Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1981, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1981, Blaðsíða 5
Markaðstorgið í Wittemberg með ráð- húsi frá 1535. Hér hefur tíminn numið staðar, hér er eins og ekk- li ert hafi gerst í 450 ár. i| Lúther var maður 16. aidar, fyrir honum voru djöflar og draugar veruleiki, sem ekki var að efast um, þeir áttu það jafnvel til að stela eggjum og smjöri frá Margréti móður hans. jarðarinnar og klæöast kufli sínum á nýjan leik. — Jú, Lúther trúöi þessum sögum, hann var barn síns tíma. Og hvaö voru hinar ógurlegu drep- sóttir, sem geisuðu yfir landiö hvaö eftir annað, nema sendingar hins vonda? En Lúther var ekki aöeins barn síns tíma, hann var einnig boðberi nýs tíma. En vissulega næröist hann á sömu hug- myndum og heimsmynd og samtíminn, og eins og aörir leið hann ólýsanlegar sálarkvalir vegna óttans viö hina kom- andi veröld. Hreinsunareldurinn var honum jafnáþreifanlegur raunveruleiki sem eplin í garöi móöur hans. Þessi voöalegi, eilífi eldur, sem aöeins munk- arnir voru nokkurn veginn öruggir um aö sleppa við. Aörir máttu dúsa þar misiengi, sumir alla eilífö í endalausum eldi og brennisteini viö bölv og ragn púkanna og djöflanna. Enginn skyldi samt halda, aö hreinsunareldurinn og tvíræöni hinnar komandi veraldar, hafi verið uppfinning kirkjunnar, það væri grunnfærin ályktun. Engu að síður haföi hlaupið greini- legur ofvöxtur í hugtakiö réttlæti Guðs, sem engin mannleg athöfn stóöst snún- ing; fátt var þessari guöshugmynd í upphafi 16. aldar skyldara en svipan og reiöin. Þaö var því engin tilviljun, aö grundvallarspurning siöbótarinnar hafi veriö spurningin um náöugan Guö. Náðina skilur Lúther ekki sem eitthvert trúræknislegt orö, sem eigi fyrst og fremst heima í kirkjunni, heldur skilur hann náöina sem gríöarlegan kraft Guðs, sem býr í hinu smæsta sandkorni sem í hinum stærstu víddum alheimsins. Því er hinn náöugi Guö enginn blíöur „blómálfaguð" heldur hinn ógurlegi Je- hova, drottinn hersveitanna, sem birtist í þrumuskýi yfir Sínaífjalli, eyöandi og skapandi í senn. Guö stormsins og eyöingarinnar, Guö endursköpunar, krafts og lífs. Hann er Guö heilagleik- ans, sem dregur aö sér eins og segull, en ýtir jafnóöum frá sér, því að hann er ónálganlegur en um leið getur maðurinn ekki án hans verið. Hann er hinn leyndi Guö, sem þó er á einn hátt nálganlegur og aögengilegur: í hinum krossfesta Jesú. Og Lúther sjálfur, var hann ekki líka eins konar óhemja, sem geystist áfram í senn eyðandi og skapandi, ræöst á heimsveldi rómversku -kirkjunnar en reisir í kjölfariö nýja kirkjudeild? Sýna ekki hinar 4000 borðræður, sem vinir hans skrifuðu upp eftir honum, aö hér fer safamikill persónuleiki, litríkur svo af ber, maður, sem lætur móöan mása, kryddar ræöur sínar fögrum sem ófögr- um myndbrigðum, svo aö Katarína á þaö til aö skjóta inn í „þú ert of grófur, minn kæri Marteinn". En samt komumst viö viö næst hjarta hans viö sjúkrabeð barnanna, kannski næst því viö bana- beö Elísabetar og Magdalenu, þá fögru mynd hefur kirkjudeild Lúthers varðveitt ekki síður en aörar. Lúther bjó í Wittenberg frá árinu 1511 til dauöadags, 1546. Þá var Wittenberg býsna fámenn, eins og flestar evrópskar borgir á þeim tíma, íbúar munu hafa verið nærri hálfu þriðja þúsundi. Nú er borgin margfalt stærri, ein af iönaðar- borgum austur-þýzka alþýðulýðveldis- ins svonefnda. Þessa borg haföi Friörik vitri hafiö til vegs og reist þar háskóla skömmu áöur en Lúther flytzt til borgar- innar — sumir sögöu, aö skóli þessi væri settur tii höfuös hinum vaxandi og viröulega háskóla í Leipzig ekki allfjarri. Þaö var ekki aðeins hugsjón kjörfurst- ans aö gera Wittenberg aö miklu menntasetri, heldur og aö kirkjulegri miöstöö. í því skyni hafði hann meðal annars hafiö söfnun helgigripa af ýmsu tagi, en helgigripir voru bezta fjárfesting þess tíma, þar eö þeir áttu aö geta stytt dvöl manna í hreinsunareldinum. Þaö leið ekki á löngu áöur en gripirnir í safni kjörfurstans skiptu tugum þúsunda, þarna haföi hann t.d. komizt yfir þyrni úr þyrnikórónu Krists, af Maríu mey voru þarna fjögur hár og þrír bútar af kyrtli hennar, af belti hennar voru fjórir bútar og 7 af höfuöklúti, flekkaöir meö blóöi Krists. Þarna var tönn úr heilögum Hieronymusi og þannig mætti lengi telja. Þá haföi Danakonungur veriö svo rausnarlegur aö senda honum líkams- hluta af Knúti konungi og heilagri Brigittu. í kjölfar helgigripanna fylgdi feröamanna- og pílagrímastraumur og loks aflátssalan og meö henni gífurleg fjármálaspilling, sem breiddist hratt út í upphafi 16. aldar. Mótmæli Lúthers í hinum frægu 95 greinum, sem hann festi á dyr hallarkirkjunnar viö höll Friðriks vitra haustiö 1517, voru fyrst og fremst mótmæli gegn aflátssölunni. En óvænt og skyndilega haföi hann tekið steininn úr, siöbótinni var hrundið af staö. Lúther hefði getaö tekiö undir orö guöfræöingsins Karls Barth, sem var eins konar siöbótarmaöur í Þýzkalandi fyrr á þessari öld, hann segir: Ég var eins og maöur, sem klifrar upp stiga í turni gamallar dómkirkju. í myrkrinu réttir hann út hendina og grípur um eitthvaö til aö styöja sig við. Honum brá viö að heyra kirkjuklukkurn- ar hringja. Hér í Wittenberg hefur tíminn numið staöar, hér er eins og ekkert hafi gerzt í 450 ár. Göturnar sjálfar eru eins og bók, sem dregur út úr tímanum á vit annars veruleika. Hér er Ágústínaklaustrið, hér er húsiö hans Filippusar, nánasta sam- starfsmanns Lúthers. Og þarna handan götunnar bjó síöar sálmaskáldiö mikla, Paul Gerhardt, einnig hann vissi hvaö drepsótt var, hann fylgdi konu sinni og stórum barnahóp til grafar, kannski bera sálmar hans þess merki, hafa öölazt dýpt og hreinsaöa fegurö í þeirri þjáningu, sem er upphaf hins æðsta söngs. Og hér bjó Jóhannes Bugenhag- en, postuli noröursins, rétt viö borgar- kirkjuna, og enn lengra Justus Jónas. Og í hallarkirkjunni viö enda götunnar mæta þessi nöfn okkur aftur. Undir prédikunarstólnum á gólfinu nafið Mart- in Luther, vinstra meginn viö ganginn nafniö Philip Melanchton og svo hin nöfnin út eftir kirkjuskipinu. En hvar er Katarína Lúther, formóðir- in allra prestsfrúa niöurkomin? Viö leitum nafns hennar hér án árangurs. Hún fann sína hinztu hvílu í Maríukirkj- unni í nágrannaborginni Torgau. Sex árum eftir dauöa manns síns var hún á leið til Torgau til vina sinna á flótta með börnin undan enn einni drepsóttinni, sem nálgaöist Wittenberg óðfluga. Á leiöinni fældist hesturinn og er hún stökk út úr vagninum og reyndi að stööva hestinn fékk hún þaö sár, sem varö hennar bani skömmu síðar. Lúther hvatti fylgismenn sína þegar í upphafi siöbótarinnar til þess að kvæn- ast, þótt ekki heföi hann í huga að fara sér sjálfur neitt óðslega í þeim efnum. Sú varö þó raunin og hinn 13. júní 1525, viö lok bændauppreisnarinnar, voru þau munkurinn Marteinn Lúther og nunnan Katarína von Bora, gefin saman í hjónaband. Ekki uröu allir til þess aö samgleðjast þeim og var þaö ekki aö undra, þar eö sú alþýðutrú var býsna lífsseig, aö sjálfur Antikristur myndi fæöast sem barn munks og nunnu. Ári síðar fæddist fyrsta barn þeirra, Jó- hannes og síðar Elísabet, þá Magda- lena, Martin, Paul og Margrét. Elísabet dó aðeins hálfs árs og Magdalena náöi aðeins 13 ára aldri. Ekki var til hjóna- bands þeirra Marteins og Katarínu stofnað á sérlega rómantískan hátt, eins og sjá má af ýmsum ummælum Lúthers, eins og þeim, aö hann hafi ekki sízt stigiö þetta skref til þess að stríða skrattanum. Rómantískar var til hjóna- bands Margrétar dóttur þeirra stofnaö, en henni héldu epgin bönd til þess að giftast hinum kornunga aöalsmanni Georg von Kuhnheim, þeim varö 9 barna auðið og munu afkomendur Lúthers nú vera um 2000 taldir, eru þaö afkomendur systkinanna Pauls og Margrétar, sem þar er um aö ræöa. Ótal heimildir vitna samdóma um kærleiksríka sambúö þeirra Marteins og Katarínu. Katarínu er hvarvetna hrósaö fyrir iðni og starfsemi. í húsum haföi hún hross, kýr og svín, í garðinum voru ýmiss konar alifuglar og auk þess sá Katarína um mikla garörækt og akur- yrkju fyrir heimiliö. Sömuleiöis bruggaöi hún bjór og vín fyrir hiö stóra heimili, þar sem fjöldi gesta sat til borös hvern dag. Hrósar húsbóndinn krúsarlegi konu sinnar á hvert reipi og haföi hann þaö fyrir siö aö fá sér væna krús af honum fyrir svefninn, mun hann ekki sízt hafa tekiö upp þann siö vegna tíöra kvala, sem hann haföi vegna gallsteina. Lúther var vinsæll borgari í Witten- berg, honum stóöu allar dyr opnar. En vinsæll var hann á sérstakan hátt meöal ýmissa atvinnustétta í bænum, svo sem prentara og bóksala, sem höfðu fulla atvinnu í áratugi og jafnvel enn við aö prenta og selja bækur hans og bækl- inga og ekki má gleyma biblíuþýðingu hans, sem þeir prentuöu í 100 þúsund eintökum á örfáum áratugum. Þaö er næsta ævintýri líkast aö lesa um þá miklu grósku, sem varö skyndilega í þessum atvinnugreinum eftir aö Lúther fór að skrifa rit sín, en þau voru, eins og áöur segir, óhemjumikil að vöxtum. Bækur hans bárust út um allan heim á örskömmum tíma, ekki sízt til Norður- landanna, en viö þau höfðu siðbótar- menn ævinlega góð viöskipti. Allt tal um ágóöa eöa þóknun af ritum sínum lét Lúther sem vind um eyrun þjóta og safnaðist þeim mun meiri auöur aö þeim sem sáu um prentun og dreifingu rita hans og urðu margir auöugir í Witten- berg af þeim sökum. Samskipti siöbótarmanna viö Norö- urlandabúa voru ekki aðeins á bók- menntalega sviöinu, sem dæmi um þaö má til gamans nefna sendingu, sem Lúther barst reglulega frá Danakonungi og gladdi hann mjög í hvert sinn, en það var síld, bæöi krydduð og söltuð, enda segir sagan, aö kirkjuhöfðinginn frá Wittenberg hafi verið matmaður mikill. Heimildir um persónuleika Lúthers er aö finna víöa. Fyrst má þar nefna borðræður hans, sem þegar eru nefnd- ar. Þar lætur hann gamminn geisa um hin ólíkustu málefni og kemur hér í Ijós hversu lítiö honum var um aö tala tæpitungu, öll hálfvelgja og málaleng- ingar eru honum órafjarri og allur kanselístíll og fræðimannsyfirbragð sömuleiöis býsna framandi. Mál hans var kjarnmikið og litríkt, enda hafa fáir haft eins djúptæk áhrif á þýzka tungu sem Marteinn Lúther og munar þar mest um biblíuþýðingu hans en hin rnörgu rit hans og bæklingar, sem bárust eins og eldur í sinu um allt landið, standa þar skammt að baki. í biblíuþýöingu sinni setti Lúther sér þaö aö nota austurmiöþýzku, tungu kúr- saxneska kanselísins og varð þessi gerö hinnar þýzku tungu því grundvöllur þess, sem kalla mætti þýzkt ritmál á okkar dögum. En þar með er ekki öll sagan sögö um biblíuþýðingu Lúthers, því aö hann auðgar mál kúrsaxneska kanselísins meö hugtökum og orðatil- tækjum úr máli alþýöunnar, svo aö málfar hans verður í senn fagurt og ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.