Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1982, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1982, Blaðsíða 4
Korchnoi hefur endurheimt eiginkonuna, en þeg- ir það tafl vannst um síðir, er helzt að sjá sem það hafi ekki veriö skákmeistaranum slíkt keppikefli, sem honum tókst þó lengi vel að láta heiminn halda. Endurfundir í Sviss. Eftir sex ára aöskilnað hittast hjónin Bella og Viktor Korchnoi, en eftir myndinni að dæma hafa þessir endurfundir ekki verið mikið tilhlökkunarefni fyrir skákmeistarann. Kóngur milli tveggja drottninga Það var í júlí 1976, sem Viktor Kortsnoj lék þeim óvænta leik að hróka í vest- ur. Þann ieik var ekki hægt að taka upp aftur frekar en aðra í alvöruskák, og það hefur vafaiaust aldrei hvarfl- að að honum heldur. En því tafli er enn ekki lokið, þótt andstæðingurinn virðist loks eftir langa umhugsun hafa neyðst til að leika þeim leik, sem Kortsnoj reyndi að knýja hann til. Hann hefur verið kallaður „Kortsnoj hinn grimmi“ með óttablandinni virðingu, þótt hún sé allt annars eðlis en sú, sem borin var fyrir Ivan þeim, sem var fyrsti keisari í Rússlandi. Harkan er bundin við skákborð- ið. „Skákin er mitt líf, og sá, sem ætlar að sigra mig, sækist eftir lífi mínu," er haft eftir honum. Og með því hugarfari hefur hann unnið mikla sigra við skákborðið. Eftir hrókunina í vestur hefur hann einnig efnazt vel. Og eftir sex ára aðskilnað og hatramma baráttu er fjölskylda hans loksins orðin frjáls og komin vestur fyrir járntjaldið líka. Mamma hans, eiginkona og einkasonur. En þar með var þeirri skák ekki einu sinni lokið. Nú mætti ætla, að þungu fargi væri af honum létt og hann gæti loks teflt án hins mikla andlega álags, sem fjölskylduvandamál- in ollu honum. En málið er ekki svo einfalt. Hann hefur möguleika á því að verða áskorandi heimsmeist- arans í skák í þriðja sinn — 1984. „Úr því að fjölskylda mín gat komizt frá Sovétríkjunum, verður hin andlega pressa minni — en á hinn bóginn vantar mig þá ef til vill nauðsynlega árás- arhneigð," hefur hann sagt. Allt í einu eru tvær drottningar á borðinu En sannleikurinn er sá, að í taflinu mikla og langa voru alit í einu tvær drottningar á borð- inu, báðar svartar (á hár) og svipaðar að aldri. Önnur heitir Isabella, kölluð Bella, og er eig- inkona hans, en hin Petra Lee- uwerik og er umboðsmaður hans og hefur séð um hann hin síðari ár. Það skyggði því nokkuð á gleðina við endurfund fjölskyld- unnar í júlí í sumar. „Við erum taflmenn á skákborði Kortsn- ojs,“ sagði Bella, „og þannig hef- ur það alltaf verið." Sú skák hófst fyrir 25 árum, sumarið 1957, á baðstaðnum Gagra við Svartahaf. Bella, fríð og fönguleg og með próf í verkfræði, var þar í sumarleyfi ásamt vinkonu sinni. Og þangað kom Viktor Kortsnoj sér til hressingar eftir að hafa lokið háskólaprófi í sögu í fylgd með vini sínum. Kortsnoj ætlaði þá að hefja feril sinn sem at- vinnuskákmaður. Þau hittust svo fjögur af tilviljun, er þau voru að bíða eftir strætisvagni. „Þegar vagninn kom allt í einu,“ sagði Bella síðar, „greip Viktor í okkur, en annars hefðum við orðið fyrir bílnum." Þau tóku tal saman og eyddu í sameiningu því, sem eftir var af leyfinu. Svo hittust þau aftur í Moskvu og Leningrad, og brúð- kaupið var haldið í marz 1958. Ári síðar fæddist sonurinn, Igor. I hjónabandinu var verka- skiptingin skýr og einföld. Eig- inmaðurinn tefldi skák, en eiginkonan sá um allt annað. Viktor Kortsnoj byrjaði að tefla sex ára gamall, en 13 ára fékk hann sérstakan þjálfara, þar sem hæfileikar hans þóttu framúrskarandi, og er hann var 15 ára, var hann meðal sterk- ustu yngri skákmanna í Sovét- ríkjunum. Tveim árum eftir brúðkaupið, 1960, varð hann svo fyrst skákmeistari Sovétríkj- anna. í forréttindastéttinni Það hafði þegar áhrif á lífs- kjör fjölskyldunnar. Bella og Viktor Kortsnoj fluttu úr drungalegri tveggja herbergja íbúð í bjarta og stóra þriggja herbergja íbúð í nýju hverfi í Leningrad. Fjölskylda meistar- ans tilheyrði nú forréttindastétt borgarinnar. Meistarinn varði titiljnn fjór- um sinnum í röð. Hann hélt fyrirlestra um skák við háskól- ann í Moskvu. Hann fékk að ferðast til útlanda til að taka þátt í stórmótum og mátti meira að segja hafa konu sína með. Þau hjónin fóru til Austur- Þýzkalands og Ungverjalands, Hollands og Frakklands, til Cur- acao í Karíbahafi og til Banda- ríkjanna. Þau voru í móttöku hjá þáverandi ríkisstjóra í Georgíu, Jimmy Carter. Árið 1974 náði hann svo langt að tefla einvígi um réttinn til að skora á heimsmeistarann í skák. Andstæðingur hans var Anatoli Karpov, sem þá var 23ja ára gamall og miðstjórnarmaður í Komsomol, æskulýðssamtökum ríkisins. Karpov hefur látið hafa það eftir sér, að tvennt væri sér kærast í lífinu: skák og marx- ismi. Kortsnoj beið lægri hlut gegn fyrirmyndarmarxistanum, en með aðeins eins vinnings mun, 2:3. Á eftir sagði Kortsnoj í ýms- um viðtölum við erlenda frétta- menn, að hann, sonur Gyðinga- konu, hefði verið órétti beittur gagnvart hinum „hreinkynjaða Rússa". Andstæðingi sínum lýsti hann sem „hugmynda- snauðri tölvu“. Og hann sagði, að í skákíþróttinni ríkti sama kerfi kúgunar sem í sovézku þjóðlífi. Dagar náöarinnar taldir Kortsnoj féll í ónáð. „Mér var ekki lengur boðið að taka þátt í meiriháttar skákmótum. Ég fékk ekki lengur að ferðast til útlanda. Nafn mitt hvarf úr blöðunum. Ég var drepinn með þögninni." Hinn óánægði skákmeistari, Kortsnoj, varð svarinn fjand- maður sovézka kerfisins. Mað- urinn, sem hafði vaerið svo miklum tíma ævi sinnar við skákborðið, sá heiminn aðeins i svarthvítu. Framtíð hans í Sov- étríkjunum var dimm og dauf í hans augum, en lífið bjart og heillandi á Vesturlöndum. Bella segir, að hann hafi þá nokkrum sinnum minnzt á að flýja vestur yfir, en hún hafi ekki tekið það alvarlega. En Viktor hefur farið að hugsa marga leiki fram í tímann eins og í skákinni. Hann virtist sætta sig við aðstæður allar heima fyrir og fékk aftur að taka þátt í mótum, og svo fór, að honum var leyft á ný að fara til útlanda á skákmót. Hann fékk boð um að taka þátt í IBM- skákmótinu í Amsterdam, og Bella fylgdi honum út á flugvöll að venju. Nokkru síðar hringdi vinkona Bellu til hennar og sagði henni að hlusta á fréttasendingar „Radio Liberty". Hún gerði það og hlustaði á þulinn segja: „Sov- ézki stórmeistarinn í skák, Vikt- or Kortsnoj, hefur beðið hol- lenzk stjórnvöld um hæli sem pólitískur flóttamaður að loknu skákmóti í Amsterdam. Hann mun ekki snúa aftur til Sovét- ríkjanna." Þungan grát setti að Bellu. „Ég gat hvorki neytt svefns né matar. Á sólarhring léttist ég um átta pund.“ Það tók hana langan tíma að átta sig á því, að maður hennar hafði haft ærna ástæðu til að skýra henni ekki frá fyrirhuguðum flótta. Eins og Kortsnoj hefur sagt: „Ég vildi ekki stofna fjölskyldu minni í þá hættu að hafa verið í vitorði með mér.“ Hræddur viö út- sendara KGB Hann varð efstur á skákmót- inu í Amsterdam ásamt enska stórmeistaranum Miles. Boðið var til móttöku í sovézka sendi- ráðinu í Haag að mótinu loknu, en þangað kom Kortsnoj ekki: „Ég settist bara í leigubíl og ók til hollenzkra vina minna. Eftir að ég hafði formlega sótt um hæli í Hollandi, dvaldi ég á laun í tíu daga á heimili leynilög- reglumanns. Ég var hræddur við sovézka sendiráðsmenn og út- sendara KGB.“ Tveimur dögum eftir flóttann komu sovézkir leynilögreglu- menn í heimsókn til Bellu Kortsnoj. „Dyrabjöllunni var hringt snemma dags. Tveir menn sýndu KGB-skírteini sín á kurteislegan hátt og óskuðu eft- ir að fá að tala við mig. Þeir vildu fá að vita, af hverju Viktor hefði flúið, og hvort ég myndi geta fengið hann til að snúa aft- ur til Sovétríkjanna." Bella Kortsnoj svaraði, að það væri henni ekki nokkur leið. Menn- irnir kvöddu síðan jafnkurteis- lega og þeir höfðu heilsað. Skömmu síðar var henni meinað að nota Volgu-Límúsínu, sem maður hennar hafði haft leyfi fyrir. Síðan var syni þeirra neitað um inngöngu í háskóla þrátt fyrir prýðilegar einkunnir alla tíð í skóla, og reyndar hafði hann einnig staðizt inntökupróf- ið með ágætum. í maí 1978 var hann svo kvaddur í herinn. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.