Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1982, Qupperneq 13
Jafn í þriðja sæti:
Chevrolet Camaro.
Jafn í þriðja sæti: Pontiac Firebird.
Jafn í þriðja sæti: Porsche 911/930.
í sjöunda sæti: Ferrari 365.
í áttunda sæti: Jaguar XJ6.
Ferrari 3&5GTB4 Daytona
t níunda sæti: Studebaker Starliner, árgerð 1953.
í tíunda sæti: Lincoln Continental, árg. 1961.
Jafn í tíunda: Lamborghini Countach.
1963—67 í þriðja sæti. Meðal
gagnrýnenda féllu atkvæði þann-
ig, að efstur varð Jaguar E-type, í
öðru sæti Chevrolet Camaro Z28 og
jafnir í þriðja sæti Studebaker
Starliner frá 1953 og Cisitalia, lítið
þekktur ítalskur bíll, sem Pinin-
farina teiknaði og var framleiddur
í skamman tíma á Italíu rétt eftir
stríðið. Fyrirtækið lognaðist útaf
1949. En Cisitalia var talinn lista-
verk og nokkur eintök eru til á
söfnum, þar á meðal Museum of
Modern Art í New York.
Hver eru þá hin raunverulegu
úrslit, þegar öllu er á botninn
hvolft? Þau eru, að sigurvegarinn
og handhafi titilsins „Fegursti bíll
í heimi" samkvæmt þessari könn-
un, er Jaguar E-týpan, sem fram;
leidd var á árunum 1961—1967. í
öðru sæti verður Cord 810 og jafn-
ir í þriðja sæti: Ferrari 208,
Chevrolet Camaro Z28 árg.
1970—81, Pontiac Fire-
bird/TransAm, árg. 1970—81, og
loks Porsche 911/930.
í næstu sætum þar á efti koma
Ferrari 365, Jaguar XJ6, Stude-
baker Starliner frá 1953, Lincoln
Continental frá 1961, Lamborgh-
ini Countach og Cisitalia.
Að sjálfsögðu fengu margir
fleiri atkvæði. Þar á meðal voru
sportbíllinn Mazda RX7, Jaguar
XK 120, 1955—57-árgerðin af
Thunderbird, 1963—67-árgerðirn-
ar af Chevrolet Corvette, Merc-
edes Benz 300 SL, sportbíllinn með
vængjahurðunum, 1955-árgerðin
af Chrysler 300, 1967-árgerðin af
Cadillac Eldorado, Renault 5 (Le
Car), Citroén DS 19 frá 1955 og
Citroen CX, Aston Martin, enskur
sportbíll, 1932-árgerðin af Ford
V-8 Roadster, 1913-árgerðin af
Ford, T-módeli, 1967-árgerðin af
Buick Riviera og Buick Roadmast-
er frá 1942 , Cobra 427, NSU R080
og 1936-árgerðin af Talbot Lago,
svo einhverjir séu nefndir.
Sigurvegarinn, Jaguar E-type,
verðskuldar heiðurinn fyllilega
enda er löngum til hans jafnað,
svo og annarra Jaguar-tegunda,
sem um árabil hafa verið meðal
allra bezt teiknuðu bíla heimsins.
E-týpan frá 1961—67 var sannur
sportbíll, straumlínulagaður svo
sem bezt gat orðið, en í þá dag var
straumlínan ákvörðuð eftir aug-
anu, en ekki samkvæmt vindstuðli
eftir prófanir í vindgöngum. Það
sem einkenndi þennan Jaguar um-
fram allt, var þessi feiknarlanga
og framhallandi vélarhlíf, enda
hægt að fá 12 strokka vél, og tíðk-
ast það enn hjá Jaguar. Það var og
nýstárlegt á þessum rennilega
Jaguar, að framljósin veittu enga
mótstöðu, því þau voru innfelld og
gler yfir eins og myndin ber með
sér.
Enda þótt ýmislegt misjafnt
megi segja um brezkan bílaiðnað
verður þó aldrei af Bretanum
skafið, að hann hefur alla tíð
framleitt frábæra bíla handa yfir-
stéttinni sinni, hvort heldur það
var Jaguar, Rover, Aston Martin,
Lotus, Bentley eða Rolls Royce.
Þegar Bretinn leggur sig allan
fram og tækið má vera dýrt, eru
ekki margir sem slá honum við.
Jaguar hefur löngum verið í þess-
um flokki og bíl eins og þann, sem
valinn hefur verið sá fegursti í
heimi, nefna Bretar gjarnan „a
gentleman’s car“. Séntilmaðurinn
hefur þá sportbíl af þessu tagi
fyrir sjálfan sig og sína heittelsk-
uðu, enda aðeins tvö sæti í bílnum
og að sjálfsögðu skinnklædd. í
mælaborðinu tíðkaðist — og tíðk-
ast enn — að hafa hnotu — sént-
ilmönnunum hefði orðið óglatt af
öllu því plasti, sem nú tíðkast að
Jafn í tíunda: Cisitalia, árg. 1947.
hafa í bílum. E-týpan var fáanleg
með venjulegu, hörðu þaki, en
séntilmenn kusu þó öllu fremur
blæjuna. Einn, sem skilaði áliti
með atkvæði sínu, þótti hitta nagl-
ann á höfuðið, þegar hann sagði:
„Jaguarinn er svo fallegur, að
maður gæti þvegið hann allan
daginn.“
Cord 810 er sá einasti úr flokki
gamalla bíla, sem kemst á blað, en
nær líka öðru sæti og það verður
að teljast athyglisvert, þegar um
er að ræða bíl, sem aðeins var
framleiddur um tveggja ára skeið.
Það var árið 1935, að höfundur
hans, bílateiknarinn Gordon Bue-
hring fékk einkaleyfi á framhjóla-
drifnum bíl. En þarna var of
margt nýtt á ferðinni og hinir
vélrænu kvillar voru svo margvís-
legir, að 2500 bílar höfðu selzt,
þegar verksmiðjan varð gjald-
þrota 1937. Þetta var á miðjum
kreppuárunum og erfitt um útveg-
un á fjármagni.
Fyrir fáeinum árum var sett á
laggirnar verksmiðja í Bandaríkj-
unum í því augnamiði að fram-
leiða nákvæma stælingu á Cord,
en tæknilega séð átti sá bíll að
vera eins og aðrir nútímabílar.
Ekki fara sögur af því, hvort þetta
fyrirtæki hefur lánazt, en það sýn-
ir, að Cord hefur lengi átt ítök og
til hans hefur verið jafnað. Langt
vélarhús borið saman við farþega-
rými einkennir hann eins og Jagu-
ar E-type og hjólin eru til muna
stærri en tíðkast á bílum nú orðið.
Það eru síðan þrír bílar af af-
skaplega ólíkri gerð og Cord, sem
hljóta jöfn stig og hafna í þriðja
sæti. Allt eru það sportbílar; þar
af einn „alvöru" sportbíll og
kannski bezta verkfæri þeirrar
tegundar, sem völ er á í heiminum:
Ferrari 308 TSi. Þetta er mjög
háþróaður hraðakstursbill, sem
nær rétt um 300 km hámarks-
hraða. Þetta er tveggja sæta bíll
og vélinni er komið fyrir framan
við afturhjólin. Þessi gerð var
fyrst kynnt á bílasýningunni í
París 1976 og höfundurinn er Pin-
infarina yngri. Jafnir honum að
atkvæðum urðu Chevrolet Camaro
og Pontiac Firebird, ágætlega vel
teiknaðir bílar, en fyrst og fremst
í uppáhaldi í Ameríku og þá hjá
bílaáhugamönnum, sem einmitt
greið -atkvæði í könnun sem þess-
ari.