Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1981, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1981, Blaðsíða 5
Teikning úr Grjótaþorp 1980: Skipulagstillögur Borgarskipulags Reykjavíkur, sem þeir Hjörleiíur Stefánsson arkitekt og Peter Ottosson þjóðháttafræðingur haía gert. Þannig hugsa þeir sér að Mjóstræti líti út, þegar horft er til norðurs. Stefnan í öllum skipulagsmálum ætti að vera: Forðumst alla tilgerð, en tökum fullt tillit til almenningsþarfa Nú skulum við líta, frá þessum sjónar- miðum, á skipulagstillögur þær, sem nú liggja fyrir og unnar eru að ósk bæjaryfir- valda á vegum Borgarskipulags af Hjörleifi Stefánssyni og Pétri Ottóssyni. 1. Umferðarsjónarmið Svæðið er umkringt aögengilegum göt- um. Þá virðast umferðaræðar og götur innan hverfisins vera vingjarnlegar og í samræmi við tilgang verkefnisins, enda er kannske eölilegt að allt þetta hverfi sé göngusvæöi, án bílaumferðar, nema um- ferðar leigubíla, brunabíla, sjúkrabíla og lögreglubíla, sem eiga erindi inn í þorpið. Það eina sem ég hef við þessa skipu- lagstillögu aö athuga, frá hér um ræddu sjónarmiði er, aö mér finnst umferöarhnút- urinn á horninu þar sem Aðalstræti, Suöurgata, Túngata og Kirkjustræti mæt- ast, ekki hafa verið leystur til fullnustu. Mér finnst hæpið að byggja aftur á lóðinni nr. 18 við Aöalstræti. Umrædd skipulagstillaga viröist afskrifa þetta vandamál algjörlega og viðhalda og endurnýja þann vandræða- og slysahættu- hnút, sem bæjaryfirvöld hafa þegar eytt stórfé í að leysa og fórnaö til þess svipmótandi húsum. 2. Brunavarnasjónarmið Skipuleggjendur hafa tekið tillit til þessa sjónarmiðs og er það nokkuö afsakanlegt, því það er rétt að samkvæmt tillögunum og ástandinu í dag er byggöin þaö dreifö á mestum hluta svæðisins, aö ekki er þar um óforsvaranlega brunahættu að ræða, enda fæst húsin það merkileg, að ástæða sé til að leggja mikla hugsun eða fé til þess að vernda þau gegn bruna, þótt menn séu sammála um aö vernda heildarsvipmót Grjótaþorps í höfuðdráttum, t.d. sem minnisvarða um fátækt og nægjusemi danska tímabilsins í Reykjavík. Þó eru nokkrar undantekningar; þannig tel ég t.d. að Skreðarahúsið, Aðalstræti 16, Gamla innréttingahúsið, Aðalstræti 10, Fjalakötturinn, Aðalstræti 8, og Duushúsið, Aðalstræti 2, séu varðveislunnar verð, og beri að vernda á allan mögulegan hátt, ef bæjarfélagið hefur efni á að gera það á menningarlegan hátt. Þess vegna tel ég ástæöu til aö byggja eldtraust steinhús á lóðunum Aðalstræti 12 og 14 og á lóöinni Aöalstræti 4, einnig á lóöunum vestan Skreðarahússins, frá Tún- götu að Grjótagötu. Þá er nauösynlegt aö bæjaryfirvald hlutist til um að rafmagns- leiðslur í húsum sem varöveita á, veröi skoðaðar og endurnýjaðar, þegar í stað, ef þurfa þykir. Um Fjalaköttinn er það aö segja, að húsið mun, að flestra mati, vera ónýtt og vart forsvaranlegt að nota það, vegna brunavarnasjónarmiða. Tillaga mín um meðferð þess húss er, að það verði rifið undir eftirliti starfsmanna bæjarins eða Þjóðminjasafns, eftir að gerðar hafa verið nákvæmar teikningar og lýsingar af hverjum hluta þess. Síðan sé hver fjöl og hver hluti rifrildisins merktur og varðveittur. Síðan sé byggður kjallari og ein hæð á allri lóðinni og gengið þannig frá götuhlið og suðurhlið, aö útlitið verði nokkuð eins og nú er. Þá yrði framhúsið á lóðinni, ofan götuhæðar, endurbyggt úr rifrildinu, og þó endurnýjaö það, sem endurnýja þarf. Þá væri endurbyggður bíósalurinn og húsagaröurinn á baklóðinni, en úr varanlegum efnum. Eftir þessar aðgerðir ætti húsið aö hafa nokkurn veginn alveg sama útlit utanfrá séð og þaö hefur nú og frá upphafi. Þá gæti bíósalurinn, húsagarðurinn og fram- húsið ofan götuhæðar fengið sitt upphaf- lega svipmót og notkunargildi. En vegna kjallarans og götuhæðarinnar yrði nýting lóðarinnar og skattaverðmæti hennar eðli- legt. En auðvitað er þetta ekki mögulegt án samvinnu eða samninga viö lóöaeigendur. Þá er frá eldvarnasjónarmiði æskilegt aö rífa seinnitíma skúra á lóðunum Aðalstræti 4 og Aðalstræti 10. 3. Nýtingarsjónarmið Að mínu mati má segja að í hér um ræddri skipulagstillögu Grjótaþorps- svæðisins sé algjörlega látið vera að taka tillit til nýtingarsjónarmiðs. Ég er sammála þeirri stefnu að varðveita beri svipmót hins eiginlega Grjótaþorps í höfuðdráttum, en í hugum gamalla Reykvíkinga er hið eigin- lega Grjótaþorp svæðið frá bakhlið Aðal- strætishúsa og bakhlið Vesturgötuhúsa. Þau hús öll töldust til viðskipta- og kaupmannahverfisins og Grjótaþorpið náði ekki að Túngötu. Túngatan var broddborg- aragata á sama hátt og Tjarnargata og Suðurgata og húsin við Garðastræti töld- ust ekki til Grjótaþorps. Ég tel að samkvæmt umræddri skipu- lagstillögu sé heildarnýting svæðisins milli Aðalstrætis og Garöastrætis alltof lítil, bæði frá þjóðfélagslegu sjónarmiði, þ.e. vegna þarfa og þæginda borgaranna og frá fjárhagssjónarmiði bæjarfélagsins. Ég tel tillöguna eðlilega hvað snertir nýtingu hins eiginlega Grjótaþorps, samkvæmt hér framsettri skilgreiningu. Sama er að segja um nýtingu lóöa við Vesturgötu og Tún- götu. En ég tel nýtingu lóöanna Aðalstræti 4, 8, 12 og 14 ot litla samkvæmt skipulagstil- lögunum. Ég tel ástæöu til, að á þessum lóðum öllum séu hús, sem hafi fjórar fullar notkunarhæðir, samanber hús það sem stóð á lóðinni númer 12 og brann nýlega. Á þann hátt gætu fengist um 40 smáíbúðir í þessum húsum umfram þá nýtingu, sem skipuleggjendur hafa gert ráð fyrir. Þá tel ég enga ástæðu til að varðveita svipmót Garðastrætis frá Túngötu aö Vesturgötu austanmegin — sá hluti er bæöi Ijótur og leiðinlegur, og hefur engan heildarsvip, sem ástæða sé til aö varðveita utan nokkur hús, svo sem Unuhús og Garðastræti 13 og bakhús á lóðinni Garðastræti 9. Ég tel því full forsvaranlegt og að ekkert mæli á móti því, að auka heildarnýtingu umrædds hluta Garðastræt- is, austan götu, t.d. með því að byggja 5—7 hæða blokkir á lóðunum nr. 5, 7 og 9, við Garðastræti einnig á lóðunum Garða- stræti 21, 23 og 25 og á lóðinni nr. 10 við Túngötu. Húsin sem nú eru á lóðunum nr. 21 og 23 geta flust neðar í Grjótagötu. Á þessum lóðum öllum mætti líklega reisa samtals um 200—250 einstaklingsíbúöir og íbúðir fyrir aldraöa. Eölilegt væri að fram færi samkeppni meðal arkitekta og listamanna um útlit og svipmót þessara húsa við Garðastræti. Miðað við að þessar Garðastrætisbygg- ingar verði reistar og eðlilegar endurbygg- ingar eigi sér stað á lóðunum Aðalstræti 4, 12 og 14 og með því aö flytja gömul hús úr öðrum hverfum og staðsetja á auðum lóðum í Grjótaþorpi, tel ég möguleika á að auka íbúðafjölda á þessu svæði, þ.e. milli Aðalstrætis og Garðastrætis um 250—300 íbúðir og íbúafjöldann um 300—500 manns. Einnig mundi bætast í þorpið húsnæðis- aöstaða fyrir allskonar lítil þjónustufyrir- tæki, verslanir og veitingahús, auk bíós og Breytingartillögur greinarhöfundar við skipulagstillögu Hjörleifs og Pet- ers. Norðurhlið Túngötunnar. Uppi við Garðastræti er gert ráð fyrir 5—8 hæða samhyggingu, sem kemur eins og skjólgarður við Grjótaþorpið og yrði í stuðlabergsstíl. Þar yrðu 25—30 íbúðir fyrir aldraða. Húsið neðantil við Túngötu með tveimur gluggaröðum er menningarmiðstöð og dagheimili fyrir aldraða. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.