Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1980, Síða 16
Hin leynilega
sendiför mín
til Kína
kæmum heldur ekki aöeins til aö tala um
Taiwan.
Huang Hua lagöi þá til, aö viö skyldum
leggja uppkastiö til hliðar og ræöa
hreinskilnislega um þaö, í hverju hags-
munir okkar væru fólgnir. Auövitaö vildi
hvorugur aðilinn láta líta svo út, sem
hann færi bónarveg. Báöum væri umhug-
að, aö árangurinn yröi sem beztur.
Viö ræddum saman í tvær stundir. Ég
skýröi frá því, á hvaöa málefnum viö
hefðum áhuga og hvaða tillit viö þyrftum
að taka til innanlandsmála. Huang Hua
benti á þaö, hve almenningur í Kína yröi
furöulostinn viö fréttina.
Þannig leit þýzka fréttaritið
Der Spiegel á málið: Kissinger í
Kínaförinni í mynd frelsisgyðj-
unnar bandarísku.
Engar
eftirgjafir í
smáskömmtum
Sjaldan ef nokkurn tíma hafa viöræöur
farið fram af jafnmikilli hreinskilni milli
tveggja hugsanlegra andstæðinga. Kl.
1.40 stakk Huang upp á hálftíma hléi til
að finna lausn, sem við gætum fellt okkur
viö. Kl. 3 fengum viö að vita, aö allir væru
farnir og kæmu ekki aftur fyrr en kl. 9.
Sunnudaginn 11. júlí sátum viö á fundi
í þrjá og hálfan tíma, unz komiö var aö
ófrávíkjanlegum brottfarartíma okkar.
Huang Hua var talsmaður kínversku
nefndarinnar og sýndi okkur enn á ný,
hvernig Kínverjar haga samningaviöræð-
um. Þeir koma ekki meö eftirgjafir í
smáskömmtum, svo aö enginn veit,
hvenær síðasti skammturinn er fenginn
og allt dregst því á langinn. Þeir leituöust
viö aö komast til botns í því, hvaða lausn
væri viturlegust miöað viö allar aöstæður
og héldu svo fast viö hana. Síðan hef ég
reynt að fylgja þessari reglu og hef fengið
ákúrur fyrir að hafa „gefið eftir of
snemrna".
Huang Hua lagði fyrir okkur uppkast,
sem gekk svo langt til móts viö óskir
okkar, aö viö gátum fallizt á þaö aö
breyttu einu einasta oröi. Þaö var heppi-
legt, að Kínverjar skyldu fyrst leggja fram
sína tillögu, því að hún var okkur
hagstæöari en okkar eigin.
Þá birtist Shou-En-lai, sem haföi beöiö
einhvers staðar nálægt, og viö ræddum
um sambandsstað okkar í framtíöinni og
um heimsókn forsetans. Síðan kvödd-
umst viö með virktum.
— SvÁ — úr „Der Spíegel“.
Jón úr Vör
HERNÁMSSÖGUR
Þó ekki veröi meö sanni sagt að
hjá mér sé bókalaust heimili veröur
þaö aö játast, að fæstar skruddur
sem þar eru á glámbekk, hafa veriö
keyptar á útgáfuári. Flestar hafa
þær farið um hendur fornbóksala og
þvi oftast búnar að gleðja eða hrella
aöra lesendur, áður en þær komust
í mína eigu. Fyrstu kynni mín af efni
þeirra flestra hafa svo auk þess
oröiö í lánseintökum frá bókasöfn-
um. Til fróöleiks má svo þess geta,
að óg hef bæöi verið fornbóksali og
bókavöröur, svo ég hef haft nokkuð
góöa aöstöðu til aö fylgjast meö
bókaútgáfu.
í almenningsbókasafni er jafnan
slegist um nýju bækurnar. Og þótt
safnafókið neyti kannski stundum
aöstööu sinnar, þegar mjög forvitni-
legar bækur koma út, munu þó
minni brögö aö því en menn skyldu
ætla. í þess stað kemur sú þægilega
tilfinning, aö vita sig geta gripið til
flestra bóka síöar. Nú vill svo vel til
fyrir ritara þessa pistils, aö hann á í
dagbókum sínum stuttar umsagnir
um lesnar bækur, er hann hefur
ritaö sór til minnis. Ekki er ólíklegt
aö til þessa efnis verði seilst stöku
sinnum, þegar þær heilasellur, sem
nú ættu að gegna embætti, grafa
sig í kalkinu og svara hvorki áslætti
ritvélarputtans né poti annarra
skriffæra. En rétt er kannski aö taka
það skýrt fram, að hér er ekki um
neina ritdóma að ræöa. Ég segi bara
álit mitt eftir dúk og disk og tala
aöeins um þær bækur, sem mig
snerta einhverra hluta vegna.
Kannski veröa þaö líka meiri
sleggjudómar en viðurkvæmilegt
væri hjá alvörugagnrýnanda. Innan
sviga mætti svo segja ýmislegt um
þá stétt, en þaö hefur víst veriö gert
fyrr, bæöi af mér og öörum. Læt þaö
því eiga sig núna.
Áhugi á stríösárunum síöustu og
hernámi íslands hefur aukist hin
síöustu misseri, hvaö sem veldur.
Ríkisútvarpiö hefur efnt til sam-
keppni um frásagnir fólks af eigin
reynslu og hefur þaö, sem best
hefur þótt, þegar veriö flutt í
dagskrá þess. Hér ætla ég þó ekki
aö tala um þau framlög heldur víkja
aö nýlegum bókum um þessi ár.
Fyrst verð ég aö nefna rit meö
hernámstímalýsingum úr Reykjavík
sem óg hef nýlega lesjö. Þar segir
fyrrverandi atvinnubílstjóri frá
reynslu sinni af bílaástarleikjum
hermanna og ástandskvenna. Sá
ritari hefur á öörum vettvangi sýnt
rithöfundarhæfni. En hér bregst
honum bogalistin. Bók hans veröur
aö reyfara. Maður veit ekkert hvað
er satt og hvaö er tilbúið.
Hjálmar Vilhjálmsson hét yfirvald
Seyöfirðinga á stríösárunum,
nokkru fyrir þau og eftir, seinustu
embættisár sín, raunar lengi,
skrifstofustjóri í dómsmálaráöu-
neytinu, nú fyrir alllöngu sestur í
helgan stein. Þá tók hann sig til og
ritaöi ágæta bók, minningar sínar
frá hernámstíma Seyðfiröinga, vafn-
ingalausar og gagnorðar lýsingar.
Þó aó maður hefði engar spurnir af
manninum, aörar en þær sem koma
fram í rithætti þessarar bókar,
finnst lesanda öruggt, aö þessum
manni og frásögn hans sé óhætt aö
treysta. Hann lætur þó persónulega
hvergi mikiö yfir sér eóa hefur uppi
miklar rithöfundakúnstir. Þetta er
ekki mikill doðrant og fjallar ekki
um annað en þaö, sem geröist undir
handarjaöri sýslumanns og bæjar-
fógetans, yfirlætislaus lýsing á því
sem hann sá og heyrði, og því sem
til hans kasta kom. Einmitt vegna
þessara eiginleika er þetta og verð-
ur hið ágætasta heimildarrit.
Nú virðist loks vera aö vakna
verulegur áhugi hjá almenningi, og
þá hjá bókaútgefendum, á atburð-
um hernámsáranna. En annars hef-
ur mjög lítiö veriö um þau fjallaö,
þegar frá er taliö þaö sem Gunnar
M. Magnúss rithöfundur hefur um
þetta tímabil ritaö. En hjá honum
átti það heita samtímasaga. Og
hefur hann meö þeim ritum sínum
unniö merkilegt brautryöjenda
starf, sem hefur varla enn veriö
metiö aö veröleikum.
Vík enn aö Seyðfirðingabókinni.
Þjóókunn skáldkona og kvenrétt-
indabaráttuforkur Vilborg Dag-
bjartsdóttir er ættuö frá Seyöisfiröi
og hefur í Ijóöum sínum og út-
varpsþáttum dregiö upp skemmti-
legar myndir frá æskustöðvum
sínum. Ekki kemur hún hér viö
sögu. En þaö gerir aftur á móti
móöir hennar. Hún býöur breska
heimsveldinu byrginn, þegar orö
ekki duga, þá með þeim tækjum
sem hermenn þekkja bezt. Hún
miðar gömlum óhlöönum byssuhólk
á óboöna gesti og vinnur frægan
sigur.
En þarna eru líka sögur af öðrum
mönnum og konum, sem ööruvísi
snúast við málum, stundum af illri
nauðsyn, eöa eftir náttúrulegum
lögum holdsins veikleika. Hér eru
lokaorð bókarinnar:
„Þó samband einstakra her-
manna og sumra stúlknanna á
Seyöisfiröi hafi veriö í nánara lagi
varö þó ekkert úr hjónabandi. Slíkt
var naumast meira en búast mátti
vió. Örfá börn fæddust á Seyðisfirði
á tímabili hermannanna þar, sem
áttu fööur í þeirra hópi.
Um þaö var sitthvað skrafaö eins
og gengur. Lítilsigld stúlka á Seyö-
isfiröi var einhverju sinni um það
spuröi, hversvegna hún legöi ekki
lag sitt viö hermennina, eins og
sumar aörar stúlkur geröu. Svar
hennar var einfalt. Æ, ég kann nú
betur viö aö skilja börnin mín.“