Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1981, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1981, Blaðsíða 4
Jón úr Vör þýddi Ove Abildgaard: Ekki fremur en við í upphafi var myrkrió en þaö gat ekki verið án Ijóssins. í upphafi var Ijósió en þaö gat ekki veriö án myrkursins. í upphafi var lífiö en þaö gat ekki veriö án dauðans. í upphafi var dauöinn en hann gat ekki veriö án lífsins. í upphafi var oröiö en þaö gat ekki veriö án þagnarinnar. í upphafi var þögnin en hún gat ekki veriö án orðanna ... fremur en viö. Per Aage Brandt: Það getur ertginn skilið Hversvegna er fólkið rekiö svona áfram einsog fénaöur blindaö af táragasi og varpaö íþvögu hverju ofan á annaö þaö getur enginn skiliö hversvegna allt svæöiö hefur veriö afkróaö og allir fluttir burt vinnustaöirnir sprengdir í rúst þaö getur enginn skiliö allar raddir hafa breyst í steinshljóö og hversvegna ríkir algjör þögn einsog þetta væri kvikmynd eftir viövaning sem ekkert kann til verka þaö getur enginn skiliö Ove Abildgaard f. 1917 er meðal kunnari Ijóómkálda í Danmörku. Kona hana er íalenmk. Per Aage Brandt f. 1944 telet enn í hópi hinna ungu og efnilegu. Vilhjálmur Bergsson Breyting staöur var — liöin stund orö voru sögö fyrrum nú fallin í gleymsku spor mást út í gljúpum sandi gegnum mistriö Ijómar margvíslega fléttuö hringaröö eitthvaö er breytt — andartaks þögn annar tími hefur göngu sína á nýjum staö Andstæður hljóölátu víöáttur frostblóma heimur þakinn héluöu mynstri utan og innan hugur og hendur vilja brjótast úr viöjum klakabanda blákaldi himinn á þér flýtur blóð ástarlnnar rauöar rákir kljúfa þig leiftur fylgir loga sem aldrei aldrei mun deyja út Smásaga Snerting náttúrunnar eftir Sigrúnu Schneidar Veðriö breyttist á hálftíma. Hún lagöi af staö í ijómandi sólskini og gekk beint af augum. Vífilfellið hafði heiliaö hana meö sínum fjólubláa lit og hún tók þá ákvöröun aö ganga í átt til þess. Nú haföi þaö hinsvegar sett upp gráan flókahatt og sveipað um sig skykkju í muskulegum grábláum lit. Þetta fannst henni ekki nógu sniðugt og göngugleði hennar rauk út í veður og vind. Hún nam staðar og leit í kringum sig. Geldingahnapparnir virtust líta snúöugt á hvern annan og litlu músareyrun samþykktu ólund þeirra. Blóm Lambagrasins hvíldu hinsvegar í góöu samlyndi eins og stjörnur á grænum kolli. Litabreytingar mosans hrifu hana. Hann samlagaöist hraun- inu og hvorttveggja varö aö einni órjúfandi heild og minnti hana á málverk eftir KjarvaL. Um stund horfði hún heilluð á umhverfiö, en þar sem dropar tóku aö falla, sá hún ekki fram á annað en að koma sér út aö veginum og ganga til baka aö Geithálsi. Þar gæti hún náö strætisvagni, en ef hún heföi heppnina með sér, æki einhver rútan fram aö henni og skilaði henni heilli til borgar- innar. Annaö eins hafði nú skeö. Þegar hún hugsaöi til hinna strjálu feröa strætisvagnanna að Geithálsi fylltist hún gremju, því þær hafa oftar en einu sinni komiö henni til þess aö gegnblotna. Hún var vön að reika um í Heiðmörkinni og Lækjarbotnunum í frístundum sínum, en var hinsvegar ekki gefinn möguleiki á því aö panta sólskin á meöan hún var aö flandra þetta. Hún þrammaöi eftir veginum og þaö lá viö aö þessi ganga væri lífshættuleg á köflum. Hver bíllinn af öðru hraðaöi sér framhjá og grjótiö þaut stundum undan hjólum þeirra í allar áttir. Þaö var svo sannarlega ekki verið aö taka tillit til fótgangandi. Hún gat varla stillt sig um aö láta hraöa þeirra fara í taugarnar á sér. Enginn þeirra dró úr ferðinni, og þó, hún heyröi í bíl og staldraði viö til þess aö hleypa honum framhjá, en ekkert skeöi. Þegar hún leit við, sá hún aö hann haföi stanzaö. Lítill bíll, ásamt vingjarnlega brosandi öku- manni sem opnaði gluggann og kall- aði til hennar. Hún heyrði ekki oröa- skil og gekk aö bílnum. „Hvert ertu aö fara?“ spurði hann. Rödd hans var viðkunnanleg og í samræmi viö brosiö. „í átt aö Geithálsi. Ætlunin er aö ná strætó til borgarinnar.“ Hann leit undrandi á hana um leið og hann sagöi: „Þaö er drjúgur spölur og ófært fyrir þig að vera labbandi eftir veginum í þessari umferö. Þú getur ekiö meö mér, ég er á leiö til borgarinnar." Þetta var gott boð og hún orðin þreytt og leiö, en þrátt fyrir þaö kviknaði á rauöa Ijósinu innan í henni. Hún haföi ávallt haft þann fasta ásetning aö þiggja ekki bílferö með ókunnugum ökumönnum, og haföi haldiö sig viö hann. Ökumaðurinn varö þess áskynja aö hún hikaði, hætti aö brosa og sagði: „Þér er alveg óhætt að vera í bílnum hjá mér. Ég leita ekki á þig og varla fær til neinna athafna hér, eins og ástatt er fyrir mér,“ hann var alvar- legur á svip, „komdu, sjón er sögu ríkari.“ Hún gekk að bílnum og leit innum hurðina sem hann haföi opnað. Hann kippti upp vinstri buxnaskálminni og hún sá aö hann var meö gervifót. Hún skammaöist sín niður í tær vegna þess aö hafa alið misjafnar hugsanir um hann hiö innra meö sér. „Þú þarft ekki að vera svona vandræöaleg," hann brosti út í annað munnvikiö og virtist njóta sín, „ég skil þínar hugsanir vel.“ Hann benti henni á sætiö við hlið sér. Hún var fljót aö setjast og samviskubitið varö að engu. Bíllinn tók kipp og ferðin hófst. Hann leit glottandi á hana um leiö og hann byrjaði aö tala. „Þú getur ekki ímyndað þér hvaö ég hef gaman aö því, aö sjá fólk fara algjörlega í kerfi þegar ég sýni því gervifótinn," hann hló snöggt, „ég sé svo greinilega hvernig þaö hikstar viö aö halda spurningunni í sér, hvernig þetta hafi viljað til.“ Hann þagnaði og hún fann á sér, aö hann ætlaöist til aö hún bæri þessa spurningu fram. Hún er hinsvegar ákaflega lítið forvitin um hagi annarra og hún spuröi ekki. Svo kom eins og ofurlítil þrjóska upp í henni og hún vildi ekki gera honum þaö til geös aö spyrja. Einnig fannst henni sem hún gæti lesið hug hans á þessum fáu mínútum. Það var ekki fyrir neitt, aö hún var þaullesin í sálarfræði og haföi ánægju af því aö íhuga viðbrögö fólks viö ýmsar aðstæður. Þegar honum varð Ijóst aö hún ætlaði ekki aö inna hann eftir ástæö- unni, virtist hann hissa og eftir nokkurt hik hóf hann sjálfur aö segja frá af miklum ákafa. „Sjáöu til, þaö var ekið á mig . .. ég stóö upp viö girðingu . .. og fóturinn fór í mask.“ Hún sá svitadropa myndast á enni hans og andlit hans varö eins og meitlaö í stein. Ósjálfrátt jók hann hraöa bílsins um leiö og hann hélt áfram útskýringum sínum. „Bannsettans maöurinn var ölvaö- ur, vissi ekkert hvaö hann var aö gera og ók upp á gangstéttina beint á mig . . . ég stóö upp við girðinguna heima . .. og komst ekki undan." Hann þurrkaöi svitann framan úr sér. „Þaö var ekki hægt aö bjarga fætinum." Honum virtist hafa oröiö um megn 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.