Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1980, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1980, Side 6
Fagurt er mitt kæra Kisuland-2. liluti Frásögn í máli og myndum af kennslutilraun, sem Herdís Egilsdóttir, kennari viö skóla ísaks Jónssonar, stóð fyrir ÚR RITGERÐ: „Kislendingar eru á móti afbrot- um. Lögreglan tekur afbrotamenn og dregur þá fyrir dómarann. Við erum alveg á móti smygli á eiturlyfjum og svoleiðis. Fólk ven- ur sig á þau og gleyma sér alveg í vinnunni. Við látum skoða í tösk- ur hjá fólki til að finn bannað dót. Ég vil ekki hafa byssur á Kisul- andi, bara allt í röð og reglu. Kislendingar eru á móti mengun því þá kemur vont loft í himin- inn.“ ÚR RITGERÐ: „Vegir eru ómissandi, en það er dýrt að leggja þá þar sem er mikið af fjöllum, og það þarf að nota mörg tæki til þess. Það er dýrt fyrir fámenna þjóð. Það dýrasta er eiginlega undirbúningurinn. BíIIinn er núorðið orðinn mjög dýr. Það er líka dýrt að eiga hann þótt manni væri gefinn hann því maður verður að borga af honum skatta og svo er bensínið alltaf að hækka.“ ÚR RITGERÐ: „Elli kerling leggur alla að velli. Gömlu íólki verður að líða eins vel og hægt er. Við Kislendingar gerum mikið fyrir gamla fólkið okkar. Ilér á íslandi er mikill ólestur á þessum málum, sem er nú undarlegt, því allir vilja þó verða gamlir." Meé hverju á aé boraa? Kislendingar létu ekki dragast að koma á kennslu handa börnunum. Fyrst vildu þeir auðvitað drífa í að byggja skólahús. Sem eðlilegt var skipti um- gjörðin um allar athafnir á landinu aðalmáli í byrjun, en eftir vandlega íhugun komust börnin aö þeirri niöur- stöðu, að innihaldið, starfið sjálft, væri það sem skipti mestu máli. Dýrar bygg- ingar og dauöir hlutir urðu aö bíða að sinni. Lítil kirkja var byggö, enda þótt enginn Kislendingur væri lærður í guðfræöi. Út frá þeim umræðum varð landsmönnum Ijóst aö í framtíðinni yrðu þeir að koma á alls konar skólum, svo að námsmenn þyrftu ekki allir að læra í útlöndum. Var rætt og teiknað um hinar ólíkustu menntastofnanir bæði verklegar og bók- legar, sem Kislendingum yröi í framtíð- inni nauösynlegt aö eiga aðgang aö. Lá við að sumum blöskraði hvað líf nútíma- manneskjunnar er flókiö. Börnin áttuðu sig fljótlega á því, að Kislendinga myndi langa til að gera eitthvað fleira en að vinna og þræla. Þeir kosrimqd r* a-tkveíri f'orsej'i raáhevrc? r Stior n KOSNINGAR ATKVÆÐI FORSETI RÁÐIIERRAR STJÓRN í umræðum eftir að kosið var um forseta eða konung og forseti vann: Nem.: Eg er svo feginn að forsetinn vann. Hvar hefðum við til dæmis átt að fá gull í kórónu handa kónginum?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.