Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1982, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1982, Qupperneq 15
Fólkið vill helzt ekki hreyfa sig að heiman Gentoo-mörgæsir á Falklandseyjum og að baki runnum þakið landslag. Útsýni yfir bæjarhús á Kroppsey og innsiglinguna þar. og fuglar friðaðir hér, en að vísu er leyfð nokkur eggjatekja. Þess var getið að mörgæsaegg væru til sölu í Port Stanley og sagt var að Rússar hefðu pantað 1000 egg fyrir skip sem var þar á leið nokkru áður. Ekki þótti það góð frétt meðal friðunarforkólfa. Sæljón á mör- gæsaveiðum Farið er að rigna og blása af suð- vestri, þegar gengið er upp frá víkinni framhjá bæjarhúsunum, sem eru í hlíð- inni spölkorn frá sjónum. í afgirtu beitilandi eru nokkrar kýr og þrjú hross. Gengið er um mótekjusvæði eyj- arinnar. Þar vex hálmgresi og mjög blámengaður melur. Úti á klettum vest- an á eynni er fjöldi af klettaskvettu- mörgæsum í þéttum byggðum. Við sjá- um gæsamóður taka að sér tvo unga, enda þótt tíðara sé að hver hjón komi aðeins upp einum unga. Annars eru margir ungar oft saman í hóp og gæta þeirra nokkrar mæður. Skúmur kemur fljúgandi inn í byggðina. Hann sezt hjá mörgæs, sem liggur á eggi. Hún bítur frá sér og glefsar svo skúmurinn hættir við að áreita hana, en skammt frá hefur önnur mörgæs staðið í kæruleysi upp af hreiðri sínu. Skúmurinn hlammar sér niður, grípur eggið og flýgur með það nokkurn spöl þar sem hann sezt niður og gæðir sér á kræsingunum. í miðri byggð klettaskvettu-mörgæs- anna getur að líta tvo fugla með sam- brýnda, rauðgula skúfa. Eru það hinar svonefndu macaroni-mörgæsir, sem fengu nafnið af fjaðraskrautinu. Seinna um daginn fer bóndi með okkur inn í Norðurhöfn að skoða selalátur. Þar eru loðselir á klettum í flæðarmálinu, sem flatmaga eða góna og góla. Sæljón og loðselir eru eyrnaselir og hafa sjáanleg ytri eyru og afturhreifa, sem þeir geta snúið fram undir líkamann og notað til gangs. Við skoðun selina um stund. Sæljónin eru á mörgæsaveiðum og grípa fugla, sem koma færandi fisk af hafi, en reyna í ofboði að forða sér upp á klöpp- ina á flugsundi. Yfir sveima tveir hænsna-vákar og skúmar eiga unga í móanum. Þeir virðast veiða sæsvölur, því hér liggja svöluhamir á víð og dreif. Samkeppnin er hörð og lífsbaráttan erf- ið á þessum útskerjum. Hingað suður sóttu áður hvalfangarar og komu sér upp olíubræðslustöð í landi. Þegar hval- urinn var nærri útdauður, bræddu þeir sellýsi og gæsamör, en starfsemi þessi lagðist niður, og náttúrulegt jafnvægi færðist aftur yfir dýralíf eyjanna. Bóndi heldur fé sínu til beitar, hirðir af því ullina og hefur allt sem hann þarfnast til að framfleyta sér og sínum. Hann er sjálfstæður eyjabóndi, konung- ur í sínu ríki, og á því láni að fagna, að land hans er afskekkt og kaldranalegt. En ótti hans er sá, að stórveldin taki að ásælast útsker hans í nýrri olíuleit, noti eyju hans sem stiklu í útþenslukappi sínu og troði á rétti hans til sjálfsfor- ræðis. Við kveðjum bónda með þakklæti fyrir gestrisni og leiðsögn. Og þegar viö siglum suður i heimskautaísinn og yfir- gefum Falklandseyjar, óskum við þess eins að eyjaskeggjar megi una þar glað- ir við sitt. 1-15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.