Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1982, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1982, Blaðsíða 9
Tveir strákar sitja á gröf bresks hermanns á Falklandseyjum. prestssetrið. Daginn eftir þau ósköp fór síra Daniel í hempuna sína og geystist heldur fasmikill inn í aðalstöðvar argentínska hersins". Nú hafið þið sannar- lega gengið einum of langt," þrumaði hann. „Hvernig haldið þið, að þeim í Rómaborg lítist á þetta athæfi ykkar? Hvað myndi Galtieri segja, ef þið hefðuð skotið kaþólskan prest?“ Árangurinn af þessari drama- tísku upptroðslu prestsins varð sá, að skothríðinni linnti upp frá því. Örvilnaðist algerlega og grét og grét Enda þótt að innrásin á eyj- arnar hafi aðeins vakið með Palklendingum ennþá meira ógeð og meiri tortryggni í garð Argentínumanna, sýndu eyja- skeggjar þó einstökum argent- ínskum hermönnum oft fulla samúð, þegar þeir sáu volæði þeirra. Falklendingar réttu svöngum Argentínumönnum mat út um bakdyrnar og útbýttu sælgæti og sígarettum handa þeim. „Eg skynjaði óttann í aug- um þeirra," segir síra Daniel Spraggon. „Einn argentínsku hermannanna braut kvöld nokk- urt útgöngubannið til þess að komast á minn fund, örvilnaðist algjörlega og grét og grét.“ „Sonur minn,“ sagði ég við hann, „gráttu bara, þér léttir við það og líður þá betur á eftir.“ Falklendingar hafa reynzt mun úrræðalausari og jafnvel dálítið hjálparvana í viðbrögð- um sínum við komu brezka her- liðsins til eyjanna. Brezku her- mennirnir hafa troðið sér inn á gafl i svo til hverju einasta húsi í Port Stanley og þurrka nú ein- kennisbúninga sína á snúrunum bak við húsin. Þeir hafa lagt hald á íþróttahús bæjarins og sofa á gólfinu í dómssalnum og á skrifstofu bæjarstjórnar. Þeir troða sér jafnvel inn í eldhús í tin- og viðarplötuklæddum hús- unum niður við sjóinn til þess að drekka te hjá „fósturmömmun- um“ sínum eins og elskandi syn- ir. Mörgum íbúanna finnst, að þeir séu allt í einu orðnir ein- kennilega óþarfir og utangátta á sínum eigin eyjum. Þeim finnst næstum ógerlegt að láta í ljós við brezka herliðið þær blöndnu tilfinningar þakklætis og van- máttar á sama tíma og þeim er aftur gert að taka að sér hlut- verkið sem undirgefnir þegnar. Hver á svo aö bjarga okkur frá þeim þessum? „Hérna um daginn varð ég að beita mig hörðu til að halda mér í skefjum," segir einn af íbúum Port Stanley. „Hermennirnir héldu, að þeir væru að gera mér einhvern sérstakan greiða með því að brenna trékassana sína. Þeir héldu, að þetta væri bara skran. Þeir skilja alls ekki, hve mikla þýðingu allir hlutir hafa fyrir okkur hér um slóðir. Viður er of dýrmætur til að bera á bál.“ Húsmóðir nokkur, sem hýsir níu hermenn í litla kofan- um sínum, segir hvasst: „Maður verður sannarlega að taka á allri sinni stillingu til að varast þá hugsun, að þeir hafi frelsað okkur til þess eins að við gætum hafizt handa við að þvo þvottinn af þeim og þvo upp matardisk- ana þeirra. Mér þætti svo sem gaman að vita, hver eigi svo að bjarga okkur frá þeim þessum." Patrick Watts, útvarpsmaður, er einn af þeim fáu Falklending- um, sem ræðir þessi vandkvæði opinskátt: „Brezk skip og nær- vera brezks herliðs er nokkuð, sem við höfum alla tíð óskað eft- ir hér. Núna verðum við svo að gera upp hug okkar um það, hvort við getum haldið áfram að lifa okkar lífi undir öllum þess- um þrýstingi af hálfu Breta eða hvort við viljum snúa aftur til fyrri lífshátta okkar og vera jafnframt í sömu hættu og við vorum í áður. Það er til einskis að segja, að við gætum látið okkur Argentínumenn í léttu rúmi liggja. Við getum það ekki. Brezki herinn hefur tekið flug- völlinn okkar á sitt vald. Við verðum að bíða og sjá hvað set- ur og reyna að gera okkur grein fyrir, hvað framtíðin ber í skauti sér okkur til handa.“ Rex Hunt, fyrrverandi'lands- tjóri Breta, sem sneri aftur til Falklandseyja með nýjan emb- ættistitil sem sérlegur stjórn- arfulltrúi, skreytti einkennis- jakkann sinn með silfursnúrun- um, setti upp hattinn með strútsfjöðrum og setti í byrjun ágústmánaðar hina ráðgefandi löggjafarsamkundu Falklands- eyja í fyrsta sinn eftir stríðið. Á kankvísan hátt sneri hann út úr hinum frægu orðum Winstons Churchills til þess að þakka Bretum fyrir frelsun eyjanna. „í átökum milli manna hafa svo fáir aldrei áður staðið í jafn mikilli þakkarskuld við svo marga.“ Aðdáandi Hunts meðal eyjaskeggja komst svo að orði: „Hann þekkti okkur hér áður, hann þekkir vandamál okkar, hann veit um lífsháttu okkar áð- ur fyrr, og hann veit, hvers kon- ar lífsháttum við óskum eftir." Og Hunt verður líka að játa: „Að þeir erfiðleikar, sem allra fyrst krefjast úrlausnar, eru í sambandi við að finna leiðir til þess að viðhalda undir öllum þessum ágangi einmitt því, sem gert hefur lífið eftirsóknarvert hérna." Samtals 15 km af akfærum vegum Það kemur víst fæstum á óvart, að Hunt er að þessu leyti bjartsýnni en flestallir íbúanna um framtíðarhorfurnar á Falk- landseyjum. Með mikilli hrifn- ingu lýsir hann nauðsyn þess að leggja nýja akvegi um allar eyj- arnar. Þótt ótrúlegt megi virð- ast eru ekki til meira en um það bil 15 km af akfærum vegum í gjörvallri nýlendunni. Þá hafa verið lagðar fram tillögur um eflingu ullariðnaðarins, með því að koma á fót prjónastofum og öðrum áþekkum fyrirtækjum. Einnig hefur verið talað um að koma þyrfti á fót nýtízku slát- urhúsum, þar sem hægt væri að slátra bæði nautgripum og sauðfé. Eins og málum er núna háttað er um það bil 23.000 kindaskrokkum fleygt á ári hverju, af því að markaði vantar fyrir þessa vöru. Sumir eyja- skeggjar vonast einnig til að geta ræktað ný beitilönd, náð góðum og föstum útflutnings- markaði fyrir lostæti eins og villigæsir, sjóbirting, lax og krabba; auk þess vilja þeir gjarnan koma upp vinnslu á öll- um þeim þara, sem vex í breið- um við strendur Falklandseyja. I engum þessara bollaleng- inga er samt minnst á möguleik- ann á olíuævintýri. „Allt bendir til þess að hér finnist olíusvæði og það borgi sig að hefja vinnslu," segir Hunt, stjórnar: fulltrúi, með dálitlum semingi. í riti sem brezka stjórnin birti nýlega er vitnað í álit banda- rískrar jarðfræðiskýrslu: „Svæðið gæti gefið af sér meira en níu sinnum það magn af olíu, sem álitið er að sé að finna á hafsbotni þess hluta Norður- sjávar, sem Bretar ráða yfir, og yrðu þetta þá stærstu ónytjuðu olíulindarsvæði í veröldinni." En í augum Falklendinga virðast fleiri þættir í þróun mála núorðið gefa mönnum til- efni til heldur lítillar bjartsýni; menn eru heldur áhyggjufullir um framvindu mála. Ibúarnir eru alls ekki eins bjartsýnir og Hunt og hafa miklu minni tiltrú á hinum „bjarta nýja heimi“, sem hann sér í hillingum og betri framtíð á Falklandseyjum. Menn búast alveg eins við því, að Argentína kunni að gera aðra innrás eða þá að Bretar kynnu hvort eð er að afhenda Argent- ínumönnum eyjarnar til yfir- ráða. „Allmargt fólk er farið að taia um að flytja á brott; þeirra á meðal er ég,“ segir Gerald Cheek. Konur undir þrýstingi Jafnvel nærvera svo margra ógiftra ungra karlmanna í brezka herliðinu á Falklands- eyjum virðist vera mönnum áhyggjuefni. „Við lentum í heil- miklum vandræðum með sjólið- ana í konunglega brezka sjó- hernum hér áður fyrr,“ segir Gerald Cheek. „Eitt árið misst- um við fimm stúlkur úr landi. Það hefur aldrei komið það ár, að við höfum ekki misst eina eða tvær stúlkur og við höfum hreinlega ekki efni á að missa þær úr landi, ef haft er í huga hve fáir íbúarnir hérna eru.“ Annar landi hans hefur þetta að segja: „Maður heyrir ekki mikið talað um brottflutning, en mað- ur veit þó fjandakornið, að fólk er að velta því fyrir sér.“ Enda þótt svo virðist sem að- eins um það bil 100 Falklend- ingar hafi horfið af landi brott meðan á átökunum um eyjarnar stóð, er hitt alveg augljóst, að föst búseta á Falklandseyjum fær ekki til lengdar staðist það álag, sem verulegur landflótti í stærri stíl myndi verða. Hunt, stjórnarfulltrúi, fullyrðir, að einungis tvær fjölskyldur séu að sækja um leyfi til að flytja úr landi fyrir fullt og allt. Slíkir minni háttar brottflutningar valda vitanlega ekki neinni sér- stakri röskun, né sundurlyndi milli íbúanna innbyrðis. Hins vegar er nú þegar farið að bera á vissri spennu af öðru tagi í samskiptum íbúanna sín á milli. Það hafa orðið greinir milli þess fólks, sem varð um kyrrt í höfuðstaðnum, meðan á hernáminu stóð, og svo hinna, sem „hörfuðu undan", lögðu land undir fót og fluttu til fjar- lægari byggðarlaga, þar sem þeir töldu sig öruggari. Viss andúð á Bretum En það leikur annars vart nokkur vafi á því, að mikill meirihluti Falklendinga hefur fullan hug á því að leggja sig alla fram til að viðhalda hinni föstu, hefðbundnu búsetu sinni á eyjunum, og þarlendir ætla sér hvergi að láta deigan síga í bar- áttunni við öll þau vandamál, sem nú steðja að. Það kann að hafa verið býrj- unin á straumhvörfum hins nýja, betri tíma, þegar ein af hetjum Falklendinga og um leið einn ötulasti maðurinn í bæjar- stjórn Port Stanleys, Terry Peck, boðaði til almenns borg- arafundar einn og sjálfur í ágústbyrjun. Var sá fundur haldinn í íþróttahúsi bæjarins og var hinn fyrsti, sem haldinn var frá því stríðinu um Falk- landseyjar lauk. Enda þótt fundurinn stæði í tvær klukku- stundir, voru þeir um það bil 100 bæjarbúar, sem fundinn sóttu, heldur ófúsir að láta álit sitt í ljós á þeim tillögum, sem bornar voru fram um m.a. aukna hlut- deild Falklendinga í laga- setningum, sem varða eyjarnar eingöngu; um möguleika íbú- anna á að kaupa land af Falk- landseyjafélaginu hf. sem er núna eigandi 46 prósenta af öll- um eyjunum; um meiri áhrif Falklendinga sjálfra á það, hverjir verði ráðnir kennarar og samningsbundnir verkamenn til starfa á Falklandseyjum frá Bretlandi. I heild verður það að segjast, að þetta kvöld kom greinilega í ljós viss andúð á Bretum, sem búið hefur lengi um sig í hugum Falklendinga. „Er það yfirleitt nokkuð, sem við getum gert til að sporna gegn þessu sama gamla ný- lendustjórnarfari, sem við höfð- um andúð á hér áður fyrr — stjórnarfari, sem núna er komið aftur,“ spurði Donald Davidson, sem rekur gististað fyrir ferða- menn í Port Stanley. Hins vegar voru mikil og almenn fagnaðar- læti, þegar Peck bar þá ályktun undir fundinn, að „við höfum engin frekari samskipti við Arg- entínumenn, aldrei nokkurn tíma eftir þetta." íklæddur bláum klæðisjakka með upphafsstöfunum E.R. sem skraut á jakkavasanum, lauk hann loks tölu sinni og sleit fundinum með þessum orðum: „Mér eru það vonbrigði, hve fáir komu á fundinn, og eins eru mér það vonbrigði, að þið skulið ekki hafa haft meira til málanna að leggja varðandi framtíð okkar. Eg vil svo sannarlega koma skriði á þróun mála hér á þess- um eyjum." Hin ákveðna afstaða hans gæti vel orðið einn af þeim þátt- um, sem stuðlaði að sameiningu og samstöðu íbúa Falklands- eyja, með alia sína einstakl- ingshyggju og uppgjöf í viðhorf- um. Það gæti vel svo farið, að þeir efndu til veizlunnar góðu til þess að fagna komu Bretanna og lokum hernaðarátakanna. Har- old Bennett, 65 ára gamall, sem hafði látið af störfum sem bæj- arfógeti aðeins tveimur dögum áður en Argentínumenn gerðu innrás sína, og hefur nú tekið við embætti sínu á nýjan leik: „Falklendingar ætla sér að halda 150 ára afmælið hátíðlegt í janúar á næsta ári. Við ætlum okkur að hafa svolítil hátíða- höld, þó ekki væri nema til þess að reka það ofan í „Argana“, að þessi hátíð yrði aldrei haldin eins og þeir sögðu." 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.