Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1982, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1982, Page 14
skuröarborðið í stofu 1 og lokar opi á hjartamilliveggi átta ára drengs með dakron-bót. Kl. 11 hafa hinir tíu starfshópar Cooleys lokið við 12 uppskurði. Cooley fer inn í herbergi sitt. Á skrifborðinu er listi með v símanúmerum. Starfsbræður hans vilja ræða við hann. Hann sinnir nú símanum um hríð og segir nokkrum sinnum: „Þetta er Cooley, varst þú að hringja?" Kl. 11.50 liggur leiðin að skurðarborði aftur. í stofu 3 eru æöar fluttar úr fæti fimmtugs Hollendings að hjarta hans. Rétt fyrir kl. 13 er því lokiö, og Cooley fer aftur inn á skrifstofu sína, les fyrir þrjú bréf og segir svo: „Nú þarf ég að fá mér einhverja næringu." Hann tekur bolla úr skáp, rífur upp súpupakka og hrærir sér kjötseyöi í heitu vatni. Með því borðar hann franskar kartöflur. Á eftir fær hann sér grænan ís úr kæliskápnum. „Þaö er sami matseðillinn hjá mér á hverjum degi og á námsárum mínum," segir Cooley. Kl. 13.15 er hann kominn að skurðar- borði aftur. Sjúklingurinn, með alvarlega æðakölkun, er aðeins 16 ára, næsti er 68 ára og verður að fá gerviloku fyrir aðalslag- æð, en síðan kemur röðin aö öðrum 16 ára sjúklingi, stúlku, með mjög alvariegan, meðfæddan hjartagalla. Helzt hefði þurft að skera úr henni hjartað, snúa því við og sauma það rétt aftur. En þar sem þess er enginn kostur, verður aö freista þess að bæta úr göllunum meö öðrum leiöum. Þetta veröur erfiö og mikil aðgerö, en aö auki verður að taka tillit til þess, að foreldr- ar hennar eru Vottar Jehóva, og blóögjöf kemur ekki til mála. Læknarnir hafa skrif- lega heitiö því að virða það boö, einnig þótt lífið liggi við. Cooley verður að hafa hraðann á, en flýtir sér ekki þess vegna. Hann er kaldur og rólegur, en deyfingarlæknirinn svitnar. Cooley saumar, unz bótin situr, eins og hann vill hafa hana. Kl. 18.25 lokar hann hjartanu, tekur hjarta- og lungnavélina úr sambandi og dregur af sér gúmmíhanzk- ana í síðasta sinn á þessum degi. En hann er ekki alveg laus ennþá, því að hann fer að loknum hverjum vinnudegi beint í herbergi nokkurt, þar sem aðstand- endur sjúklinganna eru búnir að bíða milli vonar og ótta eftir meistaranum. Það slær þögn á alla, þegar hann birtist í dyrunum. Hann dregur upp úr sloppvasanum búnka af kortum með nöfnum sjúklinganna og upplýsingum um gang aðgerðanna. Hann kallar: „Frú Philipps?" Konan sprettur á fætur með tár í augum. „Hafið engar áhyggjur, þetta gekk vel, við settum nýja hjartaloku í hann, og þér megið heimsækja hann á gjörgæzludeildina á eftir." Og þann- ig gengur það, únz allir hafa fengið sínar upplýsingar. Margir taka í hönd Cooleys, og sumir biðja hann að árita bókina „Cool- ey". En þeir dagar koma einnig, þegar hinn mikli skurðlæknir verður að lúta í lægra haldi. „Dauðsföll tekur hann sér nærri," segir mér náinn vinur hans, „en þau ræna hann þó ekki svefni. Hann veit, aö hann hefur gert betur en nokkrum öðrum hefði verið mögulegt, þótt það dygði ekki. Ef góður guö skipti sér ekki af málinu, var það ekki honum að kenna." Sv. Ásg. úr „STERN“ Aftur farinn að hjóla Hann er 36 ára, og læknar segja, ad hann væri ekki á lífi, hefði hann ekki verið skor- inn upp í Houston. Hjartaloka hafði skemmzt í veikindum. Hann gat vart kom- izt úr rúmi. í jan. 1979 saumaði Cooley gerviloku í hjartað, og hálfum mánuöi síðar var hann kominn heim. Áður en Alexander Haig varð utanrskis- ráöherra Bandaríkj- anna, gekkst hann undir hjartauppskurð í Houston. Hann er þarna meö yfirlæknin- um, hjartasérfræö- ingnum Robert Hall. ~7f Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi Morgunninn Morgunninn hefur svift mig draumnum. Ég er eins og fatafella framan i lostafullum deginum Þrju hænufet Blóm gleöinnar hefur opnaö buddu sína þó enn séu þrjú hænufet frá sólhvörfum. Hvaö veröur þá þegar vorskipin koma? SvavarJónsson Við skulum gleyma Viö skulum gleyma ginandi og græögislegum byssuhlaupum og skrattasveiminum sem skundar um í heiminum. Viö skulum gleyma nýmáluöum og nálegum eldflaugaskotpöllum og öllum græjunum i geiminum sem granda munu heiminum Viö skulum gleyma vargasveiminum og vigvélum i geiminum og vera ein í heiminum um stund. Hefð og nýsköpun Framhald af bls. 7 heiminum, fór að mæta bæði skilningi og viröingu í heimalandi sínu, þótt hann væri búsettur erlendis. Og auövitað hafa menn ætíö lesið verk hans af meiri áfergju en yfirvöld hafa nokkurn tímann viður- kennt...“ „En Milosz á sér ekki lærisveina eins og Przybóá, eöa hvað?“ „Skáldskapur Milosz er svo fjölþættur og margræður aö hann hefur smitað út frá sér meö ýmsum hætti. Hann hafði mikil áhrif á ung skáld á hernámsárunum. Eftir 1956 kom Herbert svo fram á sjónarsviðiö og þótt hann hafi æ síðan verið það Ijóð- skáld sem útlendingar þekktu best, þá höf- um við Pólverjar sjálfir ævinlega litiö á hann sem sporgöngumann Miloszar. Svo við víkjum aftur að „nýbylgjunni", skáldskap áttunda áratugarins, þá er hann athyglisverður ekki síst fyrir það að í hon- um mætast þessar tvær heföir eða hreyf- ingar sem ég hef gert að umtalsefni. Ljóðskáld nýbylgjunnar eru afar næm fyrir eiginleikum málsins. Frá eldri skáldum hafa þeir erft alls konar tilraunastarfsemi; orða- leiki, orðasmíði og umturnun á málvenjum. En þessi ungu skáld hafa hins vegar um- skrifaö þessa orðaleiki, yddað þá og gert úr þeim voþn sem dregin eru fram til aö berja á þeim sem misnota málið, fjölmiöl- um, áróðursstofnunum og kerfisköllum. Síðan gerist það aö ýmis þessara ungu skálda, t.d. þeir Stanislaw Baranczak og Ryszard Krynicki, ganga í andófsskáldskap sínum í eina sæng meö annarri og gagn- stæðri hefð, þ.e. Ijóðagerð Herberts og Milosz, með því að fínpússa og stílfæra Ijóö sín. Upphafiega voru mörg ungu skáldanna lítt hrifin af Ijóðum Herberts, sögðu hann vera meinlausan fagurkera sem léki sér með goöafræði og sagnir. Brátt skildist þeim þó aö Ijóð hans höföu ýmsa kosti, opnuðu ýmsar gáttir sem ekki var að finna í konstrúktífum skáldskap. Þau sýndu ungu skáldunum fram á hvernig mætti beita ýmsum skáldskaparháttum, líkingum, ír- óníu, (vitnunum og ólíkum Ijóðrænum talsmáta. Á áttunda áratugnum sameinast sem sagt þessir tveir straumar og mynda nýja heild. í skáldskap Krynickis, sem ég hef sjálfur miklar mætur á, er allt annaö að gerast, skáldiö reynir á þanþol málsins til hins ýtr- asta, sníöur af setningum uns þær eru orðnar nánast að engu, en segja þó allt sem segja má. Ekki er auðvelt að komast til botns í Ijóðum Krynickis, en ég er sa> n- færður um að hann boðar nýja tíð í póls k- um skáldskap. Hann smíðar Ijóð sín jr orðaleppum hvunndagsins, reynir að blá„a nýju lífi í þá, gera þá virka í nýju samhengi. Hann hlustar eftir hjali móður við barn sitt, samræöum reyndra og óreyndra, barna og fulloröinna, hinu innilega og einkarlega málfari hvunndagsins, þegar hugrenningar fólks eru tærar og einfaldar. Okkur lesendunum er svo uppálagt aö binda endahnútinn á orð Krynickis, — þá er það sem hið skrifaða orð byrjar að neista. Skáldskapur af þessu tagi er gerður meö útilokunaraðferðinni, meö því að draga stöðugt mörk og ég held að hann eigi sér mikla framtíð í pólskum bókmennt- um. Út af fyrir sig er það ekki nýtt að skáld skuli leita á náðir daglegs máls. Hins vegar hafa menn fariö óvenjulega leið til þess arna hér í Póllandi og þeir sem þaö hafa gert eru engir byrjendur, heldur viður- kenndir snillingar í meðferð tungunnar. Auðvitað fylgir þessari Ijóöagerö viss áhætta. Stundum mistekst Krynicki og botninn dettur úr Ijóðum hans. En hann er aö fást við afar strembinn hlut og ég held að erfiði hans eigi eftir að bera ávöxt. Umfram allt er í þessum nýja pólska kveðskap að finna hógværð sem er ný- næmi hór í landi. Skáldið kemur fram sem einn úr fjöldanum, en sá „fjöldi“ er ekki óhlutlægt, skáldlegt hugtak, heldur nafn- laus, ráðvilltur hópur venjulegra launþega í Póllandi. Skáldiö hefur enga löngun til aö umskapa eöa umturna, búa til nýjan heim, það vill heldur ekki vera véfrétt eða spámaður í anda Milosz. Ungu skáldin hugsa ekki þannig. Þau deila meö fjöldan- um kjörum, þönkum, áhyggjum og tjá sig lágri röddu, rétt eins og fólk sem hittist á förnum vegi fyrir tilviljun og hvíslast á nýj- um upplýsingum og frásögnum." 14,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.