Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1981, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1981, Blaðsíða 4
±Slindur maður getur lent i einskonar stofufangelsi Ég sá Halldór S. Rafnar í fyrsta sinn á fræöslufundi Bandalags kvenna í Reykjavík um málefni fatlaöra 24. janúar sl. Hár og spengilegur gekk hann meö hvíta stafinn um þveran sal og steig í ræöustól og sagði fundargestum frá þeirri reynslu sinni aö veröa og vera blindur. Þetta geröi hann á svo hreinskil- inn, Ijúfan og glaölegan hátt, aö fund- argestir skellihlógu hvaö eftir annaö, þó aö þarna væri engin gleöisaga sögö. Ég var ritari á þessum fundi og hripaöi niöur aöalatriðin úr ræöum manna á oröfáan og ópersónulegan hátt, en gat ekki stillt mig um aö skrifa út á spássíuna undir ræöu Halldórs: Mjög jákvæöur og skemmtilegur. Nokkrum vikum seinna mæltum víð Halldór okkur mót í Félagsmiðstöö Blindrafélagsins við Hamrahlíð. Halldór er formaður Blindrafélagins, samtaka blindra og sjónskertra á íslandi, og á oft erindi á þennan staö vegna þessa starfs síns. Halldór sat í bjartri og rúmgóðri borðstofu Félagsmiðstöðvarinnar og drakk kaffisopa, þegar mig bar aö garöi laust eftir hádegi. Nokkrir heimilismenn voru þarna á ferli og allir virtust vilja tala viö Halldór og hann gaf sér tíma til aö svara öllum hressilega og glaölega. Á víðum gangi framan viö borðstof- una benti hann mér á stórt upphleypt íslandskort uppi á vegg. „Mér finnst ég aldrei hafa kynnst íslandskorti eins vel og þessu," sagöi Halldór og brunaöi síðan með mig fram stóran, breiöan gang, þreifandi fyrir sér með hvíta stafnum og vísaöi mér inn í velbúiö fundarherbergi félagsins, þar sem viö sátum og röbbuðum næsta klukkutím- ann. „Ég sé sterkan svip með þér, Halldór, og Rafnsbræörum, Jón- asi og Bjarna á Akureyri," hóf ég mál mitt, „og ekki er örgrannt um, að þú líkist einnig Jónasi, fyrrum yfirlækni berklahælisins á Kristnesi, sem ég minnist úr bernsku minni og var marg- blessaöur noröanlands." „Já, þetta eru/náfrændur mínir. Stefán faöir minn var bróðir Jónasar á Kristnes- hæli og afi minn var séra Jónas Jónasson fræöimaöur á Hrafnagili. Ekki er þó S-ið í nafi mínu komið frá fööur mínum, heldur stendur það fyrir Sveinn, sem er föðurnafn móður minnar, Ást- hildar Sveinsdóttur frá Staöarfelli. Þaö þótti varla vogandi að skíra mig Halldór, því að engin gæfa fylgdi þessu nafni í ætt minni. Halldór, föðurbróðir minn, lést aðeins 15 ára gamall og ung frænka mín, Halldóra að nafni, lést af slysförum á Hrafnagili um síöustu aldamót og langfiestir í minni ætt, sem heitiö hafa þessum nöfnum, hafa ékki náö miöjum aldri. Föðuramma mín, Þórunn Stefáns- dóttir, var mjög mótfallin því, aö ég yröi skíröur Halldór, en lét undan, þegar nafn Sveins, móðurafa míns var látið fylgja með. Ég hef líklega lafaö á Sveinsnafn- inu." „Ertu fæddur á Noröurlandi?" „Nei, ég er fæddur hér í Reykjavík, 20. janúar 1923. Faðir minn haföi unnið hjá KEA á Akureyri, en fluttist til Reykjavíkur samtímis Hallgrími Kristinssyni, sem tók við forstöðu Sambands íslenskra sam- vinnufélaga og faðir minn vann síöan alla tíö hjá SÍS hér í Reykjavík." „Fór snemma að bera á sjón- depru hjá þér?" „Þaö var tekið eftir þessu þegar ég var 2 ára og í Ijós kom, að um barnagláku var að ræöa, afar sjaldgæf- an sjúkdóm. Farið var tvisvar sinnum með mig til Danmerkur, þar sem ég var skorinn upp viö þessu, 4 og 6 ára gamall. 10 ára gamall var ég skorinn upp í þriðja skipti og var það gert hér á Landspítalanum af Kristjáni Sveinssyni, sem nýkominn var heim frá námi í Vínarborg, einn menntaðasti augnlæknir á Norðurlöndum á þessum tíma. Ég gekk aldrei í barnaskóla og var illa lesandi til 10 ára aldurs. Ég var einbirni og mikiö var lesið fyrir mig á heimili mínu á Fjölnisveginum, en einnig naut ég góös af nágrenninu við Kennaraskóla íslands, því að nemendur á síðasta ári komu þaðan og kenndu mér heima og lásu fyrir mig og minnist ég einkum Hjartar Kristmundssonar síöar skólastjóra. Þegar ég var 11 ára lést móðir mín úr lungnabólgu. Eftir það bjuggum við feðgar einir um skeið, en faöir minn kvæntist svo aftur 1941, Ágústu Jóns- dóttur og ég eignaöist tvær hálfsystur." „Og þú leggur út á menntabraut- ina svona sjóndapur." „Já, ég fór fyrst í undirbúningsdeild Halldór S. Raf nar að störf um á skrifstofunni i Hátúni 10. Seg- ulbandið er gott h jálpar- tœki. Rætt við Halldór S. Rafnar, lög- frœðing, sem misst hefur sjónina og starfrækirnú lögfræðiþjónustu á vegum Öryrkjabandalagsins Eftir Önnu Maríu Þórisdóttur hjá Einari Magg, en byrjaöi svo í Menntaskólanum í Reykjavík haustiö 1937. Sjónin dugöi mér til lestrar, en ég sá aldrei á töflu alla mína skólatíö. Því hélt ég leyndu, mér fannst miklu betra aö standa á gati, en viðurkenna sjón- depruna. Ég varö stúdent 1943, útskrif- aðist 17. júníeins og þá var siður hér. Ég innritaöist síöan í lögfræöi í Háskóla íslands og var viö nám í 3 ár, vann síöan önnur 3, las þá í 1 ár og lauk lögfræöiprófi voriö 1950. í millitíöinni kvæntist ég Þorbjörgu Jónsdóttur frá Seyðisfirði. Viö giftumst 1946 og höfum eignast 3 dætur, Ásthildi Sigríöi, Jónínu Þórunni og Andreu Þorbjörgu. í ætt minni hafa nöfnin Þórunn og Stefán skipst á 9 sinnum, en nú er svo komiö, að af yngri kynslóðinni ber aöeins 1 karlmaöur Rafnarsnafniö." „Hvað tók svo við hjá þér eftir embættisprófið?" „1. júní 1950 réði ég mig til þriggja mánaða á borgarfógetaskrifstofuna í Reykjavík. Þessir þrír mánuöir urðu hinsvegar 25 ár. Síöustu 7 árin var ég borgarfógeti. En sjóndepran ágerðist og áriö 1964 veiktist ég af lithimnubólgu og var skorinn upp á öðru auganu í London, en án árangurs. Auganu varð ekki bjargað. Ég hélt þó áfram störfum og fór allra minna ferða. En áriö 1973, nánar tiltekið á þriöja í jólum, fékk ég kvef- bakteríu í hitt augað og olli það mér miklum höfuðkvölum og álitið var, aö ég væri aö fá slag. Ég var fluttur á Landakot og þar kom í Ijós hverskyns var. Augaö var hreinsaö af ígerðinni, en síöan hef ég verið blindur. Ég er þó alls ekki í algjöru myrkri. Ég sé allskonar liti, brúnt, drapp, smávegis grænt. Þetta er einna líkast því aö ganga í sólskini úti í skógi. Og í draumi er ég alsjáandi. Vinir mínir og kunningjar geta vel við unað, fyrir mér eldast þeir ekkert í útliti. Þeir eru alltaf eins og þeir voru áöur en ég varö blindur. Ég lá svo á spítala í 7 vikur í ársbyrjun 1974 og reyndar hafði ég ekki miklar áhyggjur. Ég hafði veriö svo veikur, að mestu máli skipti aö vera lifandi, blindan var næstum aukaatriöi í byrjun. Ég var leiddur um sjúkrahúsið, lærði aö rata um og var áhyggjulítill í þessu verndaöa umhverfi. Ég missti bragöskyn í fyrstu, en var afar hamingjusamur, þegar ég fékk það aftur, man alltaf hvernig var að finna bragöiö af steiktri lifur, þegar þaö kom til baka. En áfallið kom viö heimkomuna. Heima fannst mér ég fyrst vera kominn í framandi umhverfi, ég rataöi varla um eigiö heimili og maöur var rekandi sig í hitt og þetta, rak kannski hausinn hastarlega í borðbrún, þegar maöur var aö beygja sig áfram til aö klæöa sig í sokkana. Á sjúkrahúsinu var mikið um heimsóknir, en eftir heimkomuna brá svo viö, að heimsóknir og hringingar duttu niður. Ástæðan var hræðsla, vinir og kunningjar vissu ekki hvernig um- gangast skyldi blindan manninn. Á þessu tímabili var mér mjög mikils virði að byrja á ný að sækja fundi hjá Oddfellowum. En þá brá svo við, aö næstum var um ofhjálp aö ræða, allir vildu styðja mig og leiða, hjálpa mér við boröhald o.s.frv." ,,"Ég tók sérstaklega eftir því í erindi þínu á fundinum hjá Bandalagi kvenna, að þú minnt- ist á ýmis atriði í umgengni sjáandi viö blinda, sem ég hafði ekki hugsað út í áour." „Já, í því sambandi má til dæmis nefna þaö, aö sjáandi á aldrei aö leiöa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.