Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1980, Qupperneq 15
Kissinger ásamt Chou En-lai, sem hann álítur eitt af mikilmennum
heimsins og einn eftirminnilegasta mann, sem hann hitti á
ráðherraferli sínum.
röö, sem upprunalega heföi veriö ákveöiö
— fyrst Peking, síöan Moskva.
Mér fannst ekki, aö Shou-En-lai væri
neitt óánægöur meö þessa yfirlýsingu.
Þegar ég gaf í skyn, aö toppfundur, sem
haldinn væri skömmu fyrir kosningar um
sumariö, gæti valdiö misskilningi, stakk
Shou-En-lai upp á vorinu 1972. Ég féllst á
þaö.
Viö slitum fundi, þar sem Shou-En-lai
þurftl aö gefa einhverjum öðrum ónefnd-
um gesti að borða, en hann lagöi til, aö
viö hittumst aftur kl. 22 til aö gera
uppkast að sameiginlegri yfirlýsingu um
heimsókn mína.
Reynt á þolrifin
Við snerum síöan til gistihúss okkar,
og skyndilega voru allir kínverskir emb-
ættismenn á bak og burt. Kvöldfundinum
var svo frestað æ ofan í æ, og það tók á
taugar okkar. Viö fórum í gönguferöir um
garðinn og áttum bágt með aö dylja
óþolinmæöi okkar. Okkur fannst, eins og
Kínverjar væru aö velta þessu öllu fyrir
sér á nýjan leik.
Loks kom Shou-En-lai kl. 23.14. En í
staö þess aö fjalla um fréttatilkynninguna
ræddum viö nokkra stund um framtíð
Indlands og Þýzkalands. En svo sagöi
hann, aö Huang Hua, sendiherra (nú
utanríkisráöherra) heföi veriö faliö aö
gera uppkast aö yfirlýsingunni og kvaddi
síðan.
En Huang Hua kom ekki strax. Enn
urðum viö aö bíða. Viö höfum ekki komizt
að því, hvort ætlunin hafi veriö aö reyna á
taugar okkar, hvort Mao hafi veriö aö láta
gefa sér skýrslu um viðræður okkar eða
hvort fundur hafi verið haldinn í stjórn-
málanefndinni í miiiitíöinni. Sennilegast
er þó, aö þessar hafi ástæöurnar verið
allar aö einhverju leyti.
Loksins birtist svo Huang Hua án þess
aö biöjast neinnar afsökunar, en hann var
kurteis, vinsamlegur og rólegur. Hann
kom meö drög aö fréttatilkynningu, sem
viö þegar í staö mótmæltum.
Aö gamalli hefö Ríkis miöjunnar sagöi
þar, aö Nixon hafi óskað eftir heimboð-
inu. Ástæöan hafi verið sögö umræöur
um Taiwan sem fyrsta skref til aö taka
upp eðlileg samskipti. Ég vísaöi hvoru-
tveggja á bug og sagöi, aö viö myndum
ekki koma til Peking bónarveginn. Viö
SJÁ NÆSTU SÍÐU
LJOÐ FRA LIÐNUM TIMA
SIGURÐUR SIGURÐSSON
frá Arnarholti
hefði orðið 100 ára á síðastliðnu ári, ef hann hefði
lifað. Hann fæddist í Kaupmannahöfn á þvi
herrans ári 1879 og dó i Reykjavfk 1939, en þar átti
hann heima síðustu árin. Faðir hans var kennari
við Lærða skólann, en iézt fyrir aldur fram og eftir
það ólst Sigurður upp hjá Birni M. Ólsen rektor.
Sigurður nam við lærða skólann, en hætti námi
þegar hann átti skammt eftir til stúdentsprófs, en
nam síðar lyfjafræði. Árin 1906—1912 var hann
sýsluskrifari Mýrasýslu með aðsetur i Arnarholti
og kenndi sig síðan við þann stað. Að loknu þvi
skeiði fluttist Sigurður til Vestmannaeyja og
starfaði þar við lyfsölu um nokkurra ára skeið, en
settist að í Reykjavik 1931. Ljóð Sigurðar,
Útilegumaðurinn, sem hér birtist, er trúlega
þekktasta ljóð hans.
Ú tilegumaðurinn
Öxlin er sigin, bakið bogið
a£ byrði þungri, — tómum mal.
Leggmerginn hefur sultur sogið
og sauðaleit um Skuggadal.
Þú gengur hljótt og hlustar við,
en höndin kreppist fast um stafinn, —
þú heyrir vatna næturnið
og náhljóð kynleg saman vafin.
Ég sé þig elta heim í hreysið
við hraunið, — máni að baki skín, —
þinn eigin skugga, auðnuleysið,
sem eitt hélt tryggð við sporin þín.
— Svo fangasnauð var næðingsnótt
ei nokkur fyrr, sem tókst að hjara.
Þú hlustar aftur, — allt er hljótt,
nema elfan stynur milli skara.