Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1981, Side 7
Falleg fluga.
Skyldi lax-
inn hafa
sama smekk
og maöur-
inn? Greinir
hann liti á
sama hátt?
Þessi er fal-
leg og heitir
Silver Doct-
or.
miklu lægra vegna offramboös á veiöi-
dögum, sem nú þegar væri fyrir hendi.
Væntanlega yröi verðiö eitthvaö
lægra ef miöa skal viö erlendan gjald-
eyri. Öllu réttara væri þó aö segja, að
veröhækkanir á veiðileyfum, yröu
kannski ekki eins miklar í okkar mynt og
þær hafa veriö hingað til.
Ég tel frjálsa verðmyndun innanlands
eölilega á þessu sviöi sem öörum.
Stangaveiöimenn vilja greiöa vel fyrir
veiöileyfi eins og verö veiðileyfa á þessu
sumri bera vitni um.
Þaö er þó augljóst mál að landsmenn
veröa aö sætta sig viö þau laun, sem
þjóðfélagiö og atvinnuvegirnir þola. Viö
gtum ekki keppt viö erlenda auömenn
um verö veiðileyfa á alþjóöamarkaöi.
Stangaveiöin á aö vera afþreyingar-
íþrótt, sem flestir landsmenn eiga aö
geta stundaö.
Bjóðum útlendingum
svokallaða „afgangsveiðidaga“
Hinsvegar vísa ég offramboöi á veiði-
dögum á bug. Þetta tal um offramboð,
er aöeins þaö, aö þessir sömu menn vilja
koma út leyfum á svæöum, þar sem
veiöivon er lítil, stundum engin.
Svo er ég ekki þeirrar skoöunar aö
erlendir stangaveiðimenn hverfi héöan
alfariö.
Hvernig væri aö reyna aö selja
útlendingum þessa „veiöidaga"? Er ekki
sífellt veriö aö tala um aö veiöimagniö
skipti þá litlu. Eigum viö endilega aö
hiröa þessa mola?
Ég minnist þess aö fyrir nokkrum
árum auglýsti einn veiöiréttareigandi
leyfi til sölu, áður en hinn svonefndi
útlendingatími hófst. Skömmu síðar bar
hann sig undan, í blaöagrein, aö þessi
leyfi seldust ekki.
Ástæöan var einfaldlega sú, aö menn
vissu aö laxinn er venjulega ekki kominn
á þetta svæöi á þeim tíma, sem í boöi
var.
Árnar fyllast ekki af laxi á einni
kvöldstund eöa svo, eins og þegar fólk
fer inn á skemmtistaö. Hann er aö ganga
í árnar nær allt sumariö, þótt hann geri
þaö meira einn tíma en annan. Veiöi-
svæöin opnast því oftast smátt og
smátt.
Noröurá í Borgarfiröi, ein af fegurstu og beztu laxveiöiám landsina.
Samstarf
Stangaveiöimenn vilja hafa góöa sam-
vinnu viö veiöiréttareigendur. í mörgum
tilfellum hefur hún veriö meö ágætum og
hefur þá skapast á milli þessara aöila
gagnkvæmt traust.
Meöal veiöibænda eru margir bænda-
höfðingjar, sem láta skammtímasjón-
armiö ekki villa sér sýn. Þeir segja aö
bestu og traustustu leigutakarnir séu
stangaveiðifélögin.
Því miöur eru það þó margir veiöirétt-
areigendur, sem ekki eru þannig þenkj-
andi. Þeir láta sig litlu skipta áhuga
almennings á stangaveiði, ef þeir telja
auöfenginn gróöa annars vegar.
Hér vil ég taka þaö alveg sérstaklega
fram, aö veiðiréttareigendur eru engan
veginn ailir bændur. Þeir, sem eiga
jafnvel stærstu hlutina í veiöirétti í
mörgum bestu veiöiánum eru oft menn
eöa fjölskyldur, sem ekki eru bændafólk,
en hafa ýmist erft hann eöa keypt jaröir
meö veiöirétti. Þaö eru einmitt þessir
aöilar, sem eru hvaö skammsýnastir. Þá
má minna á, aö ríkið á einnig margar
jaröir meö veiðihlunnindum. Skógræktin
á einnig jarðir með veiöiréttindum.
Viö, sem erum á miöjum aldri og þar
yfir, erum flest komin af bændafólki á
aöra hvora ættina. Þannig er þaö meö
mig og þykir heiður aö. Viö eigum því
skyldfólk, vini eöa kunningja meöal
bændafólks. Því skiljum viö öörum
fremur afstööu þeirra til verömæta
sinna, en hörmum jafnframt þegar
æsingamenn reyna aö spilla fyrir eöli-
legum og góöum samskiptum milli
þessara aöilja.
Ég held áö veiðiréttareigendur ættu í
alvöru aö leiða hugann aö því, aö þegar
ný kynslóö er vaxin úr grasi og tengslin
milli sveita- og þéttbýlisfólks rofna, gæti
skapast sú hætta aö réttur þeirra veröi
skertur verulega og þaö fyrr en seinna,
ef þeir reyna ekki að setja sig betur inn í
sjónarmið og þarfir stangaveiöimanna
og annars þéttbylisfólks. Þaö er engan
veginn víst að þeir geti seinna náö eins
góöu samkomulagi og nú.
Þaö leiöir aldrei til góös, þegar
fámennir hópar standa í vegi fyrir
hagsmunum almennings. Um þaö höfum
viö ótal dæmi úr mannkynssögunni.
Aö lokum vil ég minna á þau eftirtekt-
arveröu orö, sem hinn þjóökunni
bændahöfðingi, Þorsteinn heitinn Sig-
urðsson, viöhaföi í lok Veiðimálaráð-
stefnunnar, sem var haldin í desember
1969.
Hann sagöi „aö þaö leysti engan
vanda aö vilja ekki ræöa þau vandamál,
er viö væri aö glíma hverju sinni“.
Ef menn heföu þessi orö í huga og
ræddust jafnan viö meö jákvæöu hug-
arfari, ekki sízt þau mál, sem okkur
greinir á um, þá væri ailt auðveldara
viðfangs.