 9
Lítil, horuð og alltaf svartklædd, söng Edith sig inní hjörtu
áheyrenda sinna og vann sér varanlega aðdáun og ást.
Astasamband Edithar og Yves Montand var stutt en akaft
m
Edith er sex ára á myndinni, og
átti þá nokkur kyrrlát ár að baki
í vændishúsinu.
Theo Sarapo var síðasti elsk-
hugi Edithar og eini eigin-
maðurinn. Hann var tuttugu
árum yngri en hún, en elskaði
hana innilega og fórnfúst, og
geröi hana hamingjusama
síðustu árin.
Ariö 1S47, þegar þessi var
tekin, var Edith búin að ná
öruggri fótfestu sem lista-
maður og enn voru engin
merki farin að sjást á andliti
hennar um hið spillta líferni.
Þegar Edith kynntist hnefaleik-
aranum Marcel Cerdan lifði hún
aöeins fyrir hann, en hann fórst
í flugslysi.
og augum. Edith Piaf haföi einstakt lag á
aö koma einföldum textum og oft lág-
kúrulegum þannig til skila, aö áheyrend-
urnir grétu eöa hlógu meö henni.
Uppfrá þeim degi, aö hún kom framá
sviöiö í fínum Parísarkabaret, þá 21 árs,
mislukkaöist ekkert fyrir henni sem
listamanni. Til lengdar gat hún ekki þolaö
hiö reglubundna líf, sem forráöamaöur
hennar kraföist. Aö loknu stuttu ástar-
sambandi þeirra hvarf hún í næsta
karlmannsfaöm, og síöan stööugt frá
einum til annars ...
Þegar síöari heimsstyrjöldin geisaði
heimsótti Edith herbúöirnar til aö
skemmta hermönnunum. Hún gat ekki
einsömul veriö og meö karlmönnum leiö
henni bezt...
Edith Piaf kynntist Yves Montand áður
en hann varö þekktur söngvari og leikari.
Hún átti reyndar þátt í að koma honum til
frama og um tíma leit út fyrir aö þau giftu
sig. Edith var farin aö hafa miklar tekjur,
og gaf Montand hverja gjöfina annarri
dýrari og lagöi sig einnig fram um að
finna hina réttu söngva fyrir hann. Svo
þegar hann var kominn fyrir vindinn á
framabrautinni, fór hann aö leggja henni
lífsreglurnar; hún átti aö haga sér á
þennan eöa hinn veginn eftir hans
geöþótta. Eftir stutt en taugaslítandi
uppgjör, héldu þau hvort sína leið og
þegar Edith kynntist Marcel Cerdan var
Yves henni um leið algerlega gleymdur.
Marcel var hnefaleikari og í þann veginn
aö veröa heimsfrægur. Hann var kvæntur
og átti tvö börn, en Edith horföi ekki í
slíka smámuni. Marcel var maður fyrir
hana og hún haföi ekki lært og læröi
aldrei aö taka tillit til annarra.
Henni féll vitaskuld ekki, þegar blööin
komust aö sambandi hennar og Marcel
og þaö fór aö rigna yfir hana bréfum og
símhringingum, en henni kom ekki til
hugar aö slíta sambandinu viö Marcel
Cerdan. Þvertámóti fylgdi hún honum til
Bandaríkjanna, þar sem hann átti aö æfa
sig undir heimsmeistarakepþni í sínum
þyngdarflokki og henni tókst aö lauma
sér inní æfingabúðirnar, þar sem konur
máttu alls ekki koma.
Marcel sigraði og þau bjuggu saman
um skeið í ástarvímu og ein útaf fyrir sig
— þaö var ekkert rúm fyrir aðra. Ekki
varö af giftingu. Marcel fórst nokkru síðar
meö flugvél sem hraþaöi á leiö frá París
til New York.
Hún róaöi sig með
víni og eiturlyfjum
Edith féll saman, þegar hún frétti
dauöa Marcels. Þaö datt engum í hug,
sem nærri henni voru, aö henni tækist aö
koma fram á þeirri söngskernmtun, sem
fyrirhuguö var aö kvöldi þess dags, sem
henni barst dánarfregnin. En aö nokkrum
tímum liönum, tilkynnti hún, að hún
myndi syngja. Þaö leyndist ekki
áhorfendum aö þaö var örvæntingarfull
kona, sem söng fyrir þá þetta kvöld. Hún
sagöi áöur en hún hóf söng sinn: „í kvöld
syng ég fyrir hann einan, og þiö skuluð
ekki klappa.“ Hún söng af slíkri innlifan
aö áhrif hennar á áheyrendur voru meiri
en orö fá lýst. Strax aö loknum söng
sínum brustu taugar hennar á ný, en þaö
var eins og hún væri sljó fyrir því. Þaö var
aöeins á sviöinu, sem henni fannst hún
vera iifandi.
Næstu árin vann Edith Piaf marga
söngsigra. Hún fór söngferðalög heims-
hornanna á milli og hvar sem hún kom
hreif hún áheyrendur sína. Þaö hætti
smásaman aö vekja henni eftirvæntingu
aö koma fram á söngskemmtunum af því
aö hún var orðin svo örugg og viss um aö
hún hrifi áheyrendurna, og henni væri
gefiö vald til aö hræra hjörtu manna og
vinna ástir þeirra. Þegar hún var ekki á
sviöinu, var hún órólegri en nokkru sinni
fyrr. Svo sem áöur segir gat hún aldrei
ein veriö, og nú haföi þessi veikleiki
ágerzt svo, aö á hverri nóttu drakk hún
sig fulla eöa leitaði kunningsskapar
karlmanns og þó oftast hvorttveggja.
Sífellt var um nýja og nýja menn aö ræöa.
Þetta líferni hlaut náttúrlega aö leiöa til
ófarnaðar meö einum eða öörum hætti.
Hún lenti í tveimur bílslysum hvoru á
fætur ööru og skaddaöi nokkur rif og leið
svo miklar kvalir að henni var gefin
morfínsprauta. Þaöan í frá losnaði hún
aldrei viö eiturlyfin. Hún lagöist oft inná
sjúkrahús til „afvötnunar“ en þaö bar
aldrei neinn árangur; hún lagöist jafn-
haröan í eiturlyfin og hún kom útaf
sjúkrahúsinu. í raun virtist henni þaö einu
gilda, hvernig hún færi meö heilsu sína ef
hún aðeins haföi krafta til að standa á
sviöinu og syngja. Líf hennar var oröiö
vítishringekja. I örvæntingu sinni geröi
hún hverja sjálfsmoröstilraunina af ann-
arri og varö aö fara á hæli til lækninga.
Hún lenti enn í nokkrum minniháttar
bílslysum, var einnig skorin upp viö
blæöandi magasári. Hún strauk af
sjúkrahúsi og allan tímann mátti heita aö
hún næröist ekki á ööru en víni og
eiturlyfjum.
Það var mönnum ráögáta, hvernig
henni tókst aö heröa sig upp til þess aö
halda söngskemmtanir og hrífa áheyr-
endur jafnt og áöur. Skýringin er máski
sú, aö þaö var jafnan í kringum hana fólk,
sem þótti vænt um hana og skildi, aö hún
sagöi það satt, aö þann dag sem hún
gæti ekki sungið, myndi hún deyja.
Theo var hjá henni
til hinztu stundar
Þegar Edith Piaf kynntist Theo Sarap
var hún oröin aöeins skuggi af sjálfri sér,
en samt bar hún af öllum öörum á sínu
sviði. Hún haföi þénaö milljónir franka, en
peningarnir runnu jafnharöan um greipar
hennar. Aldrei þurfti hún aö efast um aö
Theo væri hennar og hennar einnar, þrátt
fyrir aö hann væri 20 árum yngri en hún,
og heföi reyndar enga sérstaka ástæöu til
aö vera henni þaö sem hann var.
Um þær mundir, sem hún kynntist
Theo haföi hún fengiö aö vita vissu sína
um þaö, aö hún væri meö krabbamein og
dauðann gæti borið aö höndum, hvaöa
dag sem væri. í janúar 1961 hélt hún
konsert í Olympia í París og stóö sig meö
þeim ágætum aö hún þótti sjaldan hafa
veriö betri. Hún gaf sig af lífi og sál aö því
aö vinna Theo frama og samþykkti aö
giftast honum. En hún grét, þegar henni
varö hugsaö til þess, hversu slitin, gömul
og sídrukkin hún var.
„Hann er of ungur til aö bindast
jafngamalli konu og ég er,“ sagöi hún oft,
„og hann ætti skilið eitthvaö betra, en ég
hef ekki þrek til aö reka hann frá mér. Ég
get ekki veriö ein ..." Þeim gáfust tvö ár
í sambúðinni. Þau giftu sig í október 1962
aö lokinni söngskemmtun í Olympia, þar
sem áheyrendaskarinn var allur búinn aö
missa stjórn á sér í ákafa sínum að hylla
sína ástfólgnu Edith Piaf.
Eftir þetta liföu þau hjónin mjög
einangruö og lengstan tímann í villu á .
Riveríunni. Þegar sjúkdómur Edithar hel-
tók hana svo, að hún varö aö leggjast á
sjúkrahús, fylgdi Theo henni og var viö
hlið hennar þar til hún andaðist í október
1963. Hann hlaut engin önnur laun fyrir
tryggö sína en allar skuldirnar, sem hún
lét eftir sig. Hann sagöi, aö þetta væri
réttmætt og reyndar ágætt. Hann heföi
talið þaö sitt hlutverk aö láta hana finna
aö hún væri elskuö án skuldbindinga.
Þaö tókst honum. Edith fékk aö síöustu
að lifa í tvö ár laus viö ótta. Þrátt fyrir
sjúkdóminn var þetta máski hamingju-
samasta skeiö hennar skömmu ævi.