Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1981, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1981, Blaðsíða 2
a vr Aðventa á annarlegri strönd Dálítið undarlegt í svartasta skamm- deginu að vera allt í einu kominn í suðlægt sólarland. Pálmar og grænn skógur allt um kring — og jólin í nánd. Eftir svo sem átta tíma flug í myrkri er Florida undir fótum og maöur gengur út í morgunsólina og andar að sér þungum sætum ilmi. Dálítið undarlegt einnig aö sjá skreytt jólatré innanum pálmana á grænni gras- flöt og heyra jólalögin berast úr hátölur- um flugstöðva og verzlana. Jólasveinninn var líka á sínum stað; heilagur Kláus og mikil snjóþyngsli í kringum hann kallgrey- ið — að sjáifsögöu allt úr bómull. Jólaverzlunin gekk á fullu í þessum risasamsteypum, sem kallaðar eru Mall og eru á stærö svo sem byggt hefði verið yfir gervallt Austurstræti og búðirnar síðan til beggja handa. Þarna er hægt að gera öll jólainnkaupin án þess að koma nokkru sinni út undir bert loft, sem skiptir ekki máli í jóiakauptíöinni, en þykir þægilegt í svækjuhita sumarsins. í okkar rysjótta veðurfari væri þessi lausn ákjós- anleg og þá ættu bílastæðin að vera undir öllu saman. Sumstaðar eru þessar verzlanasamsteypur hjá Könum einskon- ar borgir undir, þaki; þar eru þá einnig skemmtistaöir, kvikmyndahús, veitinga- hús og fallegir garðar með trjágróðri. Oft hefur verið á það minnst, hve ákjósaniegt væri viö íslenzkar veðurfarsaðstæður aö geta notiö slíkrar aöstööu — en til þessa hefur verið talaö fyrir daufum eyrum. Á ótal sviðum gerum við okkur lífið leitt með óþörfum höftum og hömlum, sem miöstýringar- og ríkisforsjármenn telja að þurfi aö vera sem víötækust. Fáránlegt virðist að kaupmenn og forustumenn verzlunarfélaga geti ekki ráðið því sjálfir, ef þeir kjósa aö hafa búðir sínar opnar frameftir kvöldi eða um helgar. Þaö verður þeirra vandamál hvernig slíkur rekstur er mannaður, en fyrst og fremst er það þjónusta viö þá viðskiptavini, sem ekki eiga auðvelt með að komast í búð á venjulegum opnunartíma. Stóru verzlana- samsteypurnar á Florida, Sears og þeir bræöur, höfðu opiö alla laugardaga til kl. 9 að kvöldi og einnig eftir hádegi á sunnudögum. Af þeirri skipan leiöir, að laugardagurinn veröur hjá æði mörgum sá dagur, þegar verziaö er fyrir vikuna. Ekki fer milli mála, að þetta og margt annaö veröur til þess að fólk lifír afar þægilegu lífi í því fjarlæga sólarlandi Florida. Þar er margt að sjá, sem bíður betri tíma að eitthvað veröi tíundaö hér í Lesbók. En utan dagskrár er freistandi aö bera saman fleiri þætti mannlífs þar í landi viö okkur. Sé það rétt, að gests augað sé glöggt, er grunur minn sá að andlegt líf manna á þessum slóðum sé ekki eins framúrskarandi og steikurnar og bjórinn. Spurnir hafði ég af einu dagblaði íSt. Pétursborg, en hvergi sá ég eitt einasta eintak af því. Lengi verður maður að leita til að finna bókabúð og jólabókaflóö er víst óþekkt fyrirbæri þar. Uppistaðan í þeim fáu og ómerkilegu bókabúöum sem ég sá voru reifarar í ódýrum kiljuútgáfum, svo og litprentaðir bæklingar um Florida; líklega ætlaöir túristum. Bitastæða bók sá ég þar naumast. Myndlistarsýningar sá ég engar auglýstar og hvorki konserta né leikhús. í útvarpi var ekki annaö að heyra en þessa alþjóðlegu poppframleiðslu, sem gengur í síbylju og virðist verksmiðjuframleidd. Islenzka útvarpiö hefur legið undir alls- konar ámæli, m.a. fyrir tónlistarflutning, en vonandi kemst það aldrei niður á þetta stig lágkúrunnar. Sjónvarpið er reyndar margfalt fyrir- feröarmeira, enda hægt að velja um 13 rásir, ef ég man rétt. Ekki ganga allar stöðvarnar allan daginn, en hægt er að hefja sjónvarpsgláp eldsnemma morguns og sitja við allan daginn og fram á nótt. Yfirgnæfandi meirihluti þessa sjón- varpsefnis sýndist mér algert dómadags rusl; sundurhakkað af auglýsingum. Á nærri þriggja vikna tímabili sá ég aöeins þrjá markveröa þætti; í fyrsta lagi ágætt jólaprógram með stórsöngvaranum Pavarotti, — í öðru lagi hrollvekju um vígbúnaöarkapphlaup og stríðshættu, sem leikarinn Peter Ustinov stýrði meist- aralega — og það þriðja var framhalds- þáttur um Víkingana, sem Magnús okkar Magnússon hjá BBC hafði tekiö saman. Sjálfur var hann þulur og fór á kostum. Kom óneitanlega spánskt fyrir sjónir aö sjá allt í einu á þessum skjá slóðir Eiríks rauða við Breiðafjörö; spegilsléttan Hvammsfjörðinn og eyjarnar útl fyrir. Ugglaust væri með undirbúningi og einhverri fyrirhöfn hægt aö heyja sér andlegt fóður. En maður er ekki beint á þeim buxunum í svona ferö; lætur sér heldur nægja bjórinn, sólina og golfvell- ina. Það fer þó varla framhjá neinum, sem hefur augun og eyrun opin, að listmenning samkvæmt okkar skilningi er átakanlega fyrirferðarlítil. Ekki er það þó © af fátæktarástæðum; Florida hefur með tímanum orðið land hinna öldruðu. Eftir- launafólk hvaðanæva úr Bandaríkjunum flyzt þangaö suðureftir aö eyða ævikvöld- inu; aftur á móti sést það til aö mynda á bílaeigninni, hvernig efnahagurinn er. Þau pláss eru til á Florida og ekki fá, þar sem manni viröist að vel flestir aki á kádiljálk. í því þurfa þó ekki að felast nein auöæfi, svo sem halda mætti hér í landi skattpín- inga og hafta. Aðeins tveggja til þriggja ára gamall amerískur bíll af stærri gerðinni kostar kannski á við gamlan Skoda hér og bensínið innan viö 2 nýkrónur líterinn. Þeir kveina samt og kvarta yfir þvíog felldu Carter vegna þess að þeim þykir verðbólgan uggvænleg. íslenskir stjórnmálamenn mundu þó telja þá verðbólgu nánast sem núll og merki um endanlegan sigur niðurtalningarinnar. En bandarískir eru þó ugglaust á leiðinni lengra út í fenið; ekki sízt vegna þess að þeim varð á sú skyssa rétt fyrir jólin að hækka vexti uppí21%. Þeir munu sjá það fljótt eins og hinir íslenzku meistarar í niðurtalningu, aö vaxtahækkun verkar eins og væn olíuskvetta á verðbólgubálið. Síðan er sólskiniö kvatt og pálmarnir og flugvélin klýfur myrkrið á heimleiðinni. Það hriktir í vélinni viö lendingu; élja- gangur og hálka á Keflavíkurveginum. Gott er að heyra mælt á íslenzku; gott aö sjá Moggann og geta fullvissað sig um, að allt er við það sama: 0 Vilmundur Gylfason telur siðleysi og hneyksli að hæstaréttardómari aOstoöi viö undirbúning lagafrum- varps. 0 Mikill hiti í mönnum vegna Ger- vasoni og útifundur boOaður. 0 Ofviðri á Austfjöröum og lögregl- ustöðin á Seyöisfiröi fokin uppá Fjaröarheiöi. 0 Bankamenn að fara í verkfall og allir geta andað róiega, sem eiga víxla að falli komna á næstu dögum. 0 Tuttugu prósent verðhækkun á flestum nauðsynjavörum og bensín- líterinn að komst í 600 kall. Já, svo sannarlega er maður kominn heim. Gleðilegt ár. Gísli Sigurðsson. Ef einhver ýtir rúmi þínu út úr sjúkrastofunni, þú sérö aö grænleit- um blæ slær á himininn og ef þú vilt ekki ómaka aðstoðarprestinn til þess aö halda yfir þér líkræðu, er kominn tími til að fara á fætur — hljóðlega eins og börnin gera þegar föi morgunskíman seytlar gegnum rifur gluggahleranna — laumulega og fljótt svo að hjúkrunarkonan verði þess ekki vör. En þá er presturinn þegar byrj- aður á ræðunni. Þú heyrir rödd hans, unga og ákafa og óstöövandi, þú heyrir hann tala. Lofaðu honum að tala! Meinaðu ekki fögrum orðum hans að hverfa í.dimmt regnið. Gröf þín er opin. Lofaöu honum að glata ungæöislegu sjálfstrausti sínu svo aö hægt veröi að veita honum styrk; látir þú hann óáreittan verður hann að lokum ekki viss um að hafa nokkru sinni byrjaö. Og vegna þess að hann veit þaö ekki gefur hann líkmönn- unum bendingu. Og líkmennirnir spyrja einskis en hefja kistu þína upp úr gröfinni; þeir taka kransinn af kistulokinu og fá hann unga mann- inum, sem stendur álútur á grafar- barminum. Ungi maðurinn tekur við kransinum sínum og sléttir vand- ræðalega úr öllum boröum; eitt andartak lyftir hann höfði og þá stökkvir regnið fáeinum tárum á vanga hans. Síöan þokast líkfylgdin meö fram kirkjugarösveggnum sömu leið og hún kom. Aftur er kveikt á kertunum í litlu, hrörlegu kapellunni og presturinn biður fyrir látnum svo að þú megir lifa. Af einskærri feimni þrýstir hann hönd unga mannsins og óskar honum innilega til hamingju. Þetta er fyrsta útförin hans og hann roönar niður fyrir hálsmál. En áður en hann fær ráörúm tii aö ieiörétta sig er ungi maðurinn horfinn. Hvað er nú tii ráða? Þegar syrgjanda hefur verið árnaö heilla er tæplega á ööru völ en senda líkiö aftur heim til sín. Skömmu síöar snýr líkvagninn aftur með kistu þína upp götuna löngu. Beggja vegna götunnar eru hús og í öllum gluggum gular narsissur eins og þær sem bundnar eru í alla kransa; því verður ekki breytt. Börn þrýsta andlitum sínum upp að lokuð- um gluggunum; þaö rignir en samt tekur eitt barnanna sig til og hleypur út um framdyrnar. Það hangir aftan í líkvagninum en missir takið og verður eftir. Barnið ber hönd fyrir augu og horfir gremju- lega á eftir ykkur. Hvar á annars að hanga aftan í ef ekki hér þegar maöur á heima nálægt kirkjugaröinum? Farartæki þitt bíður viö gatna- mótin eftir grænu Ijósi. Það dregur nokkuð úr rigningunni; regndroparnir dansa á þaki vagnsins. Úr fjarska berst ilmur af tööu. Strætin eru nýskírð og himinninn leggur hönd sína á öli þök. Af eintómri kurteisi ekur vagn þinn spottakorn samhliða sporvagninum. Tveir snáðar við vegarbrún veðja um hvor verði á undan og leggja heiður sinn aö veöi. En sá sem veöjaði á sporvagninn mun tapa. Þú hefðir getað varaö hann við, en þess konar heiöur hefur enn sem komiö er ekki fengiö neinn til aö fara úr kistunni. Hafðu biðlund, enn er snemma sumars. Morgunninn nær þá enn að teygja sig langt inn í nóttina. Þiö komiö í tæka tíö. Áöur en myrkrið færist yfir og öll börn eru horfin af götunni sveigir vagninn inn í sjúkra- hússportiö, rönd af mána lýsir inn- keyrsluna. Von bráöar koma menn- irnir og lyfta kistunni þinni af

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.