Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1980, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1980, Blaðsíða 5
líka þaö eina, sem menn hafa til aö dæma verk hönnuðarins eftir. Smekkur fólks er mjög misjafn. Það, sem einum finnst fallegt kann mörgum aö finnast Ijótt. Hiö fáa, sem öllur ber saman um aö sé fallegt, er einkum náttúruleg fyrirbæri, eins og kyrlátt sólsetur, sum blóm og tiltekin fjöll. Hafi mannshöndin hins vegar komiö nálægt sköpunarverkinu aukast líkurnar á því aö menn greini á um fegurð þess. Upþeldiö hefur mikil áhrif á smekk fólks og oft hefur einstaklingurinn myndaö tilfinningatengsl viö ákveöna hluti og umhverfi. Þannig finnst víst flestum æskuheimili sitt fagurt, ef jákvæöar minningar eru því tengdar. Tilfinningin aö vera eigandi ákveðins hlutar gefur honum venjulegast aukið gildi. Því er mjög líklegt aö eigandan- um finnist vænt um húsiö sitt. Þaö er honum arkitektúr, þó svo aö flestir aðrir láti sér ef til vill fátt um þaö finnast. Viö hlutlausan dóm mega slík tilfinningatengsl ekki hafa mikil áhrif. Illa staösett, ilia hannaö og illa byggt hús kann aö líta vel út í sólsetursroö- anum, en ekki er rétt aö segja að þess vegna sé þaö gott hús. Á sama hátt er rangt aö segja aö vel staösett og vel hönnuö bygging sé léleg, þó aö hún skarti ekki sínu fegursta á köldum og grámyglulegum degi. Til þess að geta lagt hlutlausan dóm á ákveöið mann- virki, verður fyrst og fremst aö hafa þrennt í huga. 1. aö mannvirkið fullnægi notakröfum; 2. að upþbyggingin sé heppileg þ.e. a.s. val á burðarvirkjum, efnisnotk- un o.þ.h. 3. hvernig til hefur tekizt aö fullnægja fagurfræðilegum kröfum. Lykilorö góörar hönnunar er sam- ræming, hvernig einstökum atriöum er fyrir komiö í einni lausn, en ekki bara hvernig til hefur tekizt viö afmörkuö atriöi. Mannvirki veröur aö fullnægja sem bezt þeim kröfum, sem til þess er gert, ekki aöeins í nútíö, heldur einnig um fyrirsjáanlega framtíð. Það veröur að geta aðlagaö sig þeim breytingum, sem á því kann aö vera nauösynlegt aö gera. Annars úreldist þaö löngu áöur en aldurinn dæmir þaö ónýtt. Franihald á bls. 13 hagkvæmni í notkun, hvernig form og rými vinna saman til þess að ná fram ákveðnum áhrifum hjá þeim sem nota bygginguna um lengri eða skemmri tíma. En til þess aö geta notiö þessara áhrifa þurfa menn aö hafa reynslu- þekkingu. Áhugi á hinum ýmsu list- greinum fer mjög oft saman hjá mönnum. Menn geta yfirfært reynslu á einu sviði yfir á annað. Til þess aö geta notiö tiltekins listaverks verða menn aö vera móttækilegir fyrir áhrifum og lausir viö fordóma í þeim efnum. Þaö er gáleysislegt aö dæma verk fyrir- fram. í íslenzka skólaskyldunáminu hefur furöulega lítil rækt verið lögö viö námsgreinar á sviöi lista, sjón- og tónmennta. Teiknun og söngur hafa veriö á námskránni, en lengstum litiö á þau fög sem aukaatriöi, sem eðlilegt væri aö taka léttum tökum — og veita prakkaraskap sínum útrás í. Teiknun og formun úr leir var litið á sem leikskólaföndur og þótti lítt merkileg iöja, sem ekki væri samboðin þrosk- uöu fólki. Listasaga hefur engu aö síður veriö afskipt. Er sú afgreiðsla alþekkt, sem listastefnur og einstakir listamenn fengu í námsbókunum, ef þá á annaö borö var nokkuö á þá minnzt. Þaö er því engin furöa, þó aö ýmsir eigi erfitt .meö aö byggja reynslu sína á þekkingu, sem þeir fengu svo fátæk- lega á skólabekknum. Frá alda ööli hefur veriö litið á húsbyggingar sem listgrein, a.m.k. þegar vel hefur tekizt til. Húsageröar- list er uppbygging efnis í þrívídd eins og höggmyndalist, en aftur á móti er nýtingarþátturinn óaöskiljanlegur í þeirri fyrrnefndu. Byggingin verður aö fullnægja ýmsum kröfum um notagildi, auk þess sem hún verður að standast fagurfræöilegar kröfur, sem áhorf- andinn gerir til hennar. Meöal fremstu listaverka, sem varöveitzt hafa frá löngu liöinni tíö eru byggingar, sem öllu ööru greinilegast bera vitni menn- ingu og tæknikunnáttu þess tíma, þegar þær voru reistar. Þær eru mun öruggari heimild um þau efni en samtímabókmenntir, sem ávallt hættir til aö draga eitthvaö undan eöa þá færa í stílinn. Arkitektúr er uppbygging efnis í þrívídd. Notre Dame kirkjan í París. .. aö maöur skynji, hvern- ig verkið er byggt upp. Parþenonhofið á Akrópólis- hæö í Aþenu. Falleg bygging fellur vel að umhverfi sínu. Kaufmann House. Arkitekt: Frank Lloyd Wright. Húsnæöiö, sem maðurinn býr í gefur til kynna smekk hans og mat á lífsins gæöum og nauðsynjum. Byggingar gefa til kynna, hvernig fólk kýs aö lifa, vinna, eyöa frítíma sínum, tilbiöja guö sinn, o.s.frv. Þannig endurspegla t.d. gotneskar kirkjur trúarviöhorf fólksins og þá tæknimenningu, sem geröi kleift aö reisa þessar háu steinbyggingar. Skýjakljúfarnir endurspegla á sama hátt ríkjandi gildismat ráðamanna þar; sem þeir voru reistir og nýja tækni- þróun, einkum tilkomu lyftunnar og buröarvirkja úr stáli. Þeir, sem þekkja forsögu ákveöins húss; hvaö réöi hönnun þess, fyrir hverja og undir hvaöa starfsemi það var upphaflega byggt, hvaöa ástæöur leiddu til síðari breytinga, sem á því voru geröar, o.þ.h. hafa ólíkt meira til að lesa úr en þeir, sem aöeins hafa útlit hússins til aö viröa fyrir sér. Sá, sem ekkert þekkir til verkefnisins getur aöeins dæmt um það, hvort honum finnist húsiö falla vel inn í umhverfiö, hvort efnisnotkun, form og rými séu athyglisverð, en honum er ýmislegt huliö. Oft veröur ekki af útlitinu ráöiö, hvernig fyrirkomulagiö innan dyra er, né hvernig hönnuöurinn hefur mætt óskum notenda hússins. Ef til vill er þaö þó mikilvægast, aö notendur hússins séu ánægöir meö það, sem þeir hafa fengiö í hendurnar. Áhorfendur leggja gjarnan dóm á mannvirki, sem þeir sjá og vekja áhuga þeirra, rétt eins og þeir gera viö önnur verk t.d. á málverkasýningum. Slíkt er líka mjög eölilegt. Hönnuöur bygginga hefur þó mun bundnar hendur en listmálarinn, sem aðeins þarf að hugsa um útlit verks síns. Oft er útlit húsanna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.