Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1982, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1982, Qupperneq 10
ista- saftiið á Hótel Holti ólíkan svip á svona yrkisefni og aðrir samtíma málarar. Myndin hefur verið máluð 1945, en hún er búin að vera í eigu Þorvalds í um 10 ár. MHekla séð úr Þjórsárdal, 70x80, olíumálverk eftir Kristínu Jónsdóttur. Enda þótt ártal vanti, er auðséö aö myndin er máluð fyrir Heklugosið 1947, þegar lögun fjallsins breyttist nokkuð. í þessari ágætu mynd Kristín- ar má sjá þaö fyrirbæri, sem á Suður- landi er kallaö austantórur: Gulleit birta viö sjóndeildarhring í austri, en dimmt yfir landinu aö öðru leyti. Röð frá konungskomunni 1907. Málað hefur m.a. hirðmálari Friöriks 8. Carl Locher, sem var afi Bodil Begtrup sendiherra á Islandi og raun- ar einnig prófessor við Akademíiö. Hann þótti mála sjávarmyndir vel á sínum tíma og var í fylgdarliði kon- ungs 1907. Myndirnar eru allar af skipum á siglingu við strendur íslands, en þær eru ekki allar eftir Locher. Ein er af Islandsfarinu Tyru og Öræfajökli í baksýn, en á hinum er konungs- skipið. Myndina af Tyru eignaðist Ein- ar Benediktsson skáld og flutti hana til íslands, en hinar eru keyptar í Kaup- mannahöfn. Á ganginum inn í matsalinn eru tvær myndir, sem njóta sín ekki alveg til fulls vegna þrengsla, en eru engu að síöur athyglisverö verk. Reykjavíkurhöfn, 110x90, olíumál- verk eftir Jón Þorleifsson, ekki ársett, en frá þeim tíma um eöa uþpúr 1940, þegar málarar uppgötvuðu, aö lífiö viö höfnina var gott myndefni, t.d. Þor- valdur Skúlason og Snorri Arinbjarn- ar. I baksýn er Esjan. Myndin er mjög áþekk ýmsum öörum, sem Jón geröi á svipuðum tíma frá höfninni. Bátar við bryggju, olíumálverk eftir Finn Jónsson; einnig frá Reykjavíkur- höfn. Finnur var ekki eins þaulsætinn við höfnina og sumir aðrir, en hér hef- ur hann séö seglbáta við bryggju. Myndin er 120x90 cm, mjög gróft mál- uð. 10 Nokkur hluti þeirra 65 teikninga — flestar af ákveönum mönnum — sem prýöa nýja barinn á Hótel Holti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.