Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1981, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1981, Blaðsíða 4
Guöbjartur Kristófersson: Sú er venjan þegar íslendingar halda í skemmtiferö til annarra landa aö leiöir þeirra liggi suður á bóginn. Þaö telst nánast til , undantekninga að feröinni sé heitiö til norðurs, til þeirra landa sem eru norðar á hnettinum en okkar eigiö land. Á þessu hefur þó oröið breyt- ing hin síöari ár og síöastliöið sumar, nokkru fyrir Jónsmessu, lagöi hópur feröamanna upp frá Keflavíkurflugvelli áleiöis til Tromsö í Norður-Noregi. Frá Tromsö var feröinni heitiö í bíl norður meö ströndinni til Nord- kapp, þaöan var haldið í austur og suöur meðfram norsku og finnsku landamærunum og síöan inn í Finnland til borgarinnar Rovaniemi. Frá Rovaniemi var ekiö til norövesturs og aftur til Tromsö.1) Eftir þriggja klukkustunda flug var lent á flugvellinum á Tromsöeyju og þaðan ekiö austur yfir eyjuna inn í bæinn Tromsö sem stendur í slakkanum fyrir ofan höfnina við samnefnt sund, Tromsösund. Brú er yfir sundið til Tromsdal á meginlandinu og þangað var haldiö til að koma sér fyrir á tjaldstæði. Tromsöbrú er mikið mannvirki og stolt bæjarbúa. Hún er 1036 metra löng og 43 metra há þar sem hún nær mestri hæö, gerð úr járnbentri steinsteypu. Við brúarsporðinn er Tromsdalskirkja, en hún var byggð árið 1965 í nýtískulegum og sérkennilegum stíl og kalla Norömenn hana gjarna „Dómkirkju noröursins". Spöl- korn frá kirkjunni er kálflyfta, en meö henni er auövelt aö komast upp á fjalliö Storstein í 420 metra hæð. Þaöan sést vel yfir bæinn 1) Þar með lauk þessari hringferö um landsvæöi þaö sem á seinni árum hefur veriö nefnt Nordkalotten. Á samiska byggðasafninu í Inari í Noröur-Finnlandi er þessi verk- færageymsla. © Tromsö og fjallahringinn umhverfis. í vestri liggur Kvalöy-eyja sem skýlir fyrir vindum og öldum Atlantshafsins, en í austri er snævi þakinn Tromsdalstindur, 1238 metra hár. Niöri á sundinu sigla skipin til og frá höfninni. Strandferðaskipið „Hurtigruten" er að leggja frá bryggju og siglir undir brúna í noröurátt áleiöis til Hammerfest. Tromsö: Hliö norðursins Tromsöbær getur ekki talist gamall bær, enda fékk hann fyrst kaupstaöaréttindi áriö 1794. Þar búa nú um 45 þús. manns. Byggöin er dreifö því aö sjálft bæjarlandiö er víöáttumikiö, á stærð viö Vestur-Húna- vatnssýslu. Þar skiptast a þéttbýíi, land- búnaðarsvæði og bithagar hreindýra. Fiskveiöar eru mjög mikilvægar fyrir Tromsö og í bænum er fjöldi fiskvinnslu- stööva, og einnig eru þar skipasmíöastööv- ar auk annarra fyrirtækja sem lúta aö útgerö. Þá er þar háskóli meö um 3000 nemendum, og hafa nokkrir íslendingar stundaö þar nám á síöustu árum einkum í fiskifræöum. í tengslum viö háskólann er þjóöminjasafnið, Tromsö-museum, en þar eru forvitnilegastar fornleifadeildin og mannfræöideildin um uppruna Samanna. Einnig er fiskasafn „akvarium“ í tengslum viö safnið, en þar má sjá helstu sjávardýra- tegundir sem finnast við strendur Noröur- Noregs. Tromsöbær hefur oft veriö nefndur „Hliö noröursins", því að þaöan hefur veriö lagt upp í um 300 leiöangra til rannsókna á noröurslóöum. Frá Tromsö lagði Svíinn Nordenskjöld upp er hann fann norðaust- ur-leiöina um 1878. Friðtjof Nansen sigldi þaöan skipi sínu Fram í íshafsleiðangur áriö 1893 og frá Tromsö fór Amundsen sína hinstu för á noröurslóöir. í minningu hans hefur veriö reist þar minnismerki við höfnina. Frá Tromsö lá leiðin inn meö Balsafiröi í austurátt, en næsti fjöröur sunnan hans er Malangen. Þar voru Noröurmörk Noregs talin vera á fyrstu dögum íslandsbyggöar, en þá var landiö noröan Malangenfjaröar byggt Sömum. Firöir þessir eru hlykkjóttir, langir og mjóir, myndaðir af ísaldarjöklum. Víöast hvar eru þeir hyldjúpir og er nánast ekkert undirlendi upp af ströndinni en fiskur gengur oft inn í firðina, einkum síld. í heimkynnum Sama Frá Balsafiröi héldum viö síöan norður meö Lyngenfirði til Skiboten. Austan fjarö- arins rísa tignarleg Lyngenfjöllin. Hæstu tindarnir ná tæplega 1600 metra hæö og á milli þeirra sér víöa í snotra hviltarjökla. Nöfn tindanna koma ókunnuglega fyrir eins og til dæmis Jiekkevarre og Njallavarre. Þessi nöfn benda til hins samiska uppruna sfns, enda vorum viö nú komin í land þaö sem frá ómunatíö hefur veriö heimkynni Sama, en svo kalla Lappar sig sjálfir. Taliö er aö þjóö Sama telji aöeins um 36 þús. manns. Þar af búa um 20 þús. manns í Noregi, 10 þús. í Svíþjóð, um 4 þús. í Finnlandi en aðeins tæpar 2 þúsundir í Sovétríkjunum. Flestir norsku Samanna búa í Finnmörku, sem er nyrsta og jafnframt víölendasta fylki Noregs. Þaö er Sami vefur sér sígarettu viö tjald sitt í Skibotni í Noröur-Noregi. Húfan (lua) er sú flík Sama sem mestum breytingum tekur eftir héruöum. Undir vaömálsstakknum (koptanum) klæðast þeir skinnflík (dorken) til að verjast kuldanum og snúa hol hreindýrshárin inn aö líkamanum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.