Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1981, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1981, Blaðsíða 12
slenzkur heimsborgari. Eftir Svein Ásgeirsson Á undraeyju í Suðurhöfum Elliheimilinu Grund Dr. Jón Stefánsson sat í hálfa öld og rýndi í bækur á British Museum. Hann varð margs vísari um ísland og kynntist ýmsum, sem þá voru víðfrægir og segir frá því í sjálfs- ævisögu sinni. Adrienne Claire de Chazel kona Jóns Stefánssonar Dr. Jón Stefánsson Bismarck, Churchill, Bryce og Jón Sumariö 1893 var Jón í Hamborg og datt þá ekkert minna í hug en aö hitta sjálfan „járnkanzlarann", Bismarck. Hann bjó þar á næstu grösum, og þó aö ekki væri auövelt aö ná tali af honum, hugsaöi Jón sem svo, aö ef til vill heföi hann gaman af aö tala viö mann allt noröan af Islandi. Jón vildi ekki láta þess ófreistaö aö fá aö sjá hann, þótt ekki væri annað, herti sig uþþ á þýzkum bjór, svo aö hann taldi sér alla vegi færa, og hélt meö járnbrautarlest til búgarös Bismarcks, Friedrichsruhe. Til aö forðast gláp og ágang fólks haföi Bismarck látið hlaöa skíðgarö mikinn um híbýli sín, en Jón komst þó þar inn um hliö og tókst aö ná tali af skrifara Bismarcks, sem taldi líklegt, aö honum þætti allnýstárlegt aö tala viö íslending. En blaöamenn væru Bismarck orönir svo hvimleiöir, aö þeim væri alltaf vísaö burt meö haröri hendi. Svo væri gamli maöur- inn lasinn núna, en þó væri ekki útilokað, aö hann æki út í skóg um fimmleytiö þá um daginn. Þegar Jón kom aö hliöinu kl. 5, stóö þar hópur af hvítklæddum skólastúlkum ásamt kennslukonum og voru aö syngja ættjarðarsöngva. Allt í einu var loku skotiö frá, járngrindur opnaöar og öllum vísaö inn á grasflöt fyrir hallardyrum. Þar sat járnkanzlarinn á stóli og var greini- legt, aö söngurinn hafði blíðkaö hann. Þegar kvenfólkiö var fariö, gaf áöur- nefndur ritari Bismarcks Jóni merki og hann heilsaöi upp á gamla manninn. Bismarck stóö upp og baö Jón aö afsaka sig, hann yröi aö sitja, því aö hann væri svo slæmur af fótagigt. Slík kurtelsi gekk yfir Jón. Bismarck tók vingjarnlega í hönd Jóni og bauð honum sæti á stól viö hliö sér, rétt eins og hann væri einhver stórhöföingi. Töluöu þeir síöan saman í stundarfjóröung, og haföi Jón gott tæki- færi til aö viröa hann vandlega fyrir sér. Hann var svipmikill meö afbrigðum, en þá oröinn kinnfiskasoginn, hvítur fyrir hær- um og sköllóttur. Bismarck hefur þá verið 78 ára, en Jón þrítugur. Jón ritaöi um Bismarck og heimsókn sína til hans á fimm tungumálum, og birtist ein frásögnin í Eimreiöinni 1896. Jón sagir í bók sinni, aö hann hafi stundum komiö til ríkrar ekkju, sem bauö menntamönnum og stjórnmálamönnum, skáldum og listamönnum heim til sín til kvöldveröar til aö láta þá kynnast og leiöa saman hesta sína. Varöi hún til þess miklu fé. Hjá henni kynntist Jón fyrst Winston Churchill 1930 og sagöi honum þá frá Alþingishátíöinni og ræddi viö hann um sögu þings og þjóðar, sem Jón sagöi hann hafa haft mikinn áhuga á og margt komiö honum á óvart. A fyrstu árum síðari heimsstyrjaldar skrifuöust þeir Jón og Churchill á um ísland. í bók sinni lýsir Jón Churchill í alllöngu máli af mikilli hrifningu. Kveðst hann hafa kynnzt Churchill betur en nokkrum öörum stjórnmálamanni. Eölilegt væri, aö menn teldu, aö kynni Jóns og sambönd við „heldra fólk“ hefðu jafnan verið æriö yfirborðkennd, en þaö mörg dæmi eru um hiö gagnstæöa. Snæbjörn Jónsson segir í minningargrein sinni: „Á Englandi kynntist dr. Jón strax ýmsu stórmenni, og stórmenni hélt hann áfram aö kynnast fram á efri ár... Meöal þeirra, er mest tryggðatröll reyndist honum, var Bryce lávaröur, einn af mestu og beztu mönnum síns tíma. Alltaf bar hann umhyggju fyrir Jóni og vildi allt fyrir hann gera.“ En hver var Bryce? Þaö segir nokkuö aö geta vísað til allra helztu alfræöibóka heims um meginæviatriöi hans. Þar stendur þó ekki, aö hann hafi dvaliö á íslandi 1872 og lært íslenzku hjá Halldóri Kr. Friörikssyni af Eglu, Njálu og Heims- kringlu. Hann var prófessor í stjórnlaga- fræöi í Oxford, tók mikinn þátt í stjórn- málum, var þingmaður í áratugi og oftsinnis ráöherra og síðan sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum 1907—13. Hann var mikilvirkur rithöfundur, feröaö- ist bókstaflega um allan heiminn og meö þeim hætti, aö hann var kjörinn forseti Félags fjallgöngumanna. 1876 gekk hann upp á Kákasusfjallgaröinn og kleif fyrstur manna Ararat. Slíkur dugur var í honum, aö áriö 1920 fór hann til Marrokkó og gekk á tinda Atlasfjalla, þá oröinn yfir áttrætt. Bryce leitaöi til Jóns, þegar hann var aö rita um stjórnarfar hins íslenzka lýöveldis, en ritgerð hans kom svo út 1901. Jón segir margt af Bryce, en hér skal aðeins drepiö á eftirfarandi frá sendiherraárum hans í Washington: „Bryce sagöi Theodore Roosevelt for- seta, alla Eglu og alla Njálu ... Þótti Roosevelt svo gaman aö sögunum, aö hann var alltaf öðru hverju aö skella lófunum á hné Bryce undir lestrinum. Þegar svo Roosevelt fór til Oslóar til aö taka á móti friðarverðlaunum Nobels, sagöi hann Norömönnum, aö hann heföi beöiö alla skóla í Bandaríkjunum aö hafa um hönd íslendingasögur." Jón kvænist heföarkonu Svo viröist sem Jón hafi aldrei átt neitt heimili í venjulegum skilningi, frá því er hann fór aö heiman til náms, en aftur á móti átti hann fleiri en eitt „annaö heimili“. Jón var meðal þeirra, sem stofnuöu Víkingafélagiö, Viking Society, í London 1892, um upphafsmaður þess var A.W. Johnston, sem reyndist Jóni svo vel, aö heimili hans stóö Jóni ávallt opiö og þar átti hann mest og bezt athvarf í London jafnt og á heimili systur Jóns, Kristínar Blount, sem gift var enskum efnafræöingi þar, eins og áöur er getið. Kristín lét sér mjög annt um bróöur sinn, og var honum vel borgiö, meðan hennar naut viö. Svo mikil var umhyggja hennar, aö henni tókst aö koma bróöur sínum í hiö efnilegasta hjónaband meö ágætri konu af gamalli aöalsætt, vel efnaöri læknisekkju, sem bjó á eynni Mauritius í Indlandshafi. Skal nú stuttlega frá því skýrt, en tilfinnanlega skortir heimildir til aö svara þeim spurningum, sem eölilegt er aö vakni hjá lesendum. Fyrst má geta þess, aö Jón var ekki alveg einn um dagana, og áöur hefur verlð minnzt á ástarævintýri hans og Teresu á British Museum, en „þeim var ekki skapað nema aö skilja". Jón haföi kynnzt Ellu Anker í Noregi, en hún var af einni elztu og merkustu embættis- og menntamannaætt Noregs. Ella kom svo til London og var þar m.a fréttaritari fyrir norskt blaö, en í fyrri heimsstyrjöldinni unnu þau Jón og Ella bæöi sem ritskoö- endur fyrir Bretastjórn. Jón orðar þaö þannig, aö þau hafi hænzt mjög hvort aö ööru, og Ella hafi aö sumu leyti komiö í staö Teresu. Hún kunni langa kafla úr

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.