Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1980, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1980, Blaðsíða 12
„Svo leigði hún sér kvistherbergi upp við Óðinstorg ...“ Ég á eftir eina ósk í lífinu og hún er sú aö fá aö deyja úr hlátri. Eöa er ekki grunntónn tilverunnar meinlaust grín? Þaö segir Þórbergur, og þótt hann væri lítt innterseraöur fyrir óperur, veit hann hvað hann syngur þegar hann fer sínum kunnáttuhöndum um sam- ábyrgöarkompaný alheimsins. Ekki veit ég hvaö veldur þessari Andrésar Andar uppákomu. — Er óskin runnin undan rifjum vandamála- sérfræðinga nútímans, atvinnustéttar, sem þekktist ekki í minni æsku, og mig langar stundum aö gefa skell á skell ofan fyrir forfæringu þeirra á ungling- um dagsins, sem helzt ekki má blaka hendi viö, og ailtaf er veriö aö tylla einhverju mjúku undir rassinn á — áöur en þeim fæöist kynslóð kröfu- haröari þeim sjálfum og dagar Nóa gamla endurtaka sig? Eða er orsökin allir sálmarnir sem ég hef sungiö gegnum tíöina, skírn, ferming, brúö- kaup, jaröarfarir, eöa bara venjuiegur messusöngur á sunnudögum. — Varla kjaftur í kirkjunni nema tilkomi utan- aökomandi skemmtikraftur? Margt hafa þeir mátt þola — Ójá. — Blessaöir prestarnir okkar hvar í trúarflokki þeir standa. Skelfing hefur sú stétt, klerkastéttin oröiö aö þola illt umtal gegnum aldirnar. — Meira aö segja hefur syndaregestriö verið tíundaö í mörgum bindum, þungum og umfangsmiklum, líkt og uppáferðir nútíma æfisögurita, svo hægt hefur veriö aö rota meö bókunum heila erkibiskupa. — Þessir trúföstu Guösþjónar, sem alla vinnu- daga sína í kirkjunni eru snyrtilegir í tauinu. — Kæmi aldrei til hugar aö prédika í skítugum gallabuxum í ræöu- stól sjálfrar höfuökirkju landsins, Dómkirkjunnar í Reykjavík. — Þora aldrei fyrir sitt auma líf aö draga fisk úr roöi á almannafæri, eins og tildæmis aö bölva hressilega í sand og ösku söfnuöi sem heíma situr, svo sótt- hreinsandi sem þaö væri nú fyrir sálina í þeim stöku sinnum. — Ónei. Mínir menn eru rifnir upp marga stund sólarhringsins líkt og læknar, af fullu eöa sérgóöu fólki meö ómerkilega sálarlaxeringu eöa krambúöarstíng í maganum. Nei. — Ekki er það sálmasöngurinn eöa stólræðurnar sem farnar eru aö gera mig langnefjaöa eftir meinlausu gríni. Jafnvægi hefur alltaf ríkt í mínum söng sem og annarra jaröarfarasöngv- ara borgarinnar. — Eða hvort hefur maöur ekki flæktst kirkju úr kirkju á ítalíu með Pólifónkórnum syngjandi Vívaldi, Bach og Hándel. — Og hvort hefur maöur ekki lika sungiö sig inn í hjörtu vestur-íslendinganna meö Fyrr var oft í koti kátt, þegar Þjóöleikhús- kórinn þræddi byggðir Kanada og smáslatta af Bandaríkjunum. Og þá held ég maöur hafi verið þátttakandi í söng hafsins sem kokkur til sjós, þrjú sumur æfinnar, fiskiskip, fragtskip, olíuflutningaskip. — Þefað af hafnar- borgum Suður Ameríku meöal annars, þar sem örbyrgðin er öörumegin götunnar og ríkidæmið ásamt tilheyr- andi varöhundum hinumegin — og allt til Sikileyjar og Alaska — eöa stúder- aö mannlífið í nokkrum ríkjum Rússa- veldis, þessarar þjóöar, sem á tilfinn- inciaríkasta söng heimsins — Batúm vií Svartahaf, Ríga í Lettlandi eöa borgir Póllands, þar sem hafnarverka- mennirnir eiga þaö flestir sameiginlegt aö fyllast trúnaöartrausti líkt og börn vif móöurhné, þegar þeir eru búnir aö súja úr pelanum sínum ómælt magn af Vodka. — Og hvísla þá aö manni, aö þar í landi sé enginn kommúnisti netia ríkisstjórnin — sem á engan trúnaöarmann? Með tilheyrandi kolaelda- vél og útikamar Ég var átta ára þegar ég sá útför í fyrsta sinn. Þá fór fram húskveöja aö heimili einnar leiksystur minnar, Ingólfsstræti 21. Þaö var móöir hennar sem veriö var að bera til moldar. Vinkona mín litla, líkast til jafnaldra mín, reyndi aö bera sig vel þarna sem hún gekk meðal fólks síns, gott ef ekki var eins og yfirborðsgalsi í henni muni ég rétt svona löngu síöar. Börn eiga bágt sem missa móöur sína á þessu aldurs- skeiöi. Þrem árum síöar grétu tvær systur burt sorg sína viö hliöina á mér í einu þeirra vaskahúsa sem þá fylgdu leiguíbúöum fátæklinga í Reykjavík. — Og í staöinn djöflaöist maöur líkt og trúöur Himnadrottningar Anatole Frans við aö steppa, spila á munn- hörpu, semja leikþætti, syngja gaman- bragi, Gunna var í sinni sveit — eöa búa til dansa viö hið grálynda Ijóö — Móöir mín í kví kví —. Þá var maöur líka oröin þrælsjóaöur í lífsbaráttunni. Búin að flækjast íbúö úr íbúö, frá kjallara uppá háaloft — og af kvisti niöur í kjallarann aftur, meö tilheyrandi kolaeldavél eöa útikamri. Ég átti fáa en góöa leikdaga í húsi Óskars Halldórssonar útgeröarmanns þar til húsfreyjan dó og viö fluttum rótt einu sinni. Hún var feitlagin og hláturmild kona meö kúlu á enninu. Hún kallaði mig Rasmínu. Ég var víst ekki ósvipuö sjónvarpsstjörnunni Svínku — þegar tennurnar fara aö Guðrún Jacobsen segir frá þroskaárum sínum í Reykjavík Fyrri hluti vaxa í öfugu hlutfalli viö annaö í andlitinu á manni. Viö leikfélagar yngstu dótturinnar í húsinu fengum aö leika okkur í feluleik í forstofunni og skyggnast inn í betristofu. Og í húsinu smakkaöi ég kjötkássu í fyrsta sinn. Sá einu sinni föður minn á götu Á árinu 1938 sá ég líka fööur minn í fyrsta og eina skifti æfinnar. Móðir mín haföi bent mér á hann á götu. Og nú gekk ég til hans og sagöi — Halló pabbi! — Nú, ert það þú telpa mín, sagöi hann og bætti annaðhvort viö komdu sæl eöa vertu sæl. Svo var þaö ekki meira. Hann var ekkjumaður þegar hann rak á fjörur móöur minnar, sem þá var milli manna, reglumaöur á allt nema kvenfólk. Hann var eldri en móöir mín og lést um sextugt þegar ég var ellefu eöa tólf ára gömul. Ég náði eitt sinn í skottið á honum á miðilsfundi hjá Hafsteini, og skammaöi hann fyrir að hafa aldrei klappaö mér á kinnina. Karl faöir minn fór þá útí eitthvert heim- spekikjaftæði, sem mikið er víst um hinumegin, og sagöi aö sálum væri komiö í heiminn undir margvíslegum kringumstæðum. Ekki veit ég hvort þessi heimsskoöun hans er heimatil- búin eöa sótt í þroskaskólann þeirra á Bláu eyjunni... Móöir mín ar fædd í Litlu Sandvík í Flóa 1893, og átti illt í æsku. Ég hef getið þess nánar í einni bók minni, Pílagrímsför til Lourdes, sem út kom 1961. Samkvæmt kirkjubókum er hún sögö Björnsdóttir. Sá var vinnuhjú eins og móöir hennar, og hinn eini, sem leit til meö henni eftir því sem aöstæður leyfðu, þegar hún átta ára var send aö vinna fyrir sér hjá vandalausum. Móöuramma mín, sem ég kynntist lítiö, hún dó háöldruö þegar ég var ellefu ára, var þá búin aö taka saman við annan mann og flutt hingaö suður. Móöir mín efaði alltaf faðerni sitt enda ekki óeölilegt þar sem ísland á hæsta hlutfallstölu í óekta börnum fyrr og síðar. Hún sagöi mér eitt sinn frá því aö eitt sinn heföi hún spurt ömmu hvort Guömundur læknir í Laugadæl- um væri faðir sinn. Guö á allar eigur og mennina meö, kvaö hún hafa veriö svar ömmu. — Viö tölum ekki meira um þaö. Þá var nú ekki verið aö leggja vandamálin inn á vaxtaaukareikning. Lífsbarátta móöur minnar sem og annarra umkomulausra stúlkna í þess- um parti íslandssögunnar var nöturleg. Fjóra drengi eignaöist hún meö fyrsta manni sínum. — Einn þeirra var ættleiddur af Wathne-fjölskyldunni, skýrður Ósvald og er nú látinn — og kom hart niöur af þeim öllum saman. í eitt sinn fékk hún varla aö fæöa fyrir Ijósmóöurinni. — Þær voru misjafnar eins og aörir — kerling sat þá ofan á fótunum á henni og las draumaráön- ingabók. Nýr maður — nýsloppinn aff Letigarðinum ffyrir brugg Þessi fyrsti maöur hennar var frá- skilinn nokkurra barna faðir, hagoröur vel, enn heldur óduglegur aö vinna fyrir heimilinu. Ungur hafði hann alið meö sér þann draum að veröa prestur, enda hellingur af þeim í ættinni hans. — Og þegar sú von hans rættist ekki, var látiö reka á reiðanum í lífsafkom- unni. Þau slitu samvistum. Áöur en hún giftist í annaö sinn eignaöist hún tvö stúlkubörn, sitt meö hvorum manninum. Fyrra stúlkubarniö gaf hún barnlausum kunningjahjónum, enda um fátt aö velja, hjónum, sem þá loksins fóru aö eignast sín eigin börn, eins og altítt er. — Og síöari telpan var ég.. Eg var tveggja eða þriggja ára þegar hún kynntist eiginmanni númer tvö. Hann var líka fráskilinn barna- maöur. Eftir gömlum myndum að dæma hefur hann veriö glæsimenni í sjón — nýsloppinn af Letigaröinum fyrir brugg. Þennan stjúpa átti ég í fáein ár, og leigöum viö þá í húsinu númer 6 við Selvogsgötu. í upphafi tilhugalífsins haföi hann hrifiö móöur mína meö ástarkvæöum — vitanlega úr stolnum annarra manna bókum — og hann var gleöi- maður mikill, en í neikvæðri merkingu, dugleg fyrirvinna en drakk og duflaði. Hann hýddi mig svo þriggja ára gamla fyrir aö hafa látið lokkast af leikbróöur mínum, öörum óvita, alla leiö uppí Öskjuhlíö frá Grettisgötu 10, húsi sem búiö er að rífa og viö leigðum í þá, aö árum saman kenndi ég sviöans. — Að ógleymdum öllum flengingunum sem yngsti bróöir minn fékk, tveimur árum eldri en ég. Fór að gráta og kvaðst hengja sig Þessi stjúpi minn fór aö gráta þegar mamma skyldi við hann, og kvaðst ætla aö hengja sig. Hann lét nú ekki veröa af því heldur giftist eins og skot aftur heiöurskonu nokkurri, sem sá ekki sólina fyrir glæsimenninu og tók þess vegna ekkert eftir því þegar hann gjöröi dóttur hennar barn. Hann er líka löngu dauöur núna. Bessuö veri líöan beggja. Um þetta leyti, 1938, vorum viö eftir tvö hálfsystkinin heima í kjallara húss- ins númer 3 viö Grundarstíg — Jón Ásgeirsson tónskáld átti þá heima í númer 2, aö ég held. Elzti hálfbróöir minn var þá búinn aö ná sér í konuefni og farinn aö hokra innan viö tvítugt. Hann lézt fyrir tuttugu árum frá konu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.