Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1982, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1982, Blaðsíða 14
Portisch á toppnum í tvo áratugi Skák Margeir Pétursson Lajos Portisch hefur verið sterkasti skákmaður Ungverja- lands og einn af öflugustu skák- mönnum heims í tvo áratugi, en jafnan skort herzlumuninn til að komast á blátoppinn. Portisch, sem nú er 45 ára gamall, tryggði sér nýlega sæti í næstu áskor- endakeppni með því að veröa efstur ásamt Torre á millisvæða- mótinu í Toluca. A þeim slóðum er hann enginn nýgræðingur, því þetta verður í sjötta skiptið sem hann tekur þátt í keppninni. í fyrstu þremur áskorenda- keppnunum sem Portisch tók þátt í var hann sleginn út strax í fyrstu lotu. 1965 tapaði hann fyrir Tal, 1968 fyrir Larsen og 1973 fyrir Petrosjan. En í síð- ustu tvö skipti hefur honum tek- izt að komast í undanúrslit, 1977 vann hann fyrst Larsen, en tap- aði síðan fyrir Spassky og 1980 hóf hann keppnina með því að sigra Spassky mjög naumlega, en síðan tapaði hann mjög óvænt 'og klaufalega fyrir V-Þjóðverjanum Robert Hubner í undanúrslitunum. Portisch hefur ávallt verið í hópi þeirra stórmeistara sem staðið hafa í skugga heimsmeist- arans og áskoranda hans og því ekki notið verðskuldaðrar at- hygli. Framfarir hans hafa verið ákaflega hægar og jafnar og nú má að öllum líkindum fullyrða að hann sé sterkasti skákmaður- inn utan Sovétríkjanna, þrátt fyrir tapið fyrir Hiibner, ef Fischer er undanskilinn. Að vísu fékk Portisch ekki jafnmikla skákhæfileika í vöggugjöf og undramenn eins og Kasparov, Fischer og Tal, en með þrotlausri ástundun og vinnu hefur hann komizt í hóp hinna allra fremstu. Þjóðsögur ganga í skákheiminum um þann tíma sem hann eyðir í skák- rannsóknir, heima í Búdapest situr hann jafnan við átta tíma á dag og þegar hann tekur þátt í skákmótum vaknar hann fyrir allar aldir á morgnana til að undirbúa sig fyrir andstæðing dagsins. Portisch er því dæmigerður fyrir þá skákmenn sem líta á íþrótt sína sem hver önnur vís- indi, sem kryfja þurfi til mergj- ar. Hann er löngu orðinn frægur fyrir yfirnáttúrulega byrjana- kunnáttu sína og honum hefur tekizt að setja mark sitt á flestar vinsælust.u byrjanir okkar tíma. Skákin sem hér fer á eftir er afar dæmigerð fyrir ungverska stórmeistarann. Hún er tefld í næstsíðustu umferð millisvæða- mótsins í Toluca og Portisch varð að vinna hana til þess að geta talizt öruggur með að kom- ast áfram. Strax í byrjuninni hristir hann nýja hugmynd fram úr erminni, vafalaust árangur heimarannsókna hans í Búda- pest. Andstæðingi hans, hinum öfluga sovézka stórmeistara, Juri Balashov, tekst ekki að jafna taflið og smátt og smátt vinnur Portisch á þar til hann vinnur peð. Hvítt: Lajos Portisch Svart: Juri Balashov Drottningarbragð 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — d5, 4. Rc3 — Be7, 5. Bf4 Algengara er ennþá 5. Bg5, en 5. Bf4 hefur sézt oft á stórmótum að undanförnu. 5. — 0-0, 6. e3 — c5, 7. dxc5 — Bxc5, 8. Dc2 — Rc6, 9. Hdl — Da5, 10. a3 — Be7, 11. Hd2!? Ný hugmynd Portisch. í tveimur síðustu einvígjum Karp- ovs og Korchnoi hefur hinn síð- arnefndi jafnan leikið 11. Rd2, en Portisch hefur uppgötvað nýja leið til að losa riddarann á c3 úr leppuninni. 11. — Hd8, 12. cxd5 — Rxd5, 13. Rd5 — exd5 Nú situr svartur uppi með stakt peð á miðborðinu, en 13. — Hxd5 hefur þann galla að eftir 14. Bd3 — h6, 15. 0-0 á svartur erfitt með að þróa stöðu sína svo vel sé. 14. Bd3 — h6, 15. 0-0 — Bf6, 16. Hfdl Kosturinn við 11. leik hvíts er nú kominn í ljós. Hrókar hans þrýsta fast á staka peðið á d5. 16. — Bg4, 17. Db3 — Hd7, 18. h3 — Be6 18. — Bxf3 kom til greina, þó hvítur standi betur eftir 19. gxf3 - d4, 20. Db5 - Dd8, 21. Be4! vegna biskupaparsins. 19. Db5! Lakara var 19. Bbl — d4, 20. Dd3 — g6, 21. Bxh6 - Dh5, 22. Bf4 — Bxh3. Ef svartur leikur nú 19. — Dd8 þá er 20. Bbl og 21. Dd3 aftur á móti sterk hugmynd. Balashov sættir sig því viö að tefla lakara endatafl. 19. — Dxb5, 20. Bxb5 — a6 Portisch hótaði einfaldlega að tvöfalda á c-línunni og því átti Balashov ekkert betra. 21. Bxc6 — bxc6, 22. Hcl — Hc8, 23. Hdc2 — d4, 24. exd4 — Bxd4, 25. b4 25. Be5 kom einnig til greina. 25. — Hcd8, 26. Be5! Ekki 26. Hxc6 — Bb2. 26. — Bxe5, 27. Rxe5 — Hdl+, 28. Hxdl — Hxdl+, 29. Kh2 — Hd5!? 29. — Hal dugði ekki vegna 30. Hc3 — Bd5, 31. Rd3 og síðan 32. Rc5 o.s.frv. 30. f4! Enn er nákvæmni þörf. 30. Rxc6? hefði verið svarað með 30. — Hd3, 31. a4 - Bb3. 30. — f6, 31. Hxc6 — Bf5, 32. Rf3 — a5, 33. Hc5! Tafllokin sem nú fara í hönd eru léttunnin fyrir hvít. 33. — Hxc5, 34. bxc5 — Be4, 35. Rd4 — Kf7, 36. Kgl — Ke7, 37. Kf2 — g6, 38. g3 — Kd7, 39. Ke3 — Bd5, 40. h4 — Bc4, 41. g4 — Bd5, 42. g5! Opnar kónginum leið. 42. — hxg5, 43. hxg5 — fxg5, 44. fxg5 — Bc4, 45. Kf4 — Ba2, 46. Ke5 — Kc7, 47. Rf3 — Bbl, 48, Kd5 — Ba2+, 49. Kd4 — Bbl, 50. Re5 — a4, 51. Kc4 — Be4, 52. Kb4 — Bc2, 53. Rf3 og svartur gafst upp. Nokkur aðskotaorð í Sigurður Skúlason magister tók saman SJUSS, viskí, koníak o.fl. áfengistegundir í sódavatni. Oröið er komiö af sjus í dönsku sem er sömu merkingar. Þýska oröið Schuss merkir hins vegar: dreitill. Finnst í Jsl. ritmáli frá árinu 1922 (OH). Áriö 1932 heyröi ég valinkunnan Reykvíking bjóöa vini sínum sjúss með þessum oröum sem ég skrifaði þá í vasabók mína: „Viltu ekki skúss?" Ekki veit ég hvort þetta hefur veriö einkaframburöur þessa ágæta borgara eöa ekki. Mér var kunnugt um að hann haföi á yngri árum stundaö nám í Þýskalandi. SKANDERA, lesa upphátt (grískt eöa latn- eskt) kvæöi og skipta rétt eftir bragliðum; m.m. skanderast (skandérast) kveöast á, koma á víxl meö vísur sem byrja á sama staf og síöasta vísa endaöi á (OM). Oröið er komiö af so. scandere i latínu sem merkir: stíga upp. No. skandéring merkir í íslensku: aö skandérast. Þ. Skandieren, d. skand- ere. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1860 (OH). SKANDÍNAVÍA, Noröurlönd. Oröiö er komið af latínska heitinu Sca(n)dinavia sem klassiskir rithöfundar notuöu í stað þess aö rita Skánn. (Af þessu latínska heiti mynduðust orðin skandínavískur og skandínavismi.) Þ. og d. Skandinavien, e. Scandinavia. Ekki er mér kunnugt um aldur orösins Skandínavía í ísl. ritmáli. SKARLAT, Sérstakur vandaöur ullarvefn- aöur (j ýmsum litum, oft rauöur) (OM). Orö- iö er ættaö úr persnesku, en varð scarlat- um í miðaldalatínu. Þ. Scharlach, d. skar- lagen, e. scarlet. Finnst í ísl. fornmáli (Fr.). SKONNORTA, Seglskip, venjul. tví- eöa fimmmastraö, meö sérstökum seglbúnaöi (OM). Hér er komiö danska oröið skonnert sem mun vera komið af schooner í ensku, en þaö orö er myndað af mállýskusagnorö- inu Scoon sem merkir: þjóta af staö. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1825. Orömyndin skonnert sést í ísl. ritmáli frá árinu 1821 (OH). SKONROK, sérstök teg. af höröu brauöi sem geymist lengi (OM). Oröiö er komið af schon(e)rogge i lágþýsku. Það orö er myndað af schon sem merkir: fagur og rogge er merkir: rúgur. D. skonrog. Orö- myndin skonroggenbrauð finnst í ísl. rit- máli frá árinu 1661, en skonrok frá árinu 1785 (OH). SKUNKUR, þefdýrstegund; göltur (OM). Oröiö er komiö úr indíánamáli og merkir einnig loðskinn af þefdýri. E. skunk, þ. Skunk, d. skunk. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1951 (OH). SLANG, hversdagslegt málfar sem hefur ekki náö viðurkenningu í hefðbundnu rit- máli, einkum notað af tilteknum hópi fóiks (t.d. á sama staö, sama aldri, meö sömu menntun, í sömu starfsgrein) (OM). Orðið er komiö af slang í ensku. Þ. Slang, d. slang. Orömyndin slangorö finnst í ísl. rit- máli frá árinu 1860 (OH). SLAVI, slavneskur-Slafi, slafneskur (OM). Orðiö Slavi er komið af Sklabos í grísku er merkir: slavneskur. Þ. Slave, d. slaver, e. Slav. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1882 (OH). SLEMfa, SLEMMA, (í spilum) þaö aö veröa slemm: gera alslemm(u), fá alla slagina (OM). Oröiö er komiö af slam í ensku sem merkir: smellur. Þ. Schlemm, d. slem. Orö- iö slemm, hk. finnst í (sl. ritmáli frá árinu 1943 (OH). Ég man eftir þessu oröi í talmáli frá 1. tug aldarinnar. íslensku SLIFSI, breiöur silkiboröi, sem heyrir til peysufötum; (breitt) hálsbindi (OM). Þ. Schlips, d. slips. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1875 (OH). SMARAGÐUR, fagurgrænn, gagnsær gimsteinn afar verömætur (OM). Oröiö mun vera komiö af maragada í indversku. Þaö varö (s)maragdos í grísku og smaragd- us í latínu. Þ. Smaragd, d. smaragd. Finnst í ísl. fornmáli (Fr.). SMART, fríöur, snotur, fínn í útliti (OM). Oröiö er komið af smart í ensku. D. smart. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1882 (OH). SMERGILL, óhreint, kornótt afbrigöi gimsteinsins kórunds, notaö til fágunar og í hverfisteina (OM). Oröiö er ættaö úr grísku þar sem smeris merkir: duft til fág- unar. í síölatínu varð þaö: smericulum. It. smeriglio, þ. Schmerigel og Schmergel, d. smergel. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1818 (OH). SNOBB, snobbari (OM). Oröið er komiö af snob í ensku. Þ. Snob, d. snob. Þaö hefur verið þýtt á íslensku sem montari, upp- skafningur, höföingjasleikja, broddborgari. Uppruni orðsins er talinn óvís. Af snobb í íslensku hefur myndast orðið snobbari, sömu merkingar, og so. snobba sem merkir: smjaðra. Enn fremur heyrist hér hk. no. snobb í merkingunni: smjaöur. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1891 (OH). SÓSÍALDEMÓKRATI, maöur, sem styöur þá stjórnmálastefnu aö vilja koma sósíal- isma á á þingræðislegan hátt (OM). Þ. Sozialdemokrat, d. socialdemokrat. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1869 og orömyndin sósíaldemókrat frá árinu 1886 (OH). SÓSÍALISMI, þjóöfélagsstefna, sem vill færa framleiöslutækin í eigu og undir stjórn almennings til aö ná réttlátri (jafnari) lífs- skilyröum fyrir heildina; slíkt þjóðskipulag (OM). Oröiö er komiö af socialisme í frönsku. E. socialism, d. socialisme, þ. Sozialismus. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1875. No. sósíalisti finnst þar frá árinu 1870 (OH). SÓDÓMSKA, kynmök karlmanna viö aöra karlmenn eöa skepnur (OM). Oröiö er myndaö af heiti hinnar fornfrægu borgar Sódómu í Palestínu, en hún haföi óorö á sér fyrir siöspillingu og hrundi í jaröskjálfta aö því er segir í 1. Mósebók. Þ. Sodomie, d. sodomi, e. sodomy. Ekki veit ég hvenær oröiö sódómska sést fyrst í ísl. ritmáli, en orömyndin sódómí finnst þar frá árinu 1892 og lo. sódómiskur frá árinu 1588 (OH). SÓF(F)I, sfofuhúsgagn, mjúkur bekkur meö baki og (oftast) örmum til endanna (OM). Oröiö má rekja til no. suffati í arab- ísku. Þaö barst til Evrópu og komst inn í ýmis tungumál þar. Fr. sofa, Þ. Sofa, d. sofa. Orömyndin sófi finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1820, en sóffi frá 1942 (OH). SÓFISMI, niöurstaöa sem sýnist vera rétt, en er raunverulega villandi; hugsanagangur sem leiöir til slíkrar niöurstööu (OM). Oröiö er komið af gríska no. sofisma. (Það er myndaö af sofos sem merkir: vitur, lat. sophus). Þ. Sophisterei, e. sophism, d. sof- isme. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1910 (OH). Aöskotaorðið sófisti merkir: maöur, sem beitir sófisma; heimspekingur, sem kennir að nota sýndarsannanir án tillits til raunveruleikans (OM). Gr. sophistes, Þ. Sophist, e. og d. sofist. Ætla má að þetta orö sé viölíka gamalt í íslensku og sófismi. SOJABAUNIR, aldin sérstakrar plöntu af ertublómaætt (OM). Fyrri hluti orösins er kominn af japanska oröinu sjoju. Þ. Soja, d. soja. Oröiö sojabaunir finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1933 (OH). SÓNA, hljóma, óma, klingja (OM). Orðiö er komið af so. sonare í latínu. (Sonus merkir þar: hljóö). E. sound. Finnst í ísl. fornmáli (Fr.). 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.