Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1982, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1982, Blaðsíða 11
Lystigarðurinn við Pusjkín-minnismerkið er vinsæll samkomustaður ungra Moskvubúa. Óæskileg iðja í augum eftirlitsmanna kommúnistaflokksins. Ungar stúlkur starfa m.a.s. sem go-go-stúlkur í diskó- teki. við höfum orðið að þræla okkur út til þess að ná þeim lífskjör- um, sem við þó búum við. Þessi börn hafa aldrei reynt þann skort á öllu, sem við þekktum, og þau vilja heldur ekkert af honum vita.“ Börnin hafa bakað mér vonbrigði Roskinn Moskvubúi hefur þetta að segja: „Börnin hafa bakað mér margvísleg von- brigði. Sonur minn sýnir þess alls engin merki, að hann vilji temja sér nokkurn sjálfsaga. Hann er orðinn tvítugur og hef- ur þó ennþá ekki gert það upp við sig, hvaða vinnu hann ætli að stunda. Á hans aldri var ég búinn að vera þrjú ár hermaður í stríðinu." Sovézk ungmenni gera sér mjög háar hugmyndir um glæsi- leika lífsins á Vesturlöndum, og það enda þótt sovézka sjónvarp- ið skýri í fréttasendingum sín- um á hverju einasta kvöldi ein- ungis frá verkföllum, mótmæla- aðgerðum, atvinnuleysi og dýpstu eymd á Vesturlöndum. Kommúnistaflokkurinn sér sig orðið tilneyddan að reyna að gera sósíalismann svolítið við- felldnari í augum almennings með því að stórauka áróðurs- flóðið: „Til þess að draga fram kosti sósíalismans á rökréttan og auðskiljanlegan hátt þarf umfram allt að reka djúpstæð- an, raunsæjan áróður," krafðist Pravda nýlega. Og Kommún- istaflokkurinn gerir það að kröfu sinni, að mun meiri áherzla verði nú lögð á sjónar- mið eins og stolt yfir heimkynn- um sínum, vilja til að verja það, sem áunnizt hefur undir sósíal- isma og sannfæringuna um réttmæti sósíalismans — en allt þetta bendir hins vegar til þess, að hugsanir sovézkra æskum- anna séu ekki sérlega uppteknar af slíkum hgusjónum, heldur beinist í allt aðrar áttir. Andi frumherjanna eða fljótteknar rúblur Einstaka nýliði í Rauða hern- um hefur meira að segja dirfst að láta í ljós hugarfar friðar- sinna. Yfirmaður eftirlitsstofn- unar með sovézka heraflanum, Alexej Jepisjev hershöfðingi, gagnrýndi til dæmis á áður- nefndu þingi kommúnísku æskulýðssamtakanna, „hve mjög skorti á föðurlandssinnað- an baráttuvilja í uppeldi ung- menna, og kvartaði undan aga- leysi og drykkjuhneigð." Fram að þessu hefur komm- úníska æskulýðssambandið einnig séð um koma komsomól- unum sínum í vinnu: Sovézk ungmenni vinna við lagningu Baikal-járnbrautarinnar í Síb- eríu, eru víða í byggingarvinnu, hjálpa til við uppskerustörfin í sveitum, eru send til aðstoðar í jarðgas- og olíuvinnslu í Síberíu. Aðeins þarna"'*á víðáttunum í Síberíu virðist ennþá ríkja alveg ósvikinn andi hinna vinnuglöðu frumherja. Annars staðar í landinu vinnur unga fólkið fremur með það í huga að ná í fljótteknar rúblur en af ein- hverri funheitri hrifningu af verkefnunum. Sovézku komsomólarnir líta víst ósköp svipuðum augum á þessi mál eins og skólanemend- ur og stúdentar á Vesturlönd- um: „Hvar er hægt að vinna sér fljótt inn mikinn pening í sumarleyfinu?" Komsomóli, sem stundar byggingarvinnu í tvo mánuði af sumarfríinu sínu, getur þannig unnið sér inn 1.000 rúblur (u.þ.b. 16.500 ísl. kr.). Ferðalög Vesturlandabúa til Sovétríkjanna og dvöl þeirra þar kyndir mjög undir löngun Sovétmanna til að kynnast Vesturlöndum af eigin raun. í höfuðborginni Moskvu, með átta milljónir íbúa, búa nú þegar um 26 þúsund útlendingar, og millj- ónir erlendra ferðamanna koma árlega til Sovétríkjanna. Þegar þýzka stórfyrirtækið Salzgittíír byggði Sheremetjevo II, nýjasta flugvöll Moskvu, fyrir olympíuleikana síðustu, tókust líka góð kynni milli þýzkra tæknimanna og bygg- ingarverkamanna og rússneskra kvenna. Margir Þjóðverjanna gengu að eiga rússneskar konur. Erfið skilyrði fyrir elskendur í augum sovézks æskufólks er kynlíf ósköp eðlilegur þáttur í mannlegum samskiptum — enda þótt það strandi í reynd oftar en hitt á aumustu hugs- anlegu tálmunum í hversdagslífi Svovétríkjanna, það er að segja á tækifæri fyrir elskendurna til að fara í rúmið, óséðir og í friði. Þrengslin í sovézkum íbúðum eru víðast óskapleg. Oft búa margir ættliðir einnar fjöl- skyldu saman í einni íbúð: Afi og amma, foreldrar, börn og barnabörn, stundum líka ógiftar frænkur eða frændur. Þegar sonur eða dóttir úr fjölskyld- unni giftist, halda ungu hjónin sem sagt oft áfram að búa í íbúð foreldranna. Langir biðlistar eru fyrir hverja þá íbúð, sem losnar, hvað þá nýbyggðar íbúð- ir. Við öll þessi vandræði bætist svo til algjör vöntun á fræðslu um kynferðismál; engin slík fræðsla fer enn þann dag í dag, fram í sovézkum skólum — að undanskildum örfáum tilraunaskólum í Moskvu og í Eystrasaltslöndunum. í fiestum sovézkum fjölskyldum þykir al- veg fráleitt að ræða slík efni við unglinga. Um „svona nokkuð“ tala menn bara ekki. Margt ungt fólk hefur því afar litla þekk- ingu á getnaðarvörnum. Að sögn sovézks kvensjúkdómalæknis er vanþekkingin auk þess oft svo mikil, að margar sovézkar stúlk- ur, sérstaklega í dreifbýlinu, trúa því einfaldlega ekki, sem læknirinn segir þeim. Ungt fólk í Sovétríkjunum tekur því frekar þá áhættu, að til þungunar komi. í Sovétríkj- unum fæðast árlega um fimm milljónir barna, en af opinber- um sovézkum hagskýrslum má sjá, að tala fóstureyðinga er miklum mun hærri en fæð- ingartalan. Það þýðir í reynd að yfir fimm milljónir ófæddra sovézkra barna eru árlega drep- in í móðurkviði — næstum því 13 sinnum fleiri fóstur deydd en t.d. í Vestur-Þýzkalandi. Alls voru skráðar 87.500 fóstureyð- ingar í Vestur-Þýzkalandi árið 1981, og þykir mikið, en íbúa- fjöldinn í landinu er um það bil einn fimmti af íbúatölu Sovét- ríkjanna. Erlendar getnaðarvarnir eru eftirsóttar Skortur á öruggum getnað- arvörnum er hreinasta vanda- mál fyrir sovézkar stúlkur. Að vísu er til á markaðnum sovézk pilla, en hormónastyrkleikinn er svo mikill, að fæstar konur þola að nota þessa getnaðarvörn til lengdar. Erlendar getnaðar- varnarpillur, aðallega ung- verskar og júgóslavneskar, eru feiknarlega eftirsóttar, en þær fást aðeins sjaldan og eru mjög dýrar. Lykkjum er að vísu út- deilt, og þeim komið fyrir að kostnaðarlausu, en eru samt til- tölulega lítið notaðar ennþá. Sovézkir smokkar eru einungis hafðir að háði og spótti vegna þess hve lélegir þeir eru. Um áhrif Vesturlanda á rússneskar lífsvenjur hafði Brézhnev þetta að segja á síð- asta þingi sovézka kommúnista- flokksins: „Vesturlönd láta sér ekki nægja að kveikja deilur með hugmyndunum einum sam- an,“ heidur beita þau heilu kerfi af ýmiss konar tólum og aðferð- um „til þess að grafa undan hin- um sósíalíska heimi og gera fólkið andsnúið sósíalisma“. Þær vinsældir, sem popp- hljómsveitir njóta þar eystra, og sú tilhneiging sovézkra unglinga að ráða algjörlega sjálfir sínum frístundum, hlýtur svo sannar- lega að jaðra við hreinustu upp- reisn í augum hinna kommún- ísku hugmyndafræðinga. í ný- stárlegri hegðun sovézks æsku- fólks sjá þeir greinilega upphaf þróunar til einstaklingshyggju, sem sovézka sameignarríkið hefur hina megnustu andúð á. Önnur áberandi sjúkdómsein- kenni eru t.d. óeirðaseggirnir, sem farnir eru að birtast á sov- ézkum knattspyrnuvöllum, íklæddir peysum og með húfur í einkennislitum eftirlætis bolta- liðsins, eins og tíðkast í Eng- landi, og stofna þessir unglingar oft til óeirða og æsilegra upp- þota á vellinum. Varið ykkur á Vesturlöndum En hugmyndafræðingar kommúnista eru oftast fremur hugmyndasnauðir, þegar þeir eru að fordæma slík uppþot og önnur vandkvæði í hegðun sov- ézkra ungmenna. Það helzta, sem þeim dettur í hug, er að vara sovézkt æskufólk við þeim alröngu hugmyndum, sem það geri sér um Vesturlönd. Frá- sagnir, sem birtast í sovézkum blöðum um atvinnuleysið, eit- urlyfjapláguna og hamaganginn í kynferðismálum á Vesturlönd- um eiga að koma Sovétmönnum í réttan skilning um stöðu mála í vestrænum ríkjum. En það hindrar hins vegar ekki sovézk ungmenni hið minnsta í að láta sig dreyma um dýrðina í vesturátt. Þegar sov- ézkir unglingar eru spurðir um helztu óskir sínar, segjast þeir ekki bara vilja fá að hlusta á vestræna dansmúsík, heldur líka fá að ferðast einhvern tíma til Vesturlanda. Með aðeins ör- fáum undantekningum fá víst fæstir af uppvaxandi sovézkri kynslóð þessar óskir sínar upp- fylltar, ekki fremur en foreldrar þeirra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.