Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1981, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1981, Blaðsíða 3
á villigötum Vel man ég þaö þegar ég sá fyrst leikrit á sviði. Það var heima í mínu æskuþorpi og ég innan viö tíu ára aldur. Það var Happiö eftir Pál J. Árdal. Ég hef æ síðan haft mikinn áhuga á leiklist. Ég gæti nefnt uppáhaldsleikara mína í tugatali, lifandi og dauða, og kannski ekki síöur leikritin sem mér hafa oröiö minnisstæö vegna þess aö heildarsvipur þeirra greypti þau í huga minn, þó ég muni ekki eftir neinum leikurum sérstaklega. Ætli þaö hafi ekki veriö bestu sýningarnar. Líf mitt hefði verið stórum fátækara en þaö hefur veriö, heföi ég ekki notið þeirrar upplyftingar og ánægju sem leikhús- fólkið hefur veitt mér. Ég hef þá auövitað helst í huga leiksýningar í lönó og Þjóöleikhúsi og leik í útvarpi og sjónvarpi. En ég hef líka lengi fylgst af áhuga og samúö meö starfi unga fólksins, sem ekki hefur fengið aö þjóna kalli sínu viö aðal leikhúsin, en stofnað til leiks á eigin spýtur. Ég man sérstaklega eftir því fyrir- tæki ungra manna sem fyrir margt löngu átti sér samastaö í Lindarbæ og setti á sviö heimatilbúinn leik, sem bar heitið Frísir kalla. Með því framtaki var ritaður nýr kapítuli í ísl. leiklistarsögu. Ég man sum mannanöfnin, er þar komu viö sögu, ekki öll, en hér veröa engar nafnaromsur raktar. Vegna orsaka, sem ég ekki nefni hér, hafa kynni mín af Aiþýöuleikhúsinu lítil eöa engin veriö. Nú á þessu vori vildi ég reyna aö bæta nokkuð úr þessu. Keyptum viö hjónin miöa á tvær sýningar eftir sama höfund og í sömu vikunni. Dario Fo heitir höfundurinn og minnir mig að leikdómarar hafi ekki varað fólk viö eða ráöiö því frá, aö sjá þesar sýningar. Fyrra leikritiö heitir Stjórnleysingi ferst af slysförum. Þetta er ádeila í öfgabúningi, verk ætlaö til skemmtun- ar fyrst og fremst. Sú alvara sem aö baki á aö búa er látin drukkna í hávaöa og ýktum og teygðum afkáraskap. Áheyrendur aö þessu sinni voru nokkrir bílfarmar af 12—14 ára skóla- börnum, komnum úr nærsveitum Reykjavíkur og austan yfir fjall, hvert sæti fullskipaö. Viö hjónin, nokkrir bílstjórar og þreytulegir kennarar, vor- um hinir einu fullorðnu í húsinu. Maöur var strax kominn í það fuglabjarg, sem veröa vill þar sem tvö hundruð ungl- ingar eru saman komnir meö sitt óhefta fjör. En hávaöinn í salnum var fljótlega yfirgnæföur af öörum og meiri skarkala, hrópum og hergöngulátum úr hátölurum leiksviösins. Svo hófst gam- aniö og viðtökuhljóð unglinganna. Nú skyldi maöur ætla aö leikurinn heföi fjallaö um þaö hörmulega ástand sem ríkir víöa um heim, þar sem lögreglumenn grípa til þeirra ráöa aö taka til fanga líklega sem ólíklega borgara, pína þá til sagna, uns þeir nota fyrsta tækifæri til aö sálga sér, ef þeim er ekki beinlínis hjálpaö yfir í eilíföina á hinn hroðalegasta hátt. Nei, viö vissum fyrirfram að þetta var gamanleikur. Þaö var hlegiö á öllum hugsaniegum og óhugsanlegustu stööum. Unga fólk- iö skemmti sér konunglega, hí, hróp og blístur báru því glöggt vitni. — Þaö er áreiðanlega full þörf á tilbreytingu fyrir ungdóminn, sem situr þreyttur yfir skólastaglinu. Hví skyldu menn ekki fá að skemmta sér? En því miður er þetta héldur þunnur leikur og ekki nógu vel til hans vandaö hjá leikfélaginu, mikill ofleikur og hvert tækifæri til skrípaláta notaö út í ystu æsar. Aðeins tvö hlutverk haföi veriö hægt aö manna meö reyndum leikur- um, hitt voru viövaningar. Kannski ekert viö því aö segja. Höfundur haföi ekki heldur lagt mjög aö sér viö samningu leiksins. — Viö höföum séð hann gera betur áöur. Ekki hlökkuöum viö til næstu sýn- ingar, sem voru þrír einþáttungar um konur, eftir sama höfund eins og fyrr segir. Hér léku þrjár allreyndar leikkon- ur hver sinn þátt og sýndu vissulega mikla hæfileika og tilþrif, engu var þó í hóf stillt, meira neytt krafta en kven- legs næmleika. Hér var meiri alvara á ferö en í fyrra leikum. Höfundur tekur fyrir hina frægu nútíma baráttu kvenna, sem kennd er viö rauða sokka, í hálfkæringi þó eins og hans er háttur, en valkyrjum sviösins stökk þó varla bros. Baksviöiö var staöa kon- unnar í þjóöfélaginu og miskunnarlaus misnotkun á henni af hálfu karlmanns- ins, allt kryddaö fáránleik og öfgafullri gamansemi höfundar. Hér voru fyrirmyndir sóttar í alkunn- ar klámbókmenntir. Samfarasýningar ungrar konu í einleik á sviöi eru mönnum sjálfsagt ekkert nýnæmi eöa hneykslunarefni, svo hversdagslegt sem þaö er oröiö aö sjá slíkt í sjónvarpsgluggum inni í betristofum fólks. Þó getur maöur nú fengiö nóg af öllu. Á bekknum fyrir framan okkur sat móöir eöa amma meö tvær á aö giska tíu og tólf ára telpur. Ég fylgdist meö viöbrögöum þeirra og mér rann til rifja aö börn og unglingar skytdu vera í slíkri kennslustund. Hvaö skyldu þessi börn halda? Og þó var þaö sem geröist á sviöinu ósköp elskulegt, í saman- buröi viö þaö sem þessar þrjár konur létu yfir okkur dynja í oröum. Rudda- skapurinn var ótrúlegur. Nú ætla ég ekki aö fara aö halda því fram aö hinn óheflaðasti munnsöfnuð- ur, jafnvel klám, eigi ekki rétt á sér á leiksviöi, allar hliðar mannlegrar niöur- lægingar og ómennsku verður að sýna, en allt í listrænu hófi og eftir ströng- ustu kröfum listrænnar nauösynjar. Allt í hófi segi ég enn. Þaö er engin list í sjálfu ser að nudda sér upp úr skít. Hér fannst mér oft gengiö miklu miklu lengra en sæmilegt var, hin ógeðfelldi tískutexti hefur varla kallað á allan þennan hroöa. Þaö var ekki skólaæska sem á horföi aö þessu sinni, heldur upp og ofan borgarar af öllum hugsanlegum geröum og á öllum aldri. Fagnaöarlát- um var meir í hóf stillt en í fyrra sinnið, en meiri samt en mér fannst viö eiga. Ég er ekki aö rita leikdóm. Ég er bara aö segja frá leikhúsför aldraðra bókmenntasinnaöra hjóna. Ég hef eöl- isgróna samúö og áhuga á starfi þessa leikhóps og vildi síst af öllu varpa steinum í götu hans. Hér er einn angi af róttækri vinstri hreyfingu, sem mér er svo sannarlega ekki sama um hvert stefnir. Hér eru listamenn meö áhuga á velgengni hinna undirokuðu, hvort sem þaö er nú af völdum gamals þjóöfé- lagslegs ranglætis eða kynferöiskúg- unar karldýrsins. En hér vantaöi oftast, ef ekki alltaf, þann mannlega hlýleika og skilning, sem gerir kynlíf að raun- verulegum ástaleik og dýrlegum í skáldskap, bæöi í oröi og athöfn. Menn koma í leikhús af ýmsum ástæöum. Ég fyrir mitt leyti hef ekki áhuga á klámi né hryllingsleik. En einmitt þaö einkenndi þessi sviösverk, jafnvel meir en sú frumstæöa gaman- semi, sem höfundurinn lifir á. Fyrir minn smekk var þetta vondur grautur. Rosknir og reyndir menn þola auð- vitaö svona sýningar. En fyrir börn og unglinga er þetta fölsuö mynd af lífinu og skaöleg. Og það er hættulegur misskilningur, aö svona samsetningur sé jákvæður áróöur fyrir göfugum málstaö. Ég skal játa aö í þessari höröu ádeilu minni er ekki mikil rökfærsla. Hér eru ekki tök á aö gera þessu efni betri skil. Þaö verður alltaf aö gera miklar kröfur til listamanna. Þaö er ekki nóg aö þeir geri þaö, sem listþjónustunnar eiga aö njóta. Mis- kunnarlaustastir viö sjálfa sig veröa listamennirnir aö vera. Mér ofbauö þaö sem þarna var boöiö, bæöi aö efni og stefnu. Ég leyfi mér að halda, að þeir sem sjaldan leggja nafn guös viö hégóma, ættu aö gera þaö núna. Ekki síst þeir, sem kalla sig vinstri menn. Jón úr Vör „Rosknir og reyndir ntenn þola auðvitað svona sýningar. En fyrir börn og unglinga er þetta fölsuð mynd af lífinu og skaðleg. Og það er hættulegur misskilningur, að svona samsetningur sé jákvæður áróður fyrir göfugum málstað.u

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.