Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1982, Side 5
urinn Richini latneska versagerö — bæöi
fræöilega og meö hagnýtum æflngum í
skáldskap — og kirkjusöng, og þaö átti
eftir aö hafa mikilvæg áhrif á sérhljóöartka
íslenzka sönghefö. íslenzku Biskupa sög-
urnar lýsa því hvernig þetta lærdómssetur
dró til sín „margra góöra manna börn“,
bændabörn, sem voru send til þess aö lesa
heilög rit; sumir skrifuöu, aörir sungu, enn
aörir lásu eöa þá kenndu. Lærdómurinn
breiöist út meöal þjóöarinnar. Og ef ég nú
vildi skjóta inn í svo óskyldu efni sem
kvenréttindum á okkar dögum, þá mun
nútíma lesandi ekki verða svo lítið hissa
þegar hann les nöfn þeirra sem voru viö
nám á hinu norölæga islandi snemma á 12.
öld og kemst aö raun um aö hér var engínn
greinarmunur geröur á körlum og konum.
Af þeim sem sérstaklega er getið fyrir
lærdóm, er „hreinferöug jómfrú, er Ingunn
hét“. Þessi Ingunn á aö hafa verið afburöa
vel aö sér í (latneskum) bókmenntum og
málfræöi:
Á Þingeyrum var Benediktaklaustur.
Annaö var á Munka-Þverá, en þar var
Nikulás Bergsson ábóti um miöja 12. öld.
Hann var einn af hinum mörgu hálæröu
íslenzku klerkum á þessari tíö. Víðförli
ábótinn, Nikulás, skrifaöi ekki einungis
leiöbeiningar handa þeim sem fóru til italíu
og Landsins helga (pr. í Symbolas ad
geographiam medii aevi), hann var líka
skáld. Eftir ábótann hefur varðveizt í allar
þessar aldir smábrot (þrjú vers) úr drápu
um Jóhannes postula (Jónsdrápa) og enn
minna brot úr Kristsdrápu.
Á þessum dögum gerist þaö og aö Þor-
lákur Þórhallsson gengur í skóla hjá Eyjólfi
Sæmundssyni „hins fróöa“ í Odda. En Eyj-
ólfur haföi tekiö viö stjórn á lærdómssetr-
inu eftir fööur sinn, Sæmund Sigfússon.
Þorlákur sem átti þaö eftir aö verða einn af
mestu andlegum vökumönnum í Sögu is-
lands (og tekinn í tölu helgra manna 1199,
sex árum eftir dauöa hans), fór síðan til
Frakklands til frekara náms viö Sankti-
Viktors klaustriö í París og því næst til
Englands þar sem hann var líka viö nám í
Lincoln. Þetta eru sömu staðir sem gera
má ráö fyrir aö annar áhugaveröur stúdent
hafi dvaiiö nokkru fyrr: Sá maöur var Ey-
steinn Erlendsson, síðar erkibiskup í Niöar-
ósi (sem vígöi Þorlák til Skálholts 1178).
Meö þeim var náin samvinna. Þaö eru
hliöstæður meö þeim tveim og öörum mikl-
um kirkjuhöföingja frá hér um bil sama
tíma. Á ég hér viö enska erkibiskupinn,
Thomas Beckett af Kantaraborg, sem
myrtur var í dómkirkjunni 1173. Allir þrir
höföu þeir úrslitaáhrif á kirkjuna í heima-
landi sínu.
En áöur en Þorlákur varö biskup lagöi
hann grunn aö nýrri andlegri miöstöö á
íslandi. Hann stofnaöi Þykkvabæjarklaust-
ur á suöurströnd landsins og varö fyrsti
ábóti þess og innleiddi þá bókmennta-
menningu sem síöan setti svip sinn á þetta
klaustur. Þar var Brandur Jónsson síöar
ábóti. Hann geröi þýöingu á norrænu á
Alexanderssögu fyrir Magnús, son Hákon-
ar konungs. Og ennþá seinna hittum viö í
klaustrinu munkinn Eystein Ásgrimsson,
sem ort hefur fegursta kristna kvæöiö frá
miööldum Norðurlanda. Bróölr Eysteinn
orti „Lilju“-kvæöiö, sem leysti „Geisla" af
hólmi sem fyrirmynd kristinna kvæöa.
Einar Skúlason kemur fram á þeim dög-
um, þegar stórkostleg andleg hreyfing er á
feröinni bæöi í Noregi og á Islandi, og er á
íslandi forboöi þess blómatíma sem koma
skal m.a. meö Snorra Sturlusyni næstu
hundraö árin. I „Geisla“ ber þetta tímabil
hæst, þar mætir goöafræöi gamla tímans
hinum nýja guðdóms-geisla, geisla yfir-
jarönesks Ijóss, og þar er líka aö finna
hljómbotn þeirrar ritmenningar sem einnig
umlykur Einar Skúlason þar sem hánn er í
Niðarósi og yrkir kvæöi um kónginn helga.
Þaö má t.d. benda á Niðrstigningarsögu,
sem nú er að mestu gleymd, og snýst um
för Jesú til helvítis, norræn þýöing á æva-
fornu gnostíkaríti. Einar þekkti mörg
sagnasöfn um heilaga menn og Mariu mey,
og umfram allt hlýtur hann aö hafa veriö
kunnugur hómilíu-bókum. I þessu bók-
menntaumhverfi var einnig aö finna bækur
eins og t.d. Rímbeyglu og Physlologus,
bækur þar sem forn spásagnafræöi og
fornegypzk náttúrufræöi voru tekin upp í
kirkjulega þjónustu.
Maöurinn sem heilsar konungsbræörum
og erkibiskupi svo kurteislega í Kristkirkju
1153 er afkomandi Egils Skallagrímssonar:
Hann hefur varöveitt gömlu skáldaheföina,
en í nýtt andlegt umhverfi sækir hann
myndina sem er nógu áhrifamikil til þess
aö sameina gamalt og nýtt: Ólaf. I Ólafs-
mynd Einars Skúlasonar ummyndast saga
og samtíö jöfnum höndum og hefur
staðið stööugt og faliö í sér mátt til aö lifa
langt fram á lúterska öld.
Sighwatur fra ek at segdi
soknbradr konungs daadir
spurt hefir awlld at orti.
Ottar vm gram drottar.
Þeir hafa þeingil Mæra
þui er syst frama lystann
helgum lyt ek er hetu
hofuöskaalld fira jofri.
(„Geisli“, 12. vers.)
„Geisli" er ekki án fyrirmynda, hvorki
sem norrænt helgikvæði eöa Ólafskvæöi.
Elzti vitnisburöur um helgikvæði í Norræn-
um bókmenntum er ágrip eftir Eilíf Guörún-
arson í Snorra-Eddu: Kristur er þar kallaö-
ur Rómar-konungurinn, og situr viö Urðar-
brunn. Skömmu áöur en „Geisli" varð tll,.
orti rómverskur riddari, „Plácitusar“-
drápu, sem er um heiðinn rómverskan
riddara, Plácitus aö nafni sem mætir hirti
meö lýsandi kross milli hornanna. Hér um
bil frá sama tíma og „Geisli" er líka „Lelö-
arvísan", sem ræöir um sunnudaginn, og
lýSir því hve mikla þýðingu sunnudagurinn
hefur haft í öllum stærstu viðburöum
heimsins.
En „Geisli“ er ekki einungis elzta helgi-
kvæöiö sem varöveizt hefur óstytt, þaö er
fyrst og fremst áhugavert fyrir þaö aö vera
Ólafs-kvæði. Einar Skúlason nefnir sjálfur
Sighvat skáld og Óttar svarta, báðir voru
þeir hiröskáld hjá Ólafi Haraldssyni, og
báöir ortu þeir kvæöi um konunginn meö-
an hann var á lífi — Óttar lagöi beinlínis líf
sitt aö veöi. Sighvatur orti þar aö auki erfi-
drápu um konunginn um þaö bil áratug
eftir orrustuna á Stiklarstööum, þar sem
konungurinn helgi kemur fram.
Eldri en erfidrápa Sighvats er samt
„Glælognskviöa“ eftir Þórarin Loftungu, ort
fáum árum eftir fall konungs. Þaö er æriö
þverstæöukennt aö drápan er í lofkvæöa-
stíl og til mótherja Ólafs, Sveins Alfífusonar
Danakonungs. Þar biöur skáldiö konung
Dana aö aöhyllast dýrkun Ólafs helga.
„Glælognskviða" er elzti bókmenntalegi
vitnisburðurinn um aö Ólafur er helgur
haldinn: Þar fáum viö aö heyra aö hann var
ekki raunverulega dauöur þegar hann var
lagöur í gröf. Enn vaxa hár og neglur á
honum, í kirkjunni hringja klukkurnar sér
sjálfar og Ijós kvikna af sjálfu sér. Þar aö
auki komumst viö aö raun um aö fatlaðir
og blindir staulast og þreifa sig áfram til
þess aö leita lækninga hjá helgikónginum.
í „Erfidrápu“ fáum viö ennfremur aö heyra
af hálfu Sighvats skálds — meö greinilegri
bendingu til Golgata — um sólmyrkvann
sem á aö hafa átt sér staö á Stiklarstööum
meðan á orrustunni stóö. En allt eru þetta
undanfarar. í „Geisla“ er þaö mynd Ólafs er
drottna skal um norrænar miöaldir og
fengiö hefur fyllingu: Kraftaverkamaöurinn,
sem læknar þá sem líða, himinriddarinn,
hinn eilífi konungur og löggjafi — og ekki
hvaö sízt: spegill Krists.
„Geisli“ eða Ólafsdrápa, hefur dregiö
nafn sitt frá fyrsta og sjöunda versi, þar
sem Ólafur er kallaður „gunnöflugur geisli“
— vígdjarfur geisli — „miskunnar sólar“ —
frá miskunnar sól (1. vers) og „alstyrkur
geisli guös hallar" — reginstekrur geisli
Guös hallar (7. vers). Þannig er þaö hinn
himneski Ólafur sem veröur á vegi okkar,
píslarvættiskonungurinn, sem er tekinn inn
í her himnanna sem riddari Guös og fær
allt sem han óskar frá „gram sólar“ —
sólarkonunginum.
Kvæöiö er drápa — 71 vers — undir
dróttkveönum hætti meö stefi, konunglega
bragarhættinum sem um leið er allra hátta
erfiðastur.
Kvæöiö er byggt upp meö seytján versa
inngangi ásamt fyrsta stefversinu, þar sem
skáldið snýr sér fyrst til heilagrar þrenning-
ar og biöur um hjálp og segir frá því aö
hann syngi Ólafi lofsöng. Ennfremur setur
hann fram í stuttu máli frásögn af fæðingu
Jesú, dauða og upprisu á þriöja degi. Hann
heldur áfram aö segja frá hinum miklu
andagáfum, sem mönnum eru gefnar, og
aö kirkjan var sett á stofn. Ólafur er síðan
leiddur inn sem dýrölegur sterkur geisli
sem okkur öllum ber aö dýrka. Þá snýr
skáldið sér beint aö konungsbræörunum
þremur og biöur þá aö beina huga sínum
aö þeim undrum sem gerzt hafi um Ólaf,
eins býöur hann Jóni erkibiskupi aö hlýða á
kvæðiö, hiö sama býöur hann „gildu fólki“,
sem er í kirkju þennan dag og loks öllum
Norðmönnum. Hann heldur áfram í stuttu
máli aö ræða um jarðneskt líf Ólafs, Stikla-
staðarorrustu og drauminn um himinstig-
ann fyrir píslarvættisdauöann.
Þá kemur miöhlutinn, 27 vers (níu af
þeim svokallaöur stefjabálkur hver þrjú
vers) sem fela í sér eiginlegt erindi Einars
Skúlasonar meö kvæðinu: Þaö er ekki
jaröneskt líf Ólafs sem hann vill skýra frá
— þaö hafa þeir Sighvatur og Óttar gert —
heldur lífi hans eftir dauðann, um hin
mörgu og miklu jarteikn sem geröust — og
hafa gerzt fyrir Ólaf. Það byrjar þegar meö
sólmyrkvanum þegar konungurinn var ráö-
inn af dögum og Ijósinu sem kviknaöi yfir
líki konungs. Á eftir fara frásagnir um
blindan mann sem fékk málið fyrir náð
konungsins helga. Þaö er fariö meö okkur
til Hlýrskógsheiöar (í Slésvík), þar sem
hann veitir Magnúsi syni sínum hjálp, gegn
Vindunum heiönu. Því næst kemur lýsing á
orrustunni viö Öngulsey í írlandshafi, sem
áöur hefur veriö talaö um, þá um danska
konu þar sem brauöið breyttist í stein af
því aö hún fór aö baka að kvöldi Ólafs-
messu, ennfremur tvær nýjar kraftaverka-
lækningar á tunguskornum mönnum. Einar
snýr sér síðan aö byzanzka heiminum þar
sem Ólafur veitir Væringjahirðinni liö í
bardaga viö heiöingja.
Undir lokin fáum við svo sagnir um jar-
teikn sem nýlega höföu gerzt. Um prest
einn sem haföi verið hart leikinn, en hafði
verið læknaöur af Ólafs hreinu hönd af
beinbrotum, skorinni tungu og augum sem
stungin höföu veriö úr honum. Lík krafta-
verkakonungsins hvílir hér í kirkjunni, í
skrautskríni, segir Einar: En hann sem linar
neyðina,
„nú lifir hraustr af hæstri
himna valldz þar er alldri
faarskeröandi fyrda
fridarsyn gledi tyniz".
Þaö lætur undarlega í eyrum nútímales-
enda aö undir lokin ber skáldiö beinlínis
fram ósk um þokkalega borgun — í gulli —
fyrir hiö snjalla kvæöi, en aö skáld geröu
það var ekki svo fátítt á þessum dögum:
Hann minnist „Sigurðar eldra“ (þ.e. Sigurö-
ar Jórsalafara), sem Einar haföi áöur verið
tengdur nánum böndum, minnist áhuga
hans á góöri gullhringsgjöf. Þaö var ekki
nema sanngjarnt að minna á þetta.
Svo er aö minnsta kosti sagt, aö þegar
skáldið lauk kvæöinu, hafi Niöarósdóm-
kirkja fyllzt dýrlegum ilmi:- Þaö var helgi
konungurinn sjálfur sem meö nýju jarteikni
lét í Ijós aö hann kynni aö meta kvæðið.
Sú Ólafsmynd sem okkur er gefin í
„Geisla“ er alls ekki ótvíræö. Eitt af því sem
kemur okkur skýrast fyrir sjónir er Ólafur
sem spegill Krists. Þaö á t.d. viö um sól-
myrkvann yfir Stiklarstöðum, sem áöur
hefur verið komiö aö. Sighvatur skáld get-
ur þess aö slíkur sólmyrkvi hafi átt sér
stað, en Einar Skúlason fullyrðir þaö sem
Sighvatur aöeins drepur á. — Hér er um
hliðstæður aö ræöa: Ölafur og Kristur:
eitt sinn áður týndist
álfröðullinn bjartur:
herra himins deyði,
hlýt ég því aö mæla.
Að hér er talaö um píslarsögu Krists sem
færö er yfir á Ólaf, bendir glöggt til viðauka
sem seinna hefur oröiö til. Stjörnufræö-
ingar hafa sýnt fram á aö sólmyrkvinn varö
ekki fyrr en 31. ágúst 1030. Þetta er einmitt
það sem Olav Bö prófessor kallar „ekki
stjarnfræðilegt, heldur sögulegt myrkur".
„Geisli veröur til í sama andrúmslofti og
dómkirkjan nýja. Og í dómkirkjunni, í húsa-
gerðarlistinni, geta menn fundiö á þessum
tíma samsvarandi hliöstæöu — Kristur-
Ólafur — í hinum einkennilega átthyrningi
þar sem geymdar voru jaröneskar leifar
Ölafs. Enga fyrirmynd aö honum er aö
finna nema í grafarkirkju Krists, Anastasíu,
og lengra veröur varla gengiö að gera Ólaf
aö norrænni Kristsmynd.
En þaö var hér ekki aðeins um aö ræöa
aö svipur Krists og saga væru færö yfir á
Ólaf, það kom og úr annarri átt: frá gamla
5