Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1982, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1982, Blaðsíða 4
Minnisvarðamálið: Að gefa dauoiim manni stein Keneva Kunz, vesturíslensk kona, búsett á (slandi skrifar um deilurnar fyrir vestan, sem urðu út af því hvort reisa ætti minnisvarða þeim íslendingum, sem urðu hermenn og féllu i fyrri heimsstyi Ég á einni huggun hvarflað huga hefi stundum: þeirri, ef morðsótt þessi legðií valinn heimamann úr húsi heimsins hverju — sonog bróður, eða eiginmann, og eftirsjiin brytist inn um bverjar dyr og settist niður óvelkomin, aldrei til að víkja — alvörunn- ar samúð kynni að lokum sættastyfir allra manna skipbrot! Efldust tunga sannleikans er reynslan. Stephan G. Stephansson, úr Vopnahlé Árið 1914 blésu stríðslúðrarn- ir til átaka í Evrópu og vígbúnar þjóðir kepptust við að setja land- og sjóher sinn í viðbragðs- stöðu fyrir þá stórkostlegustu blóðsúthellingu í sögu mann- skepnunnar. Ekkert virtist geta stöðvað slátrunina; hvorki sterkar hreyfingar sósíalista í Þýskalandi og Frakklandi, né pacifista á Englandi, gátu af- stýrt eyðileggingunni. 011 löndin vildu kenna hinum um, og innan nokkurra mánaða eftir stríðs- byrjunina höfðu ekki færri en sex þjóðir gefið út safnrit af opinberum skjölum og gögnum, sem ætti að sýna glöggt að þær höfðu allar reynt eftir fremsta megni að koma í veg fyrir ófrið- inn, og að aðrir bæru sökina á þessum ósköpum. Þegar Stóra-Bretland var komið í stríðið, þýddi það að allt breska heimsveldið fylgdi í kjölfar þess, þar á meðal Kan- ada, sem á þessum árum stóð í fullveldissambandi við Bretland. Af því að breski landherinn var svo fámennur á þessum tíma, hafði aðeins rúmlega hundrað þúsund manns sem senda mætti á vígvöllinn, meðan Þjóðverjar réðu yfir sex milljón manna her Styrjöldin kostaði hundruð þúsunda mannslífa beggja stríðsaðila. og Frakkar fimm milljóna her, var strax hafist handa við að safna liði víðast hvar í nýlend- unum bresku. Lofaði Sir Robert Borden, þáverandi forsætisr- áðherra Kanada, að senda fjórar heilar herdeildar, eða 600.000 menn og það sem fyrst. Þegar fyrri heimsstyrjöldin brýst út, er útflutningur manna frá Evrópu farinn að minnka frá því sem var á nítjándu öld. En Kanada, eins og Bandaríkin, er land margra þjóðarbrota, og flest þeirra nýsest að. Stríðið vakti óþægilegar spurningar um skyldur og trúmennsku þeirra við nýja heimalandið. Eru til dæmi um menn, sem sóttu um leyfi til að hverfa aftur heim til að berjast fyrir föðurlandið. Árið 1914 hafa íslendingar verið búsettir í Kanada í næst- um fjörutíu ár. Þegar hér er komið sögu, hafa allflestir kom- ist yfir verstu byrjunarörðug- leikana, og tímar einangrunar, bólusóttar og verulegrar fátækt- ar, sem fyrstu landnemana hrjáði, að mestu liðnir. Nú voru það margir búnir að koma sér vel fyrir, að oftast var hægt að aðstoða þá nýkomnu á einhvern hátt. Islendingar höfðu stofnað einkaskóla í Winnipeg, þar sem íslenska var kennd, til viðbótar við skyldunám fylkisins. Þrír ís- lenskir kirkjusöfnuðir í Winni- peg boðuðu hver sína trú. Marg- ir Islendingar voru atvinnurek- endur, eða ráku að minnsta kosti eigin fyrirtæki, og enn aðr- ir voru orðnir virtir læknar, lögfræðingar, jafnvel alþingis- menn og ráðherrar. Stríðið breytti miklu um hag innflytjenda, og setti stöður 4 Minnisvarði Einars Jónssonar um þá Vestur-íslendinga sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni. þessara manna í hættu. Styrj- öldinni fylgdi magnað Þjóð- verjahatur og almennt van- traust á útlendingum. íslensk- um athafnamönnum var mikið í mun að sýna þjóðrækni sína; að sýna með þátttöku sinnar þjóð- ar, eða þjóðarbrots, í alheims- styrjöldinni, að þeir væru hollir Kanadamenn. Ekki voru þó allir á sama máli um þýðingu stríðsins fyrir Vestur-íslendinga. Þegar ófrið- urinn brýst út, sumarið 1914, er séra Rögnvaldur Pétursson rit- stjóri Heimskringlu, vikublaðs íslenskra íhaldsmanna og únit- arakirkjunnar í Winnipeg. Hann harmar það, að alþýðan verði fórn valdafíknar keisar- anna, og litlu seinna skrifar hann leiðara um, að hve miklu leyti íslendingum í Kanada bæri að taka þátt í stríðinu; hvort orðstír þeirra muni þola það, að þeir geri ekkert meðan aðrir leggi mikið í sölurnar. En hann heldur því fram að menn geti líka styrkt landið með fjár- framlögum með því að auka vöruframleiðslu og með því að vera þeim sem eftir eru skildir heima til aðstoðar. Enginn hef- ur, segir hann, siðferðilegan rétt til að hvetja aðra til að skrá sig í herinn. Fyrir þessar og fleiri of var- kárar eða of hófsamar greinar, var Rögnvaldur leystur af sem ritstjóri, eins og reyndar Sig- urður Júl. Jóhannsson, ritstjóri Lögbergs, sem strax lét í ljós óbeit sína á stríðinu og andstöðu gegn þátttöku Kanadamanna í því. Eigendur blaðanna réðu tvö nýja ritstjóra, sem fóru ekki dult með sannfæringu sína í stríðsmálum. Vestur-íslend- ingar voru breskir þegnar orðnir og áttu allar sínar framfarir Kanada (og þar með Bretum) að þakka. Með Bretunum ættu þeir að standa og berjast móti ofríki og hernaðargrimmd Þjóðverj.a. Greinilegt er, að blaðaútgefend- unum hafi þótt það ráðlegast að tryggja að stefna blaðanna yrði þjóðholl. Ekki voru mótmæli þar með úr sögunni, og seinna, þegar herskyldu er komið á, gerast þessar raddir æ háværari, þrátt fyrir ritskoðun og útgöngu- og samkomubönn af ýmsu tagi. Um tíma stóð til að kæra Stephan G. Stephansson fyrir landráð vegna skoðana sem hann lét í ljós, meðal annars í kvæða- bálknum Vígslóða. En það reyndist alveg ógerlegt að þýða kvæðin hans á ensku og málið féll niður. Þegar friður var loks saminn 1918, fór vestur-íslenska þjóðar- brotið að snúa sér að heim- komnum hermönnum og fram- tíð þeirra. Sem og við mátti bú- ast, var stríðsástandinu ekki auðveldlega breytt og hvers- dagsþráðurinn tekinn upp að nýju. Hermenn sem sneru heim á ný frá vígvöllunum, margir bæði líkamlega og andlega fatl- aðir, mættu gjörbreyttu þjóðfé- lagi. Styrjaldarkostnaðurinn hafði lagt stórar skuldir á land- ið, sem greiða varð með þungri skattlagningu. Öll fjárfesting og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.