Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1981, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1981, Blaðsíða 8
SJa Verdeilgl lögfræöilegur rá< J Bredin |f| lögfræðingur Weil Curieíj lögfræðingur Lepat \ fjármáíaráögjafi L. Ferbeufjj— lögfræöingur Marina Picasso Maya Widmaier , , Deborah Trustman BARATTAN UM ARF PICASSOS Picasso lézt rúmlega níræöur 1973 og haföi þá unniö eins og hamhleypa í 75 ár — veriö áhrifamesti myndlistarmaöur aldarinnar og skildi eftir sig ævintýraleg auöævi. En fjölskyldumál hans voru í flóknara lagi og því hefur oröiö þrautin þyngri aö skipta arfinum, enda hefur mátt segja, aö Picasso hafi eftir dauöa sinn drottnaö yfir sálarlífi erfingja sinna í ennþá ríkari mæli. í§ Maurice Rheims opinberjnatsmaður í myndlist Magnan ^ ' ® fjármálaráögjafí í 23 Caire S lögfræðilegur x ráðoiafi Sj "ar,s Claude Picasso Rivoire / Fevre heiöursráögjafi í fjár- málum fjármálaraðgjafi i Paris Geraudy Pierre Zecri lögfræöingur ss HinM fjármálaráögjafi í Triel ■ Bernard Picasso J S Darmont , frjármáiaráögjafi í íCannes |p‘ Roland Dumas lögfræðingur Christine Pauplin I móöirBernhards Paloma Picasso S DeSariac lögfræöingur i wmmmmmmmmfmÁirnmmmm......... Ihmsí skiptafundur var haldinn f Parfs fyrir Ari og þar aru allir aöilar málaina nama akkja Picassos, Jacquslins — og msd þsim hsrskari lögfraaöinga og fjármálaráögjafa. Ekkjan fékk f sinn hlut asm avarar 52 milljónir stsrlingapunda, oöa 676 milljónir (slsnzkra nýkróna. Bömin fangu aósins minna, sn nóg til aö þurfa akki aö hafa frskari áhyggjur af fjárhagnum. Maya ar önnur dóttir Picassos af ööru hjónabandi hans og af honni málaói hann þossa mynd 1938, þogar Maya var 3 ára. Hún istti aö kom- ast sasmiloga af moö andviröi 234 mMjóna nýkróna. Picasso lézt 1973, 91 árs að aldri, og lét ekki eftir sig neina erfðaskrá en aftur á móti auöæfi, jaröeignir, hús og listaverk, sem metin hafa veriö á 260 milljónir dollara, en þaö var reyndar fyrir fjórum árum. Mestan hluta ævinn- ar safnaöi hann eigin verkum, og þar sem hann varð stööugt auöugri og geröi sér Ijósa stööu sína í listaheimin- um, keypti hann aftur mörg þeirra listaverka, sem hann haföi áöur selt. Hópur lögfræöinga, listfræöinga og stjórnskipaöra umsjónarmanna er enn önnum kafinn viö aö finna lausn á vandamálum í sambandi viö skiptingu á þúsundum listaverka frá öllum tíma- bilum starfsævi hans. Vandamálin eru mörg og margvís- leg. Hverjir eru lögerfingjar? Hvaöa listaverk tilheyra dánarbúinu? Hvernig á að meta hinar eftirlátnu eiaur on skipta * -* - ■ ... nao selja listaverkin og þá hver? Hvar? Hvenær? Hver á réttinn á eftirprentunum og eftirlíking- um? Hver getur selt þann rétt? Hvernig á aö greiða hinn feikilega erfðaskatt? Þessar þurru spurningar geta þó ekki túlkaö þá ólgu tilfinninga, sem aö baki býr. Ráöstöfun hins feikilega stóra dánarbús varö auk þess margfalt flóknari en ella vegna hins marg- slungna einkalífs Picassos. Hvert barnanna varð aö setja saman sína eigin mynd af þessum manni úr minningabrotum á svipaöan hátt og Picasso byggöi upp sínar myndir úr brotum og slitrum. Reyndar líkist fjölskyldan helzt kúbískri mynd eftir hann, þar sem komiö er fyrir eiginkon- um, ástkonum, skilgetnum og óskil- getnum börnum ásamt barnabörnum. 28 ár voru á milli elzta og yngsta barns hans. Picasso naut þess. að asiKonur hans væru áfram háöar honum. Hann geröi sér far um aö kynna konur sínar fyrir hverri annarri og haföi þá gaman af því, hvaö nýja konan varö vandræðaleg, en hin fyrri vesældarleg. En aldrei sleit hann sambandinu aö fullu viö neina þeirra. Fyrri eiginkona hans, sem hann missti allan áhuga á, skömmu eftir að barn þeirra fæddist, bjó áfram í grennd viö hann í SuÖur-Frakklandi til dauöa- dags. Picasso var sérvitur og duttl- ungafullur, sérplæginn og dulur, og hvorki konur hans né börn vissu nokkurn tíma, hvers konar tilfinningar hann bar til þeirra. Þessi óvissa og kvíöi, sem hann þannig var valdur að meöal þeirra, minnkaöi ekki eftir lát hans. Þegar erfingjar hans áttu aö skipta búinu, blossaöi upp aö nýju hin forna afbrýöisemi og tortryggni. Áriö 1918 kvæntist Picasso fyrri konu sinni, Olgu Koklova, sem var dansmaar "ussneska ballettinn, sem hann þá teiknaði sviösmyndir fyrir. Aö nafninu til vdr hann giftur henni, þar til hún lézt 1955. Sonur þeirra, Paulo, fæddur 1921, var eina skilgetna barniö, sem hann eignaöist. Paulo lézt af völdum áfengissýki 1975 og lét eftir sig þrjú börn, Pablito og Marinu frá fyrra hjónabandi og Bern- ard frá hinu síöara. Picasso átti þrjú óskilgetin börn. Hiö elzta þeirra, Mayu, f. 1935, átti hann meö Marie-Thérese Walter, en hin tvö, Claude, f. 1947 og Palomu, f. 1949, meö sambýliskonu sinni, Francoise Gilot, en þau bjuggu saman í sjö ár. Áriö 1952 kynntist Picasso Jacqueline Roque og níu árum seinna varö hún önnur eiginkona hans. Hún býr enn í húsi hans í Mougins í Suöur-Frakk- landi. Eftir lát Picassos hafa verið framin tvö sjálfsmorö meöal þeirra, sem voru honum nákomnir. Hér er um aö ræöa Pablito, sonarson hans, og gerðist þetta 1973, og fyrrum ástkonu hans, Marie-Thérese Walter, 1977. Aðrir eftirlifendur en ekkja hans, Jacqueline, sáu varla Picasso síðustu æviár hans, Vinir Claudes, sonar hans, hafa sagt, aö þegar hann hafi kvænzt í fyrra skiptið, hafi hann hringt í föður sinn og beðið hann um aö taka á móti sér og brúði sinni. Picasso féllst á þaö, en þegar sonurinn kom aö húsi fööur síns með konu sína, meinaöi vöröur þeim aögang viö hliöið. En í sömu andrá bar þar pípulagningamann aö garöi og sagöi hann viö Claude, um leiö og honum var hleypt inn: „Maöur veröur aö vinna fyrir Picasso til þess að fá aö hitta hann.“ Þegar Picasso lézt, voru Paulo og Jacqueline einu lögerfingjar hans. Og þó aö Picasso hefði leyft Claude og Palomu aö nota ættarnafn sitt, veitti hann þeim engan fjárhagslegan stuön- ing eöa geröi aðrar ráðstafanir þeirra vegna né heldur Mayu, sem notaöi ættarnafn móöur sinnar fram aö gift- ingu sinni. Áriö 1970, meðan Picasso var enn á lífi, höföuöu þau Claude og Paloma mál til aö veröa viðurkennd sem erfingjar hans. Þau nutu fjárhags- legs stuönings móöur sinnar, Fran- coise Gilot, og málið vakti geysilega athygli. Eftir því sem Paloma segir, ætluðust þau til þess eins í fyrstu, aö þau fengju listaverk, en þegar faöir þeirra hafnaöi því, reyndu þau að fá hann úrskurðaðan andlega vanhæfan. Þau töpuöu málinu. En ári eftir lát föður þeirra voru þau Claude og Paloma lýst lögerfingjar í samræmi við þær breytingar, sem geröar voru á frönskum erfðarétti 1972, aö óskilgetin börn ættu rétt á arfi eftir fööur sinn. Maya höföaöi mál skömmu síöar í þessu skyni og vann þaö. Tvö börn Paulos, Marina, sem nú er 29 ára, og Bernard, 20 ára, skipta á milli sín erföahluta hans. Erfingjarnir eiga fátt annaö sameig- inlegt en blóöbönd og venzl viö Picasso, en þeir hafa oröiö að vinna saman aö skiptingu búsins. „Viö erum ekki eins og nákomnir ættingjar," segir Paloma. „Viö vorum aldrei fjölskylda, en aö vissu leyti höfum viö oröiö þaö núna. Aö minnsta kosti höfum viö fjölskylduvandamál viö aö glíma.“ Það kann að vera, að Picasso hafi hugsaö sem svo, aö ef hann skildi ekki eftir sig neina erföaskrá. vrön árnir neyddir til aö mætast augliti til auglitis. Og þaö er einnig líkt honum aö skapa þær aöstæöur, sem myndu valda endalausum átökum á milli þeirra. Francoise Gilot segir: „Þó aö hann væri mikill listamaöur, haföi hann sínar dökku hliöar frá siöferöilegu sjónarmiöi. Hann var meinfýsinn, hann naut þess aö koma fólki í vanda og vita þaö kveljast.“ Sumir vinir og vandamenn Picassos halda því fram, aö hann hafi ekki gert neina erföaskrá, af því aö hann hafi verið mjög hjátrúarfullur. „Hann var Spánverji og frá Andalúsíu," segir Maya, dóttir hans. „Hvar annars staöar í heiminum ræöir fólk um síöustu daga feðra sinna, frænka og frænda? Þaö talar ekki um líf ættingjanna, heldur dauöa þeirra. Þaö heldur, aö dauöinn komi yfir alla nema það sjálft. Hann geröi ekki erföaskrá, af því aö hann vildi ekki gera ráð fyrr því, að hann myndi nokkurn tíma deyja. Faöir minn skelfdist dauöann.“ Vegna breytinganna á frönsku erföalögunum eru nú allir erfingjarnir ríkir, en ekki aöeins sumir. Hlutur ekkjunnar er um 3/10 af listaverkum dánarbúsins, eftir að erföaskattur hef- ur veriö greiddur eða 52 milljónir dollara. Barnabörnin tvö fá 1/5 eða $35 millj. Hin þrjú óskilgetnu börn fá 1/10 eða $18 millj. hvert. Áöur en erfingjarnir skiptu búinu milli sín, haföi franska ríkið tekiö sinn hluta. Erföaskatturinn var greiddur meö listaverkum með heimild í lögum til aö greiöa hluta af skatti meö dýrgripum. En þar eö franska ríkið sá þarna einstakt tækifæri til aö eignast úrval úr verkum Picassos, var heimild- in aukin þannig, aö allan erföaskattinn mætti greiða meö listaverkum, en hann nam 290 milljónum franka eöa aðeins innan við 25% af verömæti dánarbúsins. Listaverkin, sem ríkiö eignaðist á þennan hátt, munu mynda kjarnann í Picasso-safninu, sem ríkiö hefur stofnaö og ráögert er aö opna í París 1982. Eftir að ríkiö haföi fengið sinn hluta, valdi hver erfingi sér nokkur listaverk frá tilfinningalegu sjónarmiöi. Til dæm- is valdi Paloma sér hóp af dúkkum, sem málaðar höföu verið meö andlits- dráttum hennar. Claude kaus sér mynd af sjálfum sér, og Marina mynd af ömmu sinni, Olgu Koklova. Hinum listaverkunum var skipt í hluta, sem voru metnir til jafnhárrar upphæöar, en síöan drógu erfingjarnir um þá, unz hver haföi fengiö sinn erfðahlut. Eftir þaö munu þau aö einhverju leyti hafa samiö um þaö aö skiptast á listaverk- um innbyröis. En ýmis vandamál eru þó óleyst. Hvernig á aö haga sölu á þeim listaverkum, sem erfingjarnir vilja selja? Ætla þeir að láta einn og sama aöila annast söluna? Hver á höfund- arréttinn vegna eftirprentana og „droit moral“, þ.e. hinn siöferðilega rétt, hinn óframseljanlega rétt, sem erfingjarnir hafa til aö hafa eftirlit varöandi gæöi eftirprentana og afsteypa af verkum listamannsins. Sérfræðilegur matsmaöur, Maurice Rheims, var fimm ár að skrásetja þúsundir listaverka af ýmsum geröum, en aö því loknu mat hann hvert verk til verös. Aö sögn lögfræöings er matið hóflegt og um 50% undir markaðsveröi í dag. Matið er bygat á hyí fjvaS hin éniriatnu listaverk myndu seljast fyrir, ef þau væru öll seld í einu, en ekki eitt og eitt sér. Allir erfingjarnir féllust á skráningu Rheims og mat hans. „Það var krafta- verk,“ segir einn lögfræöinganna. „Annars heföi hver erfingi oröiö aö ráöa til sín sinn eiginn sérfræöing og deilur heföu getaö staðið í áratugi." Mikíu veldur sá, éem upphaf- inu veldur — og hór er sjálfur höfuðpaurinn, meöan hann var enn á bezta aldri og ekki nema 72 ára. Hann skildi ekki eftir sig neina erfðaskrá. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.