Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1981, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1981, Blaðsíða 7
Landið okkar Ljósmynd og texti: Björn Rúriksson TUNGNAR- JÖKULL > I VATNAJOKLI Myndin er texin i iremur lítilli hœö yffir vesturjadri Vatnajökuls. Kerlingar (1339 m) eru ffyrir miöri mynd, Hamarinn litlu ofar, og Báröarbunga aö baki hans, efst til hægri. Vinstra megin á myndinni sér til Tungnárbotna innri. Þar eru innstu upptök Tungnár, en hún sér Sigöldu- og Hrauneyjafossvirkjunum fyrir vatni, ásamt Köldukvísl og Þórisvatni. Ofar Tungnárbotnum, úti viö sjóndeildarhring, sér tii Tungnafellsjökuls og Vonarskarös í um 50 km fjarlægð. Öskumynstriö, sem er svo áberandi á myndinni, veröur til við ísstreymi í jöklinum, en þarna berst upp á yfirboröiö aska sem fallið hefur inni á hájöklinum áratugum fyrr. Væntanlega er askan úr einhverju Grímsvatnagosanna, en hugsanlega annars staöar frá. Þegar myndin er gerö er ágústmánuöi tekiö aö halla og nær allur snjór bráönaöur á neöanveröum jöklinum. Enn sér þó á skafla sem eftir sitja í lægðum. B.R. Björn Rúriksson er viöskiptafræöingur, en hefur í vaxandi mæli lagt stund á Ijósmyndun, bæði úr eigin flugvél og af landi og voru bæöi því og sýningu hans á Ijósmyndum í Nikon House í New York gerð skil í jólablaöi Lesbókar 1980. Björn á í fórum sínum töluvert safn íslandsmynda og hefur oröiö aö samkomulagi, aö Lesbók birti röö mynda á næstunni, en sjálfur mun Björn skrifa stuttan texta meö hverri mynd. Ritstj. byggt þar myndarlegt hús fyrir veitinga- og minjagripasölu og er þaö jafnframt nyrsta pósthús álfunnar. Frá Nord Kap héldum viö sem leið lá austur til Tanaár, sem er lengsta fljótiö í Noröur-Noregi og jafnframt mikil laxveiöiá. bar hefur velðst 36 kg lax og er þaö líklega þyngsti lax, sem veiöst hefur í á. Leið okkar lá síöan suöur Tanadalinn vestanmegin árinnar. Austur yfir fljótið mátti sjá til Finnlands því aö landamærin liggja þarna eftir fljótinu suöur til Karasjok. í Samabænum Karasjok var silfursmiöja heimsótt þar sem gerðir eru skartgripir úr silfri eftir heföbundnum fyrirmyndum Sama. Þaöan lá leiöin inn á skógivaxnar víðáttur Lapplands, nyrsta hluta Fínnlands. Viö ókum til bæjarins Ivalo viö sunnanvert Enarivatn og vorum þá komin inn á gömlu Ishafsleiðina, sem lá frá bænum Kemi viö norðanveröan Helsingjabotn til Petsamo viö íshafiö. Noröan Ivalo lokaöist þessi leiö eftir heimsstyrjöldina síöari, þegar landa- mæri Sovétríkjanna færöust til vesturs og Petsamó var ekki lengur finnskur bær. Frá Ivalo var síöan haldiö eftir þjóöveginum suöur til Rovaniemi. Sól og hiti í Rovaniemi í Rovaniemi, sem er nokkrum km sunnan heimskautsbaugs var dvaliö í tvo daga í glampandi sól og hita. Bærinn hefur ætíö verið miöstöð samgangna og verslun- ar í Lapplandi og nú á síöustu árum er hann einnig oröinn mikill feröamannabær. Til Rovaniemi koma árlega um 400 þús. feröamenn, en íbúarnir eru þó aoéins 30 !Í! 40 þús. Vöxtur Rovaniemi byrjaöi fyrst í lok seinustu aldar, þegar hafist var handa um aö nytja skóga Lapplands, en í seinni heimsstyrjöldinni brenndu Þjóöverjar bæ- inn til grunna á flótta sínum undan Rússum. Strax eftir stríöiö var tekið til viö að endurreisa Rovaniemi eftir skipulagi þekktasta arkitekts Finna, Alvars Alto. Hann hannaöi einnig margar byggingar í bænum sem ýmist eru í eigu hins opinbera eöa í einkaeign. Þekktast er sjálfsagt Lappia-Húsiö. Þaö líkist í mörgu Norræna Húsinu í Reykjavík, en er þó miklu stærra. Húsiö er eingöngu byggt úr finnsku byggingarefni og er mjög haganlega og vel gerð bygging. Þar er salur til leiksýninga og annar til ráðstefnu- og hljómleikahalds. Veggi hússins prýöa mörg listaverk eftir frægustu myndlistarmenn Finna. Skammt frá i.óPPÍ0--.lÍL,?inu er Lútherska kirkjan. í henni er altaristafla, freskom^. eftir Lenart Segerstrále, en hann geröi einnig altaristöfluna í Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjaröarströnd. Mikiö er um verslanir í Rovaniemi og er vöruúrval talsvert. Mest er þar um finnska tré- og glervöru og er verðlag allhátt, en þó mun hagstæðara en í Noregi. Nú fór að líöa aö lokum þessarar feröar. Viö héldum norövestur á bóginn, meöfram sænsku og finnsku landamærunum áleiöis til Noregs aftur. Landamæralínur landanna þriggja skerast rétt hjá fjallavatninu Kilpi- sjárvi, en vegurinn til Noregs liggur meö- fram vatninu neöst í hlíðum Sana-fjallsins, sem áöur var heilagt fjall í vitund Sama. Frá Kilpisjávri-vatni ókum við síöan niður dalinn til Skiboten og höfðum þar meö lokað hringnum um Nordkalotten. Frá Skiboten var síöan haldiö heim um Tromsö. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.