Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1981, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1981, Blaðsíða 15
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu r Tí»»0- 8« ÍLAÐ- A* HLUT 1 r E ** S K***5 op- ftNO fS 1 AR Æ 5 K 1 R Art hL- í irwfl v R ,-T rz *v- Lí R 'mAl- MIV 5 T A L 1 W u ieufí lok*- ort£> F A R yy A: áoXT £f)Ll A R T CLCPffí ;»hí T' Æ L A duST MR«C 1« 5 Ú ~á\ F i m IDUR Æ iló- LIÐ- VCTLAP. I A A R M.VU0- áLT F) o T A <. T l N D '1 X N 1 tr.r 6, R E F U R T A nANNS WAFfi N T X L L iiuul-\ /NN I s T b ffo VTuft M X R O N iþa- u« M r o T A HllCuR D- /Md. T 1 N M l 1 A A A HlT- Ivibi y L U S 1 fj M ve x DVALl ÚL R Æ R ÍNl'fl- £>«Ð l pc'N- Aft Ll?- UÍL F l M ÖJRLC ToG - A IZ $ ! N D u R Kflít- nc.. is- rjh1-. o- A ÓL á. A írtf'l- hlt. L N ht- MUÍfl-i sfcr+o ! H f) vi«e- IWCIN Húfn A L l T t £> írMOilt HÁiKI R U ± U N A rru!Pi m u E A M h R Jriur- o P V Æ f? P bt r\C- 'o L. A \ M i< iT ImJ|o*0 ÓL R úeoc/j r«uM- í F“ ‘ £. o T A ff A T A i) u R Sl’ett U1Z T A f! N A ■£> U R X L A E AR Rí A Kr A R SfldC- /itR A T t R Ungur Bandaríkjamaður varð jafn heimsmeistaranum Margir skákmenn eiga sér sína uppáhaldskeppnisstaði þar sem þeir tefla miklum mun betur en venjulega. Þannig er þaö til dæmis meö Svíann Ulf Andersson, sem nú fyrir skömmu sigraði á Hastings-skákmótinu í þriöja skiptiö í röö. Þá hefur Bent Larsen náö tveimur sínum beztu áröngrum undanfarin ár í Buenos Aires þar sem allt virðist ganga honum í haginn. Karpov heimsmeist- ari hefur sigraö á stórmótinu í Tilburg í hvert skipti sem hann hefur veriö meö, eöa þrisvar alls. Og nú síðast bárust fyrir stuttu óvænt tíðindi frá Linares á Spáni, en þar geröi 25 ára gamall bandarískur stórmeistari, Larry Mark Christiansen, sér lítiö fyrir og deildi efsta sætinu með heims- meistaranum og skaut m.a. þeim Spassky, Portisch, Larsen, Ribli og Ljubojevic aftur fyrir sig. Meö þess- um sigri sínum hefur Christiansen endanlega slegiö í gegn í skákheim- inum, en fram að þessu hefur hann veriö talinn í hópi miölungsstórmeist- ara. Áöur hefur þó athygli skákheimsins beinst aö honum. Það var fyrir rúmlega ári, en þá var hann efstur á skákmóti á Spáni, auðvitað í Linares, og var þá á undan sjálfum Viktor Korchnoi, áskoranda um heimsmeistaratitilinn. Eins og margir aðrir efnilegir bandarískir skákmenn geröist Christiansen snemma atvinnumaður í skák. Slíkt er þó heldur óstööugt lifibrauð þar vestra því þótt verölaun séu oft há, eiga skákmeistarar þar auövitaö ekki aögang aö ríkisjötunni svo sem tíðkast í Austur-Evrópu og víöar. Hjá bandarísku atvinnumönnunum vill því ærinn tími fara í öflun tekna meö kennslu, skriftum og ööru slíku, en þeim mun minni í rannsóknir og taflmennsku. Aö þessu leyti stendur Christiansen þó sérlega vel aö vígi, því þegar hann vinnur sér inn verölaun á skákmóti, styrkir kjúklingafyrirtæki nokkurt hann meö ann- arri eins upphæð. Eigandi fyrirtækisins, sem ber nafniö Church’s fried chicken, er Frank Church, sem er mikill skákáhuga- maöur og forríkur að auki. Hann hefur gengist fyrir stórmótum auk þess sem fleiri meistarar eru á svipuöum kjörum og Christiansen. Þetta bónuskerfi kjúklingabóndans hef- ur greinilega mjög hvetjandi áhrif á Christi- ansen. í skák dagsins leggur hann aö velli Lajos Portisch, sem er nú næststigahæsti skákmaöur í heimi ásamt Korchnoi. _Margeir Pétursson ----------- SKAK __________________________✓ Skákin var tefld á mótinu í Linares um daginn. Hvítt: Larry Mark Christiansen Svart: Lajos Portisch Enski leikurinn 1. c4 — c5,2. Rc3 — Rf6, 3. Rf3 — e6,4. g3 — Rc6, 5. Bg2 — d5, 6. cxd5 — Rxd5, 7. 0-0 — Be7, 8. d4 — 0-0 Þessi staöa er ein af hornsteinunum í traustu byrjanakerfi ungverska stórmeist- arans, bæöi með hvítu og svörtu. Hann fókk hana t.d. þrisvar sinnum upp í einvígi sínu við Hiibner í haust. 9. e4 — Rxc3 Þessum leik er Húbner vanur aö leika í stöðunni, en Portisch kom aftur á móti meö leikinn 9. — Rdb4!? fram á sjónar- sviöiö áriö 1978 og hefur beitt honum mikiö síöan með ágætum árangri. Val hans í þessari skák kemur því ákaflega mikið á óvart. 10. bxc3 — cxd4,11. cxd4 — Bf6,12. Bb2 Portisch lék hér 12. Be3 í einvígi sínu viö Húbner, en komst ekki verulega áleiðis. Athyglisverö skák Gavrikovs og Tukma- kovs á Spartak-leikunum í Moskvu 1979 tefldist: 12. Ba3 — He8, 13. He1 — Da5, 14. Bd6 — Dd8, 15. Bc5 — b6, 16. e5! — Be7, 17. Bxe7 — Hxe7?, 18. Rg5 — Bb7, 19. Bxc6 og svartur gaf, því ef 19. — Bxc6 þá 20. Dc2 og hótar bæöi á c6 og h7. — b6, 13. Hb1 — Bb7, 14. d5 — exd5, 15. exd5 — Ra5,16. Re5 — Bxe5?l Hængurinn á 9. — Rxc3 er þegar kominn í Ijós, hvítur hefur náö öflugu frípeði. Þó er sú ákvörðun svarts aö láta hér af hendi biskupapariö illskiljanleg. Betra var 16. — Hc8 eða 16. — He8. 17. Bxe5 — Hc8,18. Hc1 — Dd7 En ekki 18. — Hxc1, 19. Dxc1 — Bxd5, 20. Hd 1 og maður tapast. 19. Bc3! — Ba6 Nú þegar má svartur gæta sín, 19. — Rc4?, 20. Bxg7! — Kxg7, 21. Dd4+ 20. He1 — Rb7, 21. Dd4l — f6, 22. Bb4 Upþskiptin sem nú fara í hönd gera stöðuyfirburði hvíts enn greinilegri. — Hxc1, 23. Hxc1 — Hc8, 24. Hxc8+ — Dxc8, 25. h4 — Bb5, 26. d6 — Rc5, 27. Dd5+ — Kf8 Ef 27. — Kh8 þá 28. Bxc5 — bxc5, 29. Bh3! 28. De4l — Kf7 Líklega hefur Portisch þegar veriö búinn aö gefa upp alla von eftir hinn bráð- skemmtilega leik hvíts. 28. — Rxe4 gekk auðvitað ekki vegna 29. d7+ og ekki heldur 28. — Kg8, 29. Bxc5 — bxc5, 30. De7 — Bd7, 31. Dd5+ — Kh8, 32. Bb7! Viö 28. — Dd7 er svarið 29. Da8+ — Kf7, 30. Bxc5 — bxc5, 31. Dd5+ og viö 28. — Dd8, 29. Bxc5 — bxc5, 30. Db7 o.s.frv. Þaö gengur því allt upp hjá hvíti! 29. De7+ — Kg6, 30. h5+ — Kxh5, 31. Df7+ og svartur gafst upp.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.