Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1982, Qupperneq 2
Flestir íslend-
ingar þekkja ugglaust
leikarann Ævar R. Kvar-
an, sem hefur komið viö
sögu á sviði Þjóðleikhússins
allt frá stofnun þess 1950.
Hlutverkin sem hann hefur
jikið, gamansöm, alvarleg og allt
þar á milli, eru fleiri en svo að hann
hafi á þeim nokkra tölu. Starf Ævars
í þá veru að stuðla aö fögru, mæltu
máli, hefur ekki heldur fariö framhjá
landsmönnum og mörgum er kunn-
ugt um starf hans í þágu sálarrann-
sókna og bækur og önnur ritstörf þar
aö lútandi. Þess er skemmst aö
minnast, að Ævar ritaði greinar í
Lesbók um „Sjáandann sofandi“,
þann fræga mann Edgar Cayce, og
bæði hefur Ævar verið forseti Sálar-
rannsóknafélagsins og ritstjóri
Morguns, sem er tímarit um dulræn
efni. Áhugi á þessum fræðum hefur
verið Ævari í blóð borinn; afi hans,
Einar H. Kvaran, rithöfundur, var
frægur spíritisti á sinni tíö.
Hitt vita færri, að Ævar bjó sig
undir allt annað lífsstarf en varð,
nefnilega meö því aö Ijúka lögfræði-
prófi frá Háskóla íslands. Og tiltölu-
lega fáir vija ennþá þaö, sem hér
verður á dagskrá og gert að umtals-
efni: Dulrænar lækningar, sem eiga
sér stað fyrir meðalgöngu Ævars og
eru til komnar í seinni tíð. í bók, sem
Ævar hafði meðferöis þegar við tók-
um tal saman, eru 2134 nöfn karla og
kvenna, sem leitaö hafá til hans í
sjúkdómsraunum sínum, fyrsta nafn-
ið er skráð 24. febrúar, 1975, — og
margir bíöa. Ævar biðst samt undan
því að vera kallaður huglæknir eða
eitthvað slíkt, hann kveöst einungis
vera miöill, farvegur; legga til sam-
band til þess að lækning geti átt sér
stað.
„Upphaf þessa máls má rekja til þess, að
Jóna Rúna, konan mín, tók eftir þessum
hæfileika hjá mér,“ segir Ævar. „Hún hefur
mikla dulræna hæfileika og margir leita
Hjónin Jóna Rúna og Ævar heima hjá sér
á Kambsveginum. Jóna Rúna uppgötvaöi
fyrst þann hæfileíka hjá Ævari aö geta
komið á lækningasambandi, „en maöur
tekur ekki alltaf mark á konunni sinni,“
segir Ævar.
ásjár hjá henni, en þaö er nú stur.dum svo,
að maður tekur ekki alltaf konuna sína al-
varlega. Ég var búinn aö sætta mig viö að
hafa ekki sjálfur dulræna hæfileika og að
mitt hlutskipti yrði að skrifa um þau mál.
Um það bil ári síðar var á ferðinni hjá
okkur enskur miðill, kona, sem kom heim
til okkar og sagði þá við mig: „Þú hefur
mikinn lækningamátt."
„Til hverskonar lækninga?,"
spurði ég.
„Absent healing," svaröi konan; fjar-
lækninga, sem byggjast á einbeitingu og
hugsun, en ekki því að sjá eða snerta sjúkl-
inginn. Ég sagði konunni, að mér þætti
þetta frekar ótrúlegt, því þetta er æðsta
tegund dulrænna lækninga. En hún var
hörö á þessu og mér skildist einnig, að það
væri ekki aðeins rétt að ég beitti mér í
þessu skyni, heldur bæri mér að gera það.
Flestir sem hafa hæfileika til þess arna,
þurfa að sjá og snerta sjúklinginn, hann
veröur að koma til miðilsins. Þar hlýtur
hann meöferö og engir tveir fara eins áð.
Stundum þarf snerting að koma til, en aðrir
hafa hendurnar nærri sjúklingnum.“
„Var það á einhvern hátt erfið
ákvörðun fyrir þig að gefa þig að
þessu?“
„Nei, alls ekki. Og þegar ég hafði tekið
þessa ákvörðun, fór Jóna Rúna að vakna
um nætur við veru, sem kom til hennar,
ekki í draumi, heldur veruleika. Þessi vera
reyndist hafa verið Indíáni í sinni jarönesku
tilvist og kallaði sig Hvítu Ör. Hann bað
konu mina aö spyrja mig, hvort hann mætti
lækna fyrir mína meðalgöngu; kvaðst vera
búinn að bíða eftir mér í 30 ár. Hann haföi
áður reynt að komast í samband til lækn-
inga gegnum írskan mann, sem hafði
brugðist, líklega vegna drykkju.
Þegar ég fór að íhuga þetta, þá sá ég aö
þaö voru einmitt liöin 30 ár frá því ég fór aö
iðka sjálfrannsókn og fór aö verða eitthvaö
óánægður með líf mitt eins og þaö var. Þá
hóf ég átak til að átta mig á sjálfum mér;
las mikið af ritum spekinga um listina að
lifa rétt. En þaö er nú svo, aö því meira sem
maöur les, þeim mun meira finnur maöur til
eigin vankunnáttu. En gagnstætt því sem
halda mætti, hefur þaö ekki vanlíðan í för
mér sér; þvert á móti. Mér finnst nú, aö
það sé gert ráð fyrir því við manninn, aö
hann eigi að gera sér grein fyrir þeirri stað-
reynd, að hann veit mjög lítið.
Sem sagt: ég fór að horfa í þennan
spegil. Menn ganga um með grímu og eru
sífellt að leika. Nei, ekki bara leikarar, —
allir eru að leika eitthvað. Margir eru alltaf
í vörn; flýta sér að gleyma áviröingum sín-
um og horfa aldrei í þennan spegil, taka
þar af leiðandi aldrei framförum. Vanmeta-
kenndin er ótrúlega rík hjá mörgu fólki og
af henni leiðir mikil dómharka. Fáeinir
menn geta ekki hitzt án þess að fara aö
baknaga einhvern og smjatta á ávirðingum
annarra og hópurinn verður aö þessu leyti
alltaf verri en hver einstaklingur innan
hans. Það virðist huggun í því aö finna
dæmi um aöra, sem eru hugsanlega verri
en maöur sjálfur og þaö er nú þess vegna,
að sorpblöö með níði og slúðursögum selj-
ast svo vel. Allt verður það til aö magna
neikvæöar hugsanir.
Við erum bæði útvarpsstöðvar og við-
tæki í senn og hver vond hugsun, sem frá
okkur fer, getur haft neikvæð áhrif á aöra.
Fólk er þó mjög misjafnlega næmt fyrir
þessu og sjáðu til: Það er ekki nóg að vera
gætinn í orðum. Maður verður lika að vera
gætinn í hugsunum.
í lífinu er enginn vandi að láta sé þykja ,
vænt um góða og skemmtilega manneskju,
sem þar að auki vill þér vel. En þegar þú
kemst að því, að einhver sé að rægja þig á
laun, hvernig bregstu þá við?
Þú hugsar ef til vill reiður: Ég skal jafna
um hann og láta hann fá fyrir feröina. Þetta
er líklega algengasta viðbragðið og flestir
fara strax aö hugsa illa til þess er að rógin-
um stóö. En í staö þess aö fyllast hefndar-
hug, skyldi maður segja viö sjálfan sig: Nú
ætla ég að biðja fyrir þessari persónu. Það
er að vísu nokkur vandi og til þess að svo
megi veröa af alhug, þá verður maður aö
vinna bug á sjálfum sér."
„En er sú bæn þá ekki fyrst og
fremst eigingjörn?“
„Kannski. En mundu, að þú ert aö vinna
bug á sjálfum þér og um leiö ert þú að
hjálpa þessari persónu til að verða skárri
manneskja. Það er nú einu sinni þannig, að
þegar þú ferð sjálfur inná braut kærleik-
ans, þá fer þér sjálfum þegar að líða betur.
Ég er á þeirri skoöun, að allar svona hugs-
anir komist til skila — og í því sambandi
hefur ekki minnst að segja, hvernig þú
hugsar til látinna. Eftir því sem mér skilst,
hafa kaþólskir þann sið, að biðja með sér-
stöku ritúali fyrir ákveðnu, látnu fólki. Þessi
siöur virðist hafa veriö lagður niöur í Lúth-
erskunni og það er miöur. Góðar hugsanir
okkar til látinna eru þeim til mikillar hjálpar;
um það hafa margsinnis komiö boð.
Ég var mjög leitandi i þessum efnum,
hafði lesið einhver ókjör, en var samt farinn
aö efast um, hvort maður heföi í rauninni
nokkuð lært. Ég vildi vita, hvort maður
heföi í rauninni nokkuð lært. Ég vildi vita,
hvort til væri einhver kjarni í þessu öllu
saman, og þá kemur umsvifalaust þessi
hugsun til mín, svo sterkt, að ég get ekki
gleymt þvi:
Þú átt aöeins þaö.sem þú hefur gefiö.
Mér fannst þá strax, að þarna væri innsti
kjarninn í nýju gildismati á líf mannsins. Ég
skal játa, að þetta hljómar eins og alger
mótsögn, venjulega á maöur það ekki leng-
ur, sem maður hefur gefiö öðrum. Þarna er
þessu snúið við: Aðeins þaö sem maður
hefur gefið, er svo mikils virði, að þaö er
þaö eina sem maöur á þegar hérvistardög-
um lýkur og um leiö það eina, sem hægt er
að taka með sér.
Eftir að ég hafði gert mér þetta Ijóst, brá
ég þessum mælikvarða á mitt eigið líf og
niðurstaðan var ekki uppörvandi: Algert
gjaldþrot. Þaö mátti lýsa lífi mínu með
beygingunni: Ég um Mig frá Mér til Mín.
Sem sagt: Ég hafði talið sjálfsagt að þiggja
og ekki svikizt um það. Og til þess aö auð-
gast ögn sá ég, að ekki dugöi minna en
gerbreyta sjálfum sér. Aðstæður til þess
voru kannski ekki sem hagstæðastar, ég
var þá með sjö manns í heimili, vann tvö-
falda vinnu til að endar næðu saman og
fjárhagslega átti ég nóg meö mig og mína.
En okkur yfirsést oft um tækifærin til aö
gefa; þau eru allt í kringum okkur þegar
betur er að gáö og mig langar til að nefna
lítið dæmi um bendingu, sem ég fékk. Einn
góðan veöurdag var ég á gangi vestur á
Hringbraut og heyrði þá rödd, sem sagöi:
Líttu til hægri.
Ég gerði það; leit til hægri.
Röddin kom aftur og spuröi: Hvaö
sérðu?
Ég svaraði: Ég sé hús.
Röddin: Hvaö hús er það?
Elliheimilið Grund, svaraöi ég.
Meira var það ekki, en það var nóg. Mér
var bent á gamla fólkiö og ég fór rakleiöis
til Gísla Sigurbjörnssonar, forstjóra á
Grund og bað leyfis að mega lesa upphátt
fyrir vistmenn á hverjum sunnudegi. í lengri
tíma fór ég þangaö á hverjum sunnudegi
og las upphátt og fólkið var svo þakklátt,
að þaö tók ekki gott og gilt aö ég kastaði á
það kveðju og færi að svo búnu. Ég varö
aö taka mér stöðu úti við dyr og fólkiö vildi
Gísli Sigurðsson ræðir viö
ÆVAR R.
KVARAN
um dulræn efni og lækningar, þar á meðal
dulrænan hæfileika sem uppgötvaöist hjá
Ævari sjálfum fyrir fáeinum árum og varö til
þess, að nú biöur hann fyrir og liösinnir sjúku
fólki og þjáöu og hefur á þriöja þúsund
manna leitað til hans vegna þessa