Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1981, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1981, Blaðsíða 10
Hollyhock-húsið í Los Angeles (1920). dóm á þetta verk, sem er undir mjög sterkum austrænum áhrifum, því að ekki er fyllilega Ijóst, hve frjálsar- hendur Wright fékk við gerö þess. Hann lagði hins vegar óvenju mikla áherzlu á varúöarráðstafanir vegna jaröskjálfta, lét t.d. bygginguna fljóta á jaröveginum, en djúpt var á fast, og lét setja fjölda þensluraufa, sem tækju upp jaröhræringar. Það þótti samt mikilli furðu sæta aö byggingin skyldi standa uppi eftir hroöalegan jaröskjálfta á Japanseyjum árið 1923, er nær öll hús í nágrenni þess hrundu. Óx hróður Wrights verulega viö þetta verk, en stutt var í næstu áföll. Wright hafði skömmu áöur gengiö aö eiga listakonu, er reyndist haldin alvarlegum geðsjúkdómi. Þau skildu árið 1927 eftir erfiða sambúö, og hún lézt síðan fáum árum síðar. Árið 1925 brann Taliesin-vinnustofa Wrights í annaö sinn og skemmdust þar ómetanlegar teikn- ingar og hönnunargögn. Wright endur- byggöi vinnustofuna, og hófst enn handa viö teikningar, skuldum vafinn. Wright beindi athyglinni einkum að Mayamusterunum í Mexíkó á þessum árum, og má sjá grelnileg áhrif þeirra í verkum hans á þriöja áratug aldarinnar. Hann teiknaöi þá einnig nokkur skrifstofuháhýsi. í kreppunni miklu 1929 fækkaöi verkefnum stórlega, en Wright brást þannig við, að hann gerði vinnustofu sína aö skólastofnun meö fjárhagsaöstoö nokkurra velunnara sinna. Skólinn var opnaöur áriö 1932, og voru arkitektanemar teknir í hann gegn ákveönu námsgjaldi. Meö þessum starfskrafti gat Wright ennfremur leyft sór að vinna aö ýmsum verkefnum, sem hann haföi ekki veriö ráöinn til aö gera, en vonaöist til aö yröu síðar aö raunveru- legum verkefnum. Þessi skóli Wrights var einstakur í heiminum. Wright haföi enga trú á formlegri kennslu, heldur voru nemend- urnir látnir fást við margvísleg störf, sem sum áttu fremur lítiö skylt viö arkitektúr. Áriö 1932 voru verk Wrights til sýnis á alþjóölegri sýningu nútíma arkitekta í New York, en hann var mjög óánægöur með þaö aö verk sín skyldu látin hanga viö hlið verka Le Corbusiers og Mies van der Rohes, því aö hann taldi sig hátt yfir þessa arkitekta hafinn. Ekki er þó talinn vafi á því að Wright hefur hagnazt á því að kynnast verkum þessara starfsbræöra sinna, því aö næstum ári eftir sýninguna uröu verk hans einfaldari og skreytingar í anda Art Nouveau-stefn- unnar hurfu. Á fjórða áratugnum komu fram nokkur beztu verka Wrights. Eru þaö einkum þrjú hús, sem mesta athygli hafa vakið. Hiö fyrsta var Kaufmannshúsið viö Bear Run í Pennsylvaníu (1936), þar sem hluti hússins er hengdur út yfir foss. Síöan kom skrif- stofubygging fyrir Johnsons-efnafyrirtækiö í Hickox-húsið í Kanakee. Iliinois (1900' tenjlir ,mperial h6,e,8in# * Toky° (1915-’22). Þetta glæsilega hús er nú ekki til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.