Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1981, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1981, Síða 7
Dr. Gary Athelstan við giuggann á stjörnusal Hótel Sögu. Bæði afi hans og amma voru íslenzk, en fluttu ung vestur um haf. hann búinn aö vera frá vinnu, þegar okkar fundum bar saman. Þeirri meö- ferö lyktaði svo, að ég kom honum á sama vinnustaöinn á nýjan leik, — aö sjálfsögöu ekki í sína fyrri stööu, en nú sinnir hann rannsóknarstörfum í einrúmi og getur þaö vel, því eðlisfræöikunnátt- una missti hann ekki niöur. Sem betur fer er þaö svo, aö fólk glatar ekki áunn- inni kunnáttu viö geðtruflanir. Ég haföi einnig liölega fertugan kvensjúkdómalækni í meðferð. Hann haföi fengiö blóötappa í heila, lamaöist og tapaði minni og hæfileikanum til aö álykta rökrétt. Hann kvaöst heldur halda aö sér höndum en hverfa til annarra starfa, gæti hann ekki haldið áfram sem læknir. Svo ég kom honum á laggirnar sem ráögjafa í sambandi viö getnaöar- varnir; hann ræður viö þaö starf og’ stundar þaö. Fólk meö geðsjúkdóma, annaöhvort á stofnunum eöa komið út af þeim, byrjar oft í námi og mýmörg dæmi eru þess, aö árangurinn veröi góöur. Andlegir kvillar hafa ekki áhrif á námsgetu." „Hafiö þiö tölur um þaö í Banda- ríkjunum, hvort þeir sem til dæmis lenda í slysum og lamast séu oftar skólagengnir — eöa lítt skóla- gengnir?" „Viö getum sagt, aö þeir sem hljóta mænuskaöa af slysum í Bandaríkjunum, séu miklu oftar lakar menntaöir. Þar fyrir eru þeir ekki endilega lakar gefnir. Ungir menn eru fjölmennir í þessum flokki og helgast þaö af því, aö ungum mönnum hættir til aö aka einum of hratt, enda eru þessir mænuskaöar mjög oft afleiöing af bílslysum. En þótt bílslysin vegi þungt þarna, þá eru þau aðeins orsakavaldur í ööru hverju tilviki eöa rúmlega þaö. Þótt ótrúlegt kunni aö viröast, hafa 20% hinna mænusködduöu fengiö sín örkuml af völdum byssukúlu. Af því tagi er fötlun fjölda margra manna, sem börðust í Vietnam á árunum. Þetta fylgir öllum styrjöldum í stórum stíl." „Er algengt, að fólk sem lendir í slysum og lamast, verði svo yfir- bugað að geðheilsan bresti?" „Sá sem lendir í slysi og lamast, á ævinlega sínar erfiðu stundir á eftir. En hérumbil allir komast yfir þaö og slíkt hefur alls ekki orsakaö geösjúkdóma; þeir eru alls ekki algengari meöal fatl- aöra en annarra. í Bandaríkjunum er sjálfsmoröstala meöal fatlaöra lítið eitt hærri en meöal hinna, en samt ekki til- takanlega há.“ „Stundum er því slegið föstu, aö veðurfarið hér, og ekki sízt skammdegið, eigi sinn þátt í þunglyndi og öðrum geðrænum kvillum. Er hugsanlega samband þar á milli?“ „Ekki vil ég nú fullyröa neitt um það. Viö vitum ekki, hvort þunglyndi og geösjúkdómar standi í beinu sambandi viö veöurfar og birtu. En þaö er held ég þekkt staöreynd, aö þessir kvillar eru tiltölulega aígengir á Noröurlöndum og þá er löngum og dimmum vetri oft kennt um aö einhverju leyti. í Minnesota, þar sem ég þekki bezt til, er margt um fólk af skandinavískum uppruna, og einnig þar er eitthvaö meira um geösjúkdóma en annarsstaöar í Bandaríkjunum. Á hinn bóginn má svo benda á Eskimóa, sem búa viö lengri og dimmari vetur en ís- lendingar og aörir Norðurlandabúar, og ekki er ástandiö þeim mun verra hjá þeim, nema síöur sé. Og gegn þessari kenningu um áhrif vetrar og myrkurs má benda á, aö í Bandaríkjunum eru flest sjálfsmorö framin á vorin og þegar máliö er athugaö dýpra, kemur í Ijós, aö þau eru einnig flest framin um helgar." „Önnur kenning er sú, að fólki með góöa greind sé hættara við geðrænum kvillum. Helduröu aö sú kenning fái staöizt?" „Þaö held ég ekki; það gagnstæöa á sér fremur staö. Viö sjáum ekki heldur nein merki þess, aö streita auki líkur á geösjúkdómum og þá er ég að tala um ytri streitu. Innri streita er aftur á móti dálítiö annaö. Á þaö hefur veriö bent, aö fólk varö áreiöanlega fyrir mikilli streitu í loftárásum síöari heimsstyrjaldarinnar, — en þaö var síður en svo aö geösjúk- dómar ykjust þá. Margt bendir og til þess, að í Bandaríkjunum hafi geösjúk- dómar heldur minnkaö en hitt á kreppu- árunum eftir 1930. En þegar viö tölum um fötlun og þá meö tilliti til þess aö koma fötluöum — líkamlega eöa andlega — til vinnu og sjálfstæðrar tilveru á ný, þá verður okkur oftast hugsaö til fólks í hjólastól- um. En viö megum ekki gleyma því, aö oft getur veriö erfiöara aö fást viö ósýni- lega fötlun en þá, sem blasir viö. Floga- veiki er til dæmis afskaplega slæm, ósýnileg fötlun og í þessum flokki eru hjartasjúkdómar einnig. Viö veröum aö telja hjartasjúklinga meöal fatlaöra; þeir eru oft mjög óttaslegnir gagnvart hverskonar áreynslu og jafnvel þótt þeir eigi að heita komnir yfir áfalliö. En þegar viö tölum um ósýnilega fötlun, þá er sá hópurinn stærstur, sem á viö andlega kvilla að striða." „Eftir hverju fer það helzt, hversu vel tekst að koma fötluðum í gang á vinnustaö og síðan áfram til sjálfstæðrar lífsbaráttu?“ „Þaö er alltaf andlegs eölis, hversu vel þaö gengur. Sumir stórfatlaöir menn standa sig meö mikilli prýöi; berjast eins og Ijón og láta fátt aftra sér. Aörir með smávægilega fötlun ná sér ekki á strik EMPLOYMENT AFTER SPINAL CORD INJURY A Handbook for Counselors Forsíða bandarískrar bókar, sem heitir At- vinna eftir mænuskaða og er eitt af mörgu, sem þar í landi er gert til að koma Fótluðum á kreik í liTinu. og þá er þaö af sálarlegum ástæðum. Viö teljum aö um 80% af mænu- sködduöu og lömuðu fólki eigi að geta unnið, en reyndin hjá okkur er þó sú, aö helmingurinn aöeins, eöa 40%, eru i vinnu. Sumir lamast svo mjög, aö hend- urnar eru þeim ónýtar. Einnig þeir eiga sína möguleika; meöan fólk hefur rödd- ina í lagi og höfuöiö, á þaö aö geta unnið margháttuö störf. Þar sem ég þekki til í Bandaríkjunum er aðstaða fyrir hjólastólafólk víöa sæmileg og talsvert betri en hér á ís- landi. Nú eru gengin í gildi lög um allar opinberar byggingar, skóla þar á meðal, og eiga fatlaðir aö geta farið allra sinna feröa þar. Jafnframt er unniö aö því aö breyta eldri byggingum í þessu skyni. Upphafiö að þessari þróun í Bandaríkj- unum má rekja til Berkeley-háskólans í Kaliforníu. Þar var fyrr en annarsstaðar fariö aö búa fötluöum aöstööu, en bær- inn fylgdi á eftir og bjó hjólastólafólki aöstööu til aö komast hvert sem var. Afleiöingin varö sú, aö æöi margt fatlað fólk settist þarna aö. Ekki hef ég tölur um hlutfall lamaðra hér á móti Bandaríkjunum til dæmis, en mér þykir líklegt, aö það sé svipaö. En í þeim fyrirlestrum, sem ég hef haldið hér og í viöræðum við menn, hef ég undir- strikaö þörfina á margfalt bættri at- vinnu-endurhæfingu. Ég er á þeirri skoö- un, aö hér á islandi séu of margir fatlaöir inni á stofnunum og aö þar séu margir, sem ættu aö réttu lagi aö vera i vinnu og búa innan um heilbrigt fólk úti í bæ. En samt undir umsjá læknis, sem sífellt fylg- ist meö þeim." Gísli Sigurðsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.