Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1982, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1982, Blaðsíða 5
Kanadískar sveitir sækja gegn Þjódverjum á vígstöðvunum. Ekki eru til margar vísur eftir Árna Magnússon hand- ritasafnara, fræg er þó sú er hann orti vegna mála Jóns Hreggviðssonar. Líta munu upp í ár íslandsbúar kærir, þá Hreggviðsniður hærugrár höfuð til landsins færir. Önnur hefur og varðveist. Hún er um ónefndan vin hans í Noregi. Mun hans uppi minning góð meðal Noregs lýða, meðan Björgvin byggir þjóð og bárur á víði skríða. Jón Magnússon hét bróðir Árna, d. 1738. Hann var sýslu- maður og þótti, eins og sumir af frændum hans, djarftækur til kvenna. Hann átti, svo vitað var, þrjú börn framhjá konu sinni. Þetta vakti þykkju milli þeirra. Eitt sinn er hann þurfti að blíðka hana, en hún var stríð eins og það er orðað í heimildum, orti hann, segir Jón í Grunnavík: Lengi skipast heitin hörð, hugur minn engu kvíðir. Lætur dúna linna jörð leiðast til um síðir. Meðal vísna, sem Árni Magnússon tók til handar- gagns, er ein eftir Steinunni Finnsdóttur í Höfn í Borgar- firði, fylgir ártalið 1710. (Einn af afkomendum Steinunnar er Páll Bergþórsson, veðurfræð- ingur.) Við norðanveðri í Höfn er i hnýtt, hvirflar hann upp úr sænum. Kerlingunum kemur það lítt, þær kreppa sig inni í bænum. Ofanritað er tekið úr þjóð- sagnaritinu Huld, sem út kom nokkru fyrir aldamót. Þaðan eru og eftirfarandi vísur tvær, þar sem vikið er að máli lærðra manna, latínunni. — Set ég í stað eg, þegar það bag- ar ekki rímið. I Snorrabúð á Alþingi bar Ólafur Jónsson dómkirkju- prestur í Skálholti fram fyrir- spurn og beindi til Páls lög- manns Vídalíns, þetta hefur verið snemma á átjándu öld. Páll orti þá. Ef að ég skal ansa þér eftir spurning þinni: Lítið var, en lokið er latínunni minni. Mikill siður var það á fyrri öldum að gera fyrirfólki grafskriftir og oft á latínu. Þorsteinn Gissurarson, smið- ur, sem kallaður var tól, bjó á Hofi í Öræfum. Hann var á lífi fram undir miðja nítjándu öld. Svo orti hann um erfiljóða- gerð. Að kveða lof um látinn mann linar í mér kátínu. Lítils met ég þvætting þann, þó hann sé á látínu. Á búskaparárum Gísla Konráðssonar í Skagafirði þurfti hann sem fleiri að bregða sér til Reykjavíkur. Notaði hann þá ferðina til að- drátta fyrir heimili sitt. Hann átti það löngum til að vera utan við sig og ekki alltaf með hugann við veraldlega hluti. Hann mætti manni einum skammt frá Reykjavík, sá benti honum á að farið væri að hallast illilega á klárunum. Maðurinn var hagmæltur og kannaðist við Gísla. J>ó að vitið víst þér hjá vera nóglegt kunni, báðumegin berðu ei á bagga af aðgæslunni. Gísli beið með það í heilt ár, uns þeir hittust næst, að svara vísunni, en Gísli var nú æði mistækur í vísnagerð sinni, gerði sér ekki alltaf grein fyrir því hvar feitt var á stikkinu. Svarvísan varð hálfgert hnoð, skal ekki höfð eftir hér. IJklega hefur sá maður sem kallaður var Dranga-Bárður verið kenndur við bæ sinn. Getur nokkur sagt mér af hon- um? Hans vísa er svona: Frera sjávar, frera lands fyrst á Ströndum leit ég, og heiðina upp til himnaranns hvergi lægri veit ég. Margir hafa ort um það yndi sem vínið hefur veitt hrelldri mannkind, en þagað yfir þeim óförum sem það bakar. Hér hefur Jörundur Gestsson á Hellu í Steingrímsfirði orðið: Nú er lundin létt og fleyg, lífsins sundrar trega. Gleði bundin vínsins veig vermir undarlega. Pétur Pétursson útvarpsþul- ur tók fyrstur úrvarpsmanna upp á því að segja hlustendum hvað klukkan væri. Um það var ort: Flestir þurfa að flýta sér, fátt því kemur betur, en kynnast því hvað klukkan |er. Kærar þakkir, Pétur. Hér kemur gömul þingeysk vísa. Stundaklukkan kostarík knúð af sköpum norna, er á kvöldum lúnum lík, en leikur sér á morgna. J.G.J. Lítils met ég þvætting þann uppbygging í landinu, sem áður hafði verið fjármögnuð fyrst og fremst af Bretum, var í algjöru lágmarki. Þar af leiðandi ríkti stórfellt atvinnuleysi, og í ofanálag sívaxandi dýrtíð vegna langvarandi skorts á flestum lífsnauðsynjavörum. Margir kvöddu sér hljóðs á síðum ís- lenskra vikublaða til að brýna fyrir löndunum nauðsyn þess að aðstoða hermenn sína. I janúar 1919 var boðað til fundar meðal Vestur-íslendinga í Winnipeg, þar sem rædd var hugmynd um að heiðra minn- ingu íslenskra hermanna, sem tekið höfðu þátt í styrjöldinni, eða nánara sagt, reisa þeim við- eigandi minnisvarða. Séra Björn B. Jónsson gaf eitt hundrað tuttugu og fimm dollara, sem átti að vera fyrsta framlagið í almennri söfnun til þess. Níu menn voru kosnir í nefnd, sem var falið að snúa sér fyrst til Einars Jónssonar myndhöggv- ara varðandi fyrirhugaða minn- isvarðann. Nefndin átti að sjálfsögðu líka að kanna skoðan- ir manna um málið í öllum ís- lenskum byggðum, svo og að sjá um væntanlega fjársöfnun. í þeim tilgangi voru send þrjú hundruð og fimmtíu bréf vítt og breitt um landið. Það var líka leitað til Bandaríkjanna, því eins og einn baráttumaður minnisvarðans komst að orði, „höfðu Bandaríkja-Íslendingar átt óskertan hlut með kanadísk- um í að leiða alheimsstríðið ný- afstaðna til sigursælla lykta, og tapað mörgum mætum drengj- um“. Það hefur hugsanlega verið líka ofarlega í huga hans að tryggja fyrirtækinu öfluga fjár- hagsaðstoð þeirra. Hér var ekki um neina smáupphæð að ræða, enda hafði Einar varla orð á sér fyrir að skapa neitt smátt í smíðum. Áætlaður kostnaður var eitt hundrað þúsund doliar- ar, drjúgur biti árið 1919. í fyrstu virtist þessi hugmynd fá góðar viðtökur hjá fólkinu, skrifað var vikulega í öll blöð um framvindu málsins, og ýmis stuðningsbréf birt þegar svör bárust af landinu. Engu að síður voru mörg bréf og margar radd- ir sem töldu minnisvarða óæski- legan: hann yrði of kostnaðar- samur, og annað væri brýnna eða verðugra verkefni. Smátt og smátt færðist mikill hiti í deil- urnar. Bent var á, að langflestir íslenskir piltar, sem buðu sig fram sem sjálfboðaliða í herinn, hefðu skráð þjóðerni sitt kan- adískt, en ekki íslenskt. Af hverju var þá verið að minnast þeirra sérstaklega sem íslend- inga? Ef úr einhverjum samskotum ætti að verða, þótti sumum líkn- arstarfsemi heillavænlegri og æskilegri, aðrir höfðu hug á að efla íslenska menningu, o.s.frv. Meðal hugmynda var t.d.: 1. Að gefa út ýmiss konar minn- ingarrit um alla íslendinga, sem höfðu tekið þátt í stríð- inu. 2. Að koma upp sjúkrahúsi, barnaheimili eða bókasafni. 3. Að stofna sjóð til styrktar námsmönnum af íslenskum ættum. 4. Að stofna verðlaunasjóð í lík- ingu við Nobel-sjóðinn. 5. Að stofna félag til að hjálpa hermönnum að fá vinnu og aðstoða þá sem atvinnulausir voru. 6. Að stofna listasafn. 7. Að kaupa flugvél sem send yrði til Islands í minningu hermannanna. Ekki virðist Einar Jónsson hafa orðið var við deilurnar sem minnisvarðahugmyndin hafði vakið, og í apríl 1919 ferðast hann frá Philadelphia, þar sem hann var að vinna að styttunni af Þorfinni karlsefni og mætir á fundi í Winnipeg með mót af fyrirhuguðum minnisvarða. Var þetta reyndar hugmynd sem hann hafði lengi verið að móta, allt frá 1894, og lýsir Guðmund- ur Finnbogason verkinu svo: „... Fórnarlampinn þykir mér ein hin feg- ursta mynd Einars. Á lampann eru mörkuð orð predikarans: Duftið hverfur aftur til jarðar- innar, þar sem það áður var, en andinn fer til guðs, sem gaf hann. Þetta er í myndinni táknað svo, að hesturinn fellur undir særðum riddara og hníg- ur í sína ætt en engill með sigurmark krossins í hendi lyftir riddaranum af í fallinu. Hann heldur sverðinu á loft til merkis um, að baráttan heldur áfram í æðra heimi. Hin- ar stígandi línur í líkama engilsins og mannsins í mótsetningu við falllínu hestsins tákna vel hið gagnstæða eðli andans og holdsins. En hinn jafn- vægi lampi, þar sem ljósið kemur fram við samein- ingu efnanna, er sjálfur eðlileg og fögur ímynd lífsins." Á fundinum mættu yfir 160 manns. Tóku þar margir for- ystumenn íslenskir til máls og hvöttu áheyrendur til að styðja málstaðinn. Þegar til atkvæða- greiðslu kom, voru 114 fylgjandi varðanum, 14 á móti, en 30 sátu hjá. Á sama tíma og umræður um minnisvarðann stóðu sem hæst, var verið að stofna Þjóðræknis- félag íslendinga í Vesturheimi. Aðalmarkmið þess félags var að viðhalda íslenskri tungu og menningu í Norður-Ameríku og þar með að auðga þarlent þjóð- líf. Óttuðust sumir að það fé, sem rynni til minnisvarða, yrði til þess að svelta hið nýstofnaða þjóðræknisfélag í hel. Aðrir vör- uðu við minnisvarða sem boðaði falska huggun: „Sá fróðafriður um heim allan, sem fólki var heitinn, yrði aldrei að efndum, fyrr en alþýðan sjálf fengi vit til að neita að herklæðast. En lítill vottur til þess virtist sér það vera, að láta teygja sig óviljugan, til að metn- ast af og gylla fyrir sjálf- um sér, missi og mann- tjón sitt, sem enn stæði óbætt. Það atriði, að minnisvarði væri hugfró þeirra, sem misst hefðu sína í stríðið, væri vafa- samt.“ Skömmu síðar hefst mikið umrót í Kanada: allsherjar verkfall í Winnipeg er brotið á bak aftur af mikilli grimmd, verkföllum og óeirðum fjölgar víða um landið. Vaxandi eftir- stríðskreppa og allt að því neyð- arástand í kanadísku þjóðlífi mun hafa dregið hug manna frá slíkum skýjaborgum sem minnisvarðahugmyndin greini- lega var. Verða þau að teljast bestu leikslokin, því eins og Stephan G. Staphansson skrif- aði í blaðagrein þegar mesti hit- inn var í mönnum: „Skeð getur að eitthvað af okkar eigin dýrð geymdist í pýramíða, sem ekki blési upp frammi í eyðimörk aldanna. Þó er sú mannlund mishent, sem dregur af lifandi manni brauð til að gefa dauðum manni stein.“ 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.