Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1981, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1981, Blaðsíða 16
ASTRIKUR OG GULLSIGÐIN Eftir Goscinny og Uderzo. Birt i samráði við Fjölvaútgáfuna Skuggsjá kveðja hvort annað, það hafiö þið gert fyrir löngu. Gott er aö þið eruð þegar búin aö því! Þaö veröur dag einn aö hausti til, sem bíöur í ofvæni eftir aö allir ávextir veröi aftur að blómum, haust eins og þau gerast maö þessum hvíta reyk og skuggunum, sem liggja líkt og flísar viö hvert fótmál, svo aö þú gætir skoriö þig á fótunum á þeim, dottiö um þær þegar þú ert send eftir eplum á markaöinn, og gætir fallið í eftirvæntingu og gleði. Ungur maöur kemur þér til hjálpar. Hann hefur lagt jakkann yfir heröarn- ar og hann brosir og snýr húfunni milii handanna og veit ekki hvaö hann á aö segja. En í hinstu birtu eruð þiö full af gáska. Þú þakkar honum fyrir og gerir smáhnykk með höfð- inu og flétturnar uppsettu losna og falla niöur. „Ó“, segir hann, „ertu ekki ennþá í skóla?“ Hann snýr sér á hæli og fer blístrandi lagstúf. Þannig skiljið þiö án þess aö líta einu sinni enn hvort á annaö, sársaukalaust og án þess aö vita aö þiö eruö aö skilja. Nú færöu aftur aö leika þér viö bræöurnar þína litlu, fara meö þeim upp meö fljótinu, feta stiginn undir elrinu á bakkanum og eins og ævinlega glittir þarna fyrir handan í hvítu spónþökin milli trjátoppanna. Hvaö ber framtíöin í skauti sér? Enga syni en hún hefur gefiö þér bræöur, fléttur til aö láta sveiflast, bolta til aö kasta. Vertu henni ekki gröm, hún býöur ekki upp á betra. Skólinn getur fariö aö byrja. Þú ert ekki oröin nógu stór enn, verður enn aö ganga í röð í skóla- portinu í löngu frímínútunum og hvísla og roöna og hlæja í gaupnir þér. En þegar áriö er liöiö máttu aftur fara aö sippa og teygja þig eftir greinum, sem slúta yfir veggina. Nú hefur þú lært erlendu málin en þaö hefur ekki reynst jafn auðvelt og áöur. Móður- máliö er þó enn öröugra viöfangs, mun erfiöara veröur aö læra aö lesa og skrifa, öröugast veröur þó aö gleyma öllu. Og hafir þú orðiö aö kunna allt í fyrsta prófinu máttu aö lokum ekki kunna neitt. Stenstu slíkt próf? Veröur þú nógu róleg? Allt mun fara vel ef þú verður of óttaslegin til aö mæla orö frá munni. Þú hengir bláa hattinn, sem öll skólabörn bera, aftur á snagann og ferö heim úr skólanum. Aftur er komið haust. Blómstrin eru löngu oröin aö blómhnöppum, blómhnapparnir orönir aö engu og úr engu hafa á ný myndast aldin. Hvarvetna eru lítil börn, sem hafa staöist prófin eins og þú, á leiö heim til sín. Öll kunniö þiö ekkert lengur. Þú ferö heim, faöir þinn bíöur þín og litlu bræöurnir æpa hástöfum og toga í háriö á þér. Þú róar þá og hughreystir fööur þinn. Senn kemur sumariö meö dög- unum löngu. Bráölega deyr móöir þín. Þú og faöir þinn, þiö bæöi komiö meö hana úr kirkjugaröinum. í þrjá daga hvftir hún innan um snarkandi kertin eins og þú, slökkvið á öllurn kertunum áöur en hún vaknar! En hún finnur lyktina af vaxinu og rís upp viö dogg og kvartar í hálfum hljóöum yfir þessari eyðslu. Þá fer hún fram úr og skiptir um föt. Það var eins gott aö móðir þín skyldi deyja því aö öllu lengur hefðir þú ekki getaö annast litlu bræöur þína. Nú er hún komin og sér um allt og fær þig til aö leggja þíg betur fram en áöur viö aö leika þér, maöur er sjaldan of fær í leikjum, þaö er ekki auðvelt en samt engan veginn vand- inn mestur. Þyngri þrautin veröur: að tapa niöur málinu, gleyma hvernig á aö ganga, babla hjálparvana og skríöa á gólfinu og veröa loks vafin reifum. Eina öröugast veröur aö þola öll blíðuhótin og mega aöeins vera áhorfandi. Vertu þolinmóð! Bráöum snýst allt til betri vegar. Guö einn þekkir þann dag þegar þú ert oröin nægilega veikburöa. Þaö er dagurinn þegar þú fæöist. Þú kemur í heimínn og lýkur upp augunum og lokar þeim á ný því birtan er skær. Ljósiö vermir timi þína; þú baöar út öllum öngum í sólinni, þú ert komin og þú lifir. Faöir þinn lýtur yfir þig. „Því er lokið“ segja þær að baki þér, „hún er skilin viö!“ Þei! þei, lofaöu þeim aö tala! Þýöing: Hrafna Beckmann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.