Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1982, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1982, Blaðsíða 6
Smásaga: eltir Kristmann Guðmundsson Huldufólksbörn Að ytra útliti var Jonni litli ósköp venjulegur drengur: dökk- ur á brún og brá, með blágrá augu, sem voru mjög skírleg, kringluleitt andlit og eyru í stærra lagi, eilítið uppbrett nef og draumlyndan svip. En að einu leyti var hann ólíkur flest- um öðrum, bæði börnum og full- orðnum: hann sá ýmislegt sem fólki almennt er hulið. Þessa sérgáfu hafði hann erft frá móð- ur sinni, en hún var það, sem kallað er skyggn. Og hún varð þess snemma vör að einkasonur hennar hafði hlotið skyggnina í vöggugjöf, því að þegar hann var sex ára og Sæmi leikbróðir hans og vinur dó úr skarlatssótt, hélt hann áfram að leika sér við hann undir stóra, kringlótta borðstofuborðinu, eins og verið hafði vani hans áður. Sæmi kom nefnilega þangað til hans, eins og ekkert hefði í skorist, og Jonni virtist bæði heyra hann og sjá, líkt og mamma hans. Þessi félagsskapur þeirra varaði tæpt ár, eftir dauða drengsins, en þá hætti hann að koma, og Jonni sagði móður sinni, alldap- ur í bragði, að nú þyrfti Sæmi að fara í skólann og fengi því ekki að leika við hann lengur. Svo leið tíminn, en þegar Jonni var orðinn tólf ára, keypti faðir hans sumarbústað í einum af fegurstu dölum Borgarfjarð- arsýslu. Það var lítið en faílegt hús, með tveimur herbergjum og eldhúsi, og stóð undir gróð- ursælli hlíð, en allháir kletta- paldrar risu rétt fyrir ofan það. Eram af þeim fossaði lítill læk- ur, er rann svo niður brekkuna, skammt frá húsveggnum. Mæðginin höfðu hlakkað mik- ið til að komast í sveitina, því að móðir Jonna var fædd og uppal- in í sveit og elskaði náttúruna með öllum hennar mörgu svip- brigðum. Þegar svo skólagöngu Jonna lauk um vorið, í enduðum maí, upprann sá þráði dagur, er pabbi hans ók þeim í bílnum sínum til Borgarfjarðar, og sveitasælan hófst í húsinu þeirra undir klettapöldrunum. Pabbinn gat nú reyndar aðeins verið þar um helgar, því að hann þurfti að sinna viðskiptum sín- um í borginni. En það gerði ekki svo mikið til, því að mæðginin undu sér vel saman tvö ein, og Jonni hafði ekki einungis erft skyggni móður sinnar, heldur einnig ást hennar á náttúrunni. Honum þótti mjög skemmtilegt að reika um hlíðina, sem víða var kjarri vaxin, anda að sér ilmi gróðursins og hlusta á fossniðinn undir klettunum. Hann hefði þó kosið að eiga sér þarna einhver leiksystkin, og oft minntist hann Sæma litla, sem hann hafði aldrei gleymt, þótt nú væru sex ár liðin frá dauða hans. En langt var síðan að þessi bernskuvinur hætti að vitja hans; Fyrstu dagana var hann dá- lítið einmana. En úr því rættist brátt, og betur en Jonna hafði nokkru sinni dreymt um. Það var víst fjórða dag dvalar hans í sumarbústaðnum, að hann sá allt í einu þrjú börn, á líkum aldri og hann sjálfur, undir háum kletti rétt hjá foss- inum. Og reyndar hafði þessi klettur þá skyndilega breytt um svip, því að hann var orðinn að skrautlegu húsi, með blóma- garði fyrir framan. Jonni áttaði sig ekki alveg strax á þessu fyrirbæri, en starði á það sem steini lostinn og vissi ekki hvað hann skyldi halda. Ekki var um að villast að þetta virtust vera alveg raun- veruleg börn, meira að segja mjög geðfelld að sjá, falleg og vel klædd. Það voru tveir dreng- ir og ein telpa. Öll ljóshærð og bláeygð, langleit og fremur lík hvert öðru, með hreinan, sak- leysislegan svip. „Komið þið sæl,“ sagði Jonni, dálítið hikandi, því að enn var hann hissa á þessu. Hann sá að þau bærðu varirn- ar, en heyrði í fyrstu mjög óglöggt hvað þau sögðu, þóttist samt skilja að þau hefðu svarað kveðju hans vingjarnlega. Hann færði sig nær þeim til þess að heyra betur, og spurði þau að heiti og hvaðan þau væru. Hon- um kom helst til hugar að þetta væru Reykjavíkurbörn og myndu líklega eiga heima í sumarbústað, sem var þarna all- langt utar í hlíðinni. Litla stúlkan benti honum þá á húsið í klettinum fyrir ofan þau og sagði skýrum rómi: „Við búum hérna hjá foreldrum okkar. En hvaðan kemur þú?“ Jonni sagði deili á sér. En nú var hann farið að gruna að ekki væri allt með felldu um þessi börn og spurði þessvegna blátt áfram: „Eruð þið kannski Huldufólk? Þau kinkuðu öll kolli og telp- an hló glaðlega. Drengirnir voru aftur á móti alvarlegir, og sá stærri svaraði fyrir þau öll: „Ég heiti Mahem og þetta er Elías bróðir minn, en systir okkar heitir Ingilín." Jonni rétti nú fram hönd sína í kveðjuskyni; hann langaði til að kynnast þessum börnum og verða vinur þeirra, því að móðir hans hafði sagt honum frá Huldufólkinu, sem hún hafði kynnst í bernsku, og hann vissi að það var gott fólk. En Mahem hristi höfuðið og sagði: „Þú get- ur ekki snert okkur, af því að við erum í öðruvísi líkama en þú.“ Máli sínu til sönnunar rétti hann einnig fram hendina, og er Jonni reyndi að taka í hana varð ekkert fyrir nema loftið tómt. Þetta undraðist hann stórlega, en minntist þess þá, að móðir hans hafði einhverntíma sagt honum að mennskir menn gætu ekki snert huldufólkið nema í draumi eða leiðslu. „Þetta var nú heldur lakara," varð honum að orði. Hann hló vandræðalega. En þótt hann yrði fyrir vonbrigðum, hugsaði hann sem svo, að betra en ekki væri þó að heyra þau og sjá. „Getum við samt ekki leikið okkur saman?" spurði hann ei- lítið ráðvilltur. Að þessu sinni svaraði telpan: „Jújú," mælti hún áköf. „En þú verður bara að sofna fyrst." „Sofna?“ hváði Jonni. „Það var þó skrítið!“ „Ékkert skrítið við það,“ sagði nú yngri drengurinn, Elías. „Og þetta er enginn vandi, við getum hjálpað þér til þess. Leggstu bara útaf hérna í grasið." Jonni gerði eins og fyrir hann var lagt, var þó hálfsmeykur við þetta og hafði dálítinn hjart- slátt. En telpan sagði blíðlega að hann skyldi ekkert vera hræddur, þetta væri alveg hættulaust. Og er hann hafði lagst niður, komu þau öll til hans og settust hjá honum. Eldri drengurinn lagði hönd sína yfir andlit hans, og þótt hann fyndi ekki neina snertingu var þetta ósköp þægilegt, og von bráðar færðist ljúf ró yfir hann. Honum þótti sem hann væri að sofna — en allt í einu sat hann þarna glaðvakandi hjá börnun- um oft sá sjálfan sig liggja sof- andi T grasinu! Honum varð að vonum talsvert bilt við, og hann sagði skelfingu lostinn: „Hvern- ig í ósköpunum stendur nú á þessu? — Af hverju er ég orðinn tveir — eða er ég kannski dauð- ur?“ „Nei, sussu nei, þú ert bráðlif- andi, og nú getum við heilsað þér alminnilega! Komdu bless- aður og sæll!“ Mahem rétti hon- um hönd sína, og nú var engin fyrirstaða á því að hann fyndi handtakið, sem var þétt og inni- legt. „Nú geturðu líka komið inn til okkar og við getum leikið okkur saman," sagði litla stúlkan og hló sínum glaða hlátri. Jonna varð litið upp í hlíðina, en þar var allmjög umbreytt: byggð og bústaðir alla leið upp á brún, blóma- og trjágarðar kringum húsin, er flest voru fremur lítil, en máluð í allskon- ar fögrum litum, með stóra glugga, er snéru út að dalnum. En þar á flatlendinu sá hann nokkra reisulega bæi, er sumir 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.