Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1981, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1981, Blaðsíða 11
Racine, Wisconsin (1938) og þriöja bygging- in var ný vinnustofa hans sjálfs, Taliesin önnur, í Paradísardal, nærri Phoenix í Arizóna (1938), er var vetrarsetur Wrights og skólahús. Þessar þrjár byggingar vöktu allar óskipta athygli og birtust í fjölmörgum tímaritum um víöa veröld. Þá er einnig athyglisvert, hve ólíkar þær eru innbyrðis. Buröarsúlur Johnsons-byggingarinnar ollu miklum úlfaþyt, því aö ýmsir töldu þær ekki hlutverki sínu vaxnar, en Wright sýndi fram á hiö gagnstæöa meö því aö láta byggja tilraunasúlu á eigin kostnaö. í þessari byggingu kom Wright fyrst fram meö bogaform að einhverju marki í verkum sínum, en þaö átti eftir aö veröa ríkjandi þáttur í ýmsum seinni verka hans. í Johnsons-byggingunni úði og grúöi af nýjungum, og var auglýsingagildi byggingar- innar fyrir fyrirtækiö metiö á milljónir Bandaríkjadala. Taliesin önnur var djarfur leikur aö formum undir áhrifum frá arkitekt- úr Maya-indíánanna og er nýtízkuleg bygg- ing enn þann dag í dag. Á þessum árum teiknaöi Wright ennfremur mikinn fjölda einbýlishúsa, sem eru eins konar endurnýj- un sléttuhúsanna frá fyrsta áratugnum. Meö þessum nýju afrekum Wrights breyttist almenningsálitiö honum aftur í hag, og blöðin fjölluöu minna um einkamál hans í slúöurdálkunum. Wright hafði töluverð af- skipti af þjóömálum, og áriö 1937 fór hann í heimsókn til Sovétríkjanna í boöi þarlendra stjórnvalda, er töldu hann hliöhollan sér. Eftir heimkomuna lýsti Wright hins vegar yfir andstööu sinni viö sjónarmiö kommúnista. Fjóröi áratugur aldarinnar var annað gull- aldarskeiö á ferli Wrights, en þó var honum ekki falið neitt stærstu byggingarverkefna í Bandaríkjunum á þessum tíma, eins og t.d. Rockefeller-miöstööin í New York eöa byggingar á heimssýningunni í New York 1939. A þessum tíma eyddi Wright miklum tíma í útfærslur á hugmyndum sínum um heppilegt skipulag borga, er hann kallaöi Broadacre-borg. Var grundvallarhugmyndin lág byggö án ákveöins borgarkjarna, og áttu byggingarnar að vera í sem nánustum tengslum við jöröina. Þrátt fyrir mikið fylgi í dag við lága og þétta byggð, eru hugmyndir Wrights ekki raunhæfar fyrir borgarbyggð, en þær voru kröftugt andsvar viö háhýsa- byggö. Á stríðsárunum dró verulega úr öllum framkvæmdum í Bandaríkjunum. Wright, sem hafði yfir miklum og ódýrum starfskrafti aö ráöa, vann þá einkum aö tilbúnum verkefnum, sem hann vonaöi að gætu komiö til framkvæmda einhvers staöar einhvern tíma síöar. Á þessu skeiöi sneri Wright frá beinlínuarkitektúr, og varö uppá- haldsform hans gormlaga. Síðustu árin voru þessi bogaform mjög áberandi í verkum hans, og tvö stærstu verkefni hans frá þeim tíma eru byggö á gormforminu. Þaö fyrra er verziunarhús í San Francickó (1948), þar sem framhlið byggingarinnar er gluggalaus, en tveggja hæöa, gormlaga skábraut tengir verzlunarhæðirnar saman á skemmtilegan hátt. Gormformiö náöi þó hátindinum í Guggenheims-listasafninu í New York, sem lokið var viö áriö 1958. Þaö er eitt umdeildasta verk Wrights og er svo aö vonum. Byggingin er óumdeilanlega skúlptúr-listaverk í háum gæöaflokki, þó svo aö hún falli illa aö nálægum byggingum, en sem listasafn er hún svo til algerlega misheppnuö; erfitt er að hengja stórar myndir á bogaveggina og dagsbirtan kemur inn í safniö á óþægilegum staö og veldur Ijóma. Eftir síöari heimsstyrjöldina bárust Wright fleiri verkefni en nokkru sinni áöur, og á níræöisaldri var starfsþrek hans enn óbiiandi. Hann hélt áfram aö ganga vísvit- andi fram af fólki og gerði til dæmis teikningar af 528 hæöa skýjakljúfi meö 56 kjarnorkuknúnum lyftum í lllinois (1956). Wright kom iöulega fram í fjölmiölum síöustu árin og frægö hans óx sífellt allt fram í andlátiö. Undir lokin var hlaöiö á hann ýmsum heiðurstitlum, sem hann lét sig litlu máli skipta, því aö hann óttaöist aö hann yröi þá ekki lengur talinn róttækur eða jafnvel talinn kominn í tízku. Telja má furðulegt, aö Bandaríkjastjórn fól honum aldrei opinbert verkefni, né heldur stjórn- völd þeirra tveggja fylkja, er hann starfaöi lengstum í, Wisconsin og Arizóna. Frank Lloyd Wright lézt í Phoenix í Arizóna hinn 9. apríl 1959 og skorti þá tvo mánuöi í nírætt. Frumstæðir verzlunarhættir fortíðarinnar: ís- lenzkir bændur fyrr á öldinni í kaupstaöarferð meö afuröir sínar. „Verzlun er undirrót velmegunar“ Um þessar mundir á eitt öflug- asta og farsæiasta launþegafélag landsins stórafmæli, en þaö er Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, sem starfað hefur aö heill verzlun- arstéttarinnar í níu áratugi. Það er athyglisvert aö þetta fjölmenna stéttarfélag hefur aldrei veriö í hópi hinna háværari verkalýösfé- laga hér á landi, en þrátt fyrir það hefur það nú náö langtum lengra en mörg önnur sambærileg félög á kjarabrautinni. Þaö má eflaust þakka traustri og markvissri for- ystu árangurinn og velgengnina, en VR virðist lengst af hafa notiö þess aö geta valiö dugmikla menn úr rööum félagsmanna til aö stýra uppbyggingu og kjarabaráttu fé- lagsins. Á undanförnum áratugum hafa róttækir vinstri menn haldið uppi linnulausri aöför aö verzlun lands- manna og því miður oft náö talsverðum árangri í aö sverta þessa mikilvægu atvinnugrein. 77/- gangurinn er sá aö reyna aö knésetja einkaframtakið í eitt skipti fyrir öll í pólitískum tilgangi. Verzlunin hefur snúizt til varnar á örlagastundu, en betur má ef duga skal. Án verzlunar veröur ekkert lýðræöi hér eða annars staðar, enda er verzlunin lokastig fram- leiðslunnar. Á n verziunar getur hvorki sjávarútvegur, iönaöur né landbúnaður komið framleiðslu sinni til neytenda — hvorki innan lands né utan — hvaö svo sem andstæöingar verzlunarinnar full- yröa í marklausum áróöri sínum. Launþegar í verzlunarstétt hafa ekki síður oröiö fyrir baröinu á áróöri ráðstjórnarsinna, frekar en aörir aöilar verzlunarinnar. Eitt sögulegasta dæmið er þegar ófyr- irleitnir vinstri menn reyndu á sínum tíma að koma í veg fyrir þaö aö VR fengi inngöngu í ASÍ, en uröu aö lúta í lægra haldi fyrir landslögum. Það er því athyglis- vert á þessu afmæli félagsins, aö bæði forseti og varaforseti ASÍ eru félagar í þessu gagnmerka stéttar- félagi. Verzlunarmannafélagið hefur byggt upp einhvern öflugasta líf- eyrissjóð landsins, sem félags- menn og verzlunin hefur notið góös af á undanförnum árum. Þaö dylst engum sem vill sjá, aö lífeyrissjóðurinn er rekinn af fram- sýni og festu öörum til eftirbreytni. VR er virkur þátttakandi og mikil- vægur hlekkur í okkar litla þjóöfé- lagi. Það er athyglisvert aö leiðtogar launþega í verzlunarstétt hafa ekki hegöað sér eins og svo margir svonefndir „verkalýðsrekendur" á vinstra kanti, sem nota þau verka- lýðsfélög, sem þeir hafa náö tökum á, í pólitískum tilgangi sjálfum sér til framdráttar á valdabraut ís- lenzkra þjóömála. Þessi valdagír- ugu leiðtogar hafa miskunnarlaust misnotað aðstöðu sína til að kné- setja ríkisstjórnir, sem ekki hafa hleypt þeim inn á gafl hjá sér, eöa verndað aörar sér hliðhollari, án þess aö taka tillit til þess hvort þaö þjónaði hagsmunum umbjóöenda þeirra eöa ekki. Ráðstjórnarsinn- aöir verkalýösrekendur, sem kom- izt hafa á þing, eru nú ekki hugaöri en þaö, aö dæmi eru til um að þeir hafi laumazt úr bænum langt út á land til þess aö foröast atkvæöa- greiöslur á Alþingi um mál, sem snertu beint efnahagsafkomu verkafólks. Þaö er nauösynlegt aö efla alla þætti verzlunar landsmanna á komandi árum, en hún hefur ////- lega oröið fyrir baröinu á ríkis- stjórnum vinstrimanna á undan- förnum árum. Ríkisstjórn sú sem nú situr, með fáeina aöila innan- borös, sem telja sig í hópi sjálf- stæðismanna, virðist sýknt og heil- agt vera aö finna einhverjar leiöir til að takmarka athafnafrelsi verzl- unarinnar. Einn daginn er t.d. ráöizt á bakara fyrir að vilja sannvirði fyrir framleiöslu sína; þar næst er reynt aö draga úr afkomu dagblaöanna með því aö banna frjálsa álagningu á blöðunum, enda fær helzta málgagn stjórnar- innar tekjur sínar eflaust af öðru en áskrift og auglýsingatekjum; næst er ráöizt á sælgætis- og gos- drykkjaiönaðinn með óhóflegri skattlagningu, sem kosta mun fjölda manns atvinnuna og svona mætti áfram telja. Vegiö er aö undirstöðum verzlunarinnar með óraunhæfri vaxtapólitík og óheft veröbólgan fær aö éta upp allt rekstrarfé framkvæmdalífsins, meðan ráðstjórnarsinnar horfa ánægöir á öll ósköpin. Tryggja þarf afkomu verzlunar og verzlunarmanna á komandi árum, en það veröur aöeins gert meö því aö hlúa vel aö þessari mikilvægu atvinnugrein. Margt þarf aö gera, ef ekki á illa að fara. Auka þarf t.d. og efla almenna verzlunarmenntun í skólum lands- ins. Verzlunarskóli íslands er ein af fyrirmyndarstofnunum verzlunar- innar og viröist nú standa upp úr ólgusjó menntakerfis þjóöarinnar eins og klettur. Fjölga þarf atvinnu- tækifærum í öllum greinum verzl- unarinnar, en þær skipta tugum ef ekki hundruöum. Bæta þarf hag verzlunarmanna meö því aö tryggja verzluninni betri afkomu og bætt skilyröi. Styrkja þarf öll samtök verzlunarinnar á hvaöa sviöi sem er, og þar nýtist bezt aukiö og þróttmeira framlag verzl- unarmanna sjálfra, jafnt launþega sem vinnuveitenda. Niöurrifs- starfsemi ráðstjórnarsinna verður því aöeins stöövuö aö verzlunar- menn sameinist í baráttunni fyrir frjálsri verzlun og ég læt þessu rabbi lokiö meö því aö vitna í orö þjóðfrelsishetju íslendinga, Jóns Sigurössonar: „ Verzlun er undirrót velmegunar lands og lýös, þegar hún er frjáls. “ Jón Hákon Magnússon

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.