Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1981, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1981, Blaðsíða 8
ARKITEKTÚR 1 V___________________________^ Einn aifremsti arkitekt síöustu hunriraA rSa var Bandaríkjamaöurinn Frank Lloyd Wright (1869—1959). Starfsferill hans hófst þegar um tvrtugsaldur og tekur yfir sjötíu ára tímabil, tíma mikilla þjóöfélagsbreytinga í Bandaríkjunum, sem nokkuö má marka af því, aö viö fæöingu Wrights var íbúatala iandsins um 38 milljónir, en var næstum 180 milljónir viö lát hans. Líf Wrights var ákaflega viöburöaríkt. Hann varö fyrir stór- um áföllum á lífsleiöinni, sem bugaö heföu margan minni manninn, en skapgerð hans var ótrúlega sterk. Hann var gæddur geysiiegu sjálfsöryggi og efaðist aldrei um eigiö ágæti sem iistamaöur og arkitekt. Wright þroskaðist snemma í list sinni og var mjög afkastamikill, en fékk þó tiltölulega mjög fá stórverkefni þar til seint á starfsferl- inum. Eftir hann liggur einkum margt einbýlishúsa, sem flest eru reist fyrir nýríkt fólk, er þoröi aö leggja út í nýstárlegar byggingar. Wright var ávallt mjög frumlegur, og hann staönaöi aldrei í list sinni, heldur vann sifellt aö nýjum tilraunum. Ferill hans lá í gegnum nokkur stefnuskeiö, en hann fór ávallt sínar eigin götur og tók ekki miö af ríkjandi straumum í nutíma arkitektúr. Þannig hreifst hann aldrei af nýjum stefnum frá Evrópu, heldur sótti hann hugmyndir frekar til Japans og bygginga indíána í Mex/kó. Aö leiöarlokum hlaut Wright verö- skuldaöa viöurkenningu. Um hann hafa veriö gerö lög og textar (t.d. Paul Simon), og bandaríska póstþjónustan minntist aldaraf- mælis hans meö frímerkjaútgáfu. Frank Lloyd Wright fæddist í Wisconsin- fylki í Bandaríkjunum áriö 1869, eiztur barna prests nokkurs og konu hans af velskum ættum. Móöir hans var frá upphafi ákveöin í því aö þessi sonur hennar skyldi veröa arkitekt og ýtti undir iistræna hæfileika hans frá unga aldri. Þegar Frank Lloyd var 17 ára yfirgaf faöir hans fjölskylduna, og varö sonurinn þá fyrirvinna móöur sinnar. Honum var komið fyrir í starfi sem tækniteiknara, en jafnframt stundaöi hann nám sem óreglu- legur nemandi í verkfræöi í tæp tvö ár. Verkfræöin átti þó ekki viö hann, og átján ára fluttist hann til Chicago og réöist á arkitektastofu Lymans Silsbees. Silsbee þessi var merkilegur arkitekt af enska skólanum, og lagöi sérstaka áherzlu á manneskjulegt umhverfi. Varö Wright fyrir miklum áhrifum frá honum, þó aö hann starfaöi aöeins fyrir Silsbee í tæpt ár, en áriö 1887 réöist hann til starfa á frægri arkitektastofu Adlers og Sullivans. Þeir félagar voru frumkvöölar Chicagostefnunn- ar svonefndu. Fyrstu ár sín á stofunni vann Wright einkum aö teikningum stórrar óperu- hallar í Chicago, en síðan tók hann viö þeim einbýlishúsaverkefnum, er stofunni bárust, en mest áherzla var lögö á byggingu skýjakljúfa, enda var Sullivan einmitt frum- herji á því sviöi vest^nh^ jMiaöist rTúiua starfsreynslu á þessum árum og varö fyrir miklum áhrifum af Sullivan, sem hann (T) Haraldur Helgason arkitekt skrifar um FORGÖNGUMENN NÚTÍMA ARKITEKTÚRS Frank Lloyd Wright ...» uioya Wrights: Kaufmanns-húsiö í Boar Run, Pennaylvaníu (1936).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.