Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1982, Qupperneq 13
Hádegisveröur Cooleys er
kjötseyöi og franskar kartöflur.
Ennþá er langur dagur fram-
undan.
Meö rafstraumi kemur Cooley
hjarta sjúklings til aö slá á nýj-
an leik.
Skurölæknirinn er kominn
heim á Rollsinum sínum og í
glæsivillunni, sem þarna sést í
stórum garði, býr hann.
hjúkrunarkonur og tæknimenn fyrir hjarta-
og lungnavélarnar. Er skemmst frá því aö
segja, að fyrir frjáls framlög og hagnað af
góðgerðarskemmtunum var reist háhýsi,
27 hæða, sem kallað var „Cooley Tower“.
Kl. 6.30 förum við úr bilageymslunni í
kjallara þeirrar byggingar í lyftu upp á 3.
hæð. Þar eru skurðstofurnar, gjörgæzlu-
deildin og skrifstofa yfirskurðlæknisins. Við
göngum inn í herbergi, sem í samanburði
viö sali þýzkra yfirlækna á sjúkrahúsum,
líktist geymsluherbergi, þar sem ríkir ágæt
ringulreið. Bæði borðin eru yfirfull af papp-
írum, bókum, skjölum, Ijósmyndavélum,
linsum og alls konar tækjum og dóti. Og á
hillum í kring eru postulínsgripir, indverska
grafhýsið Tadsj Mahal úr plasti, fílar úr
íbenviði, seglskip úr látúni, tvö strútsegg
með áletrun frá Kristjáni Barnard, starfs-
bróður frá Höfðaborg, og hjarta úr mer-
skúmi. Og alls staöar í herberginu, hvort
sem er á veggteppunum, myndunum eða
sófapúðunum, er hjarta tromp.
Cooley situr við skrifborðið og les fyrir
nokkur bróf á segulband. Sum varða lyf
fyrir sjúklinga og aöhlynningu, en eitt er til
konu vegna fööur hennar, sem hann hafði
ekki getaö bjargað. Hann snýr sér við í
stólnum: „Þetta er nú meiri skriffinnskan í
stað þess að vera að skera." Hann stendur
upp og fer í slopp og réttir okkur sinn
hvorum: „Ég ætla að líta inn til sjúkl-
inganna."
Við göngum nokkur skref inn ganginn og
erum þá komnir aö gjörgæzludeildinni.
Klukkan er 7.00. í hverju hinna tíu her-
bergja er rúm viö rúm. Flestir hinna ný-
skornu sofa. Þeir eru fölir. Úr munni og nefi
liggja slöngur, og við brjóstið er fest raf-
skaut til að fylgjast með starfsemi hjartans.
Cooley gengur á milli rúmanna og nemur
aðeins staðar, þegar læknar eða hjúkrun-
arkonur skýra frá einhverjum vandamálum.
Þá eru þau rædd og fyrirmæli gefin. í gjör-
gæzludeildinni eru 100 sjúkrarúm — óskilj-
anlegur fjöldi miðað við það, sem þekkist í
Þýzkalandi. Þar bera læknarnir það alltaf
fyrir sig, þegar rætt er um hina fáu hjarta-
uppskurði á spítölum þeirra, að það þýöi
lítið að skera fleiri upp, því aö hvert eigi að
fara með sjúklingana á eftir? Þeir hafi í
mesta lagi 12 rúm á gjörgæzludeild.
Og fyrir marga hjartaskurðlækna er enn
ein skýring tiltæk. Þeir, sem starfa á vegum
háskóla, telja sig fyrst og fremst eiga að
sinna rannsóknum og kennslu stúdenta, en
ekki hinum mikla fjölda hjartasjúklinga.
Svo heyrist einnig hið sígilda og samróma
harmakvein yfir peningaleysi. Menn halda
að sér höndum og hugsa eins og mörgum
opinberum starfsmönnum er gjarnt: Því
sem ég fæ ekki lokið í dag, sný ég mér að á
morgun.
í Houston er stöðugur straumur sjúkl-
inga að skurðstofunum og frá, milli 30 og
40 á dag. Hafi sjúklingnum reitt vel af
Hvíld eftir tíu tíma viö skuröarborö-
iö. Frá sjúkrahúsinu er fimmtán
mínútna akstur heim til hans, en
þangaö kemst hann sjaldan fyrir
klukkan 10 á kvötdin. Þaö gefast
því fáar stundir til lestrar. Hann er
nú 61 árs gamall og aöspuröur, hve
lengi hann ætli aö leggja svo hart
að sér, svarar hann: „Eg hef ekkert
hugsað út í þaö ennþá. Þaö eru aö
vísu nokkrir góðir menn meö mér á
spítalanum, en meðan læknar um
heim allan treysta því, að ég geti
lagfært hvert hjarta, verö ég að
halda áfram enn um hríð.
fyrsta hálfan annan daginn, er hann fluttur
á venjulega stofu.
Kl. 7.40 setur Cooley á sig „skuröhúf-
una“ og ennislampa. Með stækkunargler-
augu á nefinu heldur hann síðan af skrif-
stofu sinni i skurðstofurnar. Þær eru tiu
talsins, og þar hefur allt verið í gangi frá kl.
7.00. Sjúklingarnir í fyrstu umferð hafa
þegar verið svæfðir á skurðarborðunum.
Skurðlæknarnir opna brjóstkassa sjúkl-
inganna með rafmagnssögum, svo að
hægt sé að komast að hjartanu. í forstofu
hefur deyfingarlæknir fest upp á vegg lista
yfir verkefni dagsins. Föstudaginn 7. ágúst
1981 er gert ráð fyrir 35 uppskurðum.
Cooley lítur á dagskrána og ákveður að
byrja í stofu 8, þar sem er 41 árs gömul
kona með þrengsli fyrir hjartaloku. Hann
sker hjartað upp, losar um þrengslin á
lokubörmunum og saumar hjartað saman
aftur. Hann innir aöeins af höndum sjálfa
„viðgerðina". Hún tekur tíu mínútur. Að-
stoðarlæknar sjá um að opna og loka
brjóstkössunum. Eftir síðasta saumsporið
tekur Cooley ennislampann úr sambandi
og fer yfir í stofu 1.
Nýr sloppur, nýir hanzkar. Hér á að losa
um samvöxt i hjartaloku. Þaö er þegar búið
að opna brjóstkassa sjö ára drengs, en
hjarta- og lungnavélin hefur þó ekki verið
tengd við hann. Hún sér um blóðrásina,
meöan kyrrt hjartað er skorið upp. Cooley
gengur að skurðarboröinu og undirbýr
tengingu vélarinnar. Þegar dælan er komin
í gang, opnar hann hjartað og síöan hina
samgrónu lungnaæðarloku. Eftir 20 mínút-
ur er aðgerðinni lokið. Ennislampinn er
tekinn úr sambandi og Cooley hverfur í
stofu 3. Klukkan er 8.30.
I stofu 3 liggur 53ja ára gamall ung-
verskur læknir á skurðarborðinu. Hann býr
í Mexíkóborg. Hann er meö hjartakveisu
(angina pectoris) og á aö fá fjórar hliðar-
æðar (bypass).* Þær eiga að liggja framhjá
þrengslunum í kransæðum hjartans. Áður
en Cooley hefst handa, heilsar hann mexík-
önskum starfsbróður, sem fylgdi vini sínum
hingað. Skurðlæknirinn biður um, að ný
snælda sé sett á með balletttónlist. Dælan
er komin i gang. Hjúkrunarkona réttir fram
æðar, sem búið er að skera úr fótum sjúkl-
ingsins. Cooley sker fjórar hliðaræðar úr
þeim. Þær líta út eins og ánamaðkar. Eftir
hálftíma eru þær allar komnar á sinn staö.
Hjartasérfræðingurinn frá Mexíkó hvíslar
að mér: „Ég hef séð marga skurðlækna að
starfi, en þessi er engum líkur. Engin hreyf-
ing til ónýtis, ekkert augnablik til spillis.
Hver skurður, hvert saumspor, hver hnútur
eins og hann ætlaöist til.“ Allt fer rólega
fram, leikandi létt að sjá. Ekki sést svita-
dropi á enni skurðlæknisins. Kennari hans,
Blalock, spurði Cooley eitt sinn mörgum
árum eftir að leiðir þeirra skildu: „Hvernig
er það, Denton, geturðu enn hnýtt hnúta í
eldspýtnastokki?“ Hann svaraði: „Með
annarri hendi, hægri eða vinstri, hvort sem
þú vilt.“
Áður en Cooley fer úr skurðstofunni,
áritar hann fyrir hinn mexíkanska starfs-
bróöur sinn bókina „Cooley“ eftir brezka
rithöfundinn Harry Minetree, en hann var
sjálfur sjúklingur þarna í Houston.
Gengi þessa sjúkrahúss byggist ekki
einvörðungu á höndum eins manns. Það er
hin vel smurða vél, hin hárnákvæma færi-
bandavinna alls starfsfólksins, sem skapar
öryggið og styttir tímann, sem aðgerðirnar
taka.
Til þess að verksmiðjan gæti gengið
með fullum afköstum, þurfti fjármagn til aö
kaupa nauösynlegan tæknibúnað og ráða
nægilegt starfslið. Stofnféð lögðu nokkrir
olíumilljónamæringar fram. Málverk af
stórtækum gefendum hanga í anddyri
sjúkrahússins. Sá sem kostaði lyftu ti!
dæmis, fékk minningartöflu um sig yfir dyr-
um lyftunnar.
Frá sjúklingunum kemur fé til að standa
straum af rekstri sjúkrahússins og all-
nokkru betur. Sjúklingarnir eru allir á eigin
vegum. Hver sem ætlar að gangast undir
uppskurð í Houston, verður fyrst að telja
fram 7000 dollara við afgreiðsluborðið við
skráningu — hvort sem hann er Banda-
ríkjamaður, Þjóðverji, itali eöa Mexíkóbúi.
Skráningargjaldiö er fyrirframgreiösla
upp í dvölina á sjúkrahúsinu og fyrir fyrstu
rannsóknirnar. Allir læknar með sérgrein,
sem meðhöndla sjúklinginn, senda reikn-
ing fyrir verk, hjartasérfræðingurinn t.d.
fyrir nákvæma rannsókn í upphafi 750 doll-
ara og Cooley um 3000 dollara fyrir upp-
skuröinn. Hver sprauta, hver tafla og hver
gerviloka er reiknuð sér.
Klukkan 9.50 byrjar Cooley á fjóröa upp-
skurðinum. Sjúklingurinn er 63 ára gamall,
og í hjarta hans saumar skurðlæknirinn
skeifulaga hlut til stuðnings hjartaloku. Auk
þess kemur hann fyrir þremur „hliðaræð-
um“, teknum úr fæti sjúklingsins.
Klukkutíma siðar stendur hann aftur viö
* Margir íslendingar hafa gengist undir
þessa aógerö í London og var því lýst í
Morgunblaöinu skömmu eftir áramótin. Þær
aögeröir hafa yfirleitt heppnast mjög vel.