Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1982, Síða 3
Siro Angeli
Heimkoma
Kýr bauJar, barn grætur,
hundurinn fer aö gelta. Allt eins og áöur var.
Ó, aö ég heyröi nú einnig hamarshögg
kveða viö frá smiðjunni.
Einhvur heilsar mér: Ertu á lífi?
En fótatak foreldra minna
það berst mér ekki til eyrna,
aðeins í hjarta mínu greini ég þaö.
Hávaxiö illgresi
þekur matjurtagarðinn á baklóöinni
— /' sólskini
og allt í kring einhvurjir húsveggir...
Jerzy Wielunski frá Pólandi þýddi á íslensku
úr retorómönsku, máli sem talað er í suö-
austur Sviss
mannalatína.
hreinskrifaði.
- stundum kallaö sveita-
Guðmundur Daníelsson
Jachen Juzzi
Þeir framliðnu
og við
Hinum framliönu líöur vel
þeir eru heima hjá sér
meöan við þreytum gönguna
flakkandi hvíldarlaust
stað úr stað um þessa jörð.
Og ekki vitum viö
hvurs er að vænta
fyrr en aö leiöarlokum,
þegar einnig við erum komnir
heim.
JERZY WIELUNSKI frá Pólandi þýddi á ís-
lensku úr friulönsku máli, en Friuli er hérað á
Ítalíu. Guðmundur Daníelsson hreinskrifaði.
(
Hjálmar frá Hofi
Einn
af sonum
Braga
Hjálmar Þorsteinsson frá Hofí
andaðist 20. maí sl. á 96. aldursári,
fæddur 5. sept. 1896. Hann var
kunnur fyrir kvæði sín og stökur.
Bækur hans voru þessar: Geisla-
brot, Kvöldskin, Munarósir og
Rökkurstundir. Hér koma nokkrar
vísur eftir hann:
Hann átti góða konu, sem hann
mat mikils og með henni mörg
börn. En hann var alltaf mann-
blendinn og þótti ekki verra að
tala við konur en karla. En hvort
hann hefur sagt satt í þessari vísu,
er ekki gott að vita.
Þegar ég segi eins og er,
er það rétt að vonum:
Albest hefur yljað mér
ást frá giftum konum.
Þessi er ort við heimaarinn:
Enn er sagan sönn og góð
sögð af Bragaþingum:
Oft er fagurt ástaljóð
ort af hagyrðingum.
Um rógbera orti Hjálmar:
Ef þú angrar meira mig
með þitt ranga slaður,
tukthúsfanga tel ég þig,
tungulangi maður.
Skáldkonurnar Ólína og Herdís
Andrésdætur sendu Hjálmari bók
sína og fengu að launum þessa
stöku:
Sannleikann vill segja þér
sonur íss og fanna.
Ennþá getur yljað mér
ylur skáldakvennanna.
Þetta er haustvísa:
Breytast tímar nú á ný,
naum er skíma orðin.
Valdið grímu veldur því,
vona hrímar storðin.
Það kom fyrir að Hjálmar fengi
nokkurn glaðning hjá úthlutunar-
nefndum. En ekki var á þá lukku
að treysta. Þessi vísa er frá 1938.
Ekkert sæti enn ég hef
inn við Braga línu,
þótt ég rauli rímnastef
rétt aö gamni rnínu.
Sjálfsgagnrýni:
Enn skal herða orkustarf,
auðna högum ráði.
Ég fékk góðan ættararf,
illa þó hans gáði.
Lengi var það í minnum haft
þegar þeir Hjálmar og Sveinn frá
Elivogum háðu einvígi í Varðar-
húsinu í Reykjavík. Það var á ár-
unum á milli stríða. Þeir ortust
þar á og hljóp báöum kapp í kinn.
Urðu sumar vísurnar ljótar, að-
sókn var mikil og skemmti fólk sér
vel. Þetta munu báðir hafa gert til
að afla sér nokkurs skotsilfurs,
bændur hvor á sínu landshorni og
börðust í bökkum á kreppuárun-
um. Fæst mun af þeim kveðskap
hafa verið tíundað í bókum þeirra
hagyrðinganna. Þeir voru kunn-
ingjar fyrr og síðar. Þegar Sveinn
féll frá orti Hjálmar:
Ekki skal ég erfa það,
óðar fyrr á þingi
þó að reiddir bæsingsblað
bróður hagyrðingi.
Um viðskipti þeirra Sveins orti
Hjálmar:
Ekki hlaut ég af þeim mein,
er þó skylt að greina,
aö skylmingar við skáldið Svein
skyldu fáir reyna.
Aður hafði Sveinn ort þessa
vísu um þá Hjálmar og Gísla
Ólafsson frá Eiríksstöðum.
Lengi hvíslast lýðum hjá
lakir píslarsálmar.
Hver eins áysla oftast á
einhvern Gísla og Hjálmar.
Hér er enn ein af vísunum um
Elivoga Svein og sýnir að hlýtt
hefur Hjálmari verið til þessa
skáldbróður síns, þótt oft væru
kaldar kveðjurnar sem á milli
þeirra fóru:
Hér er lundin hlý í kveld,
hraðar undir streyma.
Enn hef ég fundið að ég held
óskastundir heima.
Eins og oft hefur verið haft á
orði haft um skáldmælta menn
mun Hjálmar á sínum bestu árum
nokkuð hafa hallað sér að Bakk-
usi, þó kannski ekkert meira en
gengur og gerist. Svona svaraði
hann ávítum:
Láttu þér ekki svör þau sæma,
sigraöu heldur glöpin þín.
Það er ekki þitt að dæma
þótt ég drckki brennivín.
Hann segir á öðrum stað:
Það er enn í böli bót, —
bjargar fornum siðum:
Alltaf leyfast ástarhót
okkur Bragasmiðum.
Þetta er kveðja til vinar:
Þá mig höföu glöpin grætt, gafstu
Ijós í skugga,
hlýjan frá þér hefur brætt
hélu af sálarglugga.
Um vetur var Hjálmar að koma
í bíl að norðan. Nú hallaði suður
af.
Þig mig tekur sárt að sjá
svona blómum rúna.
Þú ert fremur fól á brá
fjallameyjan núna.
í sömu ferð, þegar sást til
Reykjavíkur:
Helgi skoðum bræðrabands,
birtist goðahöllin.
Sjáum boða suðurlands,
sólin roöar fjöllin.
Geymast lengi gullin hans,
gróður í andans haga,
Elivoga útlagans,
eins af sonum Braga.
Hér eru svo lokavísurnar þrjár
að þessu sinni. Þær bera það með
sér að aldinn maður kveður:
Höfuð mitt er hæra grá,
hnígur sól að kveldi.
Björt er folnuð blysin frá
bernsku minnar eldi.
Skylt er að hlýða skapadóm,
skini hallar dagsins.
Eins og kalið brekkublóm
bíð ég sólarlagsins.
Yfir nóttin færir frið,
fegurð óttu þrotin.
Þá er hljótt að hlusta við
húsa tóttarbrotin.
J.H.J.