Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1982, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1982, Blaðsíða 15
SONNETTA, sónháttur, sórstakur bragar- háttur, venjulega samtals 14 braglínur í 4 erindum (4+4+3+3), hver braglína meö 5 öfugum tvíliöum (OM). Orðiö er komiö af sonetto í ítölsku sem er smækkunarmynd af suono, hljómur, en þaö orö er komið af sonus t iatínu. Sonnettan varö til á italíu á 13. öld. Bragarháttur sonnettu hefur hlotiö heitiö sónháttur t íslensku (OM). Þ. Sonet, d. sonet, fr. og e. sonnet. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1865 (OH). SÓNN, langur, óslitinn tónn, hljómur, lang- dregiö hljóð; nöldur, nudd, væl (OM). Oröið er komiö af sonus í latinu. E. sound. Finnst í ísl. fornmáli (Fr.). SORTÉRA, flokka, aðgreina, skilja sundur (OM). Oröiö er komiö af sortiri í latínu er merkir: varpa hlutkesti, deila með hlutkesti. It. sortire, þ. sortieren, d. sortere. Af þessu so. er myndaö no. sortóring, flokkun, aö- greining (OM). Orömyndin sortera finnst í ísl. ritmáli frá 18. öld, en sortéra frá því seint á 19. öld (OH). SORT, tegund (OM). Orðið er komið af sors í latínu sem merkir: hlutskipti, örlög. Fr. sorte, þ. Sorte, d. sort. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1764 (OH). SOS, (ensk) skammstöfun (í morsekerfi), notuö til aö kalla á hjálp (OM). Þessi skammstöfun merkir á frummálinu: Save our souls. Orörótt þýðing: Bjargaðu sálum vorum (...---------...). Ekki veit ég ná- kvæmlega um aldur þessarar mikilsverðu skammstöfunar í íslensku. SOVÉT (rússneskt) heiti á ráöum (stjórnar- nefndum) verkamanna og bænda; forliöur samsetn., sovézkur: sovétblaö o.s.frv. (OM). Þ. Sowjet, d. sovjet. Finnst í ísl. rit- máli frá árinu 1931, stafsett sovjet. Finnst í samsettu oröi frá sama ári (OH). SPÁSSÉRA, ganga sér til skemmtunar, labba um, ganga rólega (OM). Oröið er komiö af so. spatiari í latínu (af spatium sem merkir: millibil, andardráttur). it. spaziare, þ. spazieren, lágþýsku spasser- en, d. spadsere. Finnst í ísl. fornmáli, staf- sett spazera (Fr.). SPAGHETTI, eins konar hveitipípur. Þetta er nafn á ítölskum þjóðarrétti sem mörgum útlendingi kemur einna fyrst í hug þegar minnst er á ítalskan mat. italska heitiö spaghetti er ft. af no. spaghetto, en þaö orð er smækkunarmynd af spago er merkir: þráöur. D. spaghetti. Flnnst í ísl. ritmáli frá árinu 1968 (OH), en heyröist hér alllöngu fyrr í talmáli eins og gengur. SPANJÓLI, Spánverji. Oröiö er komiö af Spaniole í þýsku sem er til orðiö úr espanol í spænsku, fr. espagnol. Úr þýsku barst oröiö til Danmerkur og varö þar spaniol. Þar merkti það upphaflega: spænskur her- maöur í liði Spánverja í Danmörku áriö 1808. Á miööldum haföi þaö verið heiti á Gyöingi sem vísaö haföi veriö úr landi á Spáni og hrakinn haföi verið til Tyrklands og Ungverjalands. Dönsku orömyndinni spaniol varö auðratað til islands, en ekki er mér kunnugt um aldur orðsins Spanjóli í íslensku. SPARLAK, tjald fyrir lokrekkju (OM). Oröiö er komiö af sperlaken í lágþýsku, en þaö orö er myndað af so. sperren: þenja og laken: lak og merkir: veggtjald, rekkjutjöld, ársalur. D. sparlagen. Orðmyndirnar spar- lak og sparlaken finnast í ísl. fornmáli (Fr.). SPESÍA. mynteining, mótaður peningur, mismunandi aö verögildi eftir löndum og tímabilum (viö myntskipan á Noröurlönd- um 1873—77 reiknuð á 4 kr.), oftast 192 skildingar; spesíudalur (OM). Oröiö er komiö af species í latínu sem merkir teg- und, en öölaöist í miöaldalatinu merking- una: mynttegund. D. specie. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1806 (OM). SPEKÚLANT, kaupmaöur sem siglir meö vörur sínar og selur þær á skipsfjöl; brask- ari, svindlari, maöur sem reynir aö græöa á öllu; sá sem spekúlerar (OM). Oröiö er komið af speculans í latínu sem er Ih. nt. af so. speculari er merkir: litast um D. spekul- ant. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1826 (OH). Aðskotasagnoröið spekúlera sem merkir: velta einhverju fyrir sér, hugsa um eitthvaö (OM) heyrist hór oft í sambandi viö kaup- sýslu og fjármál. D. spekulere. Þaö ætti aö vera ámóta gamalt í íslensku og oröiö spekúlant. Kristján Albertsson Mánudaginn 15. desember átti aö halda seinustu kvöldvökuna. Fyrstur kom þar fram Tryggvi Þórhallsson. Mun mörgum hafa orðið minnisstætt þaö sem hann flutti þetta kvöld. Áður en hann hóf upplestur sinn gat hann þess, aö hann heföi í þetta sinn valið efni sitt meö hálfum huga. Hann heföi veriö hræddur um, aö sumir áheyr- enda kynnu aö hneykslast á því. Hann las upp ritgerö, eftir. Benedikt Gröndal, sem haföi birst í Fjallkonunni laust fyrlr seinustu aldamót undir fyrirsögninnl: „Náttúrusafn- iö“. Ritgerö þessi var skrifuö á þelm árum, sem vísirinn aö Náttúrusafninu haföi húsa- skjól undir sama þaki og samkomur Hjálp- ræðishersins. Hiö bráösnjalla gamanskáld, Benedikt Gröndal fléttar saman í þessári ritgerö þremur fyrirbæröum í íslensku þjóölifi, þ.e. Náttúrugripasafninu, Hjálpraaöishernum og flóttanum til Vestur- heims. Kímnigáfa og hæfni í meöferö máls er þarna samstillt á meistaralegan hátt, bæöi í bundnu og óbundnu máli. Meöferö Tryggva Þórhallssonar á þessu efni var slík, að margir áheyrendur komust í álíka létt skap, eins og þeir væru aö horfa á snjallan gamanleik. Þessi þáttur Tryggva var aö því leyti ólíkur öörum þáttum á kvöldvökunum, aö hann var hlnn elnl, virki- legi gamanþáttur, sem var borinn þar fram. Þegar Tryggvi hætti, var engu líkara en aö sjá mætti á andlitum margra áheyrenda, aö þetta væri alveg nóg aö þessu sinni, nema því aöeins, aö eitthvaö álíka skemmtilegt og spennandi kæmi á eftir. Þegar næsti upplesari kom upp á pall- inn, mátti sjá á honum, aö hann vonaðist ekki eftir neinni sérlegri áheyrn eftir þaö, sem á undan var gengiö. Hann las upp tvö kvæöi eftir Einar Benediktsson. En áheyr- endur reyndust vel. Þó fyndni og höfuö- hlaup Gröndals heföu hleypt í þá einskonar galsa varö ekki annaö sóö en aö þeir lótu sér vel líka aö vera leiddir tll hinna dýru málma Einars Benediktssonar. Seinasti upplesarinn þetta kvöld var Freysteinn Gunnarsson. Hann las upp tvo islendingaþætti. Þegar hann hætti var einna iíkast því, aö svipuö kennd gripl hug- ina, eins og þegar barniö vaknaöi i dimmu baöstofunni aö morgni fyrsta vlrka dagsins eftlr jólin, þar sem jóladýröln svelf fyrir augunum sem hverfandi geisli. Nú var þetta búiö. Fólkiö bjóst til aö standa upp, þegar upplesarinn lagöi aftur bókina aö lestri loknum. En Freysteinn stansaöl, elns og hann vildi segja eitthvaö meira. Þetta stöövaöi alla. Þá sagöi Freysteinn frá því, aö þessir sömu menn, sem staöiö heföu aö kvöldvökunum, ætluöu aö halda þessum upplestrum áfram seinna um veturinn, vegna þeirra vinsælda, sem kvöldvökurnar heföu hlotiö. Hann kvaö þaö ætlunina, aö þessar seinni kvöldvökur yröu alls átta, og mundu þær hefjast um mlöjan janúar. Aö- göngumiðar aö þeim mundu kosta tvær Halldór Laxness krónur eins og aö þeim fyrri. Þannig gafst kostur á aö hlusta á 44 upplestra fyrlr fjór- ar krónur. Allir upplesarar unnu kauplaust. Aögangseyrir mun hafa staöiö undir lágri húsaleigu. Þess skal getiö til samanburöar aö þennan vetur kostaöi eina krónu aö fara í bíó í Reykjavík. Þaö ríkti fögnuður hjá mörgum áheyr- endum, þegar þeir þyrptust út úr salnum. Þaö var aö vísu langt jólafrí framundan meö ýmsum hugljúfum viöfangsefnum, en þegar því væri lokiö, var gott til aö hyggja, aö enn voru eftir mánudagskvöld, sem mettaö gætu munans þrá. Mánudaginn 12. janúar hófust kvöldvök- urnar á ný. Þaö kvöld lásu þeir upp: Jakob Kristinsson, Baldur Sveinsson og Magnús Jónsson. Baldur las upp úr Fjölni, en Magnús leiddi í annaö sinn þingeyskan bónda fram á sviðiö. f þetta sinn las hann upp söguna Náttmál eftir Guömund Friö- jónsson. Á þessum seinni kvöldvökum komu fram flestir hinir sömu og á þeim fyrri, og sumir þeirra oftar en einu sinni. Tryggvl Þór- hallsson sást þó ekki oftar á ræöupallinum. Tímafrek störf biöu hans, þar sem hann þurfti aö sitja á Alþingi og Búnaöarþingi. Nokkrir nýir upplesarar bættust í hópinn: Árni Sigurðsson, fríkirkjuprestur, Benedikt Sveinsson, forseti neöri deildar Alþingis, séra Jakob Kristinsson og Halldór Kiljan Laxness. Sr. Jakob Kristinsson kom tvisvar fram. I annaö skiptiö var lítiö eftir af tíman- um þegar hann komst aö. Þá las hann upp kvæöiö Jón hrak, eftir Stefán G. Ég haföi aldrei heyrt þetta kvæöi lesiö upp áöur, en ég hef oft síöan reynt aö lesa þaö niöur í kjölinn og fundist jafnan mikiö um, en þó er mér í minni látlaus túlkun sr. Jakobs. Bene- dikt Sveinsson las upp Þrymskviðu. Það var hressandi aö sjá og heyra þennan glæsilega mann, þegar hann meö sinni þróttmiklu rödd las þessa hrynmlklu kviðu þrungna þjóri og fágætri glettni. Þaö var auðsóð og heyrt, aö maðurinn var vel upp- lagöur og hafði yndi af því, sem hann haföi valið sér. Séra Árni Sigurösson las fornan þátt. Sá þáttur bregöur, meöal annars, skæru Ijósi yfir æsku Jóns blskups Ög- mundssonar á Hólum. Leyndi sér ekkl í rödd og svip Árna prests aödóun hans á efninu. Sr. Árni haföi fagra rödd — mjúka og þróttmikla f senn, og varö sú rödd seinna atþjóð kunn og mörgum kær. Halldór Kiljan Laxness las Ijóö. Mér fannst maöurinn nokkuð einkennilegur, og ég hélt aö hann væri tannlaus. Kvöldiö sem hann las upp var ég Sigurgeirl Frlörikssyni samferöa heim. Ég spuröi hann, hvernig honum heföi líkaö kvöldvakan. „Mér fannst mest gaman aö fá aö sjá Laxness," sagöi hann, og þaö lék bros um íbyggiö andlit hans. Halidór Kiljan var þá nýkominn heim frá útlöndum, og Sigurgeir haföi ekki séö hann fyrr. Ég gat ekki séö á Sigurgeiri, Guómundur Finnbogason hvort honum heföi litist vel á manninn, en eftir brosi hans aö dæma gat þaö brugölö til beggja vona. Hvorugum okkar Sigur- geirs, og sennilega engum af þeim sem hlustuöu á Kiljan þetta kvöld, mun þá hafa komiö til hugar, aö hann ætti eftir aö veröa jafn umdeildur maöur á islandi og jafn frægur á heimsmælikvarða, eins og tíminn hefur síöar leitt í Ijós. Á einni kvöldvökunni, sem Guðmundur Finnbogason las upp á, sagöi hann farir sínar ekki sléttar. Hann haföi gleymt gler- augunum sínum heima. En maðurinn naut þess, aö hann var ekki snauöur aö kunn- áttu. Hann las upp hiö langa Ijóö „Kletta- fjallaskáldsins", Díkonissa. Hann hélt aö vísu á Andvökum í hendinni, en þó var auösóð aö meira reyndi á kunnáttuna en augun fyrst aö hjálpartækiö var þar ekki meö í verki. Guömundur Finnbogason var góölegur og gáfulegur. Hrifnl hans af djúpsæi og mildi „Klettafjallaskáldins" bjarmaöi í svip hans og augum. Seinasta kvöldvakan var haldin mánu- dagskvöldiö 2. mars. Þegar upplesararnir höföu þá allir leyst hlutverk sín af hendi og hreyfing var komin á áheyrendur til brott- farar, kom Siguröur Nordal upp á ræöup- allinn og mælti þar nokkur skilnaöarorö. Hann stóö þarna á pallinum og horföi yfir saiinn alvarlegur og tvíræöur á svip. En allt í einu breiddist bros yflr andlitiö, og hann hóf mál sitt. Hann kvaöst vona, aö kvöld- vökurnar heföu fært áheyrendum gleöl, og aö nokkrir fróöleiksmolar heföu hrotið aö hugum fólksins og laöaö þá aö auölindum íslenskra bókmennta. Hann bauö síðan öll- um góðar stundir. Kvöldvökunum var lokiö. Áheyrendur voru þakklátir fyrir góöa skemmtun og viröingarverða tilraun til fræðsluvakningar. Viö, nemendur Samvinnuskólans, vorum einnig þakklátir manninum, sem vakið haföi athygli okkar á kvöldvökunum og greitt götu okkar aö þeim. Á þessum 15 kvöldvökum haföi fólkiö átt kost á aö sjá og heyra ekki færri en 19 íslenska mennta- menn og kynnst mörgum bókmenntalegum sýnishornum meö einkennum hinna ýmsu tíma. Þær höföu haft djúp áhrif og örvaö fólk til nánari kynna viö þá öndveglshöf- unda, sem þarna höföu verið leiddir fram. Eftir meira en hálfa öld blasa þessar kvöldvökur viö sem athyglisveröur atburö- ur. Þær voru sem bjart augnablik milli tveggja stórra þátta. Mikill hluti upplesara og áheyrenda átti uppruna sinn í íslenskum sveitum. Hjá þessu fólki gátu kvöldvökurn- ar veriö eins og endurskin frá baöstofulíf- inu á löngu skammdegiskvöldunum heima. En yst viö sjónarrönd risu öldur Ijósvakans í fögrum hillingum. Óljósar fróttir lyftu undir vængi vonarinnar um undursamlega mögu- leika til menningarauka, fréttir, sem uröu fljótt aö þeim veruleika, sem dagiega birtist nú í oröunum: Útvarp Reykjavík. Kvöldvökur í Nýja bíói Kl'tir (»eir Sigurðsson frá Skerðingsstöðum Síðari hluti 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.