Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1981, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1981, Blaðsíða 11
sinni. Hún lét aldrei neitt á sig fá. Hún var alltaf svo sjálfstæö og gat unaö sér ein.“ Hún er sögö vera andlega lík fööur sínum og hafa kímnigáfu hans. Hún á íbúöir í New York og París og er mjög oft í Bandaríkjunum, en hvar sem hún er, hagar hún Iffi sínu eins og Spánverji — og faöir hennar. Hún sefur til hádegis, boröar kvöldverö um 11-leytiö og er í samkvæmum til kl. 3. Paloma kennir Jacqueline um fram- komu föður síns gagnvart sér. „Hún rak okkur burt. Hún reyndi að fá allt, en var aldrei ánægö yfir því, sem hún hafði. Allt, sem hún á nú, er minningin um fööur minn. Hún baröist gegn því, aö hann geröi okkur að lögerfingjum sínum. Ef einhver minntist á Claude eða mig, fékk hann ekki aö koma í húsiö aftur. Hún sagöi skelfilega hluti um móður mína og bók hennar, en ég veit fyrir víst, að Picasso las aldrei bókina. Okkur var sparkað út, þegar viö vorum oröin nógu gömul til aö ógna stööu hennar. Hún einangraöi fööur minn frá umheiminum og ávarp- aöi hann sem hágöfgi og konunginn af Spáni.“ Vinur Jacqueline og Picasso segir, aö hún hafi reynt að telja honum trú um, að hún væri eina manneskjan, sem elskaöi hann og vildi annast hann. Og Picasso hafði unaö vel í návist hennar undir öllu dekrinu og lofinu. Eitt sinn sagöi Jacqueline viö gest, sem var aö dást aö sólarlaginu: „Hvernig getið þér veriö aö tala um sólarlagiö, þegar Picasso er hérna í húsinu?" Ýmsir halda því fram, aö meö þessu hafi henni tekizt aö ná valdi yfir honum, en Ijósmyndarinn D. D. Dqnc- an, sem lengi var náinn vinur Picassos og fjölskyldu hans, segir: „Þaö eru margar hliöar á þessu, en þaö ráösk- aöist enginn meö þennan mann.“ Og enn segir Paloma: „Nú get ég farið aö semja viö hana. Viö eigum nokkur málverk af henni og viljum höndla meö þau. Ég veit, að hún verður erfið viðureignar, en ég er orðin nógu lífsreynd til aö láta þaö ekki á mig fá. Þaö var öðruvísi, þegar ég var 14 ára. Þá var hún alltaf aö segja mér, hvaö ég væri ófríö. Einn lögfæðinganna andmælir því, aö Picasso hafi ekki lesiö bók móöur Palomu og telur, að Picasso hafi látiö börnin velja á milli sín og móður þeirra. „Auðvitaö las hann bókina. Hann varö mjög reiöur út af henni og lét reiðina bitna á börnunum." Reynd- ar höfðaöi Picasso mál til aö koma í veg fyrir birtingu kafla úr henni í „Paris Match“, en hann tapaöi því. XXX Ráöstöfun eftirlátinna eigna Picass- os er að miklu leyti lokiö. En þaö er um svo mikinn fjölda listaverka aö ræöa , og mikla peninga — og svo mikla beiskju og mikinn sársauka — aö þaö getur tekiö mörg ár aö leysa þau vandamál, sem eftir eru, og þau vandamál, sem þau leiða af sér. En erfingjarnir geta lifað ríkmannlega, hvort sem þeir selja listaverk eöa hafa tekjur af þeim á annan hátt. En þrátt fyrir allt: Listamaöurinn, sem skapaöi „Guernica", vitnisburö um brjálæöi styrjalda, skildi einnig eftir sig fallna og særöa. —SvÁ— samantekt úr „The New York Times Magazine“. Skuggsjá þarna hallar hann sér upp aö girðing- unni. Þú lætur fallast í faöm hans. Enn á hann engin tár, Ijáöu honum örlítiö af þínum tárum. Og kveddu hann áöur en þú smeygir hönd undir arm hans. Segöu skiliö viö hann! Þótt honum veröi á aö gleyma þá manst þú: aö fyrst er kveöjustund. Áöur en þiö getið átt samleiö verðið þiö aö skilja að eilífu hjá giröingunni umhverf- is auöa svæöiö. Þá haldiö þiö áfram. Þarna er stígur, sem liggur meö fram kola- bingjunum niöur aö sjó. Þiö eruö þögul. Þú bíöur eftir fyrsta oröinu, þú eftirlætur honum þaö svo aö þú munir ekki eiga síöasta oröiö. Hvaö mun hann segja? Fljótt nú, áöur en þiö eruö komin að sjónum, sem gerir mann ógætinn! Hvað segir hann? Hvaö er fyrsta orðið? Getur þaö veriö svo erfitt aö þaö komi honum til aö stama og líta niöur fyrir sig? Eöa eru þaö kolabingirnir, sem gnæfa yfir staurana og varpa skuggum á hvarma hans og blinda hann meö sortanum? Fyrsta orðið — nú hefur hann sagt þaö: það er götuheiti. Þaö er nafnið á götunni þar sem kerlingin býr. Getur það verið? Áöur en hann veit aö þú átt von á barni minnist hann á kerlinguna, áöur en hann segist elska þig nefnir hann nafn kerlingarinnar. Vertu róleg! Hann veit ekki að þú hefur þegar verið hjá þeirri gömlu, hann getur ómögu- lega vitað það, hann hefur enga hugmynd um spegilinn. Og hann hefur ekki fyrr sleppt orðinu en hann hefur þegar gleymt því. Allt er sagt í spegli svo aö þaö falli í gleymsku. Og um leið og þú hefur sagt aö þú eigir von á barni hefur þú þagað yfir því. Spegillinn speglar allt. Kolabingirn- ir hverfa aö baki, nú eruð þiö komin niður að sjónum og greinið hvíta bátana sem spurningar yst viö sjón- arrönd, veriö hljóð, sjórinn mun taka svarið af vörum ykkar, sjórinn svelgir þaö, sem þið eigið enn ósagt. Upp frá því gangið þið oft upp ströndina sem gangiö þið niöur að sjónum, gangiö heim á leiö líkt og hlaupiö þiö burt og burt eins og væruö þiö á heimleiö. Hvað eru þær meö hvítu kapp- ana að pískra? „Þetta er helstríöiö!" Þær mega nú tala. Dag einn veröur himinninn nægi- lega bjartur, svo bjartur aö birtan veröur geislandi. Jafnast nokkuö á viö Ijómann af hinstu birtu? Þann dag speglar matti spegill- inn bannlýsta húsiö. Bannlýst kallar fólk hús dæmt til niðurrifs, bannlýst er þaö nefnt af því að fólk veit ekki betur. Það ætti ekki aö hræöa ykkur. Nú er himinninn orðinn nægi- lega bjartur. Og líkt og himinninn í birtu sinni væntir húsiö sælunnar og banni léttir. Eftir hlátur kemur oft grátur. Þú ert búin aö gráta nógu mikið. Taktu aftur kransinn þinn. Bráöum færöu að leysa hár þitt úr fléttunum. Allt er fólgiö í speglinum. Og kolgrænn sjórinn er baksýn allra geröa ykkar. Er þiö yfirgefiö húsiö blasir hann viö fyrir framan ykkur. Þegar þiö fariö aftur út um glugga- tóttirnar er allt gleymt. Allt er gert í speglinum svo að þaö veröi fyrirgefiö. Eftir þaö leggur hann fast aö þér aö fara inn meö honum. En í ákafanum fjarlægist þiö húsiö og haldiö frá ströndinni. Þiö lítiö ekki um öxl. Og húsiö bannlýsta er aö baki. Þið gangiö upp meö fljólinu og ákafi ykkar flæöir á móti ykkur, streymir fram hjá ykkur. Von bráöar verður hann ekki eins áleitinn. Og í sömu andrá ert þú ekki iengur fús, feimni ykkar ágerist. Þetta er útfalliö sem sogar burt sjóinn frá öllum ströndum. Jafnvel fljótin veröa vatnsminni þegar fjarar. Og þarna fyrir handan taka trjátopparnir við af krónum trjánna. Hvít spónþökin blunda þar undir. Gættu þín, bráöum fer hann að tala um framtíöina, um barnafjöld- ann og lífiö framundan. Og vangar hans glóa af hrifningu. Þeir tendra líka bál í þínum vöngum. Þiö munuö þrátta um hvort þiö viljið heldur syni eöa dætur og þú vilt frekar syni. Og hann kýs heldur aö hafa tiglþak og þú vilt fremur — en nú eruö þiö komin of langt upp meö fljótinu. Hræöslan grípur ykkur. Fyrir handan sjást engin spónþök lengur, þar eru einungis akrar og vot engi. Og hér? Missið ekki sjónar á vegin- um. Þaö húmar — eins hægt og þegar birtir aö morgni. Framtíöin er liðin. Framtíöin er stígur með fram fljót- inu, sem rennur út í engin. Snúiö viö! Hvaö tekur nú viö? Aö þrem dögum liðnum þorir hann ekki lengur aö leggja handlegg- inn um axlir þínar. Aftur er þaö þrem dögum seinna aö hann spyr þig aö nafni og þú spyrö hann. Nú vitiö þiö ekki einu sinni nöfnin og þiö eruð hætt aö spyrja. Þaö fer betur á því. Eruö þiö ekki oröin hvort ööru ráögáta? Loks gangiö þiö á ný þögul hliö viö hliö. Ef hann spyr þig einhvers spyr hann hvort muni rigna. Hver getur vitaö þaö? Þiö fjarlægist stööugt hvort annaö. Þiö eruö löngu hætt aö tala um framtíðina. Þiö sjáist oröið sjaldan en samt eruð þiö ekki enn nógu ókunnug hvort ööru. Bíöiö og verið þolinmóö. Dag nokkurn kemur að því. Dag einn er hann oröinn þér svo ókunnur að þú færð ást á honum í þröngu stræti, framan viö opiö akhliö. Hvaö bíöur síns tíma. Nú er hann kominn. „Þaö verður ekki lengi úr þessu“, segja þær aö baki þér, „endirinn er ekki langt undan!“ Hvaö vita þær svo sem? Á ekki allt sitt upphaf einmitt nú? Sá dagur kemur að þú sérö hann í fyrsta sinn og hann sér þig. í fyrsta sinn, þaö er að segja: aldrei aftur. En verið óhrædd! Þiö verðiö ekki aö Framhald á bls. 16 Vilhjálmur Bergsson Könnun frá bláhvítum þokuheimi hef ég sveimaö og séö margþætta vefi opnast og lokast í mildu grænu Ijósflæöi hins óendanlega bergmáls leiö mín hefur legiö þar sem enginn vegur er um veg allra vega þar sem sífelld fæöing er þögull dauöi er ólgandi líf er þaö er mjög löng leiö Dulmál Cro Magnon menn bresöur mínir og systur myndsnillingar hellaveggjanna viö tökumst í hendur yfir haf tímans tengjum saman árþúsundir fortíö nútíð framtíö meöan níu súlur Ijóma í birtu þrettán sólna á dögum veraldlegs auös munu boöberar mínir eignast sess meöal mannanna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.