Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1981, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1981, Blaðsíða 14
Kufélœið var mið- punktur heimsins kandís. Á vorin náöi tjörnin allaleið útað Garnstööum og viö sigldum á henni á tréflekum. Eitt haustiö fór Imba og kom aldrei aftur. Svo voru Garnstaöir rifnir. Kannski dó hún og var sett í segldúk einsog gamli Stolsenvald. Þorparar og bændur Hver maöur er í hjarta sínu smá- þorpari. í gegnum veraldarviskuna og ytra borðiö má lesa oddvitann, kaupfé- lagsstjórann, viðgerðamanninn eða vörubílstjórann. Þeir sem ekki eru þorparar, þaö er bændurnir. Þeir koma í jeppunum, leggja fyrir framan kaupfé- lagiö, byrgja sig upp af vöru; hlaöa jeppann og halda burt í rykmekki. Fara til annara grænni reita aö sinna hey- skapnum eöa til aö þreyja þorrann, bíöandi eftir bjargræöistímanum. Bændurnir eru þeir sem alt veltur á; þeir sem skaffa, þeir sem borguðu brúna, þeir sem eiga kaupfélagið. Þorpararnir sitja og bíða, þjóna, vonast til aö geta komiö krökkunum í sveit yfir sumarið, þrauka. Bændurnir koma á villísum, rússajeppum og stöku landróverum; snýta sér í rauöa klúta og látá skrifa hjá kaupfélaginu. Þeir ösla rauöamölina fyrir framan kaupfélagiö, setjast á tröppurnar, spyrja hverannan tíöinda, bregöa sér fyrir horniö, míga og á haustin reka þeir rollurnar sínar inní þorpið. Þá eru göturnar alhvítar; verka- fólk kemur hvaöanæfa aö og allir reikningar eru borgaðir hjá kaupfélag- inu. Sláturtíðin Yfir sláturtíöina bjó aökomuverkafólk í bragganum viö hliðina á sláturhúsinu, hinumegin viö brúna. Á milli sláturtíöa bjó þar enginn og þá stútuðum við krakkarnir öllum rúöunum. Á haustin kom kall frá kuffélæinu og setti nýjar rúður í, því þá byrjaði sláturtíöin. Þá var gott meö hlandblöðrur á árbakkanum. Viö hentum þeim í jöröina, veggina og hvertannaö. Þaö kom hvellur, smellur og upp gaus hin megnasta hlandstækja. Viö óöum hlandblöörur, blóð og innyfli uppí hné á árbakkanum og þessi tilfinningalausu fjöldamorö komu ekki baun viö okkur krakkana. Það var líf og fjör, þorpið fullt af aökomufólki, göturn- ar fullar af fé, gjammandi hundum og fullum bændum meö tvo til reiðar; pela uppá vasann og brúnt neftóbakshoriö hangandi í yfirskegginu. Áin á vorin Á vorin fyllti áin kaupfélagskjallarann af vatni. Á vorin bráönaöi ísinn sem viö skautuöum á, gengum á, og stóru strákarnir keyrðu jeppana á. Þeir voru ofsalega kaldir en ísinn var líka ofsalega sterkur. Stundum ultu jepparnir en þá fóru strákarnir bara út og réttu þá viö aftur. Á vorin bráönaöi ísinn og áin æddi yfir bakkana og fyllti húsin sem stóöu næst henni. Þá voru flatbytnur þorpsins dregnar á flot; bátar sem voru barasta trégrind klædd blikki. Þorpsbú- ar söfnuöust saman á efri bakkanum og horföu á kalla í klofstígvélum róa á milli húsa og kippa hálfklæddum kellingum uppí skekturnar. Róa þeim í land svo þær gætu beðiö þess aö áin róaöist. Þegar áin róast er komið sumar og eitt sumariö flyt ég alfarinn til Reykjavík- ur í vurubílnum hans Steina. Benóný Ægisson SAAB 900 GL — 3 dyra, eins og sá sem um er f jallað í greininni. SAAB 900 er árangur af nokkuð langri þróun, sem hófst fyrir margt löngu með tvígengisvél og fram- hjóladrifi. Tvígengisvélin átti að sjálfsögðu ekki er- indi í SAAB 99, sem hleypt var af stokkum 1967 og hefur síðan verið talinn meðal hinna vandaðri bíla í millistærðarflokki. Aftur á móti var haldið tryggð við framhjóladrifið til allr- ar blessunar og síðar gerð- ist það, að afturendinn var alveg opnaður; þar er stór hurð, sem opnast upp og hægt að leggja aftursætis- bakið niður. Þetta er nú orðin sú Lilja, sem allir vildu kveðið hafa og varla orðinn til sá smábíll, sem ekki er hannaður á þennan hátt. Stærri bíiar hafa aftur á móti síður verið útfærðir á þennan veg; þó má benda á Chevrolet Citation, sem er með fjögurra strokka, þverstæðri vél að framan, framhjóladrifi og opnum afturenda. SAAB hefur hinsvegar haldið sig við fjögurra strokka vél, sem snýr langsum, en aukið við túrþínu á dýrustu gerðinni, SAAB Turbo, og fæst með því geysileg orkuaukning, svo viðbragðið í 100 km hraða verður 8,9 sek. Með hinni venjulegu 108 hest- afla vél er SAAB 900 hinsvegar 13 sek. í hundr- aðið, sem er svona rétt í meðallagi. Sá gamli SAAB 99 var og er 4,48 m á lengd, en SAAB 900 hefur verið BÍLAR k _______rí_J SAAB 900 GL lengdur upp í 4,74. Ein- hverra hluta vegna sýnist hann samt ekki svo langur. Þessi lenging er samt til mikilla bóta; bíllinn er ekki eins kubbslegur og hann var og öll hlutföll milli lengdar, breiddar og hæðar eru fallegri. Sú var tíð að sá litli SAAB 96 stóð sig vel í rallkeppnum. Aftur á móti var SAAB 99 líklega of þungur og SAAB 900 er enginn bíll í þesskonar sport, enda 1230 kg. Eftir þumalputtareglunni ætti hann þar með að eyða 12,3 lítrum á hundraðið og mér skilst á SAAB-eigendum, að það sé ekki fjarri lagi — en eitthvað meiru að vetr- arlagi og þegar hann er hlaðinn. SAAB 900 er hinn prakt- íski bíll: Hin vitræna málamiðlun. Mér hefði þótt eðlilegt, að jafnframt lengingunni hefði verið lögð aukin áhersla á ögn meiri lúxus en verið hefur, t.d. með mýkri fjöðrun og sætum. En hvorugt hefur verið gert. Þeir hjá SAAB eru enn að kljást við hug- myndina um SAAB sem sportlegan bíl. En hann er enginn sportbíll. Til þess er hann einfaldlega of þungur, of linur í við- bragði, nema þá að sjálf- sögðu SAAB Turbo. Meinið er bara að SAAB Turbo kostar um 200 þúsund (20 milljónir gamalla króna). Þá er farið að borga nokk- uð mikið fyrir vélarkraft- inn, en því er ekki að neita, að sá bíll er að flestu leyti í toppklassa og hefur fengið mjög lofsamlega dóma. SAAB 900 hefur aftur á móti verið fáanlegur á góðu verði vegna hag- stæðra innkaupa á slatta af bílum. Hann hefur lagt sig á rúmar 120 þús. eða 130 þús. með sjálfskipt- ingu, en nota bene: Það er árgerð 1980. Út af fyrir sig er það ekki verra, nýr bíll er nýr, hvort sem hann er kallaður árgerð 80 eða 81. Og það færist í vöxt að umboðin kaupi bíla, þegar árið er liðið og þeir þá fáanlegir með afslætti. Allur frágangur vitnar um bíl í háum gæðaflokki; sætin eru vel formuð og þar að auki með upphitun, sem verður að telja ágæt hlunnindi á norðurhjaran- um. En þau eru óþarflega hörð að mínum dómi. Þar sem ég átti þess aðeins kost að taka í bílinn stutta stund, get ég ekki lýst aksturseiginleikum hans að neinu marki. Þrátt fyrir lenginguna finnst vel að hér er sami bíll á ferð og SAAB 99 — ég átti hann sjálfur fyrir nokkrum ár- um og man vel eiginleika hans. — Vélin mætti vera hljóðari í bíl sem er svona fínn að innan, en það virðist erfitt í framkvæmd, þegar 4 strokka vélar eru annarsvegar og má í því samhengi minna á muninn á Chevrolet Malibu og hin- um nýja Citation, sem áður er að vikið. SAAB 900 er mjög traustur í rásinni, góður í snjó og hálku og loksins, loksins er hægt að segja, að SAAB sé vel teiknaður bíll. G.S. Traustur Svíi, sem hefur verið lengdur og bættur og er nú loksins vel teiknaður Tryllitækið SAAB Turbo fer í hundraðiö á 8,9 sek. Stýri og mælaborð í SAAB 900

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.