Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1981, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1981, Blaðsíða 15
MINIMETBO Sá sem hugsanlega er allra sparneytnastur er brezkur og nýr af nálinni og á aö bjarga British Leyland úr erfiöum kröggum. Þaö var fyrir 12 árum, aö brezku Leyland-bílaverksmiðjurnar hófu leit aö bílgerö, sem næöi hliöstæöum vinsældum og Mini — en sú gerö markaði tímamót í sögu smábíla, er sala á henni hófst 1959. Eftir lengstan meögöngutíma í brezkri bílasögu hefur arftaki Minis nú litiö dagsins Ijós og birtist á markaöi um miöjan október. Myndin af hinum nýja Austin Mini Metro sýnir einnig helzta hönnuöinn á hækjum viö hann. David Bache heitir sá. Framkvæmd áætlunarinnar taföist af mikl- um fjárhagsörðugleikum, eldsneytis- kreppu, opinberum afskiptum, stjórnar- breytingum, vandamálum á sviöi iðnaðar og ört vaxandi samkeppni, en eigi að síður náöi Metro aö veröa veigamikill keppandi á smábílamarkaöinum á níunda áratugnum, sem svo einkennist af orkusparnaði. Upp- haflega var ætlunin, aö Metro kæmi í staðinn fyrir Mini, en Leyland hefur breytt um stefnu og báöar geröirnar veröa haföar til sölu. Sagt hefur veriö, aö seljendur séu nær gráti af gleði út af kostum bílsins. Nú er þaö komið undir duttlungum kaupenda, hverjar viötökur hann fær. Einn getur Metroinn ekki bjargað hinum bága hag brezku Leylands-verksmiöjanna, en hann gæti táknað fyrsta skrefið til hugsanlegrar endurreisnar fyrirtækisins. Judith Jackson hjá „Sunday Times“ segir hér frá hinum langa aödraganda aö litla bílnum: Ef þú hallast aö þeirri skoöun, aö vísasti vegurinn til aö eyöileggja súpuna sé aö hafa of marga kokka, þá heföir þú taliö Metro-áætlunina dæmda til aö mistakast margsinnis. En þegar bíllinn er nú oröinn aö veruleika, hljóta menn aöeins aö harma þaö, aö hann skyldi ekki hafa veriö framleiddur fyrir þremur árum, þegar hann heföi orðið í fararbroddi á bílamarkaöinum. Hinar miklu vinsældir Mini-bílsins, sem Sir Alec Issigoni var höfundur aö, voru slíkar, aö ný gerö í hans staö virtist nær óþörf. Hönnunin tókst meö ágætum, þó aö hinn fjárhagslegi ávinningur hafi ekki oröiö eftir því. Sjálfur haföi Issigoni hannaö 9X, sem var tilbúinn til framleiöslu 1968 og átti aö taka viö af Mini, heföi hann ekki selzt enn svo vel, þótt hann væri 10 ára gamall. Því fé, sem fyrir hendi var, var variö til nauösynlegri verkefna og 9X kramdist í hel viö samruna BMC til nauðsynlegri verk- efna, og 9x kramdist í hel viö samruna BMC og Leyland. Féð var í staöinn notaö til aö framleiöa Morris Marina. Fjórum árum síöar var enn á ný rætt um bíl, sem tæki viö af Mini. Miðað við aöra bílaframleiöendur viröist ótrúlegt, hve langan tíma þaö tók aö hrlnda því verkefni í framkvæmd. Jafnvel hin fastheldnustu fyrirtæki gera ráö fyrir meiriháttar breyt- ingum á vinsælum bílgeröum á ekki minna en sjö ára fresti, en þó aö breytingar og endurbætur heföu veriö gerðar á Mini, var hann oröinn 14 ára og í meginatriðum sami bíllinn. Þó að ákveðið heföi veriö, aö hinn nýi bíll yröi svipaðrar stærðar og Mini og ýmsar útlitsgeröir væru teknar til athugun- ar, var þaö ekki fyrr en 1974, aö tekiö var af fullri alvöru til viö aö hrinda í fram- kvæmd áætlun um endurnýjun. Margir stjórnarmenn Leyland-fyrirtækisins hugs- uöu sem svo, aö enn seldist Mini vel, og það litla fjármagn, sem fyrir hendi væri, væri betur notaö til annarra hluta. Þaö voru röksemdir, sem ýmsir starfsmenn Leyland voru farnir aö kannast óþægilega vel viö. Loks var grænt Ijós gefið fyrir áætlun, sem kölluð var Aldo 88 og tveimur þekktum mönnum á sínu sviöi bætt viö til aö hafa þar forystu, David Bache og Spen King, sem nú eru báöir háttsettir innan fyrirtækisins. „Viö leituðum víöa fanga. Ekkert var of langt sótt, en aö lokum komumst viö aö þeirri niöurstööu, aö nýi Mini-bíllinn skyidi miöast viö þróun en ekki byltingu." Snemma árs 1974 var ákveöið aö ráöa utanaökomandi hönnuöi, enda mörg dæmi um slíkt í sögu Leyland-verksmiöjanna aöallega vegna þess, hve hönnunardeildin hefur verið vanbúin aö starfskröftum. Nöfn margra frægra hönnuöa hafa þannig komið viö sögu verksmiöjanna, svo sem Bertone, Michelotti, Ogle og Guigiaro, og nú var rööin komin aö Sergio Pininfarina. En tillaga hans var svo margslunginn leikur meö boga og línur, að þaö heföi kostaö of fjár aö framleiða þann nýja bíl, svo aö tillögu Pininfarina varð aö hafna. Of fjár var einmitt ekki fyrir hendi. Fjárhagur fyrirtæk- isins var svo hörmulegur, aö hiö opinbera varö aö taka viö rekstrinum. Og þar sem fé skattborgaranna var í húfi, var rekstur einu brezku bílaverksmiöj- anna oröinn þjóömál. Fyrirspurnir voru bornar fram í brezka þinginu um þaö, hvaö liði áætluninni um smíöi nýs Mini. Margir litu svo á, aö úr því aö gamli Mini seldist enn, þá væri þaö fjárbruöl aö fara að smíöa nýjan. Andinn innan fyrirtækisins var í algeru lágmarki. Engu aö síöur luku hönnuöir þess viö nýja og endanlega útgáfu á Aldo 88, og iönaöarráöherra tryggöi fjármagn til framkvæmdanna meö þeim fyrirvara þó, aö langvinnar vinnudeil- ur kynnu aö leggja fyrirtækiö aö velli. Af ýmsum ástæöum náöi hin nýja tillaga ekki fram aö ganga, og enn snéru hönnuöir fyrirtækisins sér aö því aö teikna nýjan, stærri bíl, sem yrði á markaði ásamt Mini. En þá hófu hugdjarfir menn baráttu aö nýju í ráöuneytunum, því aö allir framleiöendur þyrftu nýjar geröir, aö Leyland væri brýn Þaö er víst ekkert áhlaupaverk aö unga út algerlega nýjum bíl, aö minnsta kosti tók þaö 12 ér hjé Leyland aö þróa Mini Metro, unz hann kom í endanlegri gerö á götuna. Á myndunum sóst, aö ýmis- konar frévik voru reynd. nauösyn á því aö fá nýjan Mini eins fljótt og nokkur tök væru á. Ríkisstjórnin samþykkti þaö loks meö tregðu, og allt var sett á fulla ferö. Úr hægasta gangi, sem þekkzt haföi, varö framkvæmd verkefnisins nú ein hin hraöasta, sem gerzt hefur. Nýi bíllinn var smíöaöur í nýjum verk- smiöjum í Longbridge, þar sem nýjustu og háþróaöri tækni var beitt, þannig aö hann gæti ekki aöeins veriö veröugur keppinaut- ur hinna beztu bíla á heimsmarkaöi, hvaö stíl snerti heldur og gæöi. Og auðvitaö þurfti nýi bíllinn nafn, og þá hafði nýi forstjórinn nýjan hátt á og lét Austin Morris greiöa atkvæöi um þrjú nöfn: Maestro, Match og Metro, og hiö síöastnefnda hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæöa. Nú er Metro kominn á markaðinn. Enginn vafi leikur á því, aö hér er um mjög góöan bíl að ræöa, en hann er borinn í heim mjög góöra bíla. En einn kost hefur hann umfram marga keppinauta sína, þar sem er hin undraveröa sparneytni. Ekkert tromp er þýðingarmeira en ein- mitt sparneytni og hefur veriö nefnt í því sambandi, að Metro komist allt niöur í 4 lítra á hundraöiö, en sú tala er birt án ábyrgðar. Hitt er svo annaö mál, aö útlit skiptir verulegu máli líka og hönnunin á Metro hefur ekki tekizt þannig, að líklegt sé aö margir falli í stafi yfir henni, samt er hönnuðurinn einn sá fremsti í heiminum og hefur m.a. teiknað bæöi Range Rover og Rover 3500, sem báöir eru í fremstu röö hvaö útlit snertir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.