Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1982, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1982, Blaðsíða 2
Skaftfellingar í vegavinnu fyrir 80 árum Myndin er tekin árið 1902, fyrir 80 árum, og sýnir skaftfellskan vegavinnu- flokk, sem var að vinnu hjá Söndum við Kúðafljót. Sá heitir Eggert Guðmundsson, sem myndina tók, en ljós- myndir úr atvinnulífi frá þessum tíma eru sjaldgæfar og aðeins örfáir menn virð- ast þá hafa átt þetta nýja undratæki, ljósmyndavélina. Þar var Sigfús Eymundsson brautryðjandi og elztu myndir hans úr Reykjavík eru teknar fyrir 1870. Fróðlegt væri að gaum- gæfa klæðnað Skaftfell- inganna og bera saman við klæðnaðinn á vorum dögum. Flestir eru með hatta og allir með einhver höfuðföt. Hér eru nútíma vatnsverjur ný- komnar til sögunnar; nokkrir í hópnum eru í vatnskápum, sem stundum voru kallaðar olíukápur vegna þess að flík- in var gerð vatnsheld með því að fernisolía var borin á dúkinn. En gúmmístígvél eru enn ekki komin til sögu og fótabúnaðurinn heldur frum- stæður og greinilega heima- tilbúinn. Meirihluti vegavinnu- flokksins er í þykkum og heimatilbúnum vaðmálsföt- um; tveir í treyju eða vesti, sem hneppt er með mörgum hnöppum, en flestir í jökk- um, sem hljóta að hafa verið mjög stirðar vinnuflíkur. Merkilegt er, að enginn virð- ist vera í ullarpeysu. Nöfn þessara manna hafa varðveizt og eru í fremri röð, talið frá vinstri: Jóhann SigurAsson, Bakka- koti, Loftur Guðmundsson, Söndum, Sigurbergur Einars- son, Fjósakoti, Elías Lyngdal Stefánsson, Króki, Einar Ein- arsson, Efri Ey, Magnús J. Skaftfells Feðgum, Sigvaldi Sigurðsson, Bakkakoti, Há- varður Jónsson, Króki og Sveinn Ingimundarson, Mel- hóli. í aftari röð eru, tallð frá vinstri: Friðfinnur Sigurðsson Skurðbæ, Sigurður Sigurðsson, Lágu Kotey, Ólafur Ingimund- arson, Langholti, Erasmus Árnason, Leiðvelli, Bjarni Markússon, Efri Ey, Sveinn Þorsteinsson, Feðgum, Erasm- us Árnason, Nýjabæ, Jón Ormsson, Efri Ey, Hjörleifur Jónsson, Sandaseli, Sveinn Sveinsson, Leiðvelli, Ingiberg- ur Þorsteinsson, Mclhóli, Sverrir Ormsson, Efri Ey og Árni Jónsson, Efri Ey. Ljósmyndarinn, Eggert Guðmundsson var 26 ára þetta ár, en þremur árum síðar drukknaði hann í Kúðafljóti. Um einstaka menn á myndinni er því mið- ur ekki margt hægt að tína til hér. Þó er þess að geta, að maðurinn lengst til hægri í fremri röð, Sveinn Ingi- mundarson á Melhóli var frændi Jóhannesar Kjarvals. Sveinn þessi og alnafni hans, Sveinn Ingimundarson í Efri Ey, faðir Kjarvals, voru bræðrasynir. Jón og Sverrir Ormssynir í Efri Ey voru bræður Eiríks Ormssonar, sem varð lands- þekktur athafnamaður og stofnaði fyrirtæki í Reykja- vík. Sigurbergur Einarsson í Fjósakoti (þriðji frá vinstri í fremri röð) er faðir Gíslrún- ar, móður Sigurbjarnar Ein- arssonar fyrrum biskups. Og Sveinn Sveinsson á Leiðvelli var bróðir Gísla Sveinssonar sýslumanns, alþingismanns og síðar sendiherra. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.