Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1981, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1981, Síða 11
Menn, sem ugglaust vilja veg íslenzkr- ar tónlistar mikinn, hafa birt í blöðum þá skoöun sína, að það hafi veriö hneisa aö hafa ekki einvörðungu íslenzka einleik- ara og fleiri íslenzk verk á skránni. Hvað snertir tónleikana í Wiesbaden stóð það í okkar valdi og getur mjög vel talizt umdeilanlegt aö velja norskan einleik- ara. Hvað snertir tónleikana í Austurríki, er þetta álit byggt á ónógum upplýsing- um: Hljómsveitinni var boðiö meö þeim skilyröum, að Austurríkismenn réöu efn- isskránni næstum að öllu leyti. Þá er sagt: Við áttum ekki að lúta slíkum skilyrðum og hvergi að fara. Það er að vísu sjónarmið, en mitt sjónarmið er að stolt geti verið barnalegt og að þaö hefði verið frámunalega vanhugsaö aö hafna boðinu, enda þótt efnisskráin væri alls ekki eins og við hefðum frekast kosiö. Steypiregn á styttur og hallir 17. maí: Vilji maöur vera geypilega gagnoröur og koma innsta kjarna Vínar fyrir í þremur orðum, þá gætu lausnar- orðin verið: Styttur, hallir og músík. Eftir langan akstur er þessi dagur frjáls og það er farið inn í borgina aö berja augum styttur og hallir. En það er engin músík í bili, bara steypiregn, kalt regn og afskaplega blautt. Schönbrunn, sumarhöll keisarans og einskonar smærri barok-útgáfa af Ver- sölum, verður ögn dauf í dálkinn í svona veðri; það er eins og að koma á Þingvelli í slagviöri. Sjálfsagt þykir samt að marséra gegnum salina í Schloss Schön- brunn og sjá minjar um þá tíð, þegar Austurríki var stórveldi. Allt molnaði það undan þeim í heimsstyrjöldinni fyrri; jafnframt féll þá frá Franz Josef keisari, sem búinn var að ríkja í 68 ár og hafa fáir gert betur. En þótt Napóleon geröi þetta hús að sínu á tímabili, þykir mér af húsráðendum mest til um Mariu Ther- esiu drottningu, sem var nokkurnveginn samtímakona Mozarts, en lifði lengur; ríkti í 40 ár, átti 16 börn, þótti afburða klók, en kom á merkum umbótum og afnam m.a. pyntingar í fangelsum. Mikil kellíng María Theresía og veglegar styttur reistu þeir henni. Aðalsetur keisaranna var samt Hof- burg inni í miðkjarna Vínarborgar; þar er Hetjutorg og miklar stássbyggingar, sem vitna um stórveldismetnað. En hér er ekki ætlunin að endursegja sögulegan fróðleik. Ekki verður heldur unnt að sundurgreina þá þætti, sem samanlagðir geta kallast sál borgarinnar. Hrekkur fárra daga dvöl skammt til þess; feröa- langur kemst litlu nær, þótt hann kíki inní Stefánsdóm, sem er feikilegt gímald í gotneskum stíl; köld og ívið hörð eins og slík guðshús eru oft. Miklu fegurri er barokkirkjan, sem kennd er við Karl keisara og stendur beint á móti stóru konserthöllinni, og hjarta Vínarborgar slær í Stadpark, þar sem stendur gullfallegt minnismerki um valsakónginn Strauss og þar leikur hljómsveit Vínar- valsa á kvöldin. En Vínarbúum þykir líklega vænst um óperuna, sjálfa Vínaróperuna, eöa Stats- oþer eins og hún heitir raunar. Ekki þýöir að svífa þar inn fyrirvara- lauSt og ætla sér að fá sæti; yfirleitt er upppantað á sýningar fram í tímann. En nokkrir úr hópnum fóru upp á von og óvon og komust inn. Þetta er mikið hús og fagurt og raunar nýlegt einnig. Sprengjuárás í stríðslok 1945 eyðilagöi húsið að verulegu leyti og það var ekki fyrr en 11 árum síðar, aö Vínaróperan tók til starfa að nýju. Maður fær aö ganga þar í gegn á daginn í fylgd með leiðsögumanni, en þaö er nú eins og að Franthald á bls. 16 HORÐU SÆTI Fyrir nokkru var ég á söngæfingu kirkjukórs í fámennri sveitasókn. Ekki var þaó í fyrsta sinn, en þó varö þessi stund mér sérstakt hugleióingarefni. Venjulega hafdi ég staðið í hópnum við orgelið og sungid með, en í þetta skipti kom kvefhæsi í veg fyrir það. Því sat ég og hlýddi á sönginn. Æfingin fór fram í kirkjunni, sem er lítil snotur timburkirkja, reist fyrir rúmri öld. Fyrir aldarafmælið hafði henni ver- ið tekið ærlegt tak og hver fjöl, sem fúi fannst í, endurnýjuð. Þess var þá vandlega gætt, að húsið héldi upprunalegum svip. Því er með góðri samvisku hægt að segja, að hún líti nú út eins og þegar hún var vígð; nema hvað rafmagnsljós eru á veggjum, en sá viðtekni, vínrauði dregill á kórgólfi og gangi milli bekkja, og hylur breiðan, fallegan borðvið, er upphaflega fékk að njóta sín. En sem ég nú sat þarna í meira en aldargömlum kirkjubekk, þá tók mig brátt að verkja í sitjanda, bak og hné. Kórinn var kominn eitthvað fram í annan sálminn og þessi eini áheyrandi orðinn viðþolslaus í hörðum bekkn- um. „Hamingjan góöa,“ hugsaði ég. „Það er eins gott fyrir mig, að vera ekki langorður í stólnum, úr þvíþað er þessi þolraun að sitja í bekkjun- um.“ Til að sjá fara þeir vel í kirkjunni, fagurlega eikarmálaðir, en ekkert tillit hefur verið tekið til þess að vel færi um söfnuðinn, sem íþeim skyldi sitja við guðsþjónust- ur. Það má vera Ijúfur söngur, sem dregið getur úr þeim óþægindum, og víst hefur margur vinnulúinn í þau hörðu sæti sest og fundið þreytuverki magnast og trufla sál- arfriðinn. Húsfriðunarsjónarmiða hafði verið gætt viö endurbætur á kirkjunni. Þess vegna var bekkjum ekki fækkað um einn, sinn hvorum megin gangsins, til að breikka biliö milli þeirra er eftir stóðu, né settur dálítill halli á bökin, sem eru raunar mjóar fjalir. Hvað þá aö sæti væru breikkuð lítið eitt og hafðar í þeim sessur. Þess ber að gæta, aö sóknin er nú fámennari, en fyrir hundrað árum, og því hefði ekki komið að sök, þótt sætum væri fækkað. Fátt er mér geðfelldara, en sú viðleitni, að halda við gömlum húsum, sem hafa listrænt, menn- ingarlegt og sögulegt gildi. Sé þeim ætlað það hlutverk eitt að vera fortíðarminjar, þá er ástæða til að hvika hvergi frá þeirri reglu að færa allt, sem í þeim er, í upphaf- legar skorður. Eigi húsin hins vegar að þjóna áfram því hlutverki, sem þeim var ætlað í upphafi, gegnir öðru máli. Þá er sjálfsögö skylda að breyta ekki svip þeirra að óþörfu, en gæta þess jafnframt, að húsfrið- unarákafinn komi ekki í veg fyrir vellíðan þeirra, sem þurfa að nota þessi hús. Engum kæmi til dæmis til hugar að setja myndskreyttar rúður í dómkirkjuna í Reykjavík. Hún er merkilegt dæmi um ákveö- inn húsagerðarstíl, nýklassískan, þar sem slík skreyting á alls ekki heima. Aftur á móti er ástæða til að hafa ekki á móti ráðstöfunum, sem bæta vellíðan safnaðarins, sem kemur þangað til helgra athafna. Sú stefna valdhafanna í Ráð- stjórnarríkjunum, að gera kirkjuhús að þögulum minjasöfnum, má ekki skjóta rótum hér á íslandi. Kirkj- urnar eiga að vera umgerð lifandi starfs. Þess sáluhjálplega hlutverks þeirra verður að gæta fyrst og fremst. Þetta sjónarmið getur átt við um fleiri gamlar byggingar. Kemur mér þá til hugar sú ágæta tillaga Gísla Jónssonar menntaskólakennara á Akureyri um verndun elsta hússins á Oddeyri. Það er timburhúsið Lundur, sem stendur við svonefnd- an Eiðsvöll ofarlega á eyrinni, sennilega ekki víðsfjarri þeim stað, þar sem Eyfirðingar og Þingeyingar héldu sameiginlega þjóðhátíð 1874. Eiðsvöllur hefur verið geröur að smekklegum, opnum skrúðgarði. Lundur heldur ennþá ytra svipmóti, en innan dyra hafa verið gerðar miklar breytingar í áranna rás. Leggur Gísli því til, að Akureyrar- bær kaupi þetta gamla hús og geri það aö vettvangi myndlistarsýn- inga. Skortir höfuðstað Norður- lands tilfinnanlega slíka aöstöðu. Þá er gert ráð fyrir, að húsið haldi sinni upprunalegu ytri ásýnd, en verði innréttaö með hliösjón af lifandi menningarstarfi. Þetta er sú stefna, sem tekin hefur verið í verndunarviðleitni Torfusamtak- anna í Reykjavík og er lofsverð. Enginn dregur í efa, að kostnað- arsamt er að halda viö gömlum byggingum og því er nauðsynlegt að finna leiðir, til þess að nýta þær á ýmsan hátt og tengja þær dag- legu lífi. Öðru máli gegnir t.d. um gömlu torfbæina, sem varðveittir eru, og er varla hægt að ætla þeim annað hlutskipti, en verða til minja um liðna tíð. Hitt er svo rétt að athuga, hvort sú hleðslulist, sem í þeim birtist, muni ekki verða ís- lenskum arkitektum að nokkru gagni. Vel hlaðnir torfveggir með þeim séríslensku mynstrum geta vel falliö að verkum hugkvæmra listamanna. Það er nokkurt áhyggjuefni, að þeim mönnum fækkar óðum, sem kunna þá list, að hlaða úr klömbru, streng eða grjóti. Það er marg- brotnari kunnátta, en í fljótu bragði virðist. Allt frá því að rétt efni er valið, stungið eða rist, þurrkað hæfilega og þar til veggur af réttri þykkt er að fullu hlaðinn. Þessa grein þarf að taka inn á námsskrá byggingariðnaðarins eða húsa- gerðarlistar, áður en það verður um seinan, og veita þeim sérstök réttindi, sem hana nema. Roskinn nágranni minn, sem kann þessa list til hlítar, sagði eitt sinn dálítið kíminn, að menn yrðu að fá nafn- bót, t.d. að vera titlaðir arkitektar í torfi, til þess að þeir legðu það á sig að læra rétt handbrögð við veggja- hleðslu. Víst er, aö et svo fer, að enginn sýnir því áhuga að nema listina, þá munu torfbæirnir, sem varðveittir eru, annaðhvort verða svipir hjá sjón eöa hverfa með öllu. Bolli Gústavsson í Laufási.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.