Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1982, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1982, Blaðsíða 12
Blöð og blaðamenn 2. hluti Grímur Thomsen Henri Stcphan De Blowitz Þegar Grímur Thomsen lék á kon- unglegan leyndarskjalavörð — og blaðamaður á Bismarc fursta eftir Pétur Ólafsson Kannski þótti mér meira til sögunnar koma um „kænsku- brafíð" enska blaðamannsins, .„sígilt í annálum blaðamennsk- unnar", vegna þess að ég hafði heyrt áður um viðskipti dr. Gríms Thomsen og konunglega leyndarskjalavarðarins enska og hvernig Palmerston, forsæt- isráðherra Breta (1784—1865) kom og bjargaði málinu fyrir dr. Grím. En fyrst er það sagan um de Blowitz, Times blaðamann- inn, eins og hún er skráð í 150 ára afmælisriti The Times: Heimsfriðarráöstefna í Berlín 1878 Allt gekk sinn vanagang á heimsfriðarráðstefnunni í Berl- ín. Ritstjóri blaðsins hafði mælt svo fyrir að fréttir af ráðstefn- unni ættu að hafa algeran for- gang, og öllu hraðað eftir föng- um. Lið okkar átti að vera undir stjórn del Blowitz. Hinsvegar var leyndin yfir öllu svo mikil, að blaðamennirnir gerðu lítið annað en að reika eirðarlaust um sali. En þá gerðist það að Bis- marck fursti bauð de Blowitz til kyrrláts kvöldverðar heima hjá sér. Að kvöldi annars júlí kom Hohenlohe greifi og sótti de Blowitz og fylgdi honum á fund kanslarans. Sjálf kanslarafrúin tók á móti þeim og síðan sátu þeir einir, kanslarinn og blaða- maðurinn. Sagt var frá þessum einkafundi í The Times tveimur dögum síðar. Við þetta óx vegur de Blowitz um allan helming hjá ráðstefnufulltrúunum og átti líklega sinn stóra þátt í því, að einn þeirra bauðst til að útvega honum væntanlegan samning áður en fundum lyki. En de Blowitz þóttist sjá að þetta eitt væri ekki nægilegt. Koma varð samningnum til London án þess að mikið bæri á, og ekki var síð- ur nauðsynlegt að keppinaut- arnir kæmust yfir hann um leið. Augljóst var að ekki var hægt að nota ritsímann í Berlín, og vegalengdin til Parísar var of mikil. Heppilegast þótti því að senda samninginn frá Brússel í Belgíu. „Eg hringdi þessvegna til belgíska sendiherrans í Berl- ín,“ segir de Ejlowitz, „tjáði hon- um að uppi væru hugmyndir um að opna nætursamband með rit- síma milli Brússel og London. Eg bað hann því að láta mér í té meðmælabréf til símstjórans í Brússel, þar sem fyrir hann væri lagt, að senda tafarlaust langt símskeyti, sem ég kynni að biðja um, því nú ætti að prófa hve hraðvirkt sambandið milli höfuðborganna gæti orðið." Enn eitt kænskubragð Næsta skref var að senda sér- staka orðsendingu til Bismarcks kanslara, sem var forseti ráð- stefnunnar, og biða hann að láta sig fá textann, áður en ráðstefn- unni lyki að fullu. Þetta gerði hann í trausti þess að enginn annar biaðamaður fengi textann ef ser væri neitað. Eins og vænta mátti neitaði Bismarck, kvaðst ekki hætta á að reita blaðamenn eigin þjóðar til reiði. Svarið var afar kurteislegt. Það barst um hendur Hohenlohes greifa. En þá þegar var samn- ingurinn kominn í vörslu de Blowitz, að undanskildum tveimur síðustu greinunum. Einnig vantaði formálann, sem enn var ósaminn. „Strax er svarið barst, gerði ég mér upp feikna reiði," segir de Blowitz. „Ég lét þegar í stað binda bagga mína, greiddi hótel- reikninginn og pantaði sérklefa í fyrstu lest frá Berlín, laust eft- ir hádegi sama dag. Ékki kæmi til mála, að ég biði eftir síðasta ráðstefnudeginum. Ég gaf mig á tal við einn málgefnasta blaðamanninn á ráðstefnunni og þegar hann spurði hvað ylli þessari skyndi- legu brottför minni, sýndi ég honum í trúnaði bréf Hohen- lohes greifa (með synjun Bis- marcks) og sagði að þetta væri þakklætið fyrir friðarviðleitni mína, sem Bismarck hefði áður hrósað mér fyrir. Ég kvaðst telja þessa framkomú kanslar- ans smánarlega, og ekki hvarfl- aði að mér að dveljast stundinni lengur í borg, þar sem mér hefði verið sýnd önnur eins óvirðing.“ Með þessu var tryggt að aðrir blaðamenn færu ekki á fjörur við Bismarck!" En nú vantaði formálann! „Skömmu áður en lagt skyldi af stað frá Berlín," segir de Blowitz, „gekk ég á fund franska sendiherrans í borginni, til að kveðja hann. Það skal tekið fram að Valliers sendiherra, hafði aldrei gert mér neinn sér- stakan greiða í fréttaöflun áður. En nú sýndi ég honum í trúnaði samninginn, sem ég var með, og með einhverjum hætti tókst mér að fá hann til að lesa fyrir mig hægt formálann, sem mig vant- aði. „Hérna gefst yður tækifæri til að færa sönnur á hið einstaka minni yðar,“ sagði sendiherrann að lokum. Birtist samdægurs í Berlín og London Á brautarstöðinni beið sam- starfsmaður de Blowitz, Mack- enzie Wallac, sem síðar varð rit- stjóri The Times. Ótruflaðir í sérklefa sínum tók de Blowitz að þylja upp úr huganum formál- ann og Wallace skrifaði, en lest- in brunaði til Kölnar. Næst tók blaðamaðurinn upp skæri, nál og tvinna og saumaði samning- inn með formála, ásamt bréfinu til símstjórans í Brússel, inn- 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.